Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 18
 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Eitt það fyrsta sem ég segi nem- endum mínum á hverju hausti er að ég ætlist til þess að hver og einn geri sitt besta. Þeir eiga að leggja sig fram, stefna að framförum og gera eins vel og þeir geta, hver og einn á hverjum tíma. Almennt finnst mér þetta eiga að vera sú grundvallarkrafa sem við gerum til okkar sjálfra og til hvers ann- ars. Mikið vildi ég að fjölmiðlar hefðu þetta að leiðarljósi almennt þegar þeir nota ástkæra, ylhýra móðurmálið. Ég nota reyndar fjöl- miðla ekki svo reglulega að ég geti tiltekið hér sérstök dæmi og nefnt einn fjölmiðil öðrum fremur. En eftir stendur sú staðreynd að við okkur blasa stafsetningarvillur, almennar ásláttarvillur og málvill- ur, hvort sem við lesum eða hlust- um. Sú spurning vaknar reyndar hvort fólk sé almennt farið að treysta svo á leiðréttingarforrit í tölvum að það láti texta frá sér fara án frekari yfirlestrar en þess sem leiðréttingarforritið sér um. En, svo góðra gjalda verð sem slík for- rit eru, duga þau þó hvergi nærri því þau hafa t.d. enga málvitund og enga hugmynd um hvenær er rétt að skrifa himinn og hvenær himin, svo dæmi sé tekið. Né heldur gera þau greinarmun á sögnunum að tína og týna, sem hafa þó mikinn merkingarmun eins og flestir vita. En fréttamönnum blaða og ljós- vakamiðla verður aftur og aftur „fótaskortur á tungunni“. Það er lágmarkskrafa að menn sem hafa atvinnu af skrifum beri skynbragð á atvinnutækið sitt, þ.e. tungumál- ið og bregði t.d. ekki fyrir sig mál- tækjum og orðtökum án þess að vita nokkurn veginn hvað þau merkja. Þá er betra að láta þau liggja ónotuð. Og víða vantar greinilega prófarkalesara. Alvarlegustu og meinlegustu villurnar eru þó í barnaefni ýmis- konar. Þar má nefna barnabók- menntir og þó enn frekar talsetn- ingu barnaefnis fyrir sjónvarp og geisladiska sem gefnir eru út fyrir börn. Þar vaða ítrekað uppi mál- villur og rangfærslur og auðvitað læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Þetta metnaðarleysi einkennir ekki bara ljósvakamiðla, dagblöð og tímarit. Skáldsögur og ævisög- ur eftir viðurkennda höfunda frá þekktum útgáfufyrirtækjum sleppa ekki óskaddaðar til lesand- ans. Þýðingarvillur eru á stundum svo meinlegar að þær gera þá kröfu til lesandans að hann hafi í huga og skilji upprunalegt mál bók- arinnar svo hann skilji merkingu textans. Minnisstætt dæmi er úr annars ágætri skáldsögu, þýddri úr sænsku, þar sem söguhetja stakk upp á því við félaga sinn að þau tækju tröppuna. Ég verð að viðurkenna að þar missti ég þráð sögunnar og varð að rifja upp mína litlu þekkingu á sænsku til að ná samhenginu. Við nánari athugun var vildi söguhetjan fara stigann í stað þess að nota lyftuna. Við mikinn og oft mjög ánægju- legan lestur bókmennta af ýmsum toga í vetur hef ég reyndar ekki bara hnotið um meinlegar villur ýmiskonar heldur hefur mér þótt nokkuð skorta á ritstjórn. Prófarkalestri hefur verið ábóta- vant og endurtekningar eða lang- lokur áberandi. Sú spurning vakn- ar á stundum hvort rithöfundar fái greitt fyrir hvert orð eða hverja blaðsíðu, þannig að lengri bækur gefi meira af sér en stuttar. Það hlýtur að teljast til einhvers konar ritstjórnar að benda höfundum á slíka ágalla og gefa þeim góð ráð. Þegar langlokur bætast við villur eru sögurnar farnar að gjalda metnaðarleysis, hvort sem við höf- unda, útgefendur eða jafnvel próf- arkalesara er að sakast. Mikið hefur verið rætt um metnað í bóka- útgáfu en magn er ekki alltaf ígildi gæða. Margar góðar bækur komu út í vetur en í mörgum tilfellum hefði þó mátt gera enn betur með vandaðri yfirlestri og gagnrýni fyrir útgáfu, að ekki sé talað um góðan prófarkalestur. Það er góð og gild regla að lesa vel yfir það sem maður lætur frá sér fara. Enn betri regla er sú að fá annan til að lesa yfir fyrir sig því betur sjá augu en auga. Góðir og gegnir stjórnendur ýmissa fyrirtækja þurfa t.d. ítrekað að senda frá sér texta af ýmsu tagi og ættu að setja sér þá sjálfsögðu vinnureglu að leita til góðs íslensku- manns um yfirlestur. Slíkir finnast í hverju fyrirtæki. Það er