Fréttablaðið - 07.03.2006, Page 19

Fréttablaðið - 07.03.2006, Page 19
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. P-pillunni er dreift ókeypis til unglingsstúlkna á aldrinum sex- tán til nítján ára í Noregi. Færri stúlkur í þessum aldurshópi verða nú þungaðar en áður. Ljós- mæður og skólahjúkr- unarfræðingar geta skrifað upp á lyfseðla fyrir stúlkurnar. Yfirvöl í Danmörku hafa lýst yfir áhuga á að skoða þetta fyrirkomulag. Snuðnotkun er talin draga úr líkum á vöggudauða. Í nýjum leiðbeiningum sem Landlæknir hefur sent frá sér er mælt með snuðnotkun á svefntíma til varn- ar skyndidauða ungbarna. Þetta eru uppfærðar leiðbeiningar í ljósi nýrra rannsókna. Leiðbein- ingarnar má nálgast á www. landlaeknir.is. Faghópur iðjuþjálfa á geðsviði stendur fyrir málþingi fimmtu- daginn 16. mars 2006 í hátíðar- salnum á Kleppi. Málþingið er opið öllum og ókeypis þátttaka. Dagskrá málþingsins má sjá á www.gedhjalp.is. ALLT HITT [HEILSA] Júlíus Brjánsson, sem þjóðin þekkir best sem annan af Kaffibrúsakörlunum, stundar hestamennsku og heldur sér þannig í formi. „Ég stunda hestamennsku og því fylgir ekki eingöngu að stíga á bak heldur hirðir maður um hrossin, ber hey og mokar skít og þetta er bara talsverð hreyfing,“ segir Júlíus Brjánsson, sem fer í hesthúsið alla daga vikunnar og stundum tvisvar á dag. „Síðan er líka stórlega vanmetin sú hreyfing sem fólk fær út úr því að vera á hestbaki,“ útskýrir Júlíus en þeir sem fari á hestbak í fyrsta skipti verða óneitanlega varir við það. „Þetta er bara innyflaleikfimi og það skrítna er að harðsperrurnar sem fólk fær eru á mjög skrítnum stöðum,“ segir hann og hlær. „Þær eru í maganum og rassinum og ýmsum öðrum stöðum þar sem fólk fær yfirleitt ekki harð- sperrur.“ Sjálfur fær Júlíus ekki lengur harðsperrur nema kannski í fyrsta sinn sem hann fer á bak á veturna þegar hestarnir koma á hús eftir sumar og haustbeit. Þrátt fyrir þá hreyfingu sem Júlíus fær úr hestamennsk- unni segist hann viss um að hann hefði gott af meiri og fjöl- breyttari líkamsrækt og eins og margir stefnir hann á að bæta úr því í framtíðinni. „Þessa dagana sit ég til dæmis algerlega á rassinum,“ segir Júlíus, sem nýverið tók við rit- stjórn hestavefsins www.847.is. „Þar af leiðandi eykst þörfin á hreyfingu enn meira,“ áréttir Júlíus, sem ætlar næstu mánuði að einbeita sér alfarið að nýja starfinu. Öll önnur sviðsframkoma verður að bíða betri tíma. Annars segist Júlíus mjög heilsuhraustur og er þakklátur fyrir það. „Líkamlega hef ég ekki undan neinu að kvarta. Andlega hliðin skánar hins vegar ekkert, maður er geðveikur og verður það bara áfram,“ segir hann glettinn. Mokar skít alla daga FJÖLGAR UM 21 PRÓSENT Á MILLI ÁRA. Í nýlegri könnun Gallup á afstöðu fólks til reyklausra veitinga- og kaffihúsa voru 74 prósent aðspurðra hlynnt reykingabanni á þessum stöðum. Lýðheilsustöð fékk Gallup til að gera svipaða könnun fyrir um ári og niðurstöðurnar nú sýna að stuðningur við reykbann er aukast, því þá var um 61 prósent hlynnt reykingabanni. Fjölgunin nemur um 21 prósenti. Hafa ber þó í huga að spurningin er ekki eins orðuð í ár og í fyrra og getur það haft einhver áhrif á svörun fólks. Fleiri vilja reykleysi 74 prósent aðspurðra vilja banna reykingar á veitinga- og kaffihúsum. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR Júlíus fer í hesthúsið alla daga vikunnar og stundum tvisvar á dag. SPARKVÖLLUM FJÖLGAR Sparkvellir hafa valdið byltingu á Íslandi, bæði varðandi knattspyrnu- iðkun og almenna hreyfingu. HEILSA 5 NÁMSKEIÐ FYRIR KONUR Í ORLANDO Lífsstíls- og heilsunámskeið er nýtt fyrirtæki sem var stofnað með það að markmiði að konur gætu látið sér líða vel og lítið vel út. HEILSA 4 GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 7. mars, 66. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.15 13.39 19.04 Akureyri 8.02 13.23 18.46

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.