Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 38
 20. mars 2006 MÁNUDAGUR20 Álftanes er tignarlegt nafn sem minnir okkur bæði á hvíta svani og höfðingjasetrið Bessa- staði. Svo er það blómlegt bæjarfélag. Túngata var fyrsta skipulagða gatan í þéttbýlinu á Álftanesi. Þar tóku að rísa hús árið 1971 þegar byggingabanni var aflétt af stór- um hluta Bessastaðahrepps. Bann- ið hafði verið sett af skipulags- stjóra ríkisins árið 1965 vegna áforma um flugvallargerð á nes- inu. Byggt var á nokkrum stöðum samtímis í hreppnum strax uppúr 1971, meðal annars til að hindra að flugvöllur yrði settur þar niður því Álftnesingar lögðust gegn þeim áformum. Út frá Túngötunni myndaðist fljótt þéttasti byggðar- kjarni nessins, með skóla, sund- laug og íþróttahús í jaðrinum. Sagan segir að fyrsti íbúi Álfta- ness hafi verið Ásbjörn Össurar- son, bróðursonur Ingólfs Arnar- sonar, enda tilheyrði nesið landnámi Ingólfs. Byggð óx hratt á nesinu á fyrstu öldum eftir land- nám og stunduðu íbúarnir bæði fiskveiðar og smábúskap. Árið 1878 var hreppnum skipt eftir kirkjusóknum í tvö sveitarfélög: Bessastaðahrepp og Garðahrepp en 17. júní 2004 sameinuðust þau í einn bæ, Álftanes. Árið 1888 voru íbúar Álftaness um 670 manns en upp úr aldamótum fækkaði þeim og fæstir urðu þeir 117 um árið 1940. Þá var Álftanes landbúnað- arhérað með minni og stærri búum. 1. desember 2005 voru íbúar Álftaness 2.183 talsins. Uppbyggingin á Álftanesi er hröð um þessar mundir eins og alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu húsin eru að rísa í Sviðholti og byrjað er á gatnagerð í Kirkju- brú þar sem umsóknir eru komnar um lóðir. Fleiri hverfi eru í skipu- lagningu svo og nýr miðbær. Stefnt er að því að þétta byggðina í stað þess að dreifa úr henni til að spilla ekki því útivistarsvæði sem er einn af kostum nessins. Álftanesið hefur tengst Íslands- sögunni vegna Bessastaða sem um aldir hafa verið setnir af æðstu embættismönnum landsins. Enn eru Bessastaðir aðsetur þjóðhöfð- ingjans og bústaður hans, ásamt kirkjunni, gefa nesinu tignarlegan blæ. Náttúrufegurð er mikil á nes- inu og fullyrða má að hvergi á höfuðborgarsvæðinu sé dýra- og fuglalíf fjölbreyttara. Friðsælar tjarnir setja svip sinn á það og nægir að nefna Skógartjörn, Lambhúsatjörn, Bessastaðatjörn og Kasthúsatjörn. Fjörurnar eru líka paradís fyrir náttúruunnend- ur enda er gamli vegurinn um Bakkana meðfram sjónum vinsæl gönguleið. Blandaður búskapur og byggðarkjarni Stutt er niður í fjöru frá þéttbýlinu á Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Álftnesingar hafa æðsta heimili landsins í sjónmáli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vesturtún hefur gott hjartalag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bessastaðir laða til sín gesti, bæði smáa og stóra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Smábúskapur og þéttbýli eiga samleið á Álftanesi. Blokkirnar eru við Birkiholt og Aspar- holt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR María Birna Sveinsdóttir er einn af innfæddum Álftnes- ingum. Hún býr á Jörfa. „Ég fæddist á Landspítalanum og þaðan var brunað með mig beint út á Álftanes þar sem ég hef átt heima síðan. Ólst upp á bænum Grund á norðanverðu nesinu og byggði hús í landi föður míns um 1970, á svæði sem Bretar höfðu undir herstöð á stríðsárunum. Í uppvexti mínum voru bara sveitabæir á nesinu þar sem stundaður var blandað- ur búskapur. Allar framkvæmd- ir lögðust niður hér á sjöunda áratugnum vegna deilna um land undir nýjan flugvöll en eftir að úr þeim raknaði árið 1971 fór allt á fullt og síðan hefur allt verið á uppleið. Álftanes var lengi hálf ein- angruð byggð en mér líst mjög vel á þróunina. Hér er sterkt félagslíf þrátt fyrir nálægðina við Reykjavík og íbúarnir vinna vel saman. Svo hefur alla tíð verið stolt Álftnesinga að hafa Bessastaði og forsetann hjá sér. Það er ég alin upp við og ég er það gömul að ég man eftir öllum forsetun- um. Bessastaðir voru auðvitað stórbýli meðan þar var búrekst- ur, margt fólk að störfum og jafnan mikið líf og fjör.