Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2006 Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu eftir jólin. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7.30 Konur kl. 6.30, 10.00, 16.30 eða 18.30 Nýtt námskeið hefst 13. mars nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sle ns ki b æ nd av ef ur in n Allir sem eru að byrja að hreyfa sig tala um hvað þeim líði miklu betur, séu almennt hressari og orkumeiri. Aldrei hef ég heyrt fólk segja að það finni engann mun á sér andlega eða líkamlega eða líða verr eftir að það er byrj- að að hreyfa sig. Það efast því ekki nokkur maður um mátt hreyfingar á lífsgæðin almennt. Þegar fólk byrjar að hreyfa sig fer það líka ósjálfrátt að sækjast í heilsusamlegri mat. Enda eru sterk tengsl á milli þessara tveggja þátta sem hafa mikil snjóboltaáhrif. Gott mataræði verður ómeðvitað mikilvægara eftir því sem maður hreyfir sig meira og síður mikilvægt eftir því sem maður dregur úr hreyf- ingu. Þetta geta eflaust margir tekið undir. Þið hafið örugglega tekið eftir því hvað maður hugs- ar minna um hvað hvað lætur ofan í sig um leið og maður hætt- ir að hreyfa sig, jafnvel þó að maður sé vanur að hreyfa sig mikið og spái alla jafna í hvað maður lætur ofan í sig. Þess vegna tel ég að hreyfing sé til alls fyrst. Hún verðlaunar okkur ekki aðeins strax, heldur leiðir hún okkur til betri vegar og vellíðunar. Ef aðstæður ykkar eða umhverfi er að breytast eitt- hvað hvet ég ykkur til að muna eftir hreyfingunni. Þá eru líka minni líkur á að breytingarnar verði erfiðar eða að við dettum úr rútínunni sem oft er svo erfitt að koma sér aftur í. Sætindi og ofát Margir finna fyrir því að þegar maður byrjar að borða einföld kolvetni, svo sem sætindi og kartöfluflögur, er stundum erfitt að hætta fyrr en maður er orðin afvelta. Auðvitað kannast flestir við það að borða stundum aðeins of mikið, en þegar hreyfing er mikilvægur þáttur af hversdags- leikanum eru minnkandi líkur á því að þetta gerist oft. Það er eins og við náum að stoppa okkur af fyrr. Við erum hönnuð til hreyfingar Líkaminn er hannaður til hreyf- ingar og eldsneytið á tankinn skal vera sérvalið af eigandan- um. Þegar allt kemur til alls er það enginn annar en við sjálf sem ber ábyrgð á þeim líkama sem okkur hefur verið gefinn. Við fáum víst engan annan! Með hækkandi sól hvet ég ykkur því til að finna skemmti- lega hreyfingu, sem ég er ekki í vafa um að allir geti gert, til að auka og nýta þá orku sem þið hafið í dag. Því án hreyfingar gætuð þið ekki haft hana á morg- un! Látið ykkur líða vel! Borghildur Tengsl hreyfingar og mataræðis Á vefsíðunni doktor.is er nú búið að setja upp svæði þar sem algengum spurningum og áhyggjuefnum um fuglaflensuna er svarað. Útbreiðsla flensunnar síðustu vikur hefur valdið mörgum áhyggjum en í Evrópu hafa komið upp nokkur tilfelli á síðustu dögum. Vitneskja er sterkasta vopnið í baráttu við hvaða sjúkdóm sem er og því ættu svör sem þessi að vera fyrsta stopp hjá þeim sem vilja vita hvort þeir eigi að hafa áhyggjur eða ekki. Á vefnum má finna upplýsingar um útbreiðslu fuglaflensunnar. Greinar um einkenni og smitleiðir og tengla við vefsíður sem tengjast fuglaf- lensunni á einn eða annan hátt. Til dæmis er þar tengill inn á vefsíðu Landlæknisembættis þar sem meðal annars eru taldar upp leiðbeining- ar fyrir bæði ferðamenn, áhafnid flugvéla, starfsfólk sem sér um þrif á flugvöllum og sjúkraflutningamenn. Einnig eru tilgreind fyrstu viðbrögð á sjúkrastofnunum ef upp kemur fuglaflensufaraldur. fræðsla } Fróðleikur um fuglaflensu SPURT OG SVARAÐ UM FUGLAFLENSU OG ÍSLAND. Í vikunni fara af stað námskeið í Rope Yoga í Sporthúsinu í Kópavogi. Sporthúsið í Kópavogi fer af stað með ný námskeið í Rope Yoga í vikunni. Leiðbeinandi á námskeið- inu er Elín Sigurðardóttir, meist- arakennari í Rope Yoga og íþrótta- fræðingur. Í Rope Yoga eru allir vöðvar líkamans virkjaðir en lögð er áhersla á miðju líkamans, það er mjaðmagrind, mjaðmir, kviðarhol, mjóbakið og þindina, sem losar um bakverki og spennu í hálsi. Einnig er lögð áhersla á innan- og aftanverð læri ásamt rassvöðvum. „Ég hef margoft séð að Rope Yoga getur gert kraftaverk fyrir marga,“ segir Elín. „Iðkendur koma til mín og tjá mér sína upp- lifun og hversu jákvæð áhrif ástundunin hefur haft á líf þeirra.“ Frekari upplýsingar má fá á www.elin.is. Rope Yoga fyrir líkama og sál Elín Sigurðardóttir, Rope Yoga kennari, virkjar líkama og sál í Rope Yoga bekknum meðan hundurinn Amor fær sér kríu. Námskeið í Rope Yoga hefjast í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG BA Í SÁLFRÆÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.