Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 40
25. mars 2006 LAUGARDAGUR40
Jón Birgir Valsson, formaður Glímu-
sambands Íslands, byrjaði sjálfur að
glíma fjórtán ára. Hann hefur brenn-
andi áhuga á íþróttinni og fagnar
útkomu bókarinnar. „Hún hefur mikla
þýðingu fyrir menningu glímunnar og
mun nýtast okkur glímumönnum sem
og almenningi sem hefur áhuga á að
kynna sér glímuna.“
Fyrir Jóni er glíman ekki bara íþrótt
heldur skipar hún veigamikinn sess í
þjóðlífinu. „Glíman er stór partur af
Íslandssögunni. Hún kom með víking-
unum og var, ásamt ísknattleik, sú
íþrótt sem víkingarnir stunduðu sér til
dægrastyttingar og þjálfunar.“
Glíman hefur risið og fallið en Jón
formaður segir framtíðina bjarta. „Við
höfum lagt mikla áherslu á að halda
unglingunum við efnið. Ég hef séð
marga efnilega unglinga byrja en
hætta fljótlega aftur af einhverjum
ástæðum.“
Glímusambandið hefur meðal ann-
ars gefið út margmiðlunardisk með
upplýsingum um íþróttina og telur Jón
að útgáfa bókarinnar geti haft sín áhrif
á frekari útbreiðslu og áhuga. Þá nefn-
ir hann að sífellt fjölgi í svonefndum
úrvalshópi Glímusambandsins. „Fyrir
fjórum árum komu 15-20 krakkar á
æfingu úrvalshópsins en í haust voru
50 þátttakendur. Ég horfi því björtum
augum til framtíðar.“
Glíman á sér
bjarta framtíð
JÓN BIRGIR VALSSON Formaður Glímu-
sambands Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jes Einar Þorsteinsson, eitt tíu barna
Þorsteins Einarssonar, var að vonum
kátur á útgáfudaginn enda aðdrag-
andi útgáfunnar langur. „Pabbi vann
að þessu af alefli í á fjórða áratug.“
Glímuáhuginn og söguskrifin fóru
ekki framhjá fjölskyldunni. „Það var
árviss viðburður að hann lokaði sig af
á páskum og vann að því sem hann
hafði safnað saman það árið.“ Þessi
háttur fór misjafnalega í fjölskylduna.
„Móðir mín sýndi því mikla þolin-
mæði en við börnin ekki alltaf. Páskar
eru jú páskar en þetta var hans hjart-
ans mál.“
Jes segir föður sinn hafa aflað
heimilda um fangbrögð í öðrum lönd-
um, til dæmis í Englandi, Frakklandi
og á Kanaríeyjum, og ferðast þangað í
leit að upplýsingum. Og hann segir
bókina nálgast að vera doktorsrit-
gerð.
Að sögn Jes fékk Þorsteinn ungur
áhuga á glímu, hann glímdi á sinni tíð
en hætti snemma vegna náms og
af öðrum aðstæðum.
Þungu fargi er nú létt af fjölskyld-
unni. „Sérstaklega því þetta var komið
í algjöra kyrrstöðu á tímabili. Handrit-
ið var til þegar hann dó en við stóðum
frammi fyrir að ekki væru til peningar
til að gefa þetta út. Þetta er því mikill
léttir.“
Páskarnir fóru
í söguskrifin
JES EINAR ÞORSTEINSSON Sonur Þor-
steins Einarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jón M. Ívarsson er landskunnur glímu-
áhugamaður og fyrrum formaður
Glímusambandsins. Hann sat í útgáfu-
nefnd Glímusögunnar og ritar for-
mála. Jón segir bókina hafa ótvírætt
gildi. „Í henni er í fyrsta sinn hægt að
sjá hvernig glíman er til komin. Hún
var búin til á Íslandi og er því eina
íslenska íþróttin.“
Jón telur glímuna hafa haft sín
áhrif á sam-
félagið og
nefnir að fyrr
á öldum hafi
hún verið
alþýðuleikur.
„Hvar sem
tveir menn
komu saman
gátu þeir
tekið glímu.
Hvort sem
var uppi á
heiðum, við
sjó eða í fjár-
réttum
glímdu menn
sér til gamans eða til hita.“ Á 20. öld
varð glíman að keppnisíþrótt. „Það
væri virkilega gaman ef enn væri glímt
eins og forðum. En tímarnir breytast
og nú er allt fært í keppnisbúning.
Annars hefur glíman þá sérstöðu að
vera í senn keppnisíþrótt, sýningar-
íþrótt og menningararfur.“
Og Jóni finnst forn gildi glímunnar
merk. „Ég furða mig á hvernig það
gerðist að upp kom íþrótt sem leggur
svona mikla áherslu á drengskap og
að ekki megi sýna þjösnaskap eða
valda meiðslum. Glímunni lýkur með
byltu og hún á að gerast á réttan hátt.
