Fréttablaðið - 07.03.2006, Síða 42
30 7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
4 5 6 7 8 9 10
Þriðjudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Valur og HK mætast í DHL-
deild kvenna í handbolta.
20.00 Fram og Stjarnan mætast í
DHL-deild kvenna í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
19.00 Upphitun með Guðna
Bergs á Sýn.
19.30 Barcelona-Chelsea á Sýn.
Juventus-W. Bremen á Sýn Extra og
Villarreal-Rangers á Sýn Extra2.
21.35 Meistaramörk á Sýn.
Bikarmeistarar Vals í knattspyrnu
eiga ekki sjö dagana sæla þessa
dagana. Liðið er landlaust sökum
byggingarframkvæmda á Vals-
svæðinu og þess vegna þarf
liðið að leita að æfinga-
svæðum út um alla
borg og jafnvel
hjá félögum sem
Valur er í beinni
samkeppni við.
Æfingavikan
hjá Val er
því ansi
skrautleg
en hún
byrjar
klukkan
6.30 á
mánudagsmorgnum í líkamsrækt-
arstöðinni Hreyfingu. Síðar um
kvöldið er æft á félagssvæði
Fram.
Á þriðjudögum er „mið-
næturæfing“ í Egilshöll sem
byrjar klukkan hálftíu og leik-
menn eru því að skila sér heim
um miðnæturleytið. Sökum þess
hversu seint þessi æfing er þá
er gefið frí á miðvikudeginum
en klukkan 6.30 á fimmtu-
dagsmorgun er aftur æfing í
Hreyfingu.
Rétt eins og á mánudög-
um fylgir kvöldæfing í kjölfar-
ið en hún fer fram á KR-velli.
Á föstudögum er hvíld og
svo er æfing á laugardegi.
„Svona er bara landslagið hjá okkur
og mér dettur ekki í hug að væla yfir
þessu. Menn hafa lent í öðru eins, og
við tökum því sem að höndum ber,“
sagði harðjaxlinn Willum Þór Þórsson,
þjálfari Vals, sem sagðist hafa lent í
álíka ástandi þegar hann var með Þrótt
á sínum tíma og félagið flutti upp í
Laugardal.
Það segir sig sjálft að slíkur undir-
búningur er enginn draumur fyrir
þjálfara enda æfingaálagið mjög dreift.
„Við mætum tilbúnir til leiks sama
hvernig undirbúningurinn verður,“ sagði
Willum Þór, sem er nokkuð bjartsýnn á
að endurheimta Garðar Gunnlaugsson
fyrir sumarið en hann fór sem kunnugt
er til Skotlands þar sem hann er á mála
hjá Dunfermline.
BIKARMEISTARAR VALS: LANDLAUST LIÐ SEM ÆFIR ÚTI UM ALLA BORG
Þýðir ekkert að væla yfir þessu
Hannes í formanninn
Hannes Sigurbjörn Jónsson, varaformað-
ur KKÍ, hefur ákveðið að bjóða sig fram
í formannskjöri sambandsins á næsta
ársþingi en Ólafur Rafnsson hyggst
láta af störfum þar sem hann ætlar í
forsetaframboð hjá ÍSÍ. Hannes er eini
frambjóðandinn enn sem komið er.
HANDBOLTI Spútniklið vetrarins í
handboltanum er án nokkurs vafa
Fram. Þetta unga og skemmtilega
lið hefur blómstrað undir stjórn
Guðmundar Guðmundssonar í
sumar og hefur verið hreint frá-
bært að fylgjast með framförun-
um sem margir leikmanna liðsins
hafa tekið undir hans stjórn. Liðið
hefur sýnt undanfarið að það mun
berjast um Íslandsmeistaratitil-
inn allt til enda mótsins en þeir
voru ekki margir sem höfðu trú á
því fyrir veturinn. Liðið er á
toppnum sem stendur og hefur því
örlögin í eigin hendi.
Ein af stjörnum liðsins er Akur-
eyringurinn Sverrir Björnsson
sem hefur bundið vörn Fram-liðs-
ins saman með miklum myndar-
brag og séð til þess að liðið saknar
fyrirliða síns frá síðustu leiktíð,
Guðlaugs Arnarssonar, minna en
ella. Sverrir hafði lítið leikið hand-
bolta í tæp þrjú ár þar sem hann
var nánast meiddur allt síðasta
árið sitt áður en hann hélt utan til
Danmerkur og síðar Bandaríkj-
anna í nám. Hann ætlaði sér í
fyrstu að spila samhliða námi í
Danmörku en ekkert varð af því.
„Hungrið var einfaldlega ekki til
staðar lengur. Það var líka ágætt
að sjá að það var líf eftir boltann
og ég kunni því ágætlega,“ sagði
Sverrir léttur en hann fór aftur að
sprikla er hann kom til Bandaríkj-
anna, eins fáranlega og það nú
hljómar.
