Fréttablaðið - 07.03.2006, Side 46
7. mars 2006 ÞRIÐJUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HRÓSIÐ
...fær Stöð 2 fyrir að endurvekja
Prúðuleikarana.
LÁRÉTT
2 selur 6 stefna 8 dæling 9 forskeyti 11
í röð 12 krapi 14 sykurlögur 16 borðaði
17 spíra 18 höld 20 bardagi 21 tigna.
LÓÐRÉTT
1 teikniblek 3 í röð 4 hlutavelta 5 beita 7
fjarskiptatæki 10 mánuður 13 augnhár 15
fálma 16 svif 19 klukkan.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 urta, 6 út, 8 sog, 9 sam, 11 mn,
12 slabb, 14 síróp, 16 át, 17 ála, 18 tök, 20
at, 21 aðla.
LÓÐRÉTT: 1 túss, 3 rs, 4 tombóla, 5 agn,
7 talstöð, 10 maí, 13 brá, 15 pata, 16 áta,
19 kl.
Hinn 18. mars verða sýndar í
Háskólabíói heimildarmyndirnar
Ég er arabi og 1001 nótt sem fjalla
báðar um stríðið í Írak og þátttöku
Íslendinga í því.
Ég er arabi var sýnd fyrir
þremur árum í Háskólabíói á kvik-
myndahátíðinni Shorts and Docs
en 1001 nótt er sjálfstætt fram-
hald hennar, sem þeir Ari Alex-
ander kvikmyndagerðarmaður og
Sigurður Guðmundsson mynd-
listarmaður eru að leggja loka-
hönd á þessa dagana.
Ari segir að myndin Ég er arabi
hafi ekki fengist sýnd í sjónvarpi
hér á landi vegna þess að hún hafi
þótt of róttæk og ekki fallið að
dagskrárstefnu sjónvarpsstöðv-
anna. „Myndin fékk ekki mikla
umfjöllun á sínum tíma. Umræðan
eins og hún var í öllum fjölmiðlum
var eins og þetta væri hið eina
rétta þótt meirihluti Íslendinga,
áttatíu prósent, væri á móti stríð-
inu í könnun Gallups,“ segir Ari.
„Fólk má bara hafa vissar skoðan-
ir í þessu þjóðfélagi en þessi mynd
beinist ekki að persónu Halldórs
eða Davíðs.“
Að sögn Ara byggir 1001 nótt á
myndefni sem hann hefur tekið af
netinu og er nafnið vísun í að 1001
nótt sé liðin síðan stríðið hófst. „Á
þessum þremur árum hefur ótrú-
lega margt breyst. Ég hef fengið
auðveldan aðgang að efni þar sem
amerískir hermenn og arabar taka
myndir af hermönnum að drepa
fólk,“ segir hann.
Myndirnar tvær verða sýndar
hvor á eftir annarri og tekur sýn-
ing þeirra alls um það bil 45 mín-
útur. - fb
Margt breyst á þremur árum
ARI ALEXANDER Kvikmyndagerðar-
maðurinn Ari Alexander sýnir á næst-
unni tvær heimildarmyndir í Háskólabíói
ásamt myndlistarmanninum Sigurði
Guðmundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Akureyringurinn og uppstopparinn
Haraldur Ólafsson ætlar að hætta
að stoppa upp fugla af ótta við hina
skæðu fuglaflensu.
Þess í stað ætlar hann að einbeita
sér að því að stoppa upp fiska eins
og hann hefur gert með góðum
árangri undanfarin ár. Meðal ann-
ars var hann kjörinn heimsmeistari
atvinnumanna, fyrir lax frá Bíldu-
dal sem hann stoppaði upp og fór
með á HM sem var haldið í Illinois í
Bandaríkjunum um síðustu páska.
Myndlistarmaðurinn Örn Ingi Gísla-
son fylgdi Haraldi eftir í ferðinni og
tók upp heimildarmynd um ævin-
týrið. Verður hún væntanlega frum-
sýnd í sjónvarpi með vorinu.
„Það má segja að ég sé hættur í
bili. Eftir hinn átjánda næsta mán-
aðar ætla ég að sjá til hvernig landið
liggur. Það er engin skelfing í gangi
og kollegar mínir í Skandinavíu ætla
að halda áfram að taka inn fugla
með vissum varúðarráðstöfunum,“
segir Haraldur. „Það er aldrei of
varlega farið og alveg eins gott að
bíða í nokkra mánuði. Það getur
alveg verið að sama staða komi upp
eftir ár þegar við fáum aftur far-
fuglana til okkar. Það gæti orðið enn
verra, hver veit?“ segir hann.
Haraldur byrjaði fyrir alvöru að
stoppa upp dýr fyrir níu árum.
„Fyrir tólf til þrettán árum var þetta
áhugamál en svo hætti ég að æfa og
keppa í ólympískum lyftingum og
þá varð til tími sem maður vissi ekki
alveg hvað maður ætti að gera við,“
segir hann. „Ég hafði áhuga á veið-
um og svo leiddi þetta hvert af öðru.
Ég var búinn að keppa í lyftingum í
tólf til fimmtán ár og fannst ágætt
að halda bara áfram að keppa í
þessu þó þetta væri allt, allt öðru-
vísi.“
Haraldur segir góðan möguleika
á að hann byrji aftur að stoppa upp
fugla þegar fram líða stundir. „Ég
er ekkert voðalega svartsýnn hvað
framtíðina snertir hvað varðar þetta
fugladót. Það er alveg nóg að baða
þá upp úr 45% alkóhóli eða iðnaðar-
spíra og svo er málið dautt. Fuglarn-
ir komast heldur ekki yfir hafið ef
þeir eru orðnir veikir en þetta sýnir
að fólk er hugsandi. Allur vari er
góður og það er um að gera að fara
varlega,“ segir Haraldur, sem er
einn af um það bil tíu uppstoppurum
hér á landi.