Af mörg hundruð fangbragðaíþrótt-
um er glíman sú eina sem ekki má
bolast í eða vera í keng. Menn verða
að vera sem beinastir.“
Menn glímdu
sér til hita
JÓN M. ÍVARSSON For-
maður útgáfunefndar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍSLENSK GLÍMA 2006 Í hófi sem efnt var til við útkomu bókarinnar sýndu ungir og
efnilegir glímumenn fangbrögðin eins og þau þekkjast í dag. Góður rómur var gerður
að aðförum unga fólksins og var það mat manna að framtíð glímunnar á Íslandi væri
björt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þorsta fólks í upplýsingar
um sögu og þróun íslenskr-
ar glímu fæst nú svalað
því bókin Þróun glímu í
íslensku þjóðlífi eftir Þor-
stein Einarsson kom út við
hátíðlega athöfn á miðviku-
dag. Björn Þór Sigbjörnsson
var viðstaddur ásamt fjölda
annarra áhugamanna um
þessa ævafornu þjóðar-
íþrótt Íslendinga.
Þorsteinn Einarsson var flestum
Íslendingum fróðari um íþróttir
og skrifaði nokkrar bækur um
íþróttir um ævina. Hann var
íþróttafulltrúi ríkisins frá 1941 til
1981 og hafði sem slíkur mikla sýn
yfir allar þær íþróttagreinar sem
stundaðar voru í landinu. Áhugi
Þorsteins á glímu var þó sýnu
mestur en hann hóf glímuiðkun á
unglingsaldri.
Rúm sextíu ár eru liðin síðan
Þorsteinn kom fyrst að ritun bókar
um glímu og vann hann að því
hugðarefni sínu meðfram öðrum
störfum, allt fram á síðasta dag.
Þorsteinn lést í byrjun árs 2001.
Í Þróun glímu í íslensku þjóðlífi
er rakin saga glímunnar frá land-
námi til okkar daga og geymir
bæði sagnfræði og fróðleik um
þekktustu glímu- og fangbrögð
veraldar. Rakin eru sögubrot um
fangbrögð í Íslendingasögunum
og svo lið fyrir lið, aldir fyrir aldir,
uns greint er frá nýjustu breyting-
um sem gerðar voru á glímulög-
um.
Nokkuð var skrifað um stöðu
glímunnar á fyrri hluta síðustu
aldar og ekki báru öll skrifin
íþróttinni fagurt vitni. Frá þessu
er greint í bókinni. „Nú er íslenzka
glíman að verða olnbogabarn þjóð-
arinnar. Nú er hún hrakyrt af
mörgum og fáir leggja henni
liðsyrði,“ sagði ónefndur bréfrit-
ari í Vetrarblaðinu 1916. Og áfram
hélt hann. „Láta margir gildlega
gegn henni og vinna henni það
ógagn er þeir mega. Reyna þeir að
koma þeirri flugu í munn fávísum
mönnum, að hún sé hættuleikur og
lítt fallin til gamans, því stór
meiðsl geti hlotist af. Þar að auki
sé hún ljót og leiðinleg íþrótt.“
Þorsteinn Einarsson gerir athuga-
semd við bréfið og segir þennan
harða dóm ekki sanngjarnan þó í
honum hafi verið sannleikskorn.
Miðist umrætt ástand við Reykja-
vík en glíman hafi lifað góðu lífi
víða á landsbyggðinni.
Árið 1944 skrifaði Arnór Sigur-
jónsson skólastjóri í Suður-Þing-
eyjarsýslu grein um glímuna og
lét í ljós þá skoðun sína að eðli
hennar væri gamanleikur, kapp-
leikur, hreyfingarþörf og baráttu-
hvöt. Að rækt við glímu væri orðin
ófullkomnari en áður. Að fegurð-
arglíma gerði íþróttina að skap-
lausum leik. Að glímumenn væru
alltaf öðru hvoru á fjórum fótum,
en þó taldir uppistandandi, viður-
eignir væru dræmt og dólgslegt
hnoð. Og að byltulögum hefði
verið breytt til ósamræmis við
eðli glímu, að gilda ætti „fallinn er
sá, sem fótanna missir.“ Enn gerir
Þorsteinn athugasemdir í bókinni
og hrekur þessar skoðanir Arn-
órs.
Á þessum tímum var raunar
mikið rætt og ritað um ýmsa anga
glímunnar og deilt um túlkun laga.
Fall, bylta og níð var meðal þess
sem tekist var á um. Þrátt fyrir
ólíkar skoðanir á tæknilegri
útfærslu og stöðu glímunnar á
hverjum tíma má fullyrða að flest-
ir unnendur glímu geti tekið undir
orð Gunnars M. Magnúss rithöf-
undar í Skinfaxa árið 1932. Slíkt
gerir Þorsteinn Einarsson í það
minnsta í bók sinni. „Glíman felur
í sér það bezta, sem samæfingar í
leikfimiskerfum henta, elur
drengskap og göfugar hugsanir.
Glíman á að vera einn þáttur í því
uppeldi að leita sannleikans, gera
aldrei vísvitandi rangt.“
Glíman elur drengskap
og göfugar hugsanir
ÞORSTEINN EINARSSON Bókarhöfundur,
hlaut Stefnuhornið fyrir bestu glímu á
Íslandsglímunni 1932.
SNIÐGLÍMA Á LOFTI/LAUSAMJÖÐM Í Þróun glímu í íslensku þjóðlífi eru meðal annars myndir af glímubrögðum samkvæmt glímulögum frá
1990. Gunnar Karlsson teiknaði myndirnar eftir ljósmyndum og birtust þær upphaflega í bókinni Glímu sem kom út 1968.
HERMANN JÓNASSON Glímukóngur Íslands
1921 og síðar forsætisráðherra.