Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 4
4 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR
VESTURBAKKINN, AP Fyrsti þing-
fundur nýkjörins löggjafarþings
Palestínumanna endaði í rifrildi í
gær. Ástæðan var tilraun þing-
manna Hamas-hreyfingarinnar
til að fella úr gildi ákvarðanir
fyrri heimastjórnar landsins sem
Fatah-hreyfingin fór fyrir, en
þeim var ætlað að minnka vald
þingmeirihluta Hamas.
Talið er að þetta dragi enn úr
líkum á því að Fatah-hreyfingin,
sem Mahmoud Abbas forseti Pal-
estínu tilheyrir, fallist á stjórnar-
þátttöku með Hamas. Forystu-
menn Hamas gera sér samt vonir
um að ljúka stjórnarmyndunar-
viðræðum í vikunni.
Talsmenn Hamas afþökkuðu
um helgina stuðning al-Kaída
hryðjuverkasamtakanna. Í ræðu
sem sjónvarpsstððin al-Jazeera
sjónvarpaði á laugardag gaf
Ayman al-Zawahri, annar æðsti
yfirmaður samtakanna, í skyn
stuðning við Hamas og klappaði
hreyfingunni lof í lófa fyrir að
neita að viðurkenna tilverurétt
Ísraels.
Ónafngreindur talsmaður
Hamas-hreyfingarinnar tjáði
fréttamönnum AP að hreyfingin
hefði ákveðið að bregðast ekki
formlega við orðum al-Zawahri,
en bætti við að hugmyndafræði
Hamas væri mun mildari en al-
Kaída.
- smk
Fyrsti þingfundur nýkjörins Palestínuþings:
Endaði með handalögmálum
ISMAIL HANIYEH Væntanlegur forsætisráð-
herra palestínsku heimastjórnarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 6.3.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 65,87 66,19
Sterlingspund 115,63 116,19
Evra 79,26 79,7
Dönsk króna 10,619 10,681
Norsk króna 9,917 9,975
Sænsk króna 8,374 8,424
Japanskt jen 0,5616 0,5648
SDR 95,06 95,62
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
111,1007
LONDON, AP Ekkert bendir til þess
að brögð hafi verið í tafli í bílslys-
inu sem varð Díönu Bretaprins-
essu að bana árið 1997. Þetta kemur
fram í rannsókn sem breska ríkið
hefur látið gera á dauða prinsess-
unnar. Bráðabirgðaniðurstöður
rannsóknarinnar samræmast því
franskri rannsókn sem gerð var
eftir dauða prinsessunnar. Hún,
unnusti hennar Dodi Fayed og bíl-
stjórinn, Henri Paul, létust öll
þegar Paul, sem var drukkinn,
missti stjórn á bílnum í París.
Faðir Fayeds hefur löngum sagst
gruna bæði Karl Bretaprins og
föður hans, Filippus drottningar-
mann, um að hafa ákveðið að láta
ráða prinsessuna og unnusta henn-
ar af dögum. - smk
Dauði Díönu prinsessu:
Banaslysið var
ekki samsæri
DÍANA PRINSESSA Ný skýrsla sýnir að
ekkert bendi til morðs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VÍNARBORG, AP Yfirmaður Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar,
Mohamed ElBaradei, sagði í gær
að alþjóðlegt samkomulag um
kjarnorkuáætlun Írana gæti náðst
á næstu dögum og það án afskipta
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna.
Bjartsýni ElBaradeis var talin
byggjast á viðræðum Rússa og
Írana bak við luktar dyr í höfuð-
stöðvum stofnunarinnar í Vínar-
borg í gær, en heimildarmenn AP-
fréttastofunnar hermdu að
Rússar hefðu boðið Írönum að
stunda tilraunir með auðgun
úrans í Rússlandi en halda samt
áfram minni háttar starfsemi við
það sama heima í Íran.
„Ég er enn mjög vongóður um
að samkomulag geti náðst í næstu
viku,“ tjáði ElBaradei frétta-
mönnum, án þess að skýra þessi
orð sín frekar.
Hins vegar var fastlega búist
við því að þessi málamiðlunartil-
laga Rússa félli í grýttan jarðveg
hjá Bandaríkjastjórn þegar rúss-
neski utanríkisráðherrann Sergei
Lavrov fer til að ræða hana við
ráðamenn í Washington síðar í
vikunni. Bandaríkjastjórn óttast
að slík málamiðlun myndi gera
Írönum kleift að framleiða á laun
efni í kjarnorkuvopn.
