Tíminn - 01.06.1977, Síða 10

Tíminn - 01.06.1977, Síða 10
10 Miðvikudagur 1. júni 1977. Söngljóð og harpa Peter Pears söngvari og Osian Ellis hörpuleikari skemmtu félögum Tónlistar- félagsins 21. mai i Háskólabiói. Pears haföi áður sungið meö Sinfóniuhljómsveitinni tveimur dögum áður. Á efnisskránni voru söngvar eftir Henry Purc- ell, Franz Schubert, Francis Poulenc, Maurice Ravel og Benjamin Britten og hörpusón- ötureftir John Parry og Britten. Tónleikar þessir voru i alla staöi hinir ánægjulegustu, þvi bæöi er harpan heldur sjald- heyrð hér utan „smástrófa” I hljómsveitarverkum, samleik- ur hörpu og tenórs óvenjulegur, og báöir þessir listamenn hinir ágætustu. Þvi viö erum margir, sem teljum aö Pears hafi veriö fremstur i tenóra flokki, og er- um auk þess góövinir hörpunnar siöan viö sáum og heyrðum Harpo Marx i Night in Casa- blanca. Tónleikarnir hófust meö þvi aö Þorgeröur Ingólfsdóttir gekk fram á sviöið, og var vel fagnaö, en ýmsir þekktu hvorki Þor- geröi né Peter Pears nema af orðspori. Næst gengu þeir Osian Ellis og Peter Pears fram á sviöiö. Ellis er Wales-maöur, en harpan er þjóðarhljóðfæri þeirra llkt og sekkjapipurnar Skotanna. En sumt af þvi, sem þarna var flutt, er 1 raun endurútsetn- ingará söng með pianóundirleik til að vlkka sviö viöfangsefna þeirra félaga, því Pears og Ellis hafa unnið mikið saman hin sið- ari ár. Peter Pears er fjarri þvl að vera ,,en dum tenor” — auk þess að vera mikill listamaður er hann ágætur fræöimaöur sem átt hefur þátt I þvl aö grafa upp og endurvekja gamla enska tón- list. Má vel vera aö hann eigi ekki hvað minnstan þátt I þvi að „útrýma öskrinu” úr hérlend- um söng meö þvl starfi sínu. Fór vel á þvl, aö þeir félagar fluttu fyrst fjóra söngva eftir Henry Purcell (1658-95). Purcell var slöastur og mestur tónskálda þess timabils á 16. og 17. öld, sem kallaö hefur veriö gullöld enskrar tónlistar. En eftir þvl sem Bretar segja sjálfir dó hann 30árum of snemma -hann varð aðeins 36 ára og 30 árum slðar kom Handel til Bretlands, og flutti meginlandsmúsikina inn I landið. Þar voru þá engin tón- skáld, sem megnuöu að sam- eina hina fornu ensku tónlistar- hefð hinum erlendu áhrifum, og hún leiö undir lok lfkt og is- lenzka rlmnaheföin geröi 200 ár- um slöar, drukknuð I dansk-þýzkum innflutningi. En á sföustu áratugum hefur áhugi á þessari tónlist vaknað að nýju, bæöi I Bretlandi og annars stað- ar, enda höföar hin veraldlega tónlit Purcells til vor: kóngur Purcells var Karl annar hinn káti, og hann vildi að tónlist væri „skemmtileg en ekki stærðfræöileg”. En brezkir fræðimenn segja að tónlist Purcells, söngvar, sálmar, kór- verk og kammertónlist, hafi svo boriö af allri annarri -tónlist, þessa tima, innlendri sem inn- fluttri, aö öll önnur tónsmíð var dæmd til gleymsku eða fyrir- litningar. Þessir fjórir söngvar Purcells voru mjög skemmtilegir, og vafalaust eru textarnir þaö llka ef marka má upphaf þeirra, en Tónlistarfélagið hefur aldrei lagt mikiö i efnisskrá slna, enda voru engir textar né þýöingar prentaöir. Næst fluttu þeir Peter Pears og Osian Ellis Söngva harpar- ans eftir Schubert (1797-1828). Þessir söngvar eru að sjálf- sögðu þekktari með hinum venjulega planóundirleik, en nutu sln vel með hörpunni, enda maklegt. Nú flutti Osian Ellis Sónötu fyrir hörpu (1760) eftir Wales- manninn John Parry, blindan hörpusnilling og tónskáld, sem var samtímamaöur Handels og I miklum metum hjá honum. Þarna nautsnilli Ellis sln vel. — Einhver sagði mér að hörpu- tækni hafi fleygt svo fram I heiminum á siðustu áratugum að nú geti einn hörpuleikari I hljómsveit annað því sem sex þurfti til áöur, en ekki var þaö sýnilegt að þessi sónata væri neinum aukvisum ætluð þótt gömul sé. Nú söng Peter Pears söngva eftir Poulenc (1899-1963) og Ravel (1875-1937) viö franska texta ýmissa skálda. Og loksins fluttu þeir tvö verk eftir sinn sameiginlega vin, Benjamin Britten (1913-1975). Hörpusvítu I c-dúr samdi Britten fyrir Osian Ellis árið 1969. Ellis gerði nokkra grein fyrir svltunni áöur en hann flutti hana: Hún skiptist I 5 kafla, og er að byggingu I klasslskum stll, undir áhrifum frá Bach og Handel. Fyrst er tónlist Inngangur, þá Toccata, Noct- úrna, Fúga, og loksins Tilbrigði um gamalt welskt sálmastef. Þessi tvö hörpuverk, Sónata Johns Parry og Svlta Brittens, sýndu vel eiginleika þessa