Tíminn - 17.04.1977, Síða 21

Tíminn - 17.04.1977, Síða 21
Sunnudagur 17. aprll 1977 21 Plast-yfirbreiðsla i kartöfiugarði. Margur maður hefur heillazt af þvi að horfa yfir tún sem stendur i blóma skömmu fyrir slátt, og vist er það fögur sjón. En ekki er hitt siður búsældarlegt, þegar kartöflugrasið bylgjast i stórum garðlöndum, hcktara eftir hektara. Menn þurfa ekki að rækta garðávexti i stórum stil til þess að hafa gagn og ánægju af iðju sinni. Og þá eru athafnir okkar heillavænlegastar, þegar saman fer þetta tvennt. landið var djúplægð mýri, en sllkur jarðvegur er ekki aö öllu leyti góöur til kart- öfluræktar. Jörðin verður mjög blaut á haustin, klaki fer seint úr að vorinu, en hins vegar getur sprettan orðiö ágæt. Þegar plægt er djúpt niöur, blandast jarðvegurinn vel, og moldin verð- ur góð til ræktunar. I garðlöndum minum blandaðist saman mó- mold, eldfjallaaska og sitthvaö fleira, sem reyndist eiga ágæt- lega við kartöflurnar. — Hvenær byrjaöir þú að rækta kartöflur I verulegum mæli? — Það var ekki fyrr en upp úr 1960. En ég komst auövitaö fljótt að raun um, að á þvi voru ýmsir annmarkar. Það leið varla svo sumar, að ég yrði ekki fyrir meira eða minna tjóni af völdum næturfrosts, og ég sá að svo búið mátti ekki standa. Annað hvort yrði ég aö finna einhverjar leiöir til þess að verjast frostinu eöa hætta við þessa grein búskapar. Þá var ég svo heppinn að heyra af tilviljun um þessa aðferð, vatnsúöunina, sem ekki einasta vökvaði garðana, heldur varði grösin lika fyrir frosti. Ég fór þá til Reykjavikur til þess að afla mér nánari upplýs- inga um þetta, en græddi lltið á þvi. Enginn þóttist kannast viö þetta, sem ég var að tala um. Ég náði meira að segja tali af manni, sem hafði verið vestur I Amerlku. Hann hafði aldrei heyrt þetta nefnt, en sagði aö bændur þar fyr- ir vestan notuðu oliudalla, kveiktu I þeim og létu slöan reyk- inn leggja yfir akraana til þess aö verja þá frosti. — Þú hefur samt ekki gefizt upp? — Nei. Ég fór til Guöbjörns Guöjónssonar, af þvl aö ég vissi að hann verzlaði meö dælur. Þá vildi svo til, að hann var nýbúinn að fá frá Austurriki myndir og upplýsingar um þessa nýju tækni. Og þar sem hann haföi hug á aö kynna þetta, talaðist svo til aö ég gerði tilraun. Við gerðum svo fyrirspurn til Austurrikis um það, hversu dýrt myndi verða að setja upp úöunarbúnað I þrjá til fjóra hektara, en þeir svöruðu um hæl, að um það gætu þeir ekkert sagt, fyrr en þeir hefðu fengið upplýsingar um alla aöstöðu, landstærð og afstöðu, hvernig hagaði til með vatn, hvers konar traktor skuli nota, o.s.frv. Við svörubum þessu, og þá sendu þeir væri hundrað og átján þúsund og væri hundraðog átján þúsund.og var það verð miöaö við tækin, þegar þau komu út úr verksmiðj- unni hjá þeim, áöur en nokkur annar kostnaður var farinn að leggjast á. Var dálítið órótt.. — Þú hefur svo hafizt handa um að útvega þér þetta? — Já. Mér fannst ég eigá skilið að fá tolla eftir gefna hér heima, þar sem ég var að riða á vaöið og gera tilraun meö áður óþekkta tækni til þess aö gera garðrækt hér á landi öruggari en hún hafbi verið áður. I þessu skyni gekk ég á fund Magnúsar Jónssonar, sem þá var bankastjóri I Búnaðar- bankanum. Magnús visaði mér til Ingólfs Jónssonar, sem var land- búnaðarráðherra, og sagði að hann myndi ab likindum geta veitt eitthvert fé úr sjóði, sem ætlaður væri til tækninýjunga. Þaö varð svo úr, að Ingólfur styrkti starfsemi mina um álika upphæð og svara myndi tollum og söluskatti. En afhending dróst á langinn, og ég neita þvf ekki að mér hafi verið dálitið órótt, þvl að á hverri nóttu leit út fyrir frost. En allt fór þetta betur en á horföist um tlma, og fyrsta frostið á sumrinu kom ekki fyrr en eitthvað þrem sólar- hringum eftir að gengið hafði ver- ið frá útbúnaðinum. — Það væri gaman að heyra dálitið nánari lýsingu á þessu. — Þegar ég byrjaöi á þessari úðun, var ég með kartöflur I fjórum hekturum lands. Garðlandið takmarkaöist af skurði, sem lá I kring- um það. Dælan var við skurð- inn, stofngrein lá fyrir endann á garðinum, og átta greinar út frá henni um garðinn, en á hverri grein voru tiu úðarar.' Þannig voru það áttatlu úðarar, sem höfðu það hlutverk að vökva þessa fjóra hektara og verja kartöflugrasið frosti. Vatnskraft- urinn snýr úðaranum, sem