Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.03.2006, Blaðsíða 38
 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 Kjólarnir voru með látlausara móti á 78.Óskarsverðlaunahá-tíðinni. Gyllti liturinn var töluvert áberandi í bland við ljósar rómantískar blúndur. Jessica Alba var í kjól sem minnti helst á Óskarsstyttuna sjálfa, Jennifer Lopez var eins og Dísa ljósálfur í grasgrænum síðkjól úr einhvers konar silkiefni og Michelle Williams bar af í ljóskarrýgulum síðkjól sem var sérlega fallega sniðinn. Allt of margar fóru hins vegar „öruggu leiðina“ og klæddust svörtum síðkjólum. Sandra Bullock var ein af þeim, mætti í svörtum hlýralausum „prom-kjól“ sem var lítið spennandi. Það sem bjargaði henni var þó sætu eplakinnarnar en hún gætti þess vel að spara ekki kinnalitinn. Það sama má segja um Jennifer Aniston sem var ósköp sæt en kjóllinn var allt of hefðbund- inn. Sú sem þótti alls ekki vera að gera það gott var Charlize Theron en kjóllinn hennar þótti minna á ljótan skúlptúr og á öxl hennar var stærðarinnar slaufa sem féll ekki í kram tískuspekúlanta. Í Vanity Fair-partíið mættu fleiri tískudrottningar og þar á meðal Selma Blair, sem var í fallegum gamaldags blúndukjól en keyrði yfirum með því að vera líka með gamaldags hárgreiðslu sem minnti of mikið á Ditu Von Teese, það er aldrei flott að herma. Einnig var þarna Mischa Bart- on sem var í svörtum og hvítum kjól sem var senni- lega umdeildur. Madonna var ekkert flott í ljós- bleikum stelpukjól og með sína hrikalegu vöðva en Zooey Deschanel var hins vegar ekkert að stressa sig á því að vera mjög fín og var í stað- inn hrikalega töff í stuttum babydoll kjól og svörtum sokkabuxum og skóm. martamaria@frettabladid.is og hilda@frettabladid.is LÍTIÐ UM TÍSKUSLYS ZOOEY DESCHANEL Þessi flotta leikkona mætti í Vanity Fair partíið eftir verðlaun- in og var mjög töff í sætum kjól og svörtum sokkabuxum við. Eins og klippt út úr nýliðnum tískuvikum. DÍSA LJÓSÁLFUR Jennifer Lopez í „vintage“-kjól frá hönnuðinum Jean Desses. Kjóllinn er ógur- lega vel sniðinn með fallegri áferð. RÓMANTÍSK Uma Thurman klæddist kjól frá Versace. Á BLEIKA TÍMABIL- INU Madonna hefur oft verið smartari til fara. Sniðið á kjólnum er svo sem ekki svo slæmt en liturinn er alveg voðalegur. TÍSKUSLYS Charlize Theron var ekki alveg að gera sig í þessum kjól úr smiðju John Galliano fyrir Dior. Efnið og sniðið passa hreinlega ekki saman og svo er litavalið afleitt. JESSICA ALBA Hún var glæsileg í Versace-kjól. REESE WITHERSPOON Leikkonan hreppti Óskarinn í sínum flokki og var glæsileg í gömlum kjól úr smiðju Christian Dior. MISCHA BARTON The OC leikkonan var töff í svörtum og hvítum kjól. SELMA BLAIR Hún var eins og gamal- dags kvikmynda- stjarna. MICHELLE WILLIAMS Án efa sú flottasta þetta kvöld. Hún geislaði í sinnepsgulum Veru Wang kjól og með dumbrauðan varalit við. GULLI SLEGIN Donatella Versace var óvenju glæsi- leg og notaði gyllta litinn á réttan máta, hæfilega mikið ekki of lítið. TÓK ENGA ÁHÆTTU Jennifer Aniston hefur oft verið flottari. RACHEL WEISS Var frískleg þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. VEL HEPPNUÐ Keira Knightley klæddist Veru Wang kjól og var með gamalt Bulgari hálsmen við. NORDIC- PHOTOS/GETTYIMAGES „Þetta hefur gengið vonum fram- ar, við áttum aldrei von á þessu þegar við fórum af stað með mynd- ina,“ segir Skúli Malmquist hjá kvikmyndafyrirtækinu Zik-Zak, sem framleiðir stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Síðasta bæinn. Myndin var tilnefnd til Óskars- verðlauna í flokki leikinna stutt- mynda en laut í lægra haldi fyrir írsku myndinn Six Shooter, með Brendan Gleeson í aðalhlutverki. „Því var spáð að hún og Síðasti bærinn ættu mesta möguleika á að vinna,“ segir Skúli og kveðst frá- leitt súr yfir að hafa misst af stytt- unni. Rúnar var viðstaddur hátíðina ásamt Þóri Sigurjónssyni, félaga Skúla hjá Zik-Zak. Skúli heyrði í þeim á sunnudagskvöld og var ekki annað að heyra en þeir væru kampakátir. Hvorki hefur heyrst né spurst til þeirra síðan, sem má kannski skrifa á fagnaðarhöldin að keppninni lokinni. „Ég veit að strax eftir hátíðina var öllum sem voru tilnefndir boðið í veislu hjá ríkisstjóranum í Kaliforníu, það er að segja hjá Arnold Schwarzen- egger, en ég heyrði ekki í þeim svo seint og veit ekki hvort þeir fóru þangað. En ég býst við að það hafi verið skálað.“ Skúli segir að tilnefningin hafi þegar opnað Síðasta bænum margar dyr. „Við höfum gert býsna stóra samninga við dreifingaraðila í Bandaríkjunum; myndin hefur verið sýnd í bíóhús- um í tvær vikur og verður sýnd áfram, hún fór í dreifingu á iTunes og er á topp 40 þar og verð- ur svo sýnd á nokkrum kapal- stöðvum. Það er varla hægt að biðja um meira.“ -bs Arnold Schwarzenegger bauð í partí SKÚLI MALMQUIST Heyrði ekki betur en Rúnar og Þórir væru kampakátir fyrir hátíðina í Holly- wood.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.