Tíminn - 26.05.1977, Page 11
g-'iiii i i ;n
Fimmtudagur 26. mai 1977.
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs-
ingastjóri: Steingrfmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 —
auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftar-
gjald kr. 1.300.00 á mánuði.
Blaðaprenth.f.
Ingimundur og Þórir
og útlenda kexið
Veturinn og vorið hafa verið sólrikari i
Reykjavik að þessu sinni en um langt skeið. Flest-
ir hafa notið þess að vonum, en þó ekki allir.
Höfuðeigendum Visis, Ingimundi Sigfússyni og
Þóri Jónssyni, hefur slæmur skýjaflóki oft byrgt
sólarsýn. Bótin er þó sú, að þessi skýjaflóki er af
mannavöldum og þvi er að beita húsbóndavaldinu
yfir Visi og láta hann berjast rösklega fyrir þvi, að
þessum ófögnuði verði bægt burtu. Visir hefur
heldur ekki látið á sér standa i þeim efnum. Ingi-
mundur og Þórir þurfa ekki að kvarta undan
viðbrögðum húskarla sinna.
Hvað er það svo, sem hefur lagzt svona illilega á
þá Ingimund og Þóri, að þeir hafa slæma sólar-
sýn? Visir fer ekki dult með ástæðuna. Viðskipta-
ráðherra hefur sett hömlur á innflutning á kexi i
þvi skyni að draga úr gjaldeyriseyðslu. Hömlurn-
ar eru þó ekki strangari en svo, að hægt er að finna
i flestum matvörubúðum i Reykjavik einar 10-12
tegundir af útlendu kexi. En það finnst þeim Ingi-
mundi og Þóri ekki nóg. Framboðið á útlenda
kexinu á að vera miklu fjölbreyttara. Það eiga
a.m.k. að vera 80-100 tegundir af útlendu kexi i
hverri matvörubúð. Mörgum sinnum fleiri búðar-
hillur þurfa að vera hlaðnar útlendu kexi i girni-
l^um umbúðum. Þá yrði vel séð fyrir mataræði
þjóðarinnar.
En skýjaflókinn, sem hefur skyggt á sólina hjá
þeim Ingimundi og Þóri er stærri en þetta. Sam-
band islenzkra samvinnufélaga er að reisa kex-
verksmiðju, sem brátt mun taka til starfa. Hún
mun færa verulega atvinnu inn i landið, ef vel
gengur, og hjálpa til á þann hátt, að áfram takist
að bægja atvinnuleysi frá íslandi, en það telja þær
þjóðir, semhafa haft reynslu af þvi, hið mesta böl.
Hún mun lika spara erlendan gjaldeyri og veitir
ekki af að eitthvað sé reynt til að draga úr
viðskiptahallanum. Margir munu þvi freistast til
að lita svo á, að hér sé frekar um gott fyrirtæki að
ræða en hið gagnstæða.
En þetta dylst alveg þeim Ingimundi og Þóri.
Þeir flytja að visu inn bila, en ekki kex. Er þeir
hafa rika stéttartilfinningu. Ef innflutningur á
kexi minnkar, dregur það úr hagnaði heildsal-
anna. Það verður að koma i veg fyrir slika óhæfu.
Nú verður þvi að beita Visi vel. 1 versta tilfelli
verður að gripa til þess að láta Visi hrópa: Borðið
útlent kex! Styðjið útlendan iðnað! Það er ekki
ónýtt fyrir heildsalana að eiga málgagn til þess að
boða slika þjóðþrifastefnu.
Er það til fyrirmyndar?
Það er vafalaust rétt, að mikill munur er á kaup-
töxtum hér og i Danmörku. Það er eðlilegt, þvi að
þjóðartekjur Dana eru hlutfallslega miklu meiri.
Danmörk er eitt bezta landbúnaðarland i heimi og
iðnaður Dana er háþróaður. Hinir háu kauptaxtar
i Danmörkuhafa hins vegar dregið dilk á eftir sér.
Atvinnustarfsemi hefur ekki aukizt nægilega og
þvi skapazt stórfellt atvinnuleysi. Spáð er, að at-
vinnuleysingjar i Danmörku verði yfir 150 þús.
siðari hluta þessa árs. Er það til fyrirmyndar?