„Ég var hluti af 25 manna hópi
sem æfði einu sinni til tvisvar í
viku. Þetta voru meira og minna
Evrópubúar sem höfðu kynnst
handbolta og höfðu gaman af því
að leika sér. Þetta voru nú engir
snillingar en samt mjög skemmti-
legt að spila með þeim,“ sagði
Sverrir, sem var búsettur í Bos-
ton. Álíka hópar frá New York og
New Jersey voru einnig að æfa og
liðin hittust síðan reglulega og
spiluðu „túrneringu“ yfir helgi.
Sverrir kom síðan heim til
Íslands á ný síðasta sumar og var
þá hvorki í góðu líkamlegu formi
né leikformi. Hann missti af öllu
undirbúningstímabilinu þar sem
hann byrjaði ekki að æfa fyrr en í
september og varð því að spýta
vel í lófana.
„KA vildi líka fá mig en svo
fékk ég fína vinnu í Íslandsbanka
og ákvað því að vera í bænum. Ég
frétti af því að Guðmundur hefði
áhuga á að fá mig til Fram, sem
kom mér reyndar svolítið á óvart.
Í kjölfarið vaknaði verulegur
áhugi á að byrja aftur af fullum
krafti,“ sagði Sverrir, sem byrjaði
að hreyfa sig yfir sumarið þannig
að hann var ekki alveg á byrjunar-
reit í september.
„Það kom samt skemmtilegt
atvik fyrir fljótlega eftir að ég
byrjaði. Þá var sendur póstur til
mín þar sem var beðið um persónu-
legar upplýsingar. Ég laug þá því
hvað ég væri þungur og munaði
alveg rúmum tug á þeirri tölu sem
ég gaf upp og þeirri sem var raun-
veruleg,“ sagði Sverrir og hló dátt
enda kominn í gott form í dag.
Sverrir lék við góðan orðstír
hjá KA og Aftureldingu áður en
hann fór út. Þá ekki síður sem
sóknarmaður en sem varnarmað-
ur en hjá Fram hafa tækifærin í
sóknarleiknum verið af skornum
skammti. Hann hefur leikið þeim
mun betur í vörninni og kvartar
ekki yfir hlutskipti sínu.
„Ég er mjög sáttur enda finnst
mér mjög gaman að taka á því í
vörninni. Ég hef líka ábyrgðar-
hlutverk í vörninni sem ég kann
vel við. Það er gaman að því að
Guðmundur skuli bera traust til
mín og ég hef gert mitt besta til
að endurgjalda traustið,“ sagði
Sverrir, sem hefur fulla trú á því
að Fram geti farið alla leið. „Það
hafa allir gaman af því sem við
erum að gera og við trúum því að
við getum lagt hvaða lið sem er.
Það er ekkert leyndarmál að við
stefnum á titilinn úr því sem
komið er.“
henry@frettabladid.is
Laug til um þyngdina
Sverrir Björnsson kom til landsins síðasta sumar allt of þungur og í engu formi.
Með vilja og dugnaði hefur hann komið sér í form og það er ekki síst frábærum
varnarleik hans að þakka að Fram situr í öðru sæti DHL-deildarinnar.
LYKILMENN FAGNA Sverrir fagnar hér með markverðinum Egidijus Petkevicius en þessir
fyrrverandi leikmenn KA hafa farið mikinn með Fram í vetur. Sverrir hefur bundið vörnina
saman og Petkevicius varið vel fyrir aftan hana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Ekki liggur enn fyrir
hver verður ráðinn aðstoðar-
landsliðsþjálfari með Alfreð
Gíslasyni. Reyndar er enn á
huldu hvort það verði ráðinn
aðstoðarlandsliðsþjálfari yfir
höfuð og að því er Einar Þor-
varðarson, framkvæmdastjóri
HSÍ, segir kemur vel til greina
að ráða einstakling í hvert verk-
efni fyrir sig. Þar af leiðandi er
líklegt að maður verði ráðinn
eingöngu til að aðstoða Alfreð í
leikjunum gegn Svíum. Eftir þá
leiki yrði framhaldið skoðað á
ný.
Nöfn þeirra Geirs Sveinssonar,
Dags Sigurðssonar og Guðmundar
Guðmundssonar hafa helst verið
nefnd í þessu sambandi. Margir telja
líklegt að Guðmundur Guðmunds-
sonar, fyrrum landsliðsþjálfari og
núverandi þjálfari Fram, komi til
með að vera við hlið Alfreðs í Globen-
höllinni 11. júní næstkomandi en
Guðmundur sagði við Fréttablaðið í
gær að slík beiðni hefði ekki borist
til hans. Ef hún kæmi væri alls óvíst
hvað hann segði. Eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst er málið á
algjöru byrjunarstigi og frétta ekki
að vænta á næstu dögum. - hbg
Ekkert gerst í málefnum aðstoðarlandsliðsþjálfara í handbolta:
Ekki fastráðinn aðstoðarmaður?
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Aðstoðar
hann vin sinn Alfreð?
> Gunnar Þór hjá Lyn
Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri
bakvörðurinn hjá Fram, er staddur
hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lyn þar
sem hann verður til reynslu út vikuna.
