Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 6
6 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Félag ungra lækna hefur ákveðið að vísa ummælum sem Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Landspítalans, lét falla í viðtali í Fréttablaðinu þann 2. mars síðastliðinn, til siðanefnd- ar lækna. „Við erum búnir að kæra hann til siðanefndar vegna þessa,“ segir Bjarni Þór Eyvindsson, formaður Félags ungra lækna, sem kveður almenna hneykslan ríkja meðal starfsmanna á spítalanum, annars vegar vegna ummæl- anna og hins vegar vegna þess að unglæknar eigi ekki sæti í svokölluðum notendahóp- um. Í yfirlýsingu sem Félag ungra lækna sendi blaðinu í gær segir: „Það er sorglegt að heyra hann lýsa ungum læknum sem þröngsýnum og með skort á heimssýn. Að yfirmaður stórrar ríkistofnun- ar sjái ástæðu til að tala um ung- lækna með þessum hætti opinber- lega hlýtur að teljast einsdæmi og vart til að auka ánægju ungra lækna í störfum sínum hjá LSH. Það er rétt að ungir læknar hafa ekki farið í gegnum þá lífsreynslu að fara til útlanda að mennta sig til sérnáms en við lifum á upplýsinga- tækniöld þar sem hægt er að fylgj- ast með öllu því nýjasta sem er að gerast erlendis. Svo virðist sem lækningafor- stjórinn sé með orðum sínum einn- ig að gjaldfella aðra starfsmenn en unga lækna sem ekki hafa sótt framhaldsnám á erlendri grundu. Hann telur ekki not fyrir unga lækna nema að mjög takmörkuðu leyti í þeirri undirbúningsvinnu sem nú fer fram fyrir komandi hátæknisjúkrahús og það þykir okkur miður.“ - jss Mikill hiti í mönnum vegna ummæla lækningaforstjóra Landspítalans: Unglæknar kæra forstjórann SLYS Tólf ára drengur brenndist á fæti þegar hann steig ofan í hver á Nesjavöllum á laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var drengurinn á göngu ásamt föður sínum um jarðhita- svæðið þegar jarðvegur gaf sig og undir reyndist sjóðheitur hver. Drengurinn brenndist nokkuð á fæti en sjúkraflutningamenn og lögregla komu til móts við þá feðga við Nesbúð. Drengurinn var fluttur á sjúkradeildina í Fossvogi þar sem hann fékk þá aðhlynningu sem hann þurfti. Hann er á bata- vegi. - pss Steig í hver á Nesjavöllum: Brenndist á öðrum fæti KJÖRKASSINN Á að heimila stækkun álversins í Straumsvík? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG Er eftirsjá að Árna Magnússyni af Alþingi? Segðu þína skoðun á visir.is JÓHANNES M. GUNNARSSON Lækningaforstjóri Landspítalans. BJARNI ÞÓR EYVINDSSON Formaður Félags ungra lækna. ÍRAK Bandaríkjaher hefur vísað á bug sögusögnum þess efnis að hann ætli að draga allt herlið sitt frá Írak í byrjun næsta árs. Breska blaðið The Sunday Telegr- aph sagði frá því á sunnudag að flytja ætti allar hersveitir Banda- ríkjamanna og Breta heim fyrir þann tíma þar eð hersveitirnar stæðu í vegi fyrir friðarumleitun- um í landinu. Talsmenn Bandaríkjahers hafa þvertekið fyrir það að eitthvað sé hæft í fréttinni og ítreka að her- sveitirnar verði um kyrrt í land- inu þar til Írakar teljist færir um að stjórna landinu sjálfir. ■ Bandaríkjaher svarar orðrómi: Hersveitirnar verða um kyrrt BRUSSEL Ítalskir og spænskir karl- menn standa sig verst allra karl- manna við að aðstoða maka sína við heimilisstörfin samkvæmt nýrri könnun Eurostat. Eyða ítalskir karlmenn þannig aðeins 95 mínútum á dag við mats- eld, uppvask, þrif eða annað það sem telst öllu jöfnu til heimilis- verka. Spænskir karlmenn eru vart hótinu betri með aðeins 97 mínútur að meðaltali daglega en það er tæplega klukkustund skem- ur en til að mynda karlmenn í Nor- egi og Svíþjóð segjast gera. - aöe Heimilisstörfin í Evrópu: Ítalskir karl- menn latir LÓÐAÚTHLUTUN Búið var að semja um verð á lóðinni sem bygginga- fyrirtækið Bauhaus ætlaði að fá í Garðabæ þegar fjaraði undan samningnum. Þetta segir Jón Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Urriðaholts ehf. eiganda að landinu sem Bauhaus sóttist eftir í Garðabæ. Bauhaus hefði fengið lóðina hefðu forsvars- menn þess viljað það. „Eftir á að hyggja held ég að forsvarsmenn Bauhaus hafi misst áhugann á lóðinni,“ segir Jón Pálmi og bendir á að hún hafi hugsanlega verið of lítil fyrir fyr- irtækið. Lóðin sem því standi til boða í Úlfarsfelli sé mun stærri. Bæjarstjórar Garðabæjar og Kópavogs bera af sér að hafa bolað Bauhaus frá bæjunum og benda á að byggingafyrirtækið hafi verið í samningaviðræðum við einkaaðila. Bæjarfélögin skipulögðu einungis svæðin. