Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 39
Það kom flestum í opna skjöldu að kvikmyndin Crash skyldi hreppa Óskarsverðlaunin sem besta myndin þegar þessi eftirsóttu verðlaun voru afhent í 78. skipti aðfaranótt mánudagsins. Almennt höfðu leikir sem lærðir veðjað á að Brokeback Mountain yrði fyrir valinu og umræðan um verðlaunin í Bandaríkjunum eftir þessa niðurstöðu hverfist meira og minna öll um það að Hollywood hafi hafnað samkynhneigðum, en eins og alþjóð veit fjallar myndin um ástarsamband tveggja kúreka. Óvenjujöfn dreifing Ang Lee hreppti verðlaunin fyrir bestu leikstjórn fyrir Brokeback Mountain. Fyrir fram var talið að sú mynd myndi sópa að sér verð- launum en aldrei þessu vant var enginn afgerandi sigurvegari og dreifing helstu verðlauna á milli mynda kom skemmtilega á óvart. Þannig fengu Memoirs of a Geisha, Brokeback Mountain, Crash og King Kong allar þrenn verðlaun. Memoirs of a Geisha var verð- launuð fyrir búninga, kvikmynda- töku og listræna stjórnun. Broke- back Mountain fékk auk leikstjóraverðlaunanna styttur fyrir bestu tónlistina og besta handrit unnið upp úr áður útgefnu efni. Crash var sem fyrr segir valin besta myndin en hreppti einnig verðlaun fyrir klippingu og besta frumsamda handritið. Verð- laun King Kong voru fyrir tækni- brellur, hljóðblöndun og hljóð- klippingu. Spádómar rættust Önnur verðlaun í helstu flokkum voru í takt við spádóma og þannig var Philip Seymour Hoffman verð- launaður sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Capote og Reese Witherspoon fékk styttu sem besta leikkonan í aðalhlut- verki fyrir frammistöðu sína í Walk the Line. Það er helst að það hafi komið á óvart að George Clooney skyldi hreppa verðlaunin sem besti leikarinn í aukahlut- verki fyrir Syriana. Breska leik- konan Rachel Weisz fékk síðan Óskar sem besta leikkonan í auka- hlutverki fyrir The Constant Gardener. Írskt gamalmenni lagði það íslenska Íslendingar fylgdust þó óvenju- spenntir með að þessu sinni þar sem stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson var til- nefnd í flokki leikinna stuttmynda. Það er síður en svo daglegt brauð að Íslendingar komist þetta langt en aðeins Friðrik Þór Friðriksson og Sjón hafa áður náð þessum merka áfanga. Síðasti bærinn hreppti þó ekki verðlaun þrátt fyrir að hafa ýmislegt með sér og varð undir í baráttunni við Six Shooter. Stewart skilaði sínu Jon Stewart, stjórnandi The Daily Show, stóð sig þó vel í hlutverki kynnisins og stýrði framhjá forar- pyttum óbærilegra leiðinda. Hann stendur vitaskuld í skugga Billy Crystal, sem hefur verið ástsæl- asti Óskarsverðlaunakynnirin á síðari árum, en stenst samanburð- inn betur en flestir forverar hans enda nýtur hann þess að nokkuð er liðið frá því Crystal tók verkið að sér síðast. Stewart tók góða spretti og hitti í mark þegar hann sagði að Björk Guðmundsdóttir hefði ætlað að mæta en Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefði skotið hana