Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 78
38 12. febrúar 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 9 10 11 12 13 14 15 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Höttur og Grindavík mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 KR og Þór Ak. mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 Skallagrímur og Hamar/ Selfoss mætast í IE-deild karla.  19.15 Njarðvík og ÍR mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 Fjölnir og Snæfell mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 Haukar og Keflavík mætast í Iceland Express-deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  14.30 Spænski boltinn á Sýn.  21.25 NBA á Sýn.  ÓL í Tórínó á Rúv allan daginn. > Sindri ríður á vaðið Sindri Pálsson skíðakappi úr Breiðabliki ríður á vaðið hjá íslensku keppendun- um á vetrarólympíuleikunum í Tórínó sem hófust um helgina. Sindri keppir í bruni í dag en það verður í fyrsta skipti í 46 ár sem Ísland á keppanda í bruni á Ólympíuleikum. „Ef Sindri nær að vera undir topp 50 þá væri það mjög góður árangur, þetta snýst eins og svo margt annað um dagsformið en þetta er fysta stórmótið hans en mjög viðunandi árangur er að vera á milli sæta 50 og 60. Það má litlu út af bera og ein mistök geta verið mjög dýrkeypt,“ sagði Guðmundur Jakobsson, formaður alpagreinanefnd- ar skíðasambandsins og aðalfararstjóri Íslands á leikunum. Kemur Bjarni heim? Bjarni Guðjónsson er farinn frá banda- ríska félaginu MetroStars en hann hefur afskrifað það að leika í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hann fór aftur til Englands þar sem hann ætlar að skoða sín mál en hann er samningslaus. Ef hann fær ekkert áhugavert tilboð í Englandi mun hann halda heim á leið. ÍA hefur víst ekki efni á að fá Bjarna og er talið að baráttan muni standa milli FH og KR. Að vera íslenskur skíðamaður er... toppurinn . Lillehammer eða Tórínó... Lillehammer, flottustu Ólympíuleikar frá upphafi. Silvía Nótt eða Kristján Hreins... Silvía Nótt. Besti skíðamaður heims í dag... Benjamin Raich. Besti skíðamaður allra tíma... Ingemar Stenmark. Besta skíðabrekka Íslands... Strompurinn á Dalvík. Besta skíðabrekka í heimi... Dalvík, þegar það er snjór! Að detta á skíðum á fullri ferð... magnað. Átrúnaðargoð... Ég sjálfur. Mestu vonbrigði... Gera ekki það sem maður getur gert. Mesta afrek... Að vinna Ólympíuleik- ana. Takmarkið í Tórínó... Milli 10 og 25. Uppáhaldshljómsveit... Coldplay. MEÐ BJÖRGVINI BJÖRGVINSSYNI60 SEKÚNDUR FÓTBOLTI „Þetta er nánast sama tilfinning og þegar maður nær að vinna sig upp um deild,“ sagði Þórður Einarsson, framkvæmda- stjóri Leiknis úr Reykjavík, eftir ársþing KSÍ sem var í gær. Á þinginu var samþykkt tillaga um að fjölga liðum í 1. deild karla úr tíu í tólf fyrir leiktímabilið 2007. Það er því ljóst að aðeins eitt lið fellur úr 1. deildinni í sumar og þrjú efstu lið 2. deildar fara beint upp. Samhliða mun eitt lið falla úr 2. deild og þrjú lið komast upp úr 3. deild. „Öll félög á landinu ættu að vera ánægð með þessa niðurstöðu því þetta er framfaraspor fyrir íslenska knattspyrnu. Þetta er fyrsta skrefið í áttina að lengra leiktímabili og nú munu lið í 1. deild fara að fá fleiri alvöru leiki,“ sagði Þórður en hann telur rökrétt að fjölga síðan í 2. deildinni með sama hætti árið 2008. HK kom einnig með tillögu að fjölgun í 1. deild en með öðrum hætti. Kópa- vogsmenn drógu til baka sína tillögu til að styðja við þá sem Leiknir kom með. Tillaga FH um fjölgun vara- manna var samþykkt á þinginu í gær en liðum verður