Fréttablaðið - 07.03.2006, Page 12
12 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR
HUNDASLEÐAKEPPNI Alaskabúinn Lance
Mackey er einn hinna 83 hundaþjálfara
sem hófu Iditarod-hundasleðakeppnina
í Alaska á sunnudag. Mackey og hundar
hans unnu Yukon Quest-keppnina í febrú-
ar, sem er talin mun erfiðari keppni, og
segja því sumir að teymið sé vel búið undir
Iditarod-keppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FERÐAMENNSKA Gistinóttum á hót-
elum í janúar fjölgaði um tæp
þrettán prósent milli ára sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar.
Fjölgaði þeim úr 36.000 í janúar í
fyrra í 40.600 á sama tíma í ár.
Fjölgunin var hlutfallslega
mest á Suðurnesjum, Vesturlandi
og Vestfjörðum, þar sem gistinótt-
um fjölgaði um áttatíu prósent. Á
Norðurlandi fjölgaði gistinóttum
um 600, sem er tæplega fimmtíu
prósenta aukning frá ári til árs.
Á höfuðborgarsvæðinu nam
aukningin 8,5 prósentum en á
Austurlandi var hún rúm þrjú pró-
sent. Gistinóttum á Suðurlandi
fækkaði hins vegar. - pss
Gistinætur í janúar:
Fjölgunin mest
á Vestfjörðum
DANMÖRK Hætta er á því að dansk-
ir bankar missi viðskipti taki þeir
ekki upp sömu starfshætti og
íslenskir bankar. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í tólf síðna
umfjöllun um íslensku bankanna í
danska viðskiptablaðinu Børsen í
gær.
Skandinavískir bankar verða í
framtíðinni að fjárfesta í þeim
fyrirtækjum sem þeir lána pen-
inga. Um þetta eru þeir Yngvi
Kristinsson frá Landsbankanum
og Jónas Sigurgeirsson frá KB
banka sammála. Benda þeir á að
sú aðferð hafi gefið góða raun
fyrir íslensku bankana sem og
stóra alþjóðlega banka. Banka-
stjórar dönsku bankanna eru hins
vegar ekki sannfærðir um ágæti
aðferðarinnar. Segja þeir það ekki
í verkahring banka að skipta sér
af rekstri fyrirtækja enda kunni
það að valda hagsmunaárekstrum.
Tíminn verði að leiða í ljós hvort
íslenska leiðin virki til lengri
tíma.
Gengi íslensku fjármálafyrir-
tækjanna er líkt við rakettu í grein
Børsen og bent á að verðmæti
þeirra hafi margfaldast síðustu
tvö ár. Landsbankinn hafi vaxið
um tæp 400 prósent á meðan
stærstu bankar Dana, Nordea og
Danske Bank, hafi á sama tíma
vaxið um sextíu prósent. Stærð
dönsku bankanna skýrir reyndar
að hluta til þennan mun enda erf-
iðara fyrir þá að vaxa jafn hratt.
Rætt er við danska fjármála-
sérfræðinga um þennan mikla
vöxt og koma fram skiptar skoð-
anir. Einn viðmælandi blaðsins
segir þær eðlilegar enda hafi
rekstur bankanna skilað góðri
afkomu. Annar segist sammála
um að hlutirnir líti vel út á papp-
írnum en setur spurningarmerki
við hvernig tölurnar séu fengnar
og segir að verðmat á óskráðum
eignum bankanna kunni að vera
óraunhæft.
Niðurstaða útreikninga blaðs-
ins er að hlutfall verðs og tekna sé
álíka hjá íslensku og dönsku bönk-
unum. Hins vegar segir blaðið að
tölurnar kunni að vera ólíkt reikn-
aðar hjá bönkunum og því segi
þessir útreikningur ekki alla sög-
una. kristjans@frettabladid.is
Danir læri af
Íslendingum
Danska viðskiptablaðið Børsen var með umfangs-
mikla umfjöllun um íslenska banka. Gengi íslenskra
fjármálafyrirtækja er líkt við rakettu. Skiptar skoð-
anir eru um starfsaðferðir íslensku bankanna.
