Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 44
Miðað við hversu gamall John Hurt lítur út fyrir að vera virkar hann merki-
lega orkumikill. Greinilega lífs-
glaður maður sem nýtur vinnu
sinnar og öllu sem því fylgir. Hann
á nokkur ár í sjötugt. Nánast kom-
inn á eftirlaunaaldur en sýnir
engin merki þess að setjast í helg-
an stein. Í þessum mánuði hafa
þrjár nýjar myndir með honum í
verið frumsýndar í Bretlandi.
Hann er mjög fjölhæfur leikari
sem nær alltaf að vera algjörlega
ólík persóna í hverju hlutverki
sem hann velur sér. Minnir aldrei
á sjálfan sig, sama hvort hann er
Fílamaðurinn, fórnarlamb djöful-
legrar geimveru, þegn Stóra bróð-
ur eða einræðisherra eins og í V
for Vendetta.
Hann er líka hárréttur maður í
hlutverkið. Þessi einræðisherra er
ógnvekjandi, illur í gegn en alveg
merkilega brothættur og lítill. Í
nær öllum senum hans í myndinni
birtist persónan á of stórum skjá
að hrækja út svívirðingar yfir
samstarfsmenn sína. Þannig er
áhorfandinn minntur á Stóra bróð-
ur úr 1984 þar sem Hurt fór með
hlutverk kúgaða mannsins í fas-
istaríki framtíðarinnar. Hér er
hann aftur kominn til framtíðar-
innar og í fasistaríki, nema hvað
núna er hann illi einræðisherrann
í grárri framtíð sem er að troða
allri bresku þjóðinni niður sama
flöskustútinn undir hæl sér. Óvin-
urinn. Tími fyrir uppreisn.
„Ég er frábær,“ segir John Hurt
aðspurður. Nema „I am fantastic“
þýði eitthvað annað á íslensku?
Greinilega maður sem kann að
hlaða orð sín með tveimur merk-
ingum. Með öðrum orðum hættu-
legur. Ég læt það lítið á mig fá og
held ótrauður áfram með viðtalið.
Þú segist hafa skoðað fimm ein-
ræðisherra gaumgæfilega fyrir
þetta hlutverk. Hver var í uppá-
haldi?
„Án alls efa, hvort sem það er
gott eða slæmt, þá hefur Hitler
mesta sjarmann. Ekkert endilega
Nasistaflokkurinn heldur var
ímynd hans bara svo sterk. En
kannski bara vegna þess að í huga
bresks manns var hann ábyrgur
fyrir því að eyðileggja fyrir manni
barnæskuna. Það er eitthvað
dáleiðandi við hann. Maður starir
alltaf þegar hann er á skjánum.
Hann var ótrúlegt þegar hann
flutti ræður. Ég var samt ekki að
leika Hitler í þessari mynd, en
studdist auðvitað við ímynd hans.
Upphaflega var persóna sögunnar
byggð utan um Margréti
Thatcher.“
Myndasögur og hasarblöð
Ég held að það sé óhætt að álykta
að John Hurt lesi ekki mikið af
myndasögum. Hann hefur ekki
einu sinni lesið V for Vendetta.
„Ég kem frá tíma þegar mynda-
sögur hétu einfaldlega hasarblöð.
Ég hef aldrei lesið þessa mynda-
sögu, enda var það handritið sem
heillaði mig nægilega mikið til
þess að samþykkja að leika hlut-
verkið. Maður verður að passa sig
á svona myndum sem eru gerðar
eftir bók eða myndasögu. Ef
maður kynnir sér upprunalega
efnið fyllir maður hausinn af alls
kyns upplýsingum sem eiga aldrei
eftir að komast á skjáinn hvort eð
er. Kvikmyndir snúast bara um
það sem kemst á skjáinn.“
Hefurðu ekki einu sinni flett
myndasögunni?
„Ég held að ég hafi einu sinni
gluggað í hana á meðan á tökum
stóð, það skildi einhver hana eftir
einhvers staðar. Ég þurfti þess
heldur ekkert. Maður leikur bara
atriðin eins og þau eru í handrit-
inu. Það er þegar einhver annar
búinn að sjá til þess að allt sé í
svipuðum eða sama stíl.“
Eru tengsl á milli einræðisherr-
ans í V for Vendetta og Stóra bróð-
ur?