lág- markskrafa að gera sitt besta hverju sinni, hvort sem verið er að skrifa stutta frétt eða pistil í dag- blað, ræða við hlustendur og við- mælendur í útvarpi eða sjónvarpi, skrifa bók eða bréf í nafni stofnun- ar eða fyrirtækis. Okkur má ekki vera sama um meðferð móðurmálsins. ■ Hlúum að móðurmálinu Í DAG MÁLRÆKT INGA RÓSA ÞÓRÐ- ARDÓTTIR Það er lágmarkskrafa að menn sem hafa atvinnu af skrifum beri skynbragð á atvinnutækið sitt, þ.e. tungu- málið og bregði t.d. ekki fyrir sig máltækjum og orðtökum án þess að vita nokkurn veginn hvað þau merkja. Þá er betra að láta þau liggja ónotuð. Þegar ég gekk í salinn á Ólympíu- mótinu í skák í fyrsta sinn varð ég snortin af þeirri sýn sem við blasti. Að sjá konur frá Íran tefla við skákkonur Ísraela, að sjá menn frá óþekktum Afríkulönd- um í sínu litríkasta pússi taka í höndina á hindúum frá Indlandi - það var eitthvað magnað við að sjá þennan hóp sitja við sama borð dag eftir dag, talandi saman með því að hreyfa riddara og peð. Í slíkum anda fjölbreytni og fjöl- menningar er Alþjóðlegu skákhá- tíðinni, sem haldin verður frá 6.-18. mars í Skákhöllinni Faxafeni 12, m.a. ætlað að gefa Íslendingum færi á að sjá með eigin augum þá litríku flóru sem býr í heimi mann- taflsins. Stefnt hefur verið saman aragrúa fólks af ólíkum þjóðarbrot- um, kynþáttum, trúarbrögðum, kynslóðum og kynjum - frá öllum heimsins hornum. Skákin hefur þann sérstæða eiginleika að vera tungumál sem allir geta lært. Bil sem svo oft virðast ófyrstíganleg á milli fólks eru brúuð með einföld- um og tærum hætti yfir skákborði þar sem leikgleði er í fyrirrúmi. Skákin er þannig ein af fáum keppnisgreinum þar sem fatlaðir og ófatlaðir, blindir sem sjáandi, sitja við sama borð til jafns á við aðra. En betur má ef duga skal. Aðstæður fyrir hreyfihamlaða til að komast á skákviðburði á Íslandi eru enn ófullnægjandi og þeirri hlið mála hefur verið allt of lítið sinnt. Þetta á nú að gera að for- gangsverkefni, enda í anda skákar- innar að brúa bil allra hópa eins og yfirstandandi hátíð gefur til kynna. Lyftuop er til staðar í Skákhöll- inni Faxafeni þar sem 22. Alþjóð- lega Reykjavíkurmótið fer fram, en þrátt fyrir góðar tilraunir hefur enn ekki tekist að tryggja fjár- magn til lyftunnar. Ég hvet yfir- völd og aðra sem vettlingi geta valdið til að hjálpa okkur að bæta úr þessu hið fyrsta. Málið er brýnt því að það eiga allir að fá að sitja við sama borð. Allir. ■ Skákhátíð fjölbreytileika UMRÆÐAN ALÞJÓÐLEGA SKÁKHÁTÍÐIN GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR, FORSETI SKÁKSAMBANDS ÍSLANDS Eitt er skýrt við afsögn Árna Magnússonar. Ákvörðun hans kom flestum í opna skjöldu. Ráðherrann fráfarandi segir, að persónulegar ástæður liggi að baki því, að hann tekur nú hnakk sinn og hest og yfirgefur svið stjórnmálanna til þess að takast á hendur ábyrgðarmikið starf á fjármálamarkaðnum. Það er trúverðug skýring. En hún breytir ekki hinu, að þessi ákvörðun varpar kastljósi á aðstæður Framsóknarflokksins og stöðu. Ein og sér sýnist sú breyting, sem í dag verður á ríkisstjórn- inni, hvorki veikja né styrkja Framsóknarflokkinn eða ríkis- stjórnina í heild. En á það er að líta, að þetta er í annað sinn á fáum árum, sem krónprins í flokksforystunni yfirgefur hana með sama hætti og með sömu rökum. Þegar öllu er á botninn hvolft verður varla hjá því komist að draga aðra ályktun af þessari staðreynd en að hún bendi til viðvarandi innri veikleika í flokknum. Þegar Árni Magnússon var tekinn fram yfir aðra til ráð- herrasetu eftir síðustu kosningar leiddi það ekki einasta til þess, að hann fékk þá ímynd að vera hinn nýi krónprins. Það hlýtur beinlínis að hafa verið megintilgangur þeirrar ráðstöf- unar; ella kemst hún ekki í rökrétt samhengi. Á þeim tíma benti ekkert til annars en sú leikflétta ætti eftir að ganga upp. Þessi mynd hlýtur hins vegar að hafa blasað á annan veg við Árna Magnússyni persónulega nú en fyrir tæpum þremur árum. Sú skýra mynd virtist að minnsta kosti vera orðin þokukenndari. Það vakti athygli, að fyrr sama dag og Halldór Ásgrímsson tilkynnti um breytingar á ráðherraskipan flokksins kom fyrr- verandi formaður, Steingrímur