Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 63
MÁNUDAGUR 20. mars 2006 19 Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Í dag geta Íslendingar fagnað. Áfangi er unninn í baráttunni við náttmyrkrið því jafndægur að vori eru í dag. „Jafndægur merkir í rauninni að dagur og nótt eru jafn löng og það gerist á allri jörðinni á sama tíma,“ segir Þorsteinn Sæmunds- son stjörnufræðingur. „Þá er sólin nákvæmlega yfir miðbaugi jarðar en héðan í frá færist hún svo norð- ur á bóginn fram að sumarsólstöð- um.“ Skýringin hljómar svo einföld að varla þurfi frekari útskýringa við en eins og með svo margt eru nokkrir fyrirvarar settir við þessa fullyrðingu. „Ef við mælum dag- inn frá því að sólin kemur upp og þangað til að hún sest eru rétt jafn- dægur kannski ekki alveg á þeim tíma sem skráður er í almanakinu sem jafndægur,“ segir Þorsteinn. Þetta kemur til vegna þess að í útreikningunum er sólin skil- greind sem punktur eða depill af réttri stærð en eins og flestir vita sjáum við fyrst rönd sólarinnar áður en að sólarmiðjan kemur upp. Einnig verður að taka tillit til ljós- brots í andrúmslofti en vegna þess sýnist sólin hærra á lofti en hún raunverulega er. „Á þeim degi sem við teljum vera jafndægur munar því í rauninni hálftíma á lengd nætur og dags hér á Íslandi þannig að rétt jafndægur voru í rauninni átjánda í staðinn fyrir tuttugasta.“ Fyrir þá sem vilja halda upp á vorjafndægrin með pompi og prakt eru þau nákvæmlega klukk- an 18.26. Dagurinn orðinn lengri en nóttin ÞORSTEINN SÆMUNDSSON STJÖRNUFRÆÐINGUR Segir að rétt jafndægur að vori á Íslandi hafi verið í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TIGNARLEGAR ÁRÁSARVÉLAR Fimm SU-27 þotur í rússneska flughernum æfa hér fyrir stóra hersýningu undir hinu mikilfenglega Tianmenshan-fjalli sem stundum hefur verið nefnt dyrnar að himnaríki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á morgun hefjast listadagar barna og ungmenna í Garðabæ. Mikil hátíð er í öllum skólastofnunum bæjarins sem og öðrum stofnun- um en markmið daganna er að vekja athygli á listrænu starfi barna og ungmenna í bæjarfélag- inu. Þema daganna að þessu sinni er ævintýri og þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en fyrra skiptið var árið 2003. Margt spennandi verður á boð- stólnum frá ungmennum á öllum aldri. Leikskólar Garðabæjar slá meðal annars saman í myndlistar- sýningu á Garðatorgi og er söng- leikur Fjölbrautaskólans í Garða- bæ sýndur. Grunnskólarnir láta heldur sitt ekki eftir liggja og verða þar margvíslegir listvið- burðir í boði. Setning listadaganna er á morg- un klukkan 17 í sal tónlistarskól- ans en þar verður stóra upplestr- arkeppnin haldin í Garðabæ. Frekari upplýsingar um dagskrá listadaga er að finna á heimasíðu Garðabæjar. Listadagar barna GARÐABÆR NÝ VÍNBÚÐ Í GARÐHEIMUM Vínbúðin flytur sig um set – lokar í Mjóddinni í dag, 20. mars, og opnar nýja og betri Vínbúð í Garðheimum, Stekkjarbakka 6, á morgun þann 21. mars kl. 11.00! Vínbúðirnar biðja viðskiptavini sína að afsaka óþægindin og bjóða þá velkomna í nýja og glæsilegri búð! vinbud.is Vínbúðin lokar í Mjódd og opnar í Garðheimum LOKAÐ Í MJÓDD Í DAG E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 9 4 4 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.