„Það er heil kynslóð núna sem
veit ekkert um hvað 1984 snerist
og heldur bara að Stóri bróðir sé
nafn á raunveruleikasjónvarps-
þætti. Stóri bróðir er mun flóknari
persóna en þessi einræðisherra.
Hann er svo óáþreifanlegur. Hann
er bara til staðar þér til góðs. Þú
sérð Adam Sutler aldrei eiga við
fólkið sjálft, heldur bara við hina
pólitíkusana. Þetta er bein einræð-
isstefna. Svo er hann gunga þegar
kemur að fólki.“
Var eitthvað við hlutverkið sem
þér líkaði illa?
„Ég hafði ekkert á móti þessu
hlutverki. Svona var það bara
borið á borð. Persónan er mjög
einhliða, ég vissi það vel. Tilgang-
ur persónu minnar var mjög skýr.
Ég fékk tækifæri til þess að fín-
pússa tækni mína í að leika ill-
menni. Það er alveg magnað
hversu langt maður getur túlkað
svona illsku. Myndin snertir á
ýmsum málefnum og ég vonast til
að fólk eigi eftir að tala mikið um
hana.“
Hryðjuverkamenn sem hetjur?
Finnst þér nauðsynlegt að fólk sé
minnt á að heil þjóðfélög geti
breyst á jafn svaðalegan hátt og
Bretland hefur gert í þessari
mynd?
„Já, mér finnst það. Sérstak-
lega í þjóðfélagi eins og okkar, þar
sem við erum alin upp við að hugsa
sem minnst um hvað er að gerast
í kringum okkur. Ef maður fær
fólk til þess að ræða þessa hluti þá
er það alls ekki slæmt.
Þetta verður mjög umdeild
mynd, því aðalhetjan er hryðju-
verkamaður. Áhorfandinn fær
ekki að sjá hann, því hann notar
grímu. Á sama tíma er verið að
spyrja mjög mikilvægrar spurn-
ingar. Ef ríkisstjórn hagar sér á
óábyrgan hátt gagnvart þegnum
sínum, mun það hrinda af stað
móthreyfingu? Og ef svo er, er
slíkt þá löglegt? Myndin gerir
engar tilraunir til þess að svara
spurningunum en hún skilur mann
eftir hugsi. Maður yrði nú fyrir-
gefið fyrir að halda að hryðjuverk
væru ekkert nema ill.“
Finnst þér þá myndin vera sam-
úðarfull gagnvart hryðjuverkum?
„Myndin er það sem hún er. Það
er mjög auðvelt að túlka þessa sögu
þannig að hryðjuverkamaðurinn
hafi haft rétt fyrir sér og þess
vegna hafi gjörðir hans verið rétt-
lætanlegar. Ef maður les fréttatil-
kynningar frá ríkisstjórn Bush þá
gefur hún út þá stefnu að hryðju-
verk séu aldrei réttlætanleg. En
hryðjuverk eru aðeins til vegna
ábyrgðarleysis ríkisstjórna.“
En hvað með bresku þjóðina?
Lætur hún nægilega í sér heyra
þegar stígið er á tær hennar?
„Þegar ríkisstjórnin ákvað að
taka þátt í Íraksdeilunni var ein
stærsta mótmælaganga sem hald-
in hefur verið í sögu London geng-
in. Það var algjörlega horft fram-
hjá henni. Það er eins og hún hafi
aldrei átt sér stað. Flestir voru á
móti því að taka þátt en það skipti
engu máli. Þess vegna þurfum við
svona myndir. Ég vonast til að
stjórnmálamenn sjái þessa mynd.
Því ábyrgðin er þeirra.“
Birgir Örn Steinarsson
25. mars 2006 LAUGARDAGUR44
Hitler hafði
mesta
sjarmann
JOHN HURT Leikur hlutverk harðstjórans í myndinni V for Vendetta.
Breski leikarinn John Hurt er illi einræðisherrann
í V for Vendetta. Í raun og veru er þetta besta
skinn. Birgir Örn Steinarsson hitti leikarann í
London.
HELSTU MYNDIR JOHN HURT
2006 V For Vendetta
2004 Hellboy
2000 Harry Potter and the
Sorcerer´s Stone
1995 Rob Roy
1987 Spaceballs
1984 Nineteen-Eighty-Four
1981 History of the World: Part 1
1980 The Elephant Man
1979 Alien
1978 Midnight Express