Ef Islendingar halda skynsamlega á þessum
málum, eigaþeir nú að hafa tvennt i huga. Annars
vegar að tryggja hlut láglaunafólks. Hins vegar að
forðast almenna kauphækkun, sem leiðir til at-
vinnuleysis. þþ
n
K. Smirnof, fréttamadur APN:
Maóisminn vill
koma á styrjöld
Hún á að tryggja heimsyfirráð Kinverja
Aróðursstyrjöld Kinverja og
Rússa ler enn harðnandi.
Herlerö Kinverja gegn
Rússum virðist hata lærzt I
aukana slðan Maó téll frá.
Rússar svöruðu ekki miklu i
fyrstu, en hafa nú hafiö
mikla gagnsókn. t eftirfar-
andi grein er nokkurt dæmi
um, hvernig Rússar haga
þessari gagnsókn sinni.
ENN einu sinni spá Kinverj-
ar „óhjákvæmileika þriðju
heimsstyrjaldarinnar”,
„árekstri risaveldanna’,’
„ákvörðun sovézku sósfal-
heimsvaldasinnanna um að
leggja undir sig heiminn”,
o.s.frv., o.s.frv.
Andsovézka herferöin I Pek-
ing veröur stöðugt heiftar-
legri. Með andsovétisma aö
yfirvarpi eru kínversku
leiötogarnir i raun að spilla
fyrir slökun spennu á alþjóða-
vettvangi og stuöla að versn-
andi ástandi I heiminum.
Þetta er framhald á póli-
tiskri linu undanfarinna ára.
Núverandi formaöur kín-
verska kommúnistaflokksins,
Hua Kuo-feng, hefur svariö
hollustueiö viö hugmyndir
Maós og framkvæmdir, þrátt
fyrir skaölegar afleiöingar
þeirra fyrir uppbyggingu Nýja
Klna, og þrátt fyrir mjög nei-
kvæö áhrif þeirra á þróun
heimsmála.
t þessu sambandi er heldur
ekki hægt aö gleyma undir-
róöursstarfsemi Peking-leiö-
toganna gegn framfaraöflum
heimsins, gegn kommúnista-
og verkamannaflokkum I öll-
um heimsálfum, en hún bygg-
ist á starfsemi maóistahópa
og einstaklinga á Vesturlönd-
um og I þriöja heiminum.
Þessi starfsemi hefur
óneitanlega skaöaö mjög lýö-
ræöis- og byltingaröfl heims-
ins, en margir framfarasinnar
I Evrópu, Rómönsku Ame-
riku, Afrlku, Asíu og viöar
hafa flett ofan af þessari starf-
semi og bent á illan tilgang
hennar. Einn þeirra er Fidel
Castro, sem nýlega veitti
timaritinu Afrique-Asie viötal.
CASTRO benti á hættulegt
eöli kinversku stefnunnar.
Hann sagöi að klnversku leiö-
togarnir væru ekki aö fremja
mistök, heldur væru þeir vilj-
andi aö svlkja málstaö al-
þjóöahyggjunnar meö þvl aö
ganga I lið meö heimsvalda-
sinnum. „1 engu alþjóöamáli
eru Kinverjar á öndveröum
meiöi viöheimsvaldasinna” —
sagöi kúbanski leiötoginn.
Hann minnti á samstööu Kín-
verja viö Pinorhet I Chile og
bandalag þeirra viö aftur-
haldssömustu og alþýöufjand-
samlegustu öflin I öörum lönd-
um Rómönsku Ameriku.
Einnig ræddi hann um striöiö i
Angóla, þar sem Kínverjar
Hua Kuo-feng
heföu slegizt I liö meö UNITA
og FNLA, verkfærum heims-
valdastefnunnar.
Stefna kinversku leiðtog-
anna hefur vakiö óánægju
framfarasinna I heiminum, en
henni hefur veriö tekiö af
ódulinni ánægju af and-
stæöingum slökunarstefn-
unnar og öllum afturhaldsöfl-
um.
Þetta veröur nánar rökstutt
meö einni staöreynd sem
tengd er bandarfsku leyni-
þjónustunni CIA.
I bréfi sem CIA sendi fyrir
nokkrum árum til manna
sinna i ýmsum löndum var
starfsmönnum stofnunarinnar
ráölagt aö veita ákveöinn
stuöning maóistahópum og
koma sér I samband viö þá I
þvi skyni aö „hefja virkari
baráttu gegn einstaklingum
og samtökum sem eru andvíg
stefnu Bandarikjanna”.
