Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 14
 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Rannsóknir eldfjalla- fræðingsins Haraldar Sigurðssonar hafa leitt í ljós ótrúleg menningar- verðmæti við eldfjallið Tambora í Indónesíu. Fjöldi sjónvarpsstöðva og framleiðenda setti sig nýlega í samband við Harald vegna rann- sóknanna. Tíu erlendar sjónvarpsstöðvar og kvikmyndaframleiðendur hafa sett sig í samband við Harald Sig- urðsson, prófessor í eldfjallafræði við Rhode Island-háskóla í Banda- ríkjunum, með ósk um að fá að búa til heimildarmynd um rann- sóknarvinnu hans við rætur eld- fjallsins Tambora í Indónesíu. Haraldur hefur stýrt fimm manna rannsóknarteymi fræði- manna sem hefur ásamt aðstoðar- fólki unnið að því að grafa upp þorp sem varð undir í einu afl- mesta eldgosi sögunnar árið 1815. Þorpið hefur þegar verið kallað „Pompei austursins“ eftir hinu fornfræga þorpi í sunnanverðri Ítalíu, sem grófst undir í eldgosi í eldfjallinu Vesúvíusi hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Stórfeng- legar fornleifar komu í ljós eftir að Pompei var grafin upp og er staðurinn í hópi mest sóttu ferða- mannastaða á heimsvísu. Miklar vonir eru bundnar við rannsóknirnar og hafa stjórnvöld í Indónesíu sýnt þeim mikinn áhuga. Haraldur segir menningarsögu smáríkja sem grófust undir í gos- inu í Tambora merkilega. „Í hlíð- um Tambora-eldfjallsins voru tvö ríki. Í vesturhlutanum var Tambora-ríkið, þar sem um tíu þúsund manns bjuggu. Í austur- hluta fjallsins var síðan ríkið Sanggar og í gosinu lifði hluti kóngafjölskyldunnar af. Nýlega hitti ég afkomendur þessa fólks í Indónesíu. Ég átti með þeim ánægjulega stund.“ Áhugi á rannsóknunum hefur verið gríðarlegur og segir Harald- ur þann áhuga aukast dag frá degi. „Meðal þeirra framleiðenda sem sett hafa sig í samband við mig eru breska ríkisútvarpið og fræðslusjónvarpsstöðin Discovery Channel, svo einhverjar séu nefnd- ar. En sú síðarnefnda hefur þegar unnið eina heimildarmynd um rannsóknir okkar.“ Sérstaða fyrirbæris eins og þess sem Haraldur rannsakar nú við Tambora felst í fullkominni varðveislu á menningu og lífshátt- um fólks. „Ég tel að það séu mikl- ar líkur á því að Tambora geti í framtíðinni þjónað sama hlutverki og Pompei.“ Haraldur segir menningu Tambora-ríkis koma æ betur í ljós. „Sérstaða þessara staða felst í ótrú- legri varðveislu á öllu því sem er í bæjunum sem grófust undir í eld- gosunum. Að hádegi 24. ágúst 79 eftir Krist grófst Pompei undir í eld- gosi, þar með taldir allir bæjarbúar og eigur þeirra. Þarna varðveitist algjörlega menning og list, jafnvel krot á veggjum. Aðstæður við Tam- bora eru svipaðar eftir því sem rann- sóknir okkar hafa leitt í ljós.“ Rannsóknir Haraldar við Tam- bora halda áfram í sumar. magnush@frettabladid.is Pompei austursins kemur í ljós UNNIÐ AÐ UPPGREFTRI Aðeins fjórir bæjarbúar af tíu þúsund lifðu af eldgosið í Tambora árið 1815. Tambora-ríkið hafði sérstakt tungumál en eftir eldgosið eru aðeins til varðveitt 48 orð úr tungumálinu. Margra ára frekari rannsóknarvinna bíður nú Haraldar Sigurðssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR Ellen Kristjánsdóttir söngkona hefur í nógu að snúast þessa dagana en hún undirbýr nú tónleika með manni sínum, Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, og einnig tónleikaferð til Kanada með bróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni. Þau hafa oft leikið saman á tónleikum en dagskrá ferðarinnar til Kanada er þó ekki alveg ljós ennþá. „Ég og Kristján bróðir verðum með tónleika í Kanada í apríl. Það verður örugglega voðalega skemmtilegt.