Gunnar Þór fór til Noregs á sunnudag-
inn eftir að félagið lýsti yfir áhuga á
að skoða leikmanninn betur. Þetta er
í annað sinn á skömmum tíma sem
Gunnar Þór fer til reynslu
til liðs á Norðurlönd-
unum en áður hafði
hann verið hjá Öster
í Svíþjóð. Öster gerði
í kjölfarið tilboð í
Gunnar Þór sem
forráðamenn
Fram höfnuðu á
þeim forsend-
um að tilboðið
hefði verið
„hlægilega
lágt“.
FÓTBOLTI Hið óumflýjanlega átti
sér stað í gær þegar Sunderland
rak stjórann sinn, Mick McCarthy,
úr starfi en hann hefur stýrt liðinu
í þrjú ár.
Hvorki hefur gengið né rekið
hjá liðinu í vetur, það er langneðst
í úrvalsdeildinni og svo gott sem
fallið. Sunderland mun ráða bráða-
birgðastjóra út tímabilið en fram-
tíðarstjóri verður ráðinn í sumar.
- hbg
Mick McCarthy:
Rekinn frá
Sunderland
FÓTBOLTI Mark Halsey, dómari leiks
Chelsea og WBA, hefur klagað
bæði félög til enska knattspyrnu-
sambandsins vegna atvika í leik
liðanna um helgina.
Halsey segir leikmenn Chelsea
hafa veist að sér, Mourinho hafa
hegðað sér ósæmilega á hliðarlín-
unni og liðið hafi mætt of seint til
leiks í síðari hálfleik. WBA er klag-
að vegna slæmrar hegðunar Bry-
ans Robson, stjóra WBA, en það sló
í brýnu á milli Mourinhos og
Robsons á hliðarlínunni og mátti
litlu muna að upp úr syði. - hbg
Chelsea og WBA:
Klöguð til
aganefndar
ÓLÆTI Mourinho og Robson lendir saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Hin fertuga markamask-
ína Teddy Sheringham er ekki
dauð úr öllum æðum. Þrátt fyrir
háan aldur er hann að leika vel
fyrir West Ham og er búinn að
framlengja samning sinn við
félagið um eitt ár. Hann lætur
einnig til sín taka utan vallar þar
sem hann reynir stíft við Ungfrú
Bretland þessa dagana.
Sheringham var dómari í feg-
urðarsamkeppninni og hefur sést
á stefnumótum með hinni 22 ára
gömlu Danielle Lloyd síðan en
hann lét strax til skarar skríða
eftir keppnina. - hbg
Teddy Sheringham:
Á eftir ungfrú
Bretlandi
Í BARÁTTU VIÐ LIONEL RITCHIE Danielle
Lloyd er eftirsótt af Teddy Sheringham og
söngvaranum Lionel Ritchie.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Raul Bravo, varnarmaður Real Madrid, kveðst hafa fengið það hlutverk að
stöðva Thierry Henry hjá Arsenal í leik
liðanna á miðvikudaginn. Henry fór afar
illa með varnarmenn Real í fyrri leikn-
um, en þá spilaði
Bravo ekki eins og
það hefur reyndast
oftar verið í vetur.
En þjálfarinn Juan
Ramon Lopez Caro
telur að Bravo búi
yfir hraðanum sem varnarmenn þurfa
að hafa til að hafa eitthvað í Henry að
gera. „Ég er mjög þakklátur fyrir það
traust sem hann sýnir mér og ætla að
launa honum það með því að spila vel.”
Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo kemur aftur inn í leikmannahóp-
inn hjá Real eftir að hafa verið skilinn
eftir í kuldanum gegn Atletico Madrid í
spænsku deildinni á laugardag fyrir að
leggja sig ekki nægilega fram. Ronaldo
fær nú annað tækifæri og mun Fern-
ando Martin, nýr forseti Real, vonast til
þess að þessi aðvörun til Brasilúmanns-
ins verði til þess að hann skori mörk
gegn Arsenal.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Benfica hafi ekkert sýnt í
fyrri leik liðanna í sextánliða úrslitum
Meistaradeildarinnar sem Liverpool
muni ekki ráða við
á Anfield. Gerrard er
sigurviss fyrir síðari
leikinn á miðviku-
daginn og segir að
andrúmsloftið á
leikvanginum muni
verða leikmönnum
Benfica um megn. „Við höfum verið að
spila vel að undanförnu og með hjálp
áhorfenda er ég viss um að við förum
áfram.”
Robbie Fowler, sóknarmaður Liver-pool, segist ætla að skora í leiknum
gegn Benfica, en
það hefur ennþá
ekki gerst síðan
hann kom aftur
til liðsins frá Man.
City í lok janúar.
„Heppnin hlýtur að
fara að falla með
mér og öðrum
framherjum liðsins og ég vona að það
verði á miðvikudaginn,“ sagði Fowler í
gær.
Lyon á við mikil meiðslavandræði að stríða fyrir síðari leikinn gegn
PSV í kvöld og er allt útlit fyrir að fjórir
fastamenn verði frá, en liðið spilar á
heimavelli í kvöld eftir 1-0 sigur í Hol-
landi í fyrri leiknum.
ÚR SPORTINU