1 plaggi þessu var lögö
megináherzla á aö CIA-menn-
irnir i maóistahópnum hvettu
ákaft til andsovézkrar starf-
semi. Einnig var bent á aö I
þessu sambandi skyldu
CIA-mennirnir ekki láta
byltingarslagorö maóistanna
hafa nein áhrif á sig.
Menn ættu aö veita þvl at-
hygli aö CIA-sérfræöingarnir
hafa dregiö slnar eigin
ályktanir varöandi möguleik-
ann til að nota hópana sem eru
á Peking-llnunni sem eins
konar Trjóuhesta til að kom-
ast inn I byltingar- og þjóö-
frelsishreyfingarnar, og þaö
gera þeir eftir aö hafa kynnt
sér nákvæmlega starfsemi
þeirra.
Byltingarslagorðin, sem
maóistar nota gjarna I yfir-
lýsingum sinum, eru I raun og
veru til merkis um tengsl
þeirra viö hægri sinnaða öfga-
menn á Vesturlöndum og
heimsvaldasinna I þriðja
heiminum.
ENDALOK kalda strlösins,
Helsinkiráöstefnan og slökun
spennu milli austurs og
vesturs — allt bendir þetta til
uppgjafar þeirra afla sem
boöuöu vaxandi átök. En þetta
hefur einnig leitt til þess aö
fram i dagsljósið hafa komið
hefndarsinnar og afturhalds-
seggir sem vinna gegn þeim
aögeröum sem miöa aö friöi.
Leiötogarnir I Peking, og þeir
hópar sem þeir stjórna utan
Klna, hafa stillt sér upp viö hliö
þeirra.
Vinstri hóparnir á ltallu eru
ekki mjög fjölmennir, en hafa
þó valdið framfarasinnuðum
hreyfingum þar talsveröum
vandræöum, meö siendur-
teknum ögrunaraögeröum. 1
Frakklandi gegna þeir svip-
uöu hlutverki og nýfasistar.
Allir kannast viö starfsemi
þeirra I Portúgal, þar sem
þeir hafa opinberlega skipaö
sér i hóp meö fasistaklikun-
um, blindaöir af hatri á
kommúnistum.
t þriöja heiminum eru þaö
aöallega tvö svæöi sem
Pekinglinuhópar starfa á. Þaö
eru Rómanska Amerika og
Suöaustur-Asla ásamt nokkr-
um fleiri löndum I Aslu.
t Rómönsku Ameríku fara
áhrif þeirra þverrandi vegna
þessaö meölimir hópanna eru
aö missa trúna á byltingar-
uppskriftirnar sem þeim ber-
ast frá Peking. Þaö sem held-
ur I þeim llfinu er nú aöallega
fjárhagsleg og annars konar
aöstoö sem þeir fá frá CIA og
innlendum gagnbyltingaraöil-
um.
Beztu dæmin um þetta eru
Argentina, Brasilla, Uruguay,
Ecuador og Kólumbla. Alltaf
ööru hverju er komiö upp um
maóista I þessum löndum sem
störfuöu miklu fremur eftir
CIA-línu en Peking-linu.
1 Aslu, og þá einkum I suð-
austurhluta álfunnar, er Klna-
linuhópunum haldiö uppi af
kfnversku innflytjendunum.
Maóistahóparnir, I Burma og
Tyrklandi t.d., eru ekki fjöl-
mennir, en valda þó miklum
usla I vaxandi mæli, eins og
dæmin sýna i Tyrklandi þar
sem maóistaögranir leiddu til
árekstra sem kostuöu mörg
mannslif, eöa á Indlandi, þar
sem þessir hópar komu af staö
„sjálfstæöishreyfingu” á
svæöunum sem Naga og
Myso-ættbálkarnir byggja.
Orö og gerðir klnversku
leiötoganna hafa sannað rétt-
mæti þess grundvallarmats á
maóisma sem fram kom á 25.
þingi sovézka kommúnista-
flokksins. Þar var bent á
hættulegt eöli þessarar stefnu
sem miöar aö því aö ýta
mannkyninuútí styrjöld, sem
aö áliti maóista hlýtur ab leiöa
til kinverskra heimsyfirráöa.
Hua hylltur á útifundi