Tíminn - 02.06.1977, Page 17

Tíminn - 02.06.1977, Page 17
Fimmtudagur 2. júni 1977. 17 T Ingibjörg Þórðardóttir Ingibjörg Þóröardóttir, er lengi bjó i Tjarnargötu ÍOA, i Reykja- vik, lézt á Sjúkrahúsi Akraness 26. mai s.l. eftir rúmlega þriggja mánaöa sjúkdómslegu. Hún var fædd aö Laugabóli i Nauteyrarhreppi 22. april 1903. Foreldrar Ingibjargar voru merkishjónin Þórður Jónsson bóndi og Halla skáldkona Eyjolfs dóttir, er bjuggu þá stórbúi aö Laugabóli. Eignuöust þau 14 börn og var Laugabólsheimilið á þeirra dögum mjög rómað við Djúp og viðar. Skáldskapur og tónlist voru þar i hávegum höfð og þarf i þvi sambandi ekki annað en nefna kvæði húsfreyjunnar og lög tónskáldsins og nágrannans Sigvalda Kaldalóns við mörg kvæða Höllu._ Ingibjörg átti þvi góða og glað- væra bernsku. En ævintýraþráin seiddi hina ungu heimasætu, þvi aðeins 16 ára gömul hleypti hún heimdraganum og hélt til Reykjavikur i atvinnuleit. Hún vildi verða sinnar eigin gæfu smiður. Tókst henni af alkunnum dugnaði sinum og harðfylgi að út- vega sér vinnu, sem ekki mun hafa verið svo auðvelt i þá daga. Réðist hún fyrst að Vífilsstaöa- hæli en starfaði siðar um árabil sem simstúlka við Landssima Is- lands. Þótt brauðstritið væri sjálfsagt ærið viðfangsefni ungra dag- launastúlkna i Reykjavik á þess- um tima, lét Ingibjörg sér það ekki nægja. Hún vildi njóta þeirr- ar gleðiogunaðar, sem lffiö getur veitt þeim er þess leita. Stóð hún á timabili fyrir rekstri dans- klúbbs i höfuðborginni. Hún lagði mikið upp úr glæsileik í búnaði og fylgdist vel með tizkustraumun- um. Sem dæmi um það má nefna, að einhvern tima á þessum árum, er henni þótti úrvalið i fata- verzlunum borgarinnar heldur fáskrúðugt, þá gerði hún sér litið fyrir og pantaði beint frá tizku- húsum Parisarborgar sjö sam- kvæmiskjóla, svo hún og vinkon- ur hennar gætu skartað þvi nýj- asta i tizku heimsborganna. Ekki naut hún I þessum efnum annars stuðnings en eigin sjálfsbjargar- viðleitni. 1936 giftist Ingibjörg Jóni M. Þorvaldssyni skipstjóra. Eignuð- ust þau þrjár dætur: Höllu, Krist- rúnu, gift Nirði Tryggvasyni, Ingibjörgu Jónu, gift Ingjaldi Bogasyni. Aður en Ingibjörg gift- ist eignaðist hún son, Þór Hall- dórsson viðskiptafræðing, en hann lézt árið 1970 aðeins 37 ára gamall. Þór var kvæntur Svövu Daviðsdóttur og áttu þau tvær dætur, Guðrúnu og Ingibjörgu Jónu. Ingibjörg og Jón bjuggu allan sinn búskap að Tjarnargötu 10A i Reykjavik, en það hús byggði Jón og átti með bræðrum sinum tveimur. Fáir eru þeir áreiðanlega, sem ■ komu á heimili Jóns og Ingibjarg- ar, er gleymdu þeim heimsókn- um, þvl heimilið var einstakt fyr- ir þá muni sem Ingibjörg safnaði og prýddi það með. Málverk eftir flesta okkar frægustu meistara þöktu veggina, margs konar fá- gætir skrautmunir og húsgögn viða að komin fylltu stofurnar. Var auðsætt að hér bjó sannur unnandi lista og fegurðar. Naut Ingibjörg við þetta dyggilegrar aðstoðar eiginmanns sins, en hún fylgdi honum oft á ferðum hans milli landa. 