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir bæjarfélagið ekki skipta sér af því hverjir komi inn í bæjarfélagið svo framarlega sem byggingarskilmálum sé fylgt: „Við skiptum okkur ekki af því hverjir koma inn á svæðið, myndum aldrei gera og viljum ekki.“ Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir að eftir sinni bestu vitund hafi Bauhaus aldrei sóst eftir aðstoð bæjar- stjórnarinnar við að fá lóð úthlut- að. Uppi hafa verið sögusagnir um að BYKO hafi bolað Bauhaus frá í Garðabæ. Jón Pálmi segir að ekki sé fótur fyrir því. BYKO hafi fengið lóðina eftir ítrekaðar til- raunir við að koma á viðskiptum við Bauhaus. „Þessi lóð var til sölu og þegar upp var staðið báru þeir sig ekki eftir henni.“ BYKO vill lóð þeim megin sem Bauhaus fær úthlutað í borgar- ráði í vikunni. Ásdís Halla Bragadóttir, for- stjóri BYKO, segir aðgengi að verslunum skipta máli. Það sé betra austan við Vesturlandsveg en vestan við, þar sem Byko hafi ásamt Mata og Rúmfatalagern- um þegar fengið lóð. Hún gagn- rýnir borgina fyrir að skipta um stefnu í málinu. Byko hafi ítrekað sóst eftir lóð austan megin en verið sagt að þar væri ekki gert ráð fyrir byggingavöruverslun. „Þeir geta ekki sagt við Byko eins og þeir hafa gert að svæðið við Úlfarsfell sé ekki til ráðstöfunar fyrir stóra byggingarvöruverslun og síðan breytt því á einni nóttu án þess að Byko fái neina aðkomu að málinu.“ Byko óskar þess að borgin fari eftir stjórnsýslulög- um og tryggi jafnræði fyrirtækj- anna. gag@frettabladid.is Bauhaus missti áhuga á að fá lóð í Garðabæ Framkvæmdastjóri Urriðaholts sem á landið sem Bauhaus sóttist eftir í Garðabæ segir að fyrirtækið hefði fengið lóð hefði það viljað. Samið hafði verið um verð en forsvarmenn Bauhaus höfðu ekki samband meir. Lóðin sé minni en borgin bjóði. GUNNAR EINARSSON Bæjar- stjóri í Garðabæ. ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Forstjóri BYKO. BYKO VESTAN VIÐ VESTURLANDSVEG OG BAUHAUS AUSTANMEGIN Forstjóri Byko segir aðgengi að verslunum skipta máli. Það sé betra austan við Vesturlandsveg. Hús Byko, Mata og Rúmfatalagersins á að rísa aftan við Egilshöll og Bauhaus við hlíðar Úlfarsfells. FUGLAFLENSA, AP Fuglaflensa hefur fundist í nokkrum köttum í Aust- urríki, á svæði þar sem hún hefur áður greinst í fuglum. Þetta er í fyrsta sinn sem flensan greinist í dýrum öðrum en fuglum þar í landi. Mannskæði veirustofninn H5N1 fannst í tveimur eða þrem- ur köttum sem allir voru enn á lífi síðdegis í gær, að sögn yfirdýra- læknisembættis Austurríkis. Engar frekari upplýsingar voru veittar. Þýsk yfirvöld hafa skipað gælu- dýraeigendum nærri sýktum svæðum í Þýskalandi að halda köttum sínum inni og hafa hunda í ól. Ekki er vitað hvort kettir geti smitað fólk af fuglaflensu.- smk Fuglaflensa í Austurríki: Veiran finnst í lifandi köttum SMITKISA? Köttur í Graz í Austurríki, þar sem tveir eða þrír lifandi kettir hafa greinst með fuglaflensu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÁK Alþjóðleg skákhátíð verður haldin á vegum Skáksambands Íslands dagana 6.-18. mars. Af þessu tilefni koma margir sterkir skákmenn til landsins til að tefla á 22. Alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótinu sem stendur til 14. mars en viðburður þessi er einnig hugsað- ur sem hátíð fjölbreytileika og fjölmenningar og er því haldinn undir yfirskriftinni „Skákin brúar bil“. Vegna skákhátíðarinnar koma til landsins skákmeistarar frá öllum heimsálfum. Alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótið byggir á ríkri hefð og var fyrst haldið 1964. Flestir sterk- ustu skákmenn heims hafa komið til landsins til að tefla á mótinu en fyrir fjörutíu árum varð Reykja- víkurskákmótið fyrsti viðburður- inn sem á alþjóðavísu kenndi sig við höfuðborgina. Mótið í ár hófst í Skákhöllinni Faxafeni 12 í gær og teflt verður daglega næstu níu daga, á virkum dögum frá 17.00 og um helgar frá 14.00. Alþjóðlegt hraðskákmót í minn- ingu Haraldar Blöndal, lögfræð- ings og eins stofnenda skákfélags- ins Hróksins, verður haldið dagana 15.-16. mars í Ráðhúsinu í Reykja- vík en þar mega allir spreyta sig sem kunna mannganginn. - shá Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík hófst í gær: Skákhátíð fjölbreytileikans ALÞJÓÐLEGA REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ Færeyski unglingameistarinn Helgi Dam Ziska gerði sér lítið fyrir og sigraði hol- lenska ofurstórmeistarann Jan Timman í fyrstu umferð mótsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.