YNGVI ÖRN KRISTINSSON HJÁ LANDSBANKANUM Yngvi Örn segir skandinavíska banka
verða að fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem þeir lána pening til. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VILTU KITLA HLÁTURTAUGARNAR?
MIÐASALAN HEFST Á FÖSTUDAGINN Í BORGARLEIKHÚSINU
Miðasala hefst föstudaginn 10. mars
kl. 10.00 í Borgarleikhúsinu
í síma 568 8000.
Korthafar VISA fá miða
á fyrstu sýningarnar á 1.800 kr.
Fyrsta sýning verður 30. apríl.
Á ÞAKINU
Datt í stiga Maður slasaðist illa um
nýliðna helgi þegar hann datt í stiga á
veitingahúsinu Amsterdam í miðborg
Reykjavíkur. Hann var fluttur á slysa- og
bráðamóttöku Landspítala með slæman
höfuðáverka.
LÖGREGLUMÁL
Bílvelta á Hellisheiði Ökumaður
fólksbíls missti stjórn á bíl sínum á leið
frá Reykjavík til Selfoss í gærmorgun
með þeim afleiðingum að bíllinn valt.
Ökumaðurinn, sem er á sextugsaldri,
slapp ómeiddur en bíllinn er óökufær.
Nýtt í Palme-málinu Sænska lög-
reglan hefur fengið í hendur byssuhlaup
sem hugsanlega tengist morðinu á Olof
Palme fyrir tuttugu árum. Hlaupið er af
byssu af gerðinni Magnum 357, sams
konar byssu og notuð var við morðið.
SVÍÞJÓÐ
Fleiri dauðir fuglar Sænsk stjórn-
völd tilkynntu í gær um fjögur ný H5-til-
felli í dauðum fuglum við Oskarshamn í
Suður-Svíþjóð, en enn er verið að kanna
hvort dauðir fuglar sem þar fundust í
síðustu viku hafi drepist úr H5N1-veiru-
afbrigðinu. Það þykir þó líklegt.
ÍRAK, AP Forseti Íraks, Kúrdinn
Jalal Talabani, lýsti því yfir í gær að
hann hygðist kalla þing landsins
saman næstkomandi sunnudag, en
það er síðasti dagur lögbundins
frests til að halda fyrsta fund
nýkjörins þings eftir kosningar. Þá
hefst nýr sextíu daga frestur sem
stjórnmálaleiðtogum Íraka gefst til
að kjósa nýjan forseta og koma sér
saman um skipun nýs forsætisráð-
herra og ríkisstjórnar.
Forystumenn stærstu stjórn-
málafylkinga sjíamúslima skund-
uðu í gærkvöld á neyðarfund með
Talabani í þeim tilgangi að fá hann
til að falla frá óbilgjarnri afstöðu
varðandi mönnun nýrrar ríkis-
stjórnar, til að forða því að í odda
skerist milli fylkinga sem hæglega
gæti endað með stjórnlausu borg-
arastríði.
Að minnsta kosti fjórtán manns
fórust í nokkrum sprengjutilræðum
í Bagdad og víðar um landið í gær,
og yfirmaður þeirra sveita stjórn-
arhersins sem gæta öryggis höfuð-
borgarinnar var skotinn til bana af
leyniskyttu.
Ofbeldið undirstrikaði hvernig
togstreitan milli fylkinga veldur
hættulegu valdatómi í landinu. Leið-
togar Kúrda eins og Talabani for-
seti, og súnní-araba þrýsta á sjíann
Ibrahim al-Jaafari, núverandi for-
sætisráðherra, að hverfa frá þeirri
kröfu sinni að verða það áfram í
nýju stjórninni. Hann og aðrir leið-
togar sjía-múslima voru uppteknir
af því að reyna að brúa eigin innri
ágreining. - aa
FRESTUR VIRTUR Jalal Talabani Íraksforseti,
í jakkafötum, ásamt fulltrúum heittrúaðra
sjíamúslima í Bagdad í gær. Hann tilkynnti
að nýkjörið þing kæmi saman á sunnudag-
inn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Viðræður um myndun þjóðstjórnar í Írak enn í uppnámi:
Forsetinn kallar þing saman