1965missti Ingibjörg mann sinn fyrirvaralaust, er hann lézt af af- leiðingum slyss er hann hlaut um borð i skipi sinu, m/s Langjökli. Fimm árum siðar lézt Þór, einka- sonur Ingibjargar, skyndilega i blóma lifsins. Hér varð þvi skammt stórra högga i milli. En eins og Jón, maður Ingibjargar, kunni farsællega að sigla skipi sinu um úfin úthöfin, þá kunni hún einnig að stjórna sinu skipi i lifs- ins ólgusjó, án þess það hlyti skaða af. Hún lét það fleyta öldurnar, en reyndi ekki að kljúfa þær og hætta þar með skipi og áhöfn. Efhún fann aðvandamálið var óviðráðanlegt og erfið- leikarnir yfirþyrmandi, þá visaði hún þeim á bug eins og þeir hefðu aldrei verið til. Kom þessi eigin- leiki aðdáanlega vel fram nú sið- ustu mánuðina i vonlausri bar- áttu hennar við erfiðan sjúkdóm. Naut hún þar einnig frábærrar aðstoðar og aðhlynningar starfs- fólks Sjúkrahúss Akraness. Eftir að Þór, sonur Ingibjargar, lézt seldi hún ibúð sina að Tjarnargötu 10A og fluttist til Akraness, þar sem allar dætur hennar voru þá orðnar búsettar. Stofnaði hún heimili með Höllu dóttur sinni að Garðabraut 10. Vakti það heimili fljótlega aðdá- un og undrun þeirra er þangað komu. Við tengdabörn Ingibjargar, er þessar linur ritum, minnumst stórbrotinnar og góðrar konu er reyndist okkur vel. Við viljum þvi þakka henni kynnin og samverustundirnar. Við tregum sannarlega góðan ástvin. Tengdabörn. Þetta er De Havilland Tiger Moth, sem notaðar voru hér eftir heimsstvrjöldina siðari. Ein sllk vél er enn til, og hangir hún I pörtum i rjáfrinu á flugskýli Flugfélagsins. Drög að íslenzkri flugsögu Ahugamenn um sögu flugs á Is- landi hafa bundizt samtökum um stofnun félags, er hafi það að markmiði að skrá og.halda til haga islenzkri flugsögu. Ekki er siður mikilvægt að varð veita þær fáu flugminjar, sem til eru frá fyrri árum og gera nú þegar ráðstafanir til varðveizlu sögufrægra flugvéla, sem enn eru i notkun. Félagið mun einnig hafa á stefnuskrá sinniað gefa reglulega út rit með greinum, myndum og öðru efni, sem snertir islenzka flugsögu. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn i Leifs- búð á Hótel Loftleiðum, þriðju- daginn 7. júni kl. 20:30. Allir áhugamenn um islenzka flugsögu eru velkomnir. FisherPrice húsið OPNUM Í DAG nýja verzlun að Skólavörðustig 10 (Berg- staðastrætismetin). FisherPrice leikföng Úrval af stórum leikföngum: Brúðuvagnar. Brúðukerrur. Brúðuhús. Stignir bilar. Stignir traktorar. Stórir vörubilar. Stórir kranar. Ámoksturstæki. Þrihjól og tvihjól. Billiardborð. Bobborð. Veltipétur. Hoppuboltar. — Póstsendum. FisherPrice húsið Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 Frá og með 1. júni 1977 hækkar verð á Portlandssementi sem hér segir: Sementsverð kr. 14,000 pr. tonn. Flutningsjöfnunargjald kr. 3.300 pr. tonn. Heildarverð á Portlandssementi verður þvi kr. 17.300 pr. tonn án söluskatts en kr. 20.760 með söluskatti. Verð á öðrum sementstegundum hækka i samræmi við framangreint. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Bifreiðastjórar Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra með meira prófi til afleysinga i sumarleyfum. Kaupfélag Árnesinga Selfossi RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN M)STOÐARLÆKNAR. Tveir að- stoðarlæknar óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins frá 1. júli nk. Umsóknum skal skiláð á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 20. júni á Skrifstofu rikisspitalanna, þar sem taka skal fram m.a. um nám og fyrri störf. Stöðurnar veitast til 6 mánaða með framlengingarmögu- leika um aðra 6 mánuði. Umsækj- endur, sem hyggjast leggja fyrir sig heimilislækningar verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir. Nánari upplýsingar hjá yfirlækni. Reykjavik 31. mai 1977, skrifstofa RlKISSPÍTAUNNA EIRÍKSGÖTU 5. SÍMI 29000 -

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.