“ Fjölskylda Ellenar er mikil tónlistarfjölskylda, svo ekki sé meira sagt. Bæði eiginmaður hennar og bróðir starfa sem tónlistarmenn og þá er Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari Hjálma, tengda- sonur hennar. Dóttir Ellenar og Eyþórs, Sigríður, eignaðist fyrir tveimur mánuðum dóttur með Þor- steini og var hún skírð í höfuðið á ömmu sinni. „Litla Ellen er auðvitað alveg dásamleg. Tónlistin virðist ætla að haldast í fjölskyldunni um ókomna tíð, sem er auðvitað ánægjulegt. Það er aldrei að vita nema við Kristján gefum aftur út plötu, hver veit. Ég hef annars alveg nóg að gera þessa dagana og ætla mér að velja úr þeim verkefnum sem berast til mín.“ Ellen og Eyþór eru þegar farin að undirbúa sálma- tónleika í Fríkirkjunni hinn 9. apríl en Eyþór kom í gær heim úr vel heppnaðri tónleikaferð til Indónesíu. „Við munum halda tónleika um páskana þar sem við flytjum sálma sem ég gef einnig út á plötu.“ Ellen fékk listamannalaun til gerðar sálmaplöt- unnar á sínum en hún færði gamla sígilda sálma í fallegan og látlausan búning. Platan hefur selst afar vel og virðast vinsældir plötunnar ekkert vera að dvína. Ellen og Kristján bróðir hennar munu hita upp fyrir tónleika Lizu Ekdal hinn 24. mars í Háskólabíói. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR SÖNGKONA Undirbýr tónleika í Fríkirkjunni HARALDUR AÐ STÖRFUM Mikið verk bíður nú Haraldar og aðstoðarfólks hans við Tambora, en stórkostleg menningarverð- mæti hafa fundist við uppgröft á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SJÓNARHÓLL KJARABARÁTTA SLÖKKVILIÐSMANNA BJARNI ÞÓR EYVINDSSON FORMAÐUR FÉLAGS UNGLÆKNA Eiga hrós skilið „Það er greinilegt að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr eða þeir eru ekki metnir að verðleikum,“ segir Bjarni Þór Eyvindsson, formaður félags unglækna, um kjarabaráttu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bjarni segir margt hafa breyst hjá þessari stétt. Áður fyrr komu margir að þessu starfi í hlutastarfi en nú vinna þessi störf sérmenntaðir einstaklingar. „Þeir eiga hrós skilið fyrir störf sín dags daglega þar sem þeir leggja sjálfa sig í hættu við að bjarga lífi og eignum annarra og það hefur sýnt sig að þjóðfélagið metur störf þeirra mun meira en samninganefnd sveitarfélaganna. Ég held að ef fólkið í landinu fengi að ráða væri þessi stétt á mun betri launum.“ Bjarni segir að meta verði þá áhættu sem þeir setji sig í og því eigi að vera sanngjarnt að meta framlag þeirra í hlutfalli við það. Hætta á alvarlegum slysum sé hlutur sem verði að meta að verðleikum. Mikið á sig lagt fyrir bílinn „Það var nú einkum til að fá góðan bílskúr sem við fórum að byggja...“ ALDA INDRIÐADÓTTIR, ÍBÚÍ Í KÓRAHVERFI, Í FRÉTTABLAÐINU. Ekki fyrir teprur „Ég reyndi bara að taka af mér tepruhettuna og gera þetta og fannst það bara skemmtilegt.“ KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR, ÞING- KONA SAMFYLKINGARINNAR, Í FRÉTTABLAÐINU UM ÞÁTT SINN Í UPPSETNINGU PÍKUSAGNA. ÍÞRÓTTIR A-sveit Taflfélags Reykja- víkur bar öruggan sigur úr býtum í efstu deild á Íslandsmóti skákfé- laga sem lauk á sunnudaginn. Met- þátttaka var á mótinu, sem var haldið í Menntaskólanum í Hamra- hlíð, og hátt í 400 skákmenn tefldu. Taflfélag Reykjavíkur var sigur- sælt á mótinu en B-lið þess sigraði í annarri deild með miklum yfir- burðum. Verða því tvær sveitir frá Taflfélagi Reykjavíkur í efstu deild á næsta ári. Í þriðju deild sigraði Skákdeild Fjölnis og upp- skar þar árangur gróskumikils starfs undanfarin ár í Grafarvogi. Sama má segja um sigurvegara fjórðu deildar, B-sveit Taflfélags Vestmannaeyja, en skáklífið í Vestmannaeyjum hefur verið sér- staklega þróttmikið undanfarin ár. Þess má geta að A-sveit Taflfélags Vestmannaeyja hafnaði í öðru sæti í efstu deild. - sdg A-SVEIT TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR Sigurvegarar Íslandsmóts skákfélaga hampa hér verðlaunabikarnum. Metþátttaka á Íslandsmóti skákfélaga: Tæplega 400 skákmenn öttu kappi í Hamrahlíðinni ÁSTA RAGNHEIÐUR OG BJARNI BEN. VANRÆKJA AÐ SKRÁ SIG Í LEYFI Fjölmargir hafa þegið boðsferðir til Taívan ÞINGMENN SVÍKJA ÚT LAUN Á FERÐALAGI 2x15 6.3.2006 21:05 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.