Tíminn - 26.05.1977, Qupperneq 15
Fimmtudagur 26. mai 1977.
15
hljóðvarp
Fimmtudagur
26. mai
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Agústa Björnsdéttir
les framhald „Dýranna á
Snælandi” eftir Halldór
Pétursson(2). Tilkynningar
kl.9.30. Létt lög milli atriða.
Viösjóinnkl. 10.25: Ingólfur
Stefánssón talar við Olaf
Björnsson útgerðarmann i
Keflavik: — fyrri hluti. Tón-
leikar kl. 10.40. Morguntón-
leikar kl. 11.00: Ingrid
Habler leikur Pianósónötu i
H-dúr op. 147 eftir Schubert/
Búdapest-kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 16 i
F-dúr op. 135 eftir Beethov-
en.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Nana”
eftir Emile Zola Karl ísfeld
þýddi. Kristín Magnús Guö-
bjartsdóttir les (14).
15.00 Miðdegistónleikar Elly
Ameling syngur úr „ttölsku
ljóðabókinni” eftir Hugo
Wolf: Dalton Baldwin leikur
á pianó. Sinfóniuhljómsveit-
in i Moskvu leikur
Sinfóniska dansa op. 45 eftir
Sergej Rakhmaninoff:
Kyrill Kondrasjín stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.30 Lagið mitt Anne-Marie
Markan kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Samleikur I útvarpssal
Reykjavikur Ensemble
leikur Kvintett i B-dúr eftir
Anton Reicha.
20.05 Leikrit: „Vetrarferð”
eftir William Somerset
Maugham býðandi: Aslaug
Árnadóttir. Leikstjóri:
Klemenz Jónsson. Persónur
og leikendur: Somerset
Maugham ... Rúrik
Haraldsson, Skipstjóri ...
Róbert Arnfinnsson, Læknir
... Steindór Hjörleifsson.
Fröken Reid ... Herdis Þor-
valdsdóttir. Fröken Prince
... Bryndis Pétursdóttir.
Frú Bollin ... Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir. Fletcher ...
Gisli Alfreðsson. Banks ...
Erlingur Gislason. Aðrir
leikendur: Jón Gunnarsson,
Pétur Einarsson, Benedikt
Arnason og Þorgrimur
Einarsson.
21.00 „Dýrðarnótt”, sinfóniskt
ljóð op. 4 eftir Arnold Schön-
berg Sinfóniuhljómsveit út-
varpsins i Stuttgart leikur:
Elgar Howarth stjórnar.
21.30 „Eldri kynslóðin” smá-
saga eftir John Wain As-
mundur Jónsson islenskaði.
Valur Gislason leikari les
fyrri hluta sögunnar. Siðari
hlutinn á dagskrá á laugar-
dagskvöld.
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir Kvöldsag-
an: „Vor I verum” eftir Jón
Rafnsson Stefán ögmunds-
son les (14).
22.40 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
iiiB
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
Frú Harris fer
til Parísar ©
eftir PatirGallico
býflugnadrottning í klefa sínum og um ganginn á milli
þutu vinnubýin með hunangið— létta, flæðandi kjóla á
litinn eins og plómur, hindber, ferskjur, rósir eða orki-
deur — til að láta máta og athuga betur.
Þetta var sannarlega einn af leyndum heimum
kvenþjóðarinnar þar sem skipzt var á nýjustu hneykslis-
sögunum, vígvöllurinn, þar sem lagt var til baráttu við
ellina með vopnum saumalistarinnar og stórfé var eytt
daglega.
Innan um sölufólk, saumakonur, og tískuteiknara, sem
snerust um þær með málbönd, skæri, þræðigarn og nálar
og munninn fullan af tituprjónum, eyddi hópur kvenna
siðdegi sínu hér og peningum eiginmanna sinna —
auðugar franskar konur, auðugar bandarískar konur,
auðugar þýzkar konur og meira að segja auðugar konur
frá suður-Ameriku, konur með enska titla, maharinur
frá Indlandi og stöku sinnum ambassadorsfrú eða
fulltrúafrú frá Rússlandi.
Og hér, í miðri þessari dásamlegu býkúpu og ásamt
eigin fylgdarliði, stóð hreingerningakonan frá London
klædd ,,Freistingunni" sem fór henni furðulega vel og
var mátuleg, þar sem frú Harris var grönn af
erfiðisvinnu og of litlum mat.
Hún reis upp úr ciffon- og knipplingaflóðinu rétt eins
og — Ada Harris frá Battersea. Kjóllinn gerði ekki
kraftaverk nema í sál hennar. Magur hálsinn og
grásprengda höfuðið, sem sást upp fyrir hálsmálið,
veðurbitin húðin, litlu, tindrandi perluaugun og epla-
kinnarnar stungu illilega í stúf við perlusaumaðar fell-
ingar kjólsins — en þó ekki alvarlega, því glæsilegi kjóll-
inn og hamingjusvipurinn á andlitinu áttu furðuvel sam-
an.
Frú Harris var í paradís. Hún var í því sæluástandi,
sem hana hafði dreymt um og þráð. Andstreymi og
ágreiningur, sultur og seyra og afneitun skipti ekki leng-
ur máli. Kona gat áreiðanlega ekki upplifað neitt stór-
kostlegra en að kaupa sér Parísarkjól.
Frú Colbert fór yfir lista. — Ö, já, sagði hún lágt. —
Verðið er f imm hundruð þúsund f rankar. Eplakinnar f rú
Harris fölnuðu örlítið við þessar upplýsingar. Svo miklir
peningar gátu ekki verið til i öllum heiminum. — Það eru
fimm hundruð ensk pund, hélt frú Colbert áfram. —
Fjórtán hundruð bandarikjadol larar og með
staðgreiðsluafslættinum okkar...
