Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 18

Fréttablaðið - 12.02.2006, Side 18
 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR18 Í desember árið 1950 skrifaði rit-stjóri tímaritsins Íslenzkur iðn-aður leiðara þar sem hann gerði að umræðuefni sínu þau fimmtíu ár sem þá voru liðin af öldinni og hvað þessi ár hefðu skilað íslenskri þjóð og ekki síst íslenskum iðnaði. Hann lagði út frá orðum þjóð- skáldsins Hannesar Hafstein úr ljóðinu Aldamótin þar sem hann sá hylla undir nýja öld og í bjartsýni framfarahugar þess tíma kvað: „Sé ég í anda knör og vagna knúða/ krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða,/ stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða,/ stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða.“ Miklu hafði verið áorkað, það var leiðara- höfundi ljóst, en þó taldi hann að pottur væri brotinn hvað iðnaðinn varðaði. Að hans mati var iðnaður þjóð- arinnar langt frá því að vera eins mikill og fjölbreyttur og hann ætti að vera. Draumur Hannesar um „stritandi vélar“ hefði ekki ræst, altént ekki hvað varðaði stórbrotinn verksmiðjuiðnað. Samfélag í mótun Yrkisefni Hannesar, hin glæsta framtíðarsýn, var í anda þess að íslenskt samfélag var að taka rót- tækum breytingum um aldamótin 1900 og tækifærin virtust takmar- kalaus. Gamla bændasamfélagið hafði um nokkurra áratuga skeið verið að liðast í sundur. Mikil fólks- fjölgun olli spennu sem fékk útrás með tilfærslu fólks frá sveitun- um til sjávarbyggða og vestur um haf. Þéttbýlismyndun varð hröð, aukið persónufrelsi var þessu samfara og því breyttar áherslur í atvinnumálum. Mikilvægustu breytingarnar voru þó kannski hugarfarslegar; þjóðernisvakning í kjölfar sjálf- stæðisbaráttu, sem á þessum tíma var í algleymingi, komu fram í frelsishugmyndum þar sem fram- farir á öllum sviðum voru sjálfsögð krafa og síðast en ekki síst var trúin á að Íslendingar gætu verið sjálfum sér nógir það sem skipti meginmáli. Gróskan sem þessum breyting- um fylgdi var mest í höfuðstaðn- um Reykjavík og í nokkrum stærri kaupstöðum út á landi. Fjármagnið sem fylgdi aukinni útgerð, aðgang- ur að lánsfé með tilkomu banka og sparisjóða margfölduðu verslun og viðskipti og í fyrsta skipti frá endalokum Innréttinganna, varð til vísir að verksmiðjuiðnaði. Fyrst kom vélvæðing ullarvinnslu en í þéttbýlinu hófst til dæmis fram- leiðsla á drykkjarvörum og ýmsum efnagerðarvörum. Þetta er vel þekkt en færri vita að blómlegur tóbaksiðnaður skaut hér rótum á stuttum tíma. Sex íslenskar vindlaverksmiðjur Stofnað var til fyrstu verksmiðj- unnar aldamótaárið og þremur árum seinna voru verksmiðjurnar orðnar sex, fjórar í Reykjavík og tvær á Akureyri. Um var að ræða vindlaframleiðslu en með tollum á innflutta vindla frá árinu 1899 sköp- uðust aðstæður fyrir framleiðslu vindla hérlendis því hrátóbak bar litlar álögur. Allar þessar verksmiðjur áttu það sameiginlegt að vera eign kaup- manna sem eðlilegt má teljast því þeir höfðu fjármagn og tækifæri til nauðsynlegra aðdrátta. Fyrstur reið á vaðið Þorkell Þor- kelsson sem kallaði verksmiðju sína Vindlaverksmiðjan í Reykjavík og sama ár var Vindlagjörðarfélagið Capitano-vindlar fyrir sjómenn Íslenskur iðnaður tók að skjóta rótum um alda- mótin 1900. Fyrst kom vélvæðing ullarvinnslu en í þéttbýlinu hófst til dæmis framleiðsla á drykkjar- vörum og ýmsum efnagerðarvörum. Þetta er vel þekkt en færri vita að tóbaksiðnaður blómstraði hér í stuttan tíma. Svavar Hávarðsson leit til baka og kannaði hverju þetta sætti. LÆKJARGATA UM 1900 Þessi mynd sýnir á skemmtilegan hátt hvernig bæjarbragurinn var í Reykjavík á þeim tíma sem vindlagerðirnar voru settar á stofn. MAGNÚS ÓLAFSSON / LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Vindlaverksmiðjur á Íslandi Í Reykjavík Vindlaverksmiðjan, eigandi Þorkell Þorkelsson. Vindlagjörðarfélagið í Reykjavík, eigandi Ásgeir Sigurðsson. Vindlaverksmiðja H.Th. A. Thomsen, eigandi Ditlev Thomsen. Vindlaverksmiðjan Hekla, eigandi Gunnar Einarsson. Á Akureyri Vindla- & reyktóbaksverksmiðjan á Akureyri, eigandi Ó.G. Eyjólfsson. F. Frímannsson vindlaverksmiðja, eigandi Frímann Frímannsson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.