sjaldheyrða en skemmtilega hljóðfæris, og fimleik hljóðfæra- leikarans. Britten samdi „Birthday Hansel” (afmælisgjöf á skozku) I tilefni að 75 ára afmæli brezku drottningarmóöurinnar og færði henni aö gjöf, en hún hefur alla tlð verið hliðholl listunum. Text- inn er safn visna eftir góðskáld- iö Robert Bruns, þann sem orti óðinn til sláturkeppsins, en tónlistin er skrifuö fyrir Osian Ellis og Peter Pears. Þótt Pears sé fjölhæfur söngvari nýtur hann sín aldrei betur en I verk- um Brittens, eins og bezt kom fram á sinfónlutónleikunum um daginn — tónlistin og flutning- urinn viröast eiga svo dæma- laust vel saman. Peter Pears er oröinn 67 ára — röddin hefur dýpkað og misst nokkuðaf ljóma slnum, en söng- ur hans afar eftirtektarverður og múslkkalskur, og tæknin óaöfinnanleg. Hann er mikill á velli og höfðinglegur I fram- komu — koma PeterS Pears er meöal eftirminnilegustu og ánægjulegustu tónlistarvið- buröum þessa vetrar. 25.5. Sigurður Steinþórsson FÖT NÁUNG ANS SEGJA SÍNA SÖGU Briaxi C. Pilkington sýnir Brian C. Pilkington er fæddur i Liverpool, eins og Bitlarnir og mun vinna hér á landi við auglýsingastofu. Hann sýnir nú 56 myndir á Galleri Solon Islandus. Fólk og föt Myndir Brians C. Pilkington eru fremur litlar, málaöar með acryl — litum á pappir, varla stærri en bréf I pósti. Myndefni hans eru einkum einkennilegt fólk, sumtnýstokk- ið út úr húsi i New Orleans, eða einhverju viðlika sólheitu um- hverfi, annað gengur á götunni, eöa spilar. Þetta eru karikatúrmyndir, fyrst og fremst, sumar snjallar, aðrar verri, en samt engar verulega vondar, þvi hann hefur tæknina það mikið á valdi sinu. Myndir Brians C. Pilkingtons eru meira I ætt við bóklýsingar en málverk, eða myndir upp á vegg. Þær eru hentugar til þess aö halda á þeim i höndunum viö skoöun, fremur en til þess að virða þær fyrir sér upp á vegg. Næsta skrefið hlýtur að vera það að reyna aö gera kröftugri myndir, myndir sem geta lifað sjálfstæðu lifiá nagla heima hjá fólki. Tækni Brians C. Pilkingtons minnir oft á ameriska litograf- iu, þ.e.a.s. þá myndlist er sýnir lif á strætum og á krám: af kjöt- búðum og veölánabúðum hinna ofsetnu hverfa, þar sem vonin er þó ekki úti meö öllu, þótt hún sjáist I rauninni hvergi. Ef til vill var þetta svona lika i Liver- pool á þeim góðu og gömlu dög- um, sem aldrei koma aftur. Mannlýsingar listamannsins eru ekki allar jafn sannfærandi, og þótt fatnaður segi vissulega GALLERI SOLOIM ISLANDUS, AÐALSTRÆTI 8, 21.MAÍ-4JÚIMI margt um þann sem valið hefur hann og ber, þá sendir fatnaður á mynd fólkið lika I ákveðið um- hverfi, þar sem röndóttur bolur og stráhattur er viðlika hvers- dagslegur og „venjuleg” flík og gæruúlpan er á íslandi. Jónas Guðmundsson Menntaskól- inn við Tjamina verður Mentaskól- inn við Sund Menntaskólanum við Tjörnina var slitið I áttunda sinn miöviku- daginn 25. mal 1977. Rektor skól- ans, Björn Bjarnason, flutti skólaslitaræðu við brautskrán- ingu I Háskólablói. Þar kom m.a. fram,aðlveturstunduöu nám 821 nemandi, en vorpróf þreyttu 787 nemendur. I 1. bekk þreyttu 192 nemendur próf, 233 nemendur I 2. bekk og I 3. bekk 169 nemendur. Heildarniöurstöður millibekkja- prófa urðu þær aö 88% stóðust 1. bekk, 83% stóðust 2. bekk og 98% stóðust 3. bekk. 193 hófu stúdentspróf, 192 þreyttu öll próf þar af 4 utan- skóla. A málakjörsviði brautskráöust 21 nemandi. A félagssviöi mála- deildar 29 nem. A félagssviöi stærðfræðideildar 16 nem. Á náttúrufræðikjörsviði 85 nem. A eölisfræöikjörsviði 38 nem. A tón- listarkjörsviði 2 nem., en annar þeirra brautskráöist einnig frá málakjörsviöi. Hæstu einkunnir hlutu: A málakjörsv. Kolbeinn Bjarnason 8.5. A félagssv. málad. Orn Birgir Sveinsscn og Helgi Gunnlaugsson báöir 7.8. A íélags- sv. stæröfræöid. HjördisHarðar- dóttir 9.0. A náttúrufræðikjörsviði Hannes Jónsson 9.2. A eölisfræöi- kjörsviði Tómas Jóhannesson 9.3, sem jafnframt var hæsta einkunn á stúdentsprófi aö þessu sinni. Rektor gat þess I skólaslita- ræöu, aö þetta væru síöustu skólaslit frá Menntaskólanum við Tjörnina. Menntamálaráöherra Vilhjálmur Hjálmarsson, flutti stutt ávarp og tilkynnti, að heiti skólans skuli framvegis vera Menntaskólinn viö Sund, og mið- ast nafnbreytingin við 1. júll 1977. Mumó alþjóölegt hjálparstarf Rauöa krossins. RAUÐI KROSS ISLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.