Frú Harris greip fram í, sigri hrósandi. — Já, hérna!
Það er einmitt það sem ég á! Ég tek hann! Get ég borgað
hann núna? Hún rétti út höndina eftir veskinu sínu, örlít-
ið klaufsk vegna þyngdar perlusaumaða pilsins og
grindverksins, sem saumað var inn í kjólinn, honum til
stuðnings.
— Það getið þér auðvitað — ef þér vil jið. En ég vil siður
taka við svo stórri upphæð i peningum. Ég ætla að biðja
Fauvel að koma hingað niður, svaraði frú Colbert og
teygði sig í símann.
Nokkrum mínútum síðar birtist hinn ungi, Ijóshærði
André Fauvel í mátunarklefanum, þar sem hvöss, rann-
sakandi augu frú Harris þekktu hann þegar aftur sem
manninn, sem starað hafði á Natösju, vonlausum ástar-
augum.
En hvað Fauvel varðaði, leit hann á f rú Harris og gat
með naumindum dulið skelfingu sina, er hann sá þessa
dauðlegu manneskju, sem vogaði sér að vanhelga þann
grip, sem gyðja hans hafði borið við sýninguna. í þvi
hugarástandi sem hann var, fannst honum þetta ekki
betra en að einhver af vændiskonum Place Pigalle hefði
sveipað um sig franska fánanum.
Þessi forl jóta vera brosti til hans og af hjúpaði þar með
bæði skörð og skemmdar tennur og kinnarnar hrukkuð-
ust, svo þær líktust ávoxtum, sem skorpnað höfðu í
frosti. — Það er hér allt saman, ungi maður, sagði hún.
— Fjórtán hundruð dollarar og ef ég á að segja eins og
er, þá á ég ekki til meiri peninga. Hún rétti honum seðla-
búntið.
Frú Colbert veitti svipbrigðum unga mannsins athygli.
Hún hefði getað sagt honum, að hundrað sinnum í viku
varð hún vitni að því að þeir kjólar, sem gerðir væru f yr-
ir ungar og fagrar stúlkur, væru seldir gömlum, máluð-
um herfum. Hún snerti blíðlega við handlegg hans til að
vekja athygli og útskýrði málið fyrir honum með nokkr-
um orðum á frönsku. En það gat þó ekki náð að milda
gremju hans yfir að sjá klæði eiskunnar sinnar gerð
svona hlægileg.
— Það þarf ekki að breyta honum, sagði frú Harris. —
Ég tek hann eins og hann er. Látið pakka hann inn handa
mér.
Frú Colbert brosti. — Já, en þér hl jótið að skil ja, að þér
getið ekki fengið þennan kjól. Hann er sýningarkjóll og
það þarf að sýna hann i mánuð til viðbótar. Við saumum
annan handa yður, nákvæmlega eins......
Hjarta frú Harris herptist saman af skelfingu, þegar
hún skildi loks orð frú Colbert. — En góði guð! Sauma
annan...endurtók hún og leit skyndilega út eins og skop-
mynd af sjálf ri sér. — Hvað tekur það langan tíma?
Frú Colbert varð líka hrædd. — Venjulega tíu til f jór-
tán daga...en nú gætum við reynt að gera undantekningu
og lokið honum á viku....
Sú skelf ilega þögn sem fylgdi i kjölfar þessara upplýs-
inga, var rofin af neyðarópi úr innstu sálardjúpum frú
Hárris. — Já, en skiljið þér það ekki? Ég get ekki verið i
París. Ég á bara peninga til að komast heim aftur! Það
þýðir að ég getekki fengið hann! Húnsásjálfasig heima
í dapurlegri íbúðinni í Battersea, tómhenta, aðeins með
alla þessaónothæf u peninga. Hvað ætti hún að gera með
þá? Það var ,,freistingin" sem hún þráði af líkama og
sál, þó hún færi aldrei framar í kjólinn.
Viðbjóðslega, einfalda kerling, hugsaði André Fauvel.
Þú hefur gott að þessu og það skal verða mér sönn
ánægja að afhenda þér bannsetta peningana aftur.
En nú sáu þau öll sér til skélfingar tvö tár myndast i
augnakrókum f rú Harris og síðan f leiri, sem runnu niður
rauðar kinnarnar, þar sem hún stóð mitt á meðal þeirra i
glæsilega kjólnum og var ákaflega óhamingjusöm á
svipinn.
Og André, sem var skrifstofustjóri og peningamaður,
og sem búast mætti við að hefði hjarta úr steini, varð
skyndilega svo hrærður, að hann hafði aldrei búizt við að
sliktgæti gerst. Með þessu einkennilega hugboði Frakk-
ans skildist honum, að það var vegna vonlausrar ástar
hans til Natösju, sem hafði borið þennan kjól, að hann
gerði sér allt í einu grein fyrir því, hvað það var mikill
harmleikur fyrir þessa ókunnu konu að verða fyrir von-
brigðum, einmitt þegar hún var i þann veginn að ná tak-
marki sínu.
Þar af leiðandi tileinkaði hann næstu orð sín stúlkunni,
sem aldrei fengi að vita hversu heitt og innilega hann
hafði elskað hana, eða réttara sagt, að hann hefði yfir-
leitt elskað hana. Hann hneigði sig virðulega fyrir frú
„Mér finnst betri lyktin af þér
þegar hún er af hveiti og
sitrónudropum.”
DENNI
DÆMALAUSI