Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.02.2006, Qupperneq 10
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Sýning í dag kl. 14:00 Aðeins þrjár sýningar eftir! Á nýliðnu Viðskiptaþingi ræddi Halldór Ásgrímsson um mikilvægi nýsköpunar og heitstrengingar um að ríkið legði sitt af mörkum til sjóðs til að efla nýsköpun í land- inu. Menn eru almennt sammála um að mikilvægt sé að reynt sé að hlúa að efnilegum nýgræðingum í atvinnulífinu. Það er hins vegar ekki einhlítt hver sé besta leiðin til þess. Opinberir sjóðir hafa ekki reynst vel í þeim efnum. Til að allrar sanngirni sé gætt, þá er sú leið sem ríkið hyggst fara nú skynsamlegri en margar aðrar, þar sem ætlunin er að fjárfestar leggi fé í sjóðinn á móti ríkinu. Slíkt eykur líkurnar á því að fjármununum verði skynsamlega varið. Mikilvægast af öllu er þó að almenn skilyrði séu góð og inn- viðir samfélagsins skilvirkir og traustir. Þannig væri nýr ljós- leiðari milli Íslands og Evrópu eitthvað sem myndi skila miklu og opna fjölda viðskiptatækifæra. Efling frumrannsókna og menntunar er einnig líkleg til að færa af sér nýjar viðskipta- hugmyndir. Allt eru þetta almennar aðgerðir sem líklegar eru til þess að efla hag og möguleika einstaklinga og fyrirtækja. Traust og ábyrg efnahagsstjórn, skynsamlegt regluverk og sam- keppnishæft skattaumhverfi eru aðrir þættir sem eru líklegir til þess að skapa frjóan jarðveg í efnahagslífinu. Þættir sem fara ekki í manngreinarálit og opna þeim tækifæri sem kunna og hafa kjark til að takast á við ögrandi verkefni. Reynslan af þátttöku ríkisins í atvinnulífinu er ekki góð. Ríkið er svifaseint og tregðulögmálin fljót að taka völdin. Gott dæmi um slíkt er sú staða sem Íbúðalánasjóður er lentur í. Inn- koma bankanna á íbúðalánamarkaðinn hefði átt að kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda um að vinda ofan af sjóðnum. Venjulegt launafólk þarf ekki á ríkisábyrgð að halda til að koma sér þaki yfir höfuðið. Í flestum nágrannalöndum okkar hefur fólki tekist ljómandi vel að koma sómasamlega þaki yfir höfuðið, án atbeina ríkisins. Þeir hópar sem ekki hafa getað slíkt hafa þá notið öruggs leiguhúsnæðis. Íbúðalánasjóður getur ekki starfað með þeim hætti sem nú er. Því fyrr sem tekið er á þeirri staðreynd því betra. Raunar má segja að með seinagangi hafi verið búið til ástand þar sem íbúðalán í bönkum eru baggi á þeim og mun ekki skila þeim neinni afkomu um áratuga skeið. Lán sem í banka- kerfum þróaðra landa mynda grunn að stöðugleika í starfsemi bankanna. Íbúðalán eru öruggustu lán bankakerfisins. Afskrift- ir af þeim eru litlar, enda tekst sem betur fer flestum að standa í skilum við greiðslu á eigin húsnæði. Með seinagangi hefur ríkinu tekist að veikja eina af stoðum bankakerfisins sem stendur sem betur fer afar vel um þessar mundir. Ríkt þjóðfélag eins og okkar hefur vel efni á að tryggja öllum íbúum þak yfir höfuðið. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki aðgang að lánsfé á frjálsum markaði þurfa líka að búa einhvers staðar. Þar hefur ríkið hlutverk. Við hin þurfum ekki á ríkinu að halda í þessum efnum og engin ástæða til þess að ríkið reki fjármálastofnun í harðri samkeppni við banka og spari- sjóði. Einkavæðing bankanna og sá kraftur sem henni fylgdi ætti að hafa kennt okkur það að peningar vinna hraðar og betur í höndum annarra en ríkisins. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Reynsla af sjóðum ríkisins er slæm. Sjóðir eru sjaldnast lausn Deilan um skopteikningarnar af Múhameð sem birtust í Jótlands- póstinum er túlkuð í fjölmiðlum sem menningarlegur árekstur á milli frjálslyndra Vesturlanda og múslimaheimsins sem afneitar hugmyndinni um tjáningarfrelsi. Til að halda fram þessari tilgátu fram þarf einkum tvennt að koma til: fáfræði og hræsni. Tjáningarfrelsinu eru takmörk sett á öllum Vesturlöndum og skapast það af tvennu: lögunum og ákveðnu félagslegu samkomu- lagi. Lögin reyna að bæla niður gyðingahatur sem og aðra for- dóma gegn trúarhópum: kaþólska kirkjan í Frakklandi náði því til dæmis fram árið 2005 