“ Bessastaðir eru stolt Álftaness María Birna byggði Jörfa um 1970. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR H ve rf ið m it t Fitjar Mi›bær Ásar Grundir Tún Sjáland Bæjargil Akrar M‡rar Bygg›ir Móar Bú›ir Lundir Flatir Mi›bær Marbakki-Sæból Hvammar Grundir Brekkur Digranes Fossvogur Hjallar Smi›juhverfi Hólmar-Tún Skeifan Vogar V Gerði Höf›ar V Ártúnsholt Vogar A Hálsar Höf›ar A Bryggjuhverfi Hamrar Foldir Rimar Borgir Víkur Engi Sta›ir Höf›ar Tangar Hlí›ar Holt Mi›bær M‡rar Tún Hús Grafarholt Sund Heimar Sundahöfn Teigar Lækir Austurbær Tún Nor›ur-m‡ri Holt Mi›bær Háskóli Vesturbær Gamla Höfnin Grandar Skjól Melar Skerjafjör›ur Vesturbær Hleinar Nor›urbær Gar›aholt Hlí›snes Skógar Varir Kot Gata Tún Stígur Holt Molduhraun Kaplakriki Hraun Mi›bær Su›urbær Flatahraun Mosahlí› Setberg Su›urhöfn Vellir Hvaleyrarholt Hellnahraun Ásar Lindir Brei›holt Fell S l Hólar Bakkar Stekkir Hlí›ar S Háaleiti S Háaleiti N Hlí›ar N Smárar Salir Árbær Selás Hvarf Múlar Teigar Lönd Ásar Reykjahverfi Laugarás Keldnaholt Hæ›arhverfi Brei›holt Borgarholt Krókar Selásblettir S e lja d al sá Langvatn Hafravatn Reynisvatn Hólms á Su›urá Su›urá Hólmsá H rauntúnstjörn Bug›a B ug ›a Helluvatn Állinn D im m a Elli›ðavatn Myllulækjartjörn Vatnsvík Seylan Bessasta›atjörn Lambhúsatjörn Skógtjörn Hafnarfjör›ur Hvaleyrar-lón Ástjörn Urri›akots-vatn Hraunsholtslækur Vífilssta›alækur Vífilssta›avatn Vi›eyjarsund E lli›a á rv o g u r K le p p s v ík Grafarvogur Ei›svík Ko rp úl fs st a› aá K o rp ú lfs s ta ›a á Ú lfarsá Úlfarsá Rauðavatn E lli›a á r Elli›aár Búrfoss Kóp avo gslæ kur Arnarneslækur Kópavogur A rnarnesvogur Grafarlæ kur Fossvogur Nauthólsvík Skerjafjör›ur Tjörnin Bú›atjörn Bakka-tjörn Bakkavík S e ltj ö rn E i›isvík M ú s a v ík Le irv og ur Varm á V a rm á Nátthagavatn Varmá Úlfarsá Selvatn Gvendabrunnar Silungapollur Grunnuvötn Kirkjuhólma- tjörn Leirtjörn Rau›arár-vík Vatnsm‡rar-tjörn Þjónusta LEIKSKÓLI, GRUNNSKÓLI, HEILSUGÆSLA, VERSLUN. Leikskóli KRAKKAKOT Skólavegi Grunnskólar ÁLFTANESSKÓLI við Breiðumýri Heilsugæsla SÓLVANGUR Hafnarfirði Verslun BESS-INN Breiðumýri Hof á Álftanesi var byggt á stríðsárunum og vakti mikla athygli fyrir sérstætt lag á einbýlishúsi. Húsið Hof er byggt af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt og konu hans Guðnýju Klemensdóttur og að sjálfsögðu teiknað af Gunn- laugi sjálfum. Húsbyggingin stóð ekki lengi. Teikningin er frá 1942 en hjónin fluttu þar inn lýð- veldisárið 1944. Stíllinn þótti afar sérstæður og þykir jafnvel enn þó margir sumarbústaðir með sama lagi hafi verið byggðir síðan. Guðný var innfæddur Álftnesingur og sagan segir að sveitungar hennar hafi vorkennt henni að hafa eignast þennan undarlega mann sem byrjaði á þakinu þegar hann byggði sér hús! Því höfðu menn ekki kynnst áður. Nú býr sonur þeirra, Klem- ens Gunnlaugsson, að Hofi. Hann hefur nýlega gert gagngerar endurbætur á húsinu og flutti þar inn í desember síðastliðnum. Hof Hof er á tveimur hæðum með rislofti. Gaflarnir eru steyptir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LEYNISTAÐUR Varðturn sem var inngang- ur í herskálabyggð er gekk undir nafninu Brighton- kampur stendur enn skammt sunnan við Jörfa. Herstöðin var sett upp til að verja Reykjavíkurflugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.