Er hann þegar byrjaður að búa
sig undir næsta heimsmeistaramót,
sem verður haldið í Reno í Nevada í
haust.
freyr@frettabladid.is
HARALDUR ÓLAFSSON UPPSTOPPARI: HEFUR VAÐIÐ FYRIR NEÐAN SIG
Hættur vegna fuglaflensu
HARALDUR ÓLAFSSON Haraldur er hættur í bili að stoppa upp fugla. Mun hann þess í stað einbeita sér að fiskunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON
1. Íslandsbanka.
2. Björn Borg.
3. AZ Alkmaar.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á síðu 8.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
TÓNLISTIN
Ég hlusta mest á rapp og rokk en á eiginlega enga
sérstaka uppáhaldstónlistarmenn eða -hljómsveitir. Ég
er frekar opinn fyrir tónlist af þessu tagi. Þær útvarps-
stöðvar sem ég er hrifnastur af eru til dæmis X-ið, Xfm
og Fm 95,7.
BÓKIN
Ég les eiginlega aldrei bækur og er meira fyrir að horfa
á sjónvarpið í frístundum mínum. Ég glugga þó af og til
í skólabækur eins og gengur og gerist.
BÍÓMYNDIN
Ég er mest fyrir spennumyndir og þá standa myndirnar
Fight Club og Boondock Saints upp úr. Ég held ekkert
upp á sérstaka leikara en ef þeir eru í spennumynda-
geiranum er mjög líklegt að þeir höfði til mín.
BORGIN
Nýlega dvaldi ég í Melbourne í Ástralíu og heillaðist
af þeirri borg. Mannlífið er lifandi og fólkið er ótrúlega
almennilegt og vingjarnlegt. Ég var að taka þátt í HM
og gekk það bara ótrúlega vel.
BÚÐIN
Þær sem ég held mest upp á eru búðirnar Brim og
Smash. Þegar ég kaupi mér föt fer ég ítrekað í þessar
tvær búðir og nánast eingöngu. Fötin sem fást í þess-
um búðum höfða til mín og passa vel í minn fatastíl.
VERKEFNIÐ
Núna er ég nýkominn af HM og við taka stanslausar
æfingar fyrir EM og næsta HM. Ég æfi tvisvar á dag svo
það gefst lítill tími í nokkuð annað þessa dagana. Þetta
er stíft prógram en mér finnst þetta skemmtilegt.
AÐ MÍNU SKAPI: VICTOR KRISTMANNSSON FIMLEIKAKAPPI
Rapp, spennumyndir og fimleikar
FRÉTTIR AF FÓLKI
Spjallvefurinn www.malefnin.com
hefur verið einn helsti
griðastaður kverúlanta
á netinu á síðustu
árum. Flest innlegg
þeirra sem þar skrifa
í skjóli nafnleyndar
munu þó stangast á
við nafn vefjarins og
munu seint teljast
málefnaleg en vef-
urinn virðist hafa
náð að fylla býsna
vel það skarð sem
innhringiþátturinn
Þjóðarsálin skildi eftir
sig á Rás 2. Eigandi Mál-
efnanna, Stefán Helgi Kristinsson,
hefur nú brugðið á það ráð að loka
vefnum tímabundið, væntanlega vegna
ítrekaðra ærumeiðinga sem málverjarnir
svokölluðu hafa birt þar um nafngreinda
einstaklinga. „Ég hef ákveðið að loka
malefnin.com um óákveðinn tíma vegna
aðstæðna sem hafa komið upp,“ segir
Stefán í tilkynningu sem birtist gestum
Málefnanna. Hann bætir því við að sér
þyki „ægilega leiðinlegt að þurfa að gera
þetta en mér virðist sem það sé eina
leiðin eins og lagaumhverfið á Íslandi
er í dag.“ Þá lætur hann þess getið að
vefurinn sé til sölu.
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, er líklega einn þeirra sem gráta ákvörð-
un Stefáns þurrum tárum en hann
hóf á dögunum ákafa herferð gegn
„nafnlausum rógberum“ á netinu. Þá
hugsar keppinautur Stefáns, Hrafnkell
Daníelsson sem rekur svipaðan vef
undir léninu alvaran.com, sér vænt-
anlega gott til glóðarinnar enda getur
hann nú látið sig dreyma um aukna
umferð um Alvöruna. Sjálfur hrökklaðist
Hrafnkell af Málefnunum eftir að hafa
lent upp á kant við spjallfélaga sína þar.
Þá má ekki gleyma því að sprækustu
málverjarnir stigu margir hver sín fyrstu
skref á spjallvef Vísis en
yfirgáfu hann vegna
meintrar ritskoð-
unar. Innherja-
spjall Vísis
er þó enn
uppi og því
hæg heimatökin
fyrir nöldurþyrsta
að snúa aftur til
föðurhús-
anna.
- þþ
Hefur
sé› DV
í dag?
flú
STALST Í
SJÚKRASKRÁ
ÖRYRKJA
Yfirlæknir gekk erinda tryggingafélags
Bíður áminning eftir
úrskurð Persónuverndar
2x10 6.3.2006 21:06 Page 1