Hermannsson, fram í sjónvarpi og lagði með hinum breiðu spjótum að eftirmanni sínum með því að segja, að hann hefði sjálfur notað ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak á sínum tíma til að rjúfa stjórnarsamstarfið. Hann kom að vísu ekki með tillögu þar um, þegar sú ákvörðun var tekin. Ef málefnið skipti ekki öllu lá formaðurinn vissulega betur við höggi nú en þá. Á Flokksþingi fyrir ári hafði Steingrímur Hermannsson betur í átökum um Evrópustefnu flokksins og gekk jafnvel svo langt að hafna málamiðlun sem almenn sátt virtist geta orðið um. Það er úr þessu andrúmslofti eða innanflokksgerjun sem annar forystukrónprins flokksins hverfur af vettvangi á skömmum tíma. Sú var tíð, að Framsóknarflokkurinn náði því að vera miðju- flokkur að meðaltali með því að vera ýmist til hægri eða vinstri. Hálldór Ásgrímsson braut blað í sögu flokksins að þessu leyti. Hann gerði flokkinn málefnalega að raunverulegum miðju- flokki. Fyrir vikið hefur Framsóknarflokkurinn í fyrsta skipti átt þátt í að skapa og viðhalda langvarandi stjórnmálalegum stöðugleika. Þar koma að vísu einnig til persónulegir eiginleik- ar eins og rótfesta og trúmennska formannsins. Þrátt fyrir þessi jákvæðu umskipti hefur Framsóknarflokk- urinn átt í vök að verjast. Þar ræður ugglaust mestu breytt stjórnmálalegt umhverfi. Ekki verður séð að afturhvarf til meðaltalsmiðjustefnunnar geti gert hann að stórum flokki á ný. Nútíma stjórnmál gera kröfu um meiri trúverðugleika forystu- manna til þess að það geti talist raunhæfur kostur. Allt bendir því til þess, að Framsóknarflokkurinn verði varanlega minni flokkur en áður var. En hann getur spilað vel úr þeirri stöðu. Það hjálpar hins vegar ekki, ef efnilegustu mennirnir hverfa af vettvangi jafnharðan og þeir eru komnir til áhrifa. ■ SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Óvæntar breytingar á ríkisstjórninni: Flokkur í vanda Hótanir Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, þakkaði Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra úr ræðustóli á Alþingi í gær fyrir að upplýsa þjóðina um hótanir af hálfu erlends álrisa. Átti vitanlega við Alcan og ummæli forsvarsmanna í eyru forsætisráðherra um að hugsanlega yrði að loka Straumsvíkurálverinu ef ekki fengist heimild til stækkunar. Halldór kannaðist ekki við neinar hótanir. Hér er vert að staldra við það sem Richard B. Evans, aðstoðarfor- stjóri Alcan, sagði á álráðstefnu hér á landi síðastliðið sumar. Vísast hér til Morgunblaðsins 15. júní í fyrra: „Við tökum okkar ákvörðun óháð öðrum, en ef tækifærið er gott viljum við taka ákvörðun sem fyrst til að komast af stað með verkið. Hér skiptir máli að Ísland hefur ákveðnar losunarheimildir í Kyoto- samkomulaginu og þar inni er áætluð stækkun hjá okkur. En ef einhver myndi stækka á undan okkur gæti það vakið upp spurningar um hvert hámarkið á losun koltvísýrings er.“ Og svo sagði Evans þetta svo eftirminnilega: „Ég held að það sé ekkert slæmt við það að stækka ekki, þó það hafi vissulega kosti að stækka. Það er búið að endurnýja mikið af tækjabúnaði og reksturinn er góður. En við reynum að ná sem bestum fjárfestingum, og ef hagnaður- inn af því að stækka er meiri höfum við augljóslega áhuga á því.“ Þessi orð ríma einhvern veginn illa við það sem Halldór sagði fyrir helgina um að forsvarsmenn Alcan vildu loka álverinu ef ekki fengist leyfi til að stækka það. Ferðin til Taívan „Ég hlýt að hafa verið í lengsta blakk-áti sögunnar meðan á ferðinni stóð. Ég man bara ekkert eftir henni,“ segir Össur Skarphéðinsson á vefsíðu sinni og leggur þar út af umfjöllun Frétta- blaðsins um för nokkurra þingmanna til Taívan nú fyrir helgi. Össur er hér að lýsa því að hann hafi aldrei til Taívan komið eins og blaðið hélt fram síðastliðinn laugardag, en þar mátti lesa að Össur hefði verið þar með Tómasi Inga Olrich árið 1998. Hið rétta er að Össur og Tómas hittu þingmenn frá Taívan hér á landi þetta ár og byggðist útlegging blaðsins á mislestri heimildar. Dálkahöfundur lofar hátíðlega að koma Össuri ekki aftur til Taívans og biðst auðmjúklega forláts. johannh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.