Fréttablaðið - 12.02.2006, Page 37
w w w . p e r l a i n v e s t . c o m
P E R L A i n v e s t m e n t s
ÞÍN UPPLIFUN
ÞÍN FASTEIGNASALA Á SPÁNI
ÞINN LÍFSTÍLL
Perla Investments s.l. er ört vaxandi spænsk fasteignasala
í eigu Íslendinga og spænsks fjárfestingafélags.
Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða fólk í eftirtalin störf:
• Söludeild Perla Investments:
Sölumaður í fasteignadeild, Menntun á sviði viðskipta og /eða reynsla af
fasteignasölu nauðsynleg.
• Leigu- og ferðaþjónusta Perla Holidays:
Skrifstofustjóri, Viðkomandi þarf að hafa menntun og / eða
góða reynslu af ferða- eða markaðsmálum.
• Þjónustudeild:
Áhersla er lögð á góða þjónustulund og tungumálakunnáttu.
Hæfniskröfur í öll störf:
Tungumál: Haldbær kunnátta bæði í rituðu og töluðu máli í íslensku og ensku, spænskukunnátta er mikill plús.
Einnig er kunnátta í einhverju norðurlandamálanna góður kostur.
Almenn tölvukunnátta, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og skipulagni nauðsynleg.
Umsækjendur þurfa að hafa lifandi og skemmtilega framkomu, vera heiðarlegir, jákvæðir og með ríka
þjónustulund.
Nauðsynlegt er að viðkomandi séu reiðubúnir að ganga í öll nauðsynleg störf og geti byrjað sem fyrst.
Í boði: Eru skemmtileg, lifandi og fjölbreytt störf hjá rótgróinni, ört vaxandi
spænskri fasteignasölu með höfuðstöðvar á Costa Blanca ströndinni.
Umsóknir ásamt ferilskrá og fyrirspurnir óskast sendar til Elínar á admin@perlainvest.com
merktar því starfi sem um ræðir. Öllum bréfum verður svarað.
ESS (Eurest Support Service) er alþjóðlegt fyrirtæki
og hluti af Compass Group samsteypunni sem
sérhæfir sig í rekstri mötuneyta og matarþjónustu.
Fyrirtækið starfar í 90 löndum og hjá því vinna um
400.000 manns um heim allan. Á Norðurlöndum
vinna um 10.000 manns hjá ESS. Fyrirtækið sér
um daglegan rekstur í starfsmannaþorpi Fjarðaáls
sem er í næsta nágrenni við Reyðarfjörð. Þar
munu búa allt 1.500 manns á meðan verið er að
reisa álverið Fjarðaál.
Er starf í Starfsmannaþorpinu á
Reyðarfirði eitthvað fyrir þig?
Viðgerðir, þrif, aðstoð í eldhúsi, lagerstjóri og störf
í gestamóttöku:
Okkur vantar starfsfólk í hlutastörf og fulla vinnu
til að:
- Sjá um þrif í eldhúsi, svefnskálum og á
vinnusvæði
- Elda mat (matsveinar, kokkar)
- Aðstoða í eldhúsi
Við gerum þær kröfur til starfsmanna að þeir
hafi gott viðmót og mikla þjónustulund ásamt
haldgóðri starfsreynslu.
Starfseminni er stjórnað af Íslendingum og
Norðmönnum. Í boði er góður vinnustaður og
gott starfsumhverfi hjá virtu fyrirtæki.
Vinnutími er mismunandi eftir störfum og samið
er um hann í atvinnuviðtali.
Frekari upplýsingar veitir Guðmundur R. Gíslason í
síma 470 7643 & 899 2321 milli 10:00-16:00 alla
virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn til:
Ráðningarstofunnar
Búðareyri 25
730 Reyðarfirði
Á skrifstofunni er hægt að fá umsóknareyðublöð
sem og á heimasíðu Bechtel,
www.fjardaalproject.is
Barnaverndarstofa
Staða ritara við Barnahús
Barnaverndarstofa auglýsir lausa til umsóknar
stöðu ritara við Barnahús en Barnahús hefur
með höndum þjónustu við börn sem sætt
hafa kynferðisofbeldi. Um er að ræða fullt
starf. Í starfinu felst m.a. símsvörun,
reikningaskrif, móttaka og skráning tilvísana,
skráning upplýsinga í gagnagrunn, ráðgjöf við
barnaverndarnefndir og aðra auk þátttöku í
fræðslu um starfssemina. Þekking á starfi
barnaverndarnefnda er æskileg. Kostur er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður
Barnahúss í síma 530 2500.
Laun skv. kjarasamningum opinberra starfs-
manna. Umsóknir skulu berast til Barnaverndar-
stofu, Borgartúni 21 og er umsóknarfrestur til og
með 27. febrúar.
ATVINNA
SUNNUDAGUR 12. febrúar 2006 13