Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 34
París er óneitanlega uppá-haldsborgin mín til að snæða í. Gömlu „brasserí- in“ eru sannkölluð matarmusteri. Þar þeysast þjónar í vestum um á milli borða með risastóra bakka með himinháum turnum af sjáv- arfangi, stórar skálar af bouilla- baisse, titrandi creme caramel og dásamlega osta. Ímyndaðu þér allt það besta í franskri matar- gerð. Matarmiklar lauksúpur, foie gras, steak-frites, choucroute, smjörsósur, rjómasósur, feitar pylsur, klístrað confit de canard og crepes pönnukökur fylltar með súkkulaði og ís. Þrátt fyrir svona fæðu er Frakkland sennilega einn besti staðurinn í heimi til að missa aukakílóin. Þetta segja höfundar tveggja nýútgefinna bóka, „French women don‘t get fat“ (Franskar konur verða ekki feit- ar) eftir Mirelle Giuliano og „Chic and Slim“ eftir Anne Barone. Sumsé, ef þú vilt halda línunum í lagi gætir þú kannski lært eitt- hvað af Frökkunum. Undirföt í stað megrunarkúra Þrátt fyrir mataræði sem ein- kennist af rjóma, smjöri, ostum og kjötmeti eru tæp tíu prósent Frakka of feiti. Þetta er fremur lág tala, að minnsta kosti miðað við þjóðir eins og Bandaríkin,sem eru með 33 prósent og Bretland og Ísland sem eru með sextán pró- sent. Frakkar virðast lifa lengi líka og eru með lægri tíðni hjart- áfalla og kransæðastíflu en við Íslendingar - þrátt fyrir alla dýra- fituna sem þeir innbyrða. Þetta er mjög undarleg staðreynd og er það sem kallast franska mótsögn- in af vísindamönnum um allan heim. Í bók sem nefnist „Chic and Slim: How Those French Women Eat all that Rich Food and Still Stay Slim“ reynir höfundurinn Anne Barone að komast að leynd- armálinu. Að vísu virðist leyndar- málið snúast að miklu leyti um undirfatnað. „Aldrei vanmeta það sem svart blúndusokkabelti getur gert fyrir þig“ skrifar hin franska Barone. „Nærföt franskra kvenna hjálpa þeim við að halda sér í formi. Þau eru þeim stanslaus áminning um það að taka matará- kvarðanir sem borga sig. Þetta sést best á því að það eru næstum því jafnmargar nærfataverslanir í París og bakarí.“ Pjattið sumsé hjálpar mikið til ef maður vill berjast við aukakílóin. Ég man eftir ótrulega elegant áttræðri konu sem ég hitti í París fyrir nokkrum árum. „Eina ástæðan fyrir því að ég hef alltaf haldið mér í kjörþyngd er sú að ég hef alltaf haft svo gaman af fötum,“ sagði hún. Hljómar einum of ein- falt. En Barone er sannfærð. Maður á að gleyma megrunarkúr- unum. „Þeir eru ekki skemmtileg- ir og þeir virka aldrei. Það sem ég lærði frá frönskum konum er að það að halda sér í formi snýst ekki um að telja kalóríur eða fitumagn. Það snýst ekki um að drepa sig á æfingahjólinu. Þær franskar konur sem ég þekki eru aldrei að spá í megrun. Parísardömur eru ekki í kolvetnabanni eða halda matardagbók. En þær fylgja allar skynsamlegu, jafnvel munúðar- fullu mataræði. Sjáðu bara hvern- ig þær dýfa kræklingaskeljum ofan í hvítvínslöginn á kaffihúsi á St Germain. Þær virkilega njóta matarins. Matur er ástríða hjá þeim. Menningararfur þeirra byggist á mat. Frakkland er nú eftir allt saman heimkynni mestu kokka í heimi: frá George Augu- ste Escoffier til Paul Bocuse. Frökkum finnst virkilega gaman að borða. Matur er þeim ekki nauðsyn heldur eintóm gleði og einkennist aldrei af sektarkennd.“ En það er nú einmitt það skrýtna: fólkið sem er oftast „í megrun“ eru venjulega fólkið sem er í eilífri baráttu við aukakílóin. Matur er ástríða - ekki nauðsyn Sjálf lærði ég ýmislegt um fransk- ar matarvenjur í gegnum tengda- foreldra mína í París. Það sem virtist skipta meginmáli var að málsverðir væru ætíð í gífurlega góðu jafnvægi. Alveg sama hversu hversdagslegur málsverðurinn var, þótti nauðsynlegt að vera með forrétt - sem var oft einhvers konar salat, sjávarréttir eða létt- meti - aðalrétt sem er kjöt eða fiskur ásamt meðlæti, og „fromage“ - ostur eða annars konar mjólkurvörur ásamt ávöxt- um. Sumsé einhver fullkomin jafna sem Frakkar hafa lifað eftir í mörg hundruð ár, ásamt rauð- vínsglasi til að skola öllum herleg- heitunum niður. Ég varð aldrei vör við það að borðað væri á milli mála, og sjoppumenningin sem við Íslendingar þekkjum svo vel er ekki til. Nýleg könnun sem var gerð af frönsku heilbrigðisstofnuninni (CFES) sýndi að mataræði Frakka er enn mjög tengt því að borða góðan mat ánægjunnar vegna. Sjö- tíu og sex prósent Frakka borða mat sem þeir elda heima hjá sér á meðan Íslendingar virðast oftast borða a. á hlaupum b. standandi eða c. fyrir framan Kastljósið. Frakkar, á hinn bóginn, verja vanalega tveimur timum í hádeg- isverðinn. Við skóflum í okkur matnum á sama tíma og það tekur þá að smyrja lítinn bút af bagu- 25. mars 