að hætt var að nota auglýsingu, þar sem notast var við mynd af síðustu kvöldmál- tíðinni sem sýndi lærisveinana sem fáklæddar konur. Þetta eru sams konar andmæli og samtök múslima hafa sett fram uppá síð- kastið. Voru einhver dagblöð sem birtu auglýsinguna með síðustu kvöldmáltíðinni til varnar tján- ingarfrelsinu er kaþólska kirkjan í Frakklandi hafði látið taka hana úr umferð? Hvað má og hvað má ekki? Það er áhugavert að velta því fyrir sér hverju almenningi þykir við hæfi að sýna umburðarlyndi: ekkert vandað dagblað myndi birta viðtal við hinn umdeilda franska grínista Dieudonné í dag jafnvel þó að ekki sé enn búið að dæma hann fyrir Gyðingahatur. Ekkert stóru dagblaðanna myndi birta skopteikningar þar sem gert er grín að blindum, dvergum, samkynhneigðum eða sígaunum, og væri orsökin fyrir því frekar hræðsla við að almenningi þætti það ósmekklegt en vegna mögu- legrar málshöfðunar. En þegar íslam á í hlut sætta dagblöðin sig við að einhverjum kunni að þykja umfjöllunin ósmekkleg því í almenningsálitinu er meira um fordóma gegn íslam. Mótmæli múslima í Evrópu, ef frá eru taldir nokkrir öfgasinnar sem hafa enga stjórn á sjálfum sér, eru í raun hófsöm og byggja á lögmálinu um tjáningarfrelsi. En á almennari hátt þá eru þau án efa líka hluti af einni mikilvæg- ustu umræðu sem nú fer fram á Vesturlöndum: Á hvaða hvaða hátt skulu lögin verja það sem flokkast sem „hið heilaga“, hvort sem átt er við guðlast, að afneita öðrum trúarbrögðum eða virðingu fyrir öðrum mönnum? Það er ekki skrítið að íhaldssamir fylgjendur trúarbragða, hvort sem þeir eru kristnir, gyðingar eða múslimar séu í auknum mæli farnir að sam- einast um að vilja setja einhver takmörk á frelsi manna, hvort sem umræðan snýst um fóstureyðing- ar, hjónabönd samkynhneigðra, lífsiðfræði eða guðlast Það er ekki skrítið að franska kirkju- ráðið, rabbínar og kirkjuráð mót- mælenda hafi lýst yfir skilningi á reiði múslima. Þessi umræða um gildi snýst ekki um árekstur Vest- urlanda og Íslam, heldur er þetta umræða um árekstur ólíkra gilda innan hins vestræna heims. En hvaðan kemur þá það ofbeldi sem við höfum orðið vitni að vegna birtingar skopteikninganna? Afskipti Evrópu ástæða ofbeldis- ins Ef litið er á þau lönd þar sem óeirðirnar hafa verið mestar þá sjáum við þetta eru lönd sem hafa sitjandi ríkisstjórnir, og þar eru öfgasinnuð pólitískt öfl, sem telja að ríkisstjórnir Evrópu og Evrópubúar hafi gert á sinn hlut. Ofbeldið hefur verið skipulagt af ríkisstjórnum og pólitískum sam- tökum sem eru mótfallin afskipt- um landa Evrópu af ákveðnum deilumálum í Miðausturlöndum. Við erum að borga fyrir aukin diplomátísk afskipti í Miðaustur- löndum. Að ríkisstjórn Sýrlands gefi sig út fyrir að standa vörð um íslam væri hlægilegt ef afleiðing- arnar af stefnu hennar væru ekki eins sorglegar og þær eru. Ríkis- stjórn sem hefur drepið tugþús- undir meðlima Bræðalags Mús- lima (The Muslim Brotherhood), er núna í framvarðasveit þeirra sem verja Múhameð. Hér er um ræða pólitískt kænskubragð til að komast aftur til valda í Líbanon og að fylkja liði með öllum þeim sem þykir sér ógnað eða sýnt fálæti af löndum Evrópu. Ástandið sýnir líka að pólitík landa Evrópu hefur þróast töluvert. Þegar Bandarík- in réðust inn í Írak var það álitið lofsvert að vera mótfallinn banda- lagi Bandaríkjanna og Bretlands. Hin „gamla Evrópa“ landanna á meginlandi Evrópu hafði andúð á innrás Bandaríkjamanna í Írak, var fylgjandi Palestínumönnum og tók sjálfræði ríkja heimsins stundum fram yfir útbreiðslu lýðræðishugmyndarinnar. Evrópa er langt frá því að vera hlutlaus því á síðastliðnum þremur árum hafa lönd Evrópu tekið upp aðra stefnu í Miðausturlöndum sem einkennist af aukinni íhlut- un. Á sama tíma hafa samskipti Evrópu og Bandaríkjanna breyst til hins betra. Ólíkt því sem gerð- ist fyrir þremur árum þá vilja ráðamenn í Washington nú aukin afskipti landa Evrópu, sérstak- lega núna þegar sá möguleiki er fyrir hendi að Bandaríkin kalli herlið sitt heim frá Írak. Þessi auknu afskipti valda því ofbeldi sem einkennilegt bandalag