Samkvæmt rússnesku tillög-
unni er gert ráð fyrir að Írönum
verði heimilað að auðga úran upp
að marki sem Alþjóðakjarnorku-
málastofnunin ákveddi og fylgd-
ist með að yrði virt. Þannig yrði
Írönum gert kleift að framleiða
eldsneyti til raforkuframleiðslu,
en ekki upp að því marki sem nýt-
anlegt væri í kjarnorkusprengju.
Þessi nýja tillaga Rússa virtist
ætla að valda nokkurri sundr-
ungu í röðum annarra helstu aðila
deilunnar. Þýska stjórnin lýsti
varkárum stuðningi við hana, en
Frakkar og Bretar voru óhaggað-
ir í andstöðu ásamt Bandaríkja-
mönnum.
Deilan um kjarnorkuáætlun
Írana verður áfram efst á dag-
skrá stjórnarfundar IAEA fram
eftir vikunni, en fundurinn hófst í
Vínarborg í gær. 35 ríki eiga full-
trúa á fundinum.
Íranar hafa hótað þvi að hefja
skefjalausa auðgun úrans ef mál
þeirra kemur til kasta öryggis-
ráðsins. Það getur ákveðið þving-
unaraðgerðir gegn Íran.
audunn@frettabladid.is
LANDFLÓTTA ÍRANAR MÓTMÆLA Landflótta Íranar mótmæltu kjarnorkuáformum klerkastjórnarinnar hástöfum fyrir utan höfuðstöðvar IAEA
í Vín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ElBaradei bjartsýnn á sátt
Á fyrsta degi spennuþrungins stjórnarfundar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í gær lýsti yfirmaður
stofnunarinnar yfir bjartsýni á að samkomulag væri mögulegt á næstu dögum án afskipta öryggisráðs SÞ.
MOHAMED ELBARADEI Yfirmaður Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
������������������������������������������������������������������
�������������
����
�������� ��
��������
������
�����
������
���������
������
���������
��������
������
��������
�������������
���������������
�������������������
������������������
�����������������
����������������
������������������
�����������������
���������������
���������������
�����������������
����������������
���������������
����������������
����������������
�����������
��������������
�������� ������
������������������� ������
�������������
���������������
������������������
���������������������
���������������������
������������������� �
������������������
���������������������
����������������
�����������������
�����������
���������������������
�����������������
���������������
����������������
���������������������
�������������������
���� ���������
����������
�� ��
�������������������
�������������������
��������������
�� ������ �� ����������
������� �� ���
�
�
�
�
�
��
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
��
��
��
�
�
�
��
�
�
��
�
�
��
�
www.expressferdir.is
Express Fer›ir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, sími 5 900 100
Nánar á www.expressferdir.is
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
VERÐ
39.900 kr.
INNIFALI‹:
16.–18. APRÍL
Lið Reading hefur farið á kostum á
þessu tímabili og eru á hraðri leið
upp í ensku úrvalsdeildina.
Ívar Ingimarsson og Brynjar
Gunnarsson leika báðir með liði
Reading og nú er það Íslendingaliðið
Stoke sem kemur í heimsókn.
Hörkuspennandi Íslendingaslagur!
Flug og flugvallaskattar,
2 nætur á hóteli með morgunverði
og VIP-miði á leikinn. Miðað er við að
tveir séu saman í herbergi.
READING–STOKE
FÓTBOLTAFERÐ TIL LONDON
Ofsahraði á Reykjanesbraut
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði
bifreið sem mældist á rúmlega 200 kíló-
metra hraða á Reykjanesbrautinni um
hálftólfleytið í fyrrakvöld. Ökumaðurinn,
sem er 22 ára gamall, var á kraftmiklum
fólksbíl og með tvo farþega í bílnum
þegar lögreglan stöðvaði hann.
LÖGREGLUFRÉTT
STJÓRNMÁL „Ég vona að þetta verði
þjóðinni til góðs en ég held hins
vegar að þetta sé hluti af tals-
verðum vandræðagangi innan
Framsóknarflokksins,“ segir
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, um
brotthvarf Árna Magnússonar úr
stjórnmálum. „Ég hygg að fram-
sóknarmenn hafi viljað gera
breytingar og Árni segir að hann
fari út af persónulegum ástæð-
um. Þarna verða breytingar innan
ríkisstjórnarinnar og það hefur
sjálfsagt verið mat þeirra að þörf
væri á því í aðdraganda kosn-
inga,“ segir Guðjón A. Kristjáns-
son. ■
Guðjón A. Kristjánsson:
Vandræði
Framsóknar
Snjóflóðahætta Skíðafólk var varað
við mikilli snjóflóðahættu á skíðasvæð-
um í Ölpunum í gær, eftir gríðarmikla
snjókomu síðustu daga. Að minnsta
kosti fjórir skíðamenn hafa beðið bana
í snjóflóðum í Ölpunum síðan um
helgina.
EVRÓPA