Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2006 MADRÍD Spænska veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna áframhaldandi snjóa og hvass- viðris um allan Spán næstu dag- ana en meiri snjó hefur kyngt niður þennan veturinn á landsvísu en áður hefur gert í langan tíma. Gildir viðvörun veðurstofunn- ar um öll héruð landsins að Galisíu og Kanaríeyjum undanskildum. Er búist við enn meiri snjókomu og hálku á vegum, en tæplega 200 manns létust í umferðarslysum í febrúar sem flest mátti rekja til slæmrar færðar. Hefur þurft að loka mörgum hraðbrautum ítrek- að síðustu vikurnar og verður svo líklega áfram næstu daga. - aöe ÓVANIR HÁLKU Snjó hefur kyngt niður í landinu og búist er við miklu hvassviðri næstu sólarhringana. AFP.NORDICPHOTOS Óvanalegt veðurfar á Íberíu: Veður válynd um allan Spán RANNSÓKNIR Vetrarmælingar rann- sóknarskipsins Bjarna Sæmunds- sonar hafa leitt í ljós að hiti og selta sjávar eru áfram yfir meðal- lagi umhverfis landið. Helstu niðurstöður sýna að hlýsjórinn að sunnan var með svipaðan styrk og verið hefur síðustu ár þó að hiti hans hafi lækkað. Fyrir Norðurlandi var útbreiðsla hlýs sjávar svipuð og síðasta vetur. Hiti og selta hafa hækkað og eru nú yfir meðallagi samkvæmt rannsóknum síðustu þrjátíu ára. Norðaustan- og aust- anlands var hiti á bilinu 1,7 til 3,2 gráður á celsíus yfir landgrunnin- um, sem er í meðallagi. Hitastig við botn á landgrunninum umhverfis landið var 4-7 gráður á celsíus. ■ Ástand sjávar í febrúar: Hiti og selta yfir meðallagi MENNTAMÁL Framhaldsskólanem- ar ætla að fjölmenna á Austur- völl á morgun til að mótmæla „ólýðræðislegum vinnubrögðum og meingölluðum áætlunum“ menntamálaráðherra um stytt- ingu framhaldsnáms, eins og segir í tilkynningu frá Hags- munaráði framhaldsskólanema. Undanfarna daga hefur menntamálaráðherra fengið fjöld- ann allan af póstkortum frá nem- endum þess efnis að draga skerð- ingaráform sín til baka. Menntamálaráðherra hefur ekki brugðist við þeim kröfum og þar af leiðandi ætla nemendur að mótmæla. - pss Nemar mótmæla: Ósáttir við styttingu náms HVERFAGÆSLA Öflug hverfagæsla á Seltjarnarnesi hefur orðið til þess að engin innbrot hafa verið til- kynnt síðan bærinn hóf átak sitt í október á síðasta ári. Lúðvík Hjalti Jónsson hjá Sel- tjarnarnesbæ er að vonum ánægð- ur með árangurinn. Innbrotaalda hafði geisað áður en átakið hófst og er því ljóst að ávinningur verk- efnisins er mikill. Hverfagæsla er hugsuð sem stuðningur bæjarfélagsins við störf lögreglunnar en hún felst í því að bílar frá öryggisgæslu- fyrirtæki aka um hverfi bæjarins eftir ákveðnu skipulagi og líta eftir eigum bæjarbúa. - pss Íbúar Seltjarnarness ánægðir: Engin innbrot síðan í október VEIÐIMAÐUR Þessi veiðimaður sat í makindum undir regnhlíf í sólskini við Ascarate-vatnið í Texas fyrr í vikunni og veiddi sér til matar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HAAG, AP Milan Babic, fyrrverandi leiðtogi Króatíu-Serba, svipti sig lífi í fangelsi í Hollandi á sunnu- dagskvöld, að því er Stríðsglæpa- dómstóll Sameinuðu þjóðanna greindi frá í gær. Babic, sem afplánaði þrettán ára fangelsisdóm fyrir glæpi gegn mannkyni, fannst andaður í klefa sínum í fangelsi dómstólsins í Scheveningen, útbæ Haag. Þetta er í annað sinn sem fangi Stríðsglæpadómstóls SÞ fremur sjálfsmorð. Það fyrsta átti sér stað árið 1998, en sá sem það framdi hét Slavko Dokmanovic, sem var líka einn af leiðtogum Króatíu- Serba. Babic lýsti sig sekan af ákæru um að kynda undir þjóðernis- hreinsunum gegn Króötum í Krajína-héraði, en fyrir vikið voru aðrar ákærur látnar niður falla. Við dómsuppkvaðningu lýsti Babic iðrun og bað „króatíska bræður“ sína afsökunar. Hann áfrýjaði hinum þunga dómi en áfrýjuninni var hafnað í júlí síðastliðnum. Babic gaf sig sjálfur fram á sínum tíma, ólíkt mörgum löndum hans sem dómstóllinn hefur ákært fyrir stríðsglæpi. Fréttin af andláti hans er sögð til þess fallin að auka enn á vantraust Serba til dóm- stólsins. - aa MILAN BABIC Fyrrverandi leiðtogi Króatíu- Serba fyrir réttinum í Haag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fyrrverandi leiðtogi Króatíu-Serba sviptir sig lífi í fangelsi í Hollandi: Annað sjálfsvíg fanga í Haag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.