ríkis- stjórna og samtaka stendur fyrir gegn löndum Evrópu. Segja má að þetta bandalag hafi einangrað múslima Evrópu enn frekar. Ofbeldið ákveðið af ríkisstjórnum Atlagan gegn danska ríkinu var ákveðin að frumkvæði sendiherra arabalandanna í Danmörku. Rík- isstjórnir arabalandanna hafa alltaf lagt sig fram um líta á þá araba sem flutt hafa til Evrópu sem eina heild sem hægt er að kalla saman til aðgerða. Í stuttu máli, bæði einstök ríki og ein- stök samtök múslima gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að múslímar Evrópu finni fyrir tengslum sínum við Miðaustur- lönd. Þetta er atriði sem hættir ekki að vera rökrétt. En sérhvern dag versna skoð- anir meirihluta múslima Evrópu á þessum skipulögðu mótmælum: það er áhugavert að verða vitni að því að í raun þá hafa stærstu samtök þeirra ákveðið að halda sig í nokkurri fjarlægð við deil- urnar um skopteikningarnar. (það nægir að líta á heimasíðu UQIF (Bandalag íslamskra samtaka í Frakklandi) eða á síðuna oumma. com). Það er í þessu sambands- leysi á milli múslima Evrópu og ástandinu í Miðausturlöndum sem finna þarf lausn á því hvernig beri að taka á þessari óumflýjanlegu spennu og eins þarf að koma fram við þá múslima sem búa í löndum Evrópu sem ríkisborgara, líkt og gert er við kristna menn og gyð- inga, jafnvel þó að stundum þurfi að minna múslíma á að lögmál- in um tjáningarfrelsi og frjálsa aðild að trúfélögum eru ríkjandi á Vesturlöndum. En það vantar líka upp á að almenningur í Evrópu átti sig á hinum miklu afskiptum sem lönd Evrópu eru byrjuð að hafa af mál- efnum Miðausturlanda, allt frá Palestínu til Afganistan því í þess- ari þátttöku felst aukin áhætta fyrir ríkiserindreka landanna, og starfsmanna samtaka sem ekki heyra undir ríkisvald (NGO) er munu starfa í Miðausturlöndum, sem og fyrir þegna landanna. Við getum verið sammála um að aukin þátttaka landa Evrópu í Afganist- an og í Líbanon er af hinu góðu, en menn þurfa á sama tíma að átta sig á afleiðingum þessara auknu afskipta. Höfundur er stjórnmálafræð- ingur. Greinin birtist áður í lengri útgáfu í spænska dagblaðinu El Pais. Múslimar Evrópu einangraðir Í DAG SKOPTEIKNING- ARNAR AF MÚH- AMEÐ SPÁMANNI OLIVIER ROY Ekkert stóru dagblaðanna myndi birta skopteikning- ar þar sem gert er grín að blindum, dvergum, samkyn- hneigðum eða sígaunum, og væri orsökin fyrir því frekar hræðsla við að almenningi þætti það ósmekklegt en vegna mögulegrar málshöfðunar. Stuðningur? Andrés Jónsson er einn þátttakenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lýkur í dag. Andrés ritaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að borgarstjórinn í Reykjavík skuli kosinn beinni kosningu. Virðast áhyggjur af því að Björn Ingi Hrafnsson verði næsti borgarstjóri helst ráða för um afstöðu Andrésar. Hvort Morgunblaðið deili þeim áhyggjum með Andr- ési er ekki vitað en blaðið sér allavega ástæðu til að tvíbirta greinina. Fjölmiðlarnir græða Mörgum blöskrar fjárausturinn í prófkjör- unum sem háð eru um þessar mundir og hafa sumir haft á orði að sjálfu lýðræðinu sé hætta búin þegar fram- bjóðendur kynna sig með jafn ærnum tilkostnaði og raun ber vitni. Þeir sem þyngstar hafa áhyggjurnar hafa kallað eftir ströngum reglum og jafnvel lögum til að sporna við þróuninni. Ekki er það þó þannig að öllum þyki auglýs- ingamennskan slæm, í það minnsta njóta fjölmiðlar góðs af öllu saman því birting auglýsinga kostar jú sitt. FL, Icelandair og Flugleiðir FL Group ætlar að skrá Icelandair Group í Kaup- höllina og geta áhugasamir keypt sér hlutabréf í félaginu í framhaldinu af því. Fyrir er FL Group í kauphöllinni. FL Group hét einu sinni Flugleiðir og var flugfélag en breyttist síðar í alhliða fyrirtæki í ferðaþjónustu og hlaut nafnið Ice- landair. Enn síðar breyttist fyrirtækið í fjárfestinga- fyrirtæki og heitir upp frá því FL Group. Um það er skrafað í bakherbergjum viðskiptalífsins að ekki líði langur tími á milli þess að Icelandair Group verði skráð á markað og FL Group verði afskráð þaðan. bjorn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.