því heimilt að hafa sjö varamenn á skýrslu í Landsbankadeild karla og VISA- bikarnum. Tillaga Skagamanna um að leyfa félögum að setja gyllt- ar stjörnur á keppnistreyjur fyrir ofan félagsmerki sitt var einnig samþykkt. Fjöldi stjarna fer eftir því hversu marga Íslandsmeist- aratitla viðkomandi félag hefur unnið, ein stjarna fyrir hverja fimm titla. KR ákvað að draga tillögu sína um að heimila varaliðum félaga að taka þátt í Íslandsmótinu til baka og þá var tillaga HK um að byrja deildabikarkeppnina fyrr felld. Hins vegar var það samþykkt að taka upp alþjóðlegar reglur FIFA fyrir keppni í Futsal í stað þeirra sem hafa gilt um innanhússknatt- spyrnu. -egm Tólf lið í 1. deild karla á næsta ári Ársþing KSÍ var haldið á Hótel Loftleiðum í gær. Stærstu tíðindin þaðan eru að fjölgað verður í 1. deild karla á næsta leiktímabili og þá verða sjö varamenn heimilaðir í Landsbankadeild karla í sumar. FÓTBOLTI „Ég er búinn að ná munn- legu samkomulagið við GAIS um að spila með liðinu í eitt ár og skrifa undir samninginn á morg- un [í dag]. Þeir taka bara nánast við samningi mínum frá Örgryte og ég er virkilega ánægður með að þetta sé gengið í gegn,“ sagði Jóhann Birnir Guðmundsson knattspyrnukappi við Fréttablað- ið í gær en hann skiptir því um lið í Gautaborg í Svíþjóð og þarf hann því ekki að flytja sem er mjög mikill kostur. Keflavík og FH vildu fá Jóhann til liðs við sig en úr því verður ekki og fer Jóhann með sínu nýja liði í æfingaferð til Florída í Banda- ríkjunum strax á morgun. „Mér líst mjög vel á allar aðstæður hjá liðinu og þjálfarinn, gamla kempan Roland Nilson, er fínn. Hann virkar vel á mig og það er mikill léttir að þetta hafi geng- ið í gegn,“ sagði Jóhann að lokum, í skýjunum yfir því að ná samn- ingum við GAIS. - hþh Mál Jóhanns Birnis Guðmundssonar skýrast: Búinn að semja við GAIS til eins árs JÓHANN B. GUÐMUNDSSON FÓTBOLTI Óvíst er hvort Jónas Guðni Sævarsson fái samning hjá Ham-Kam í Noregi en hann hefur verið við æfingar hjá liðinu í vikutíma. Jónas kemur heim í dag en Rúnar Arnarson, formað- ur knattspyrnudeildar Keflavík- ur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann byggist ekki við tilboði frá liðinu. Ham-Kam þyrfti að greiða Keflavík fyrir Jónas en hann er á þriggja ára samningi hjá Suður- nesjaliðinu. „Ég hef ekkert heyrt í þeim sjálfum en ég heyrði að það væri ekki von á tilboði frá þeim að svo stöddu en þó er aldrei að vita. Ég veit að hann stóð sig mjög vel og við viljum að sjálfsögðu að hann fari út þrátt fyrir að það yrði virki- lega slæmt að missa hann. Auð- vitað vildum við fá bætur fyrir strákinn eins og gengur og gerist en ef tilboð bærist myndum við gera allt til þess að Jónas kæmist út til Noregs,“ sagði Rúnar í gær. Jónasi gekk þó mjög vel og hann var ánægður með dvöl sína í Noregi og vonaðist vissulega eftir að fá samning hjá liðinu. „Ég væri að fara einu skrefi lengra með því að fara hérna út og uppfylla æskudrauminn um atvinnumennskuna og ef mér byðist samningur myndi ég skoða það gaumgæfilega. Mér hefur gengið mjög vel í vikunni, við höfum verið að æfa tvisvar á dag og unnum svo æfingaleik í gær 2- 0 þar sem mér gekk ágætlega svo það er aldrei að vita,“ sagði Jónas við Fréttablaðið í gær, en bætti við að spennandi hlutir væru að gerast í Keflavík en liðið ætlar sér stóra hluti í Landsbankadeild- inni í sumar. - hþh Jónas Guðni Sævarsson leikmaður Keflavíkur: Óvíst um framhaldið ÞUNGT HUGSI Geir Þorsteinsson og Eggert Magnússon íhuga málin á ársþinginu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.