2006 LAUGARDAGUR34 Sandrine Pauwels, tveggja barna móðir frá París, búsett í Raleigh í Bandaríkjunum. Fyrir mig eru tvö meginatriði sem skipta máli: að máltíðin eigi sér alltaf stað með fjölskyldunni við borðstofuborðið til þess að matar- tími sé fyrst og fremst til þess að njóta einhvers saman en ekki bara til þess að nærast, og í öðru lagi að maturinn sé fjölbreyttur og vel samsettur. Það er enginn matur á bannlista hjá mér því að það er allt í lagi að borða alla hluti ef það er í litlum skömmtum, meira að segja kökur eða kartöfluflögur. Ef ég vil ekki að börnin borði eitthvað sér- stakt þá bara kaupi ég það ekki, og því verða engar freistingar á vegi þeirrra. Ég reyni að kaupa mjög fjölbreyttan mat svo að börnin læri um mismunandi bragðteg- undir og ég elda næstum því allt- af. Ég ræði oft við börnin á meðan vað máltíð stendur um hvað við erum að borða, hvað þeim finnst gott eða ekki og af hverju. Fyrir mér er á maður að læra um mat eins og all aðra hluti. Þetta er hluti af menningunni. Eftir að ég flutti til Bandaríkjanna passa ég mig að kaupa lífrænt ræktaðar vörur þar sem að ég hræðist öll þau aukaefni sem eru sett í matinn hérna. Við borðum aldrei á milli mála en það er mjög erfitt í þessu landi. Ég held að það stuðli virkilega að off- itu í löndum eins og Bandaríkjun- um og jafnvel Íslandi sem ég hef heimsótt. Þið borðið allan liðlang- ann daginn! Kristín Jónsdóttir, parisar- daman.com og tveggja barna móðir í París. Frakkar lifa ekkert endilega afar heilbrigðu lífi. Sósumenning þeirra er þó mun heilbrigðari en okkar - þeir vita ekki hvað kokk- teilsósa er. Þeirra löngu málsverð- ir skemmtilegri en að sjá íslend- inga skófla í sig matnum og rjúka frá borðum. Ég versla megnið af grænmeti og kjöti á markaði eins og margir Parísarbúar gera. Þar er úrvalið mjög gott og grænmet- ið geymist mun betur en það sem maður getur keypt dýrum dómum á Íslandi. Á markaðnum eyði ég yfirleitt um tuttugu evrum, fer þá heim með fulla poka af grænmeti fyrir næstu daga og að minnsta kosti eina góða kjötmáltíð. Á mínu heimili borðum við með börnun- um okkar á kvöldin, sitjum til borðs og höfum hvorki útvarp né sjónvarp nálægt. Ég veit ekki um neinn Frakka sem er með sjón- varp í eldhúsinu sínu.En einu sinni í viku endum við á að sjóða pasta og hella tilbúinni tómatsósu yfir eins og allir vinnandi foreldr- ar ungra barna lenda í. Við hugg- um okkur við að í leikskólanum borða þau þriggja rétta hádegis- verð, hrátt grænmeti fyrst, kjöt og meðlæti og svo mjólkurmat eða ávöxt á eftir. Og flestir Frakk- ar fá klukkutíma í mat og margir hverjir nota sér veitingahúsaávís- anir sem fylgja oft launasamning- um og fara á veitingahús og borða vel. En svo er annað sem mætti minna á: Hér í Frakklandi er miklu miklu erfiðara að vera feit- lagin heldur en t.d. á Íslandi, það eru miklir fordómar gagnvart feitu fólki og það líður mikið fyrir vaxtarlagið. Konur eru jafnvel aldar upp við að ef þær verða of feitar muni maðurinn þeirra halda framhjá þeim. Björg Björnsdóttir, kynning- arstjóri Þjóðleikhússins, bjó í Frakklandi í fimm ár. Stundum þegar ég hugsa um Frakkland, dvölina í Frakklandi, vini mína í Frakklandi, veðrið í Frakklandi..., finnst mér eins og þær hugsanir allar séu tengdar mat. Ilmurinn af nýbökuðum croissant à l‘amande á morgnana, gróður jarðar í bland við sjávar- fangið á hverfismarkaðinum og nýjasta stolt vínsalans; allt var þetta hluti af daglegu lífi. Í fyrstu átti ég erfitt með að skilja hvernig t.d. er hægt að sitja til borðs í fjóra, fimm tíma og tala eiginlega allan tímann um mat. Það er dásemdar siður sem ég sakna óskaplega í dag. Nú er eins og maturinn sé annað hvort bara góður eða vondur. Og hann á sér fráleitt einhverja sögu! Það segir sig sjálft að franska leiðin hentar líkamanum mun betur... og auðvit- að sálinni líka. Það væri einföldun að segja að Frakkar lifðu til að borða en þó skýrir það ágætlega megin muninn á okkur og þeim. Við borðum ennþá mest til að lifa og gleymum of oft að njóta sem skyldi þessarar daglegu athafnar í lífi okkar. Franska matarleyndarmálið Franskar konur fara aldrei í megrun og þola ekki líkamsrækt. Þær borða osta, rjómasósur, bakkelsi og súkkulaði og drekka rauðvín en virðast þó flest- ar vera í kjörþyngd. Anna Margrét Björnsson kynnir sér matarleyndarmál Frakka, þversögn sem hefur ruglað næringasérfræðinga í ríminu í fleiri áratugi. FRANSKA LEIÐIN HENTAR LÍKAMANUM BETUR FRANSKI RITHÖFUNDURINN MIREILLE GUILIANO sem skrifaði bókina „French Women Don?t Get Fat: The Secret of Eating for Pleasure“ nýtur þess að fá sér smjör-croissant á kaffihúsi í París. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.