fep’ I hring, og úöar fimm hundruð fer- metra I kringum sig. Slðan frýs vatnið á blöðunum og myndar á þau ishúð, sem ver þau fyrir frostinu. Nú kemur til sá vandi, að ef vatnið er ekki nóg, miðað við frostið, nær kuldinn I gegn, blaðið frýs og deyr. Þvi meira sem frostiö er, þeim mun meira þarf af vatninu. Ég man eftir þvl aö hafa séð kartöflugras falla, þegar fjær dró úðurunum, þótt það væri hvanngrænt næst þeim, þar sem mest hafði komið af vatninu, en þar var lika alveg hvitt af klaka, meðan á ísingunni stóð. Hringing# sem gerir viövart — Kostar þetta ekki mikia vinnu og árvekni? — Það getur kostað nokkrar gagnslausar vökunætur, þvi að oft Htur út fyrir frost aö kveldi, þótt ekkert verði úr, og þá er til einskis vakað, þvi ekkert vit er þvi aö ausa vatni yfir garðana I frostlausu veðri, það gerir ekki annað en bleyta moldina að óþörfu. Úðunin er eins og slag- veðursrigning. Til þess að draga úr þarflaus- um vökum, fékk ég mér sjálfvirk- an hitastilli, sem hafður var úti. Hann var i sambandi við hring- ingu, og alltaf þegar hitinn var kominn niður i tvö stig, hringdi inni hjá mér og gerði mér viövart. En jafnvel þessi þægilegi útbún- aður var ekki einhlitur. Þaö var ekki óalgengt, að hitinn færi niöur I tvö stig, vélin hringdi, ég á fæt- ur, og svo fór hitinn að hækka aft- ur, án þess að hafa nokkurn tima fariö niöur fyrir þessi tvö stig, og þar með hafði hringingin verið snuð. Þannig geta garðyrkju- bændur fengið margan aukasnún- ing og ómaksför, þótt löngum hafi veriö sagt, að hægara sé að annast kálgarð en aö eltast við kindur. — Stundaðir þú þennan kartöflubúskap i mörg ár? — Nei, það varö tæpur áratug- ur. Ég byrjaöi rétt upp úr 1960 og hætti alveg 1970. — Fannst þér þetta skemmti- legur búskapur? — Já, að sumu leyti, en hins vegar er þetta talsvert erfitt með köflum. Nýtingin er ekki nógu góð — Finnst þér viö ekki hálfgerö- ir búskussar aö vera aö flytja inn rándýrar og misjafnlega góöar kartöflur i staöinn fyrir aö rækta sjálfir nóg handa okkur af þessari ágætu vöru? — Veðráttan hér hjá okkur er oft óhagstæð, og auk þess eru miklar sveiflur i veöurfarinu frá ári til árs. Þetta veldur miklum erfiðleikum. Og ef ræktað er i stórum stll verða áföllin þung- bær, þegar illa fer. Auðvitað er hægt að auka og bæta kartöfl- ræktina hér á landi mikið frá þvi sem nú er. Víða eru ágæt garð- lönd, en að visu mjög misgóö, og sumar sveitir eru tvlmælalaust betur fallnar til annarskonar búskapar en garðræktar. — En framleiðum viö nóg handa sjálfum okkur, þegar vel árar? — Já, i góöu árunum framleið- um við alveg nógu mikið, en hins vegar er nýtingin ekki nógu góð, og kemur þar einkum tvennt til. 1 fyrsta lagi eru sjúkdómar i kartöflum alltof algengir, og I öðru lagi eru geymslurnar okkar ekki nærri nógu góöar. Þegar uppskeran veröur mjög mikil, er látið meira i geymslurnar, en þær þola I raun og veru. Þær eru ekki nógu góðar til þess að hrúga svo miklu i þær I einu. — Þoia kartöflur ekki llka mis- jafnlega vel geymslu? — Jú, það er alveg rétt. Gull- augað er til dæmis sllk afbragös- tegund að þessu leyti, aö kartöfl- ur af þeirri tegund fara heil- brigöar inn I geymslu, og ef geymslan er eins og bezt veröur á kosið, þé. geta kartöflurnar geymzt óspiraðar og eins og nýjar i heilt ár, alveg fram á næsta haust. Þetta veit ég, þvi að ég hef reynt það sjálfur. — En hvernig þurfa þá góöar kartöflugeymslur aö vera? — Hitastigið er mikilvægasti þátturinn, og það skyldu menn muna, aö engin kartöflugeymsla er fyrsta flokks, nema aö hún sé vélkæld — loftið kælt með vélum. Hæfileg loftræsting og rétt raka- stig eru llka mjög veigamikil at- riöi. — Mörgum hefur gefizt vel aö grafa kartöfiur I jörð. — Já, og það getur veriö ágætt, en þó aöeins i smáum stll. Sé hins vegar um mikla framleiöslu að ræba, má heita útilokað að beita þeirri aðferð, þótt kartöflur geymist vel þannig. Jarðhús hafa þann galla, að ef mikil hlýindi eru framan af vetri, getur oröiö of hlýtt I húsunum, en annars eru þau góðar geymslur, ef mátulega mikiö er I þeim. Það er ekki sama hvort nokkrir kassar eru látnir standa I stórum sal, eöa hvort fyllt er, svo að segja I hverja smugu innan veggja. Framhald á bls. 25 gaiannwHi r—iiwri 'iw r—w

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.