þegar hún var að máta kjólinn sinn. Flestum ætti að vera það í fersku minni þegar Björk mætti í svanslíki þegar Dancer in the Dark keppti til verðlaunanna. Þá vakti það einnig lukku þegar Stewart skaut á George Clooney og sagði að hann endaði öll stefnumót sín á orðunum „góða nótt og gangi þér þér vel“. thorarinn@frettabladid.is BESTA MYND: Crash BESTI LEIKSTJÓRI: Ang Lee (Brokeback Mountain) BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI: Philip Seymour Hoffman (Capote) BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI: Reese Witherspoon (Walk the Line) BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI: George Clooney (Syriana) BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI: Rachel Weisz (The Constant Gardener) BESTA FRUMSAMDA HANDRIT: Crash BESTA HANDRIT BYGGT Á ÁÐUR BIRTU EFNI: Brokeback Mountain BESTA TEIKNIMYND: Wallace & Gromit - The Curse of the Were-Rabbit BESTA HEIMILDARMYND: March of the Penguins BESTU TÆKNIBRELLUR: King Kong BESTA KVIKMYNDATAKA: Memoirs of a Geisha BESTA ERLENDA MYND: Tsotsi (Suður-Afríka) HELSTU VERÐLAUN Óvæntur árekstur á Óskarsverðlaunum ANG LEE Var vel að verðlaunum fyrir leik- stjórn kominn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ROBERT ALTMAN Þessi aldni meistari fékk heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmyndanna. Leikkonurnar Meryl Streep og Lily Tomlin afhentu honum styttuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PHILIP SEYMOUR HOFFMAN OG REESE WITHERSPOON Fengu verðlaunin sem besti leikar- inn og leikkonan, hann fyrir Capote og hún fyrir Walk the Line. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞRIÐJUDAGUR 7. mars 2006 39 HAGKAUP SMÁRALIND HAGKAUP SKEIFUNNI HAGKAUP KRINGLUNNI HAGKAUP SPÖNGINNI HAGKAUP GARÐABÆ HAGKAUP EIÐSTORGI HAGKAUP AKUREYRI NETTÓ, AKUREYRI NETTO, MJÓDD NETTÓ, AKRANESI NÓATUN SELFOSSI FJARÐARKAUP HAFNAFIRÐI ÚRVAL NJARÐVÍK ÚRVAL HAFNAFIRÐI ÚRVAL EIGILSSTÖÐUM ÚRVAL HRÍSALUNDI ÚRVAL HÚSAVÍK ÚRVAL DALVIK ÚRVAL ÓLAFSFIRÐI ÚRVAL ÍSAFIRÐI ÚRVAL SIGLUFIRÐI ÚRVAL BORGARNESI ÚRVAL, BLÖNDUÓSI STRAX, FÁSKRÚÐSFIRÐI KAUPFÉLAG V-HÚNV. AG V-HÚN HVAMMST. KAUPFÉLAG SKAGF. SAUÐÁRKR. KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR, HÓLMAV. KAUPFÉLAG STEINGRÍMFJAR. DRANGSN. LÆKURINN NESKAUPSTAÐ EFNALAUG DÓRU, HÖFN HEIMAHORNIÐ, STYKKISHÓLMI LYFJA, PATRÓ. PALOMA GRINDAVIK FATABÚÐIN ÍSAFIRÐI VERSLUNN RANGÁ, SKIPAS. 56 H-SEL LAUGAVATNI ÞÍN VERSLUN, SELJABRAUT RVK. PLÚS MARKAÐURINN, HÁTÚNI 106 GAMLA BÚÐIN, HVOLSVELLI DALAKJÖR BÚÐARDAL KASSINN ÓLAFSVÍK RAFLOST, DJÚPAVOGI BJARNI EIRÍKS, BOLUNGARVÍK EINAR ÓLAFSS, AKRANESI KRÓNAN REYÐARFIRÐI KRÓNAN BÍLDSHÖFÐA KRÓNAN SELFOSSI KRÓNAN JAFNASELI KRÓNAN HVALEYRARBRAUT KRÓNAN LÁGHOLTSVEGI KRÓNAN SKEIFUNNI KRÓNAN MOSÓ KRÓNAN VESTMANNAEYJUM KJARVAL KLAUSTUR KJARVAL VÍK KJARVAL HVOLSVELLI KJARVAL HELLU 11.11 HÖFN EFNALAUG VOPNAFJARÐAR ÚTSÖLUSTAÐIR SLOGGITILBOÐ MAXI:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.