Fréttablaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 25. mars 2006 49
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
22 23 24 25 26 27 28
Laugardagur
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Fiðluleikarinn Theresa
Bokany og píanóleikarinn Adam
György halda tónleika í Salnum í
Kópavogi.
17.00 Kór Menntaskólans
í Reykjavík heldur tónleika í
Stykkishólmskirkju. Stjórnandi er
Marteinn H. Friðriksson. Aðgangur
er ókeypis.
20.30 Tónlistarmaðurinn Rivulets
og My summer as a salvation
soldier spila á kaffi Hljómalind ásamt
Rökkurró. Aðgangseyrir 500 kr.
21.00 Reggíhljómsveitin Hjálmar
heldur tónleika á Græna hattinum
á Akureyri en þetta er einu opinberu
tónleikar hljómsveitarinnar þangað
til í sumar. Miðaverð 2.000 kr.
Brynjólfsmessa eftir Gunnar
Þórðarson verður frumflutt í
Keflavíkurkirkju.
■ ■ LEIKLIST
15.00 Stoppleikhópurinn frum-
sýnir nýtt verk eftir Árna Ibsen,
Emmu og Ófeig, í leikstjórn Ágústu
Skúladóttur.
15.00 Stoppleikhópurinn frum-
sýnir Emmu og Ófeig í Iðnó. Verkið
er eftir Árna Ibsen og unnið í
samstarfi við Völu Þórsdóttur og
leikhópinn. Leikstjóri er Ágústa
Skúladóttir.
Leikfélag Hafnafjarðar frumsýnir
barnaleikritið Hodja frá Pjort eftir
Ole Lund Kirkegaard. Leikstjóri er
Ármann Guðmundsson.
■ ■ OPNANIR
15.00 Lilja Kristjánsdóttir opnar
málverkasýningu í Baksalnum í
Galleríi Fold við Rauðarárstíg.
16.00 Myndlistarmaðurinn
Kristján Steingrímur Jónsson
opnar sýningu á jarðhæð Safnsins
við Laugaveg 37.
Pétur Halldórsson sýnir í Galleríi
Sævari Karls í Bankastræti.
Abstrakt, meta-náttúra, veðruð skila-
boð og plokkaðir fletir gleðja augun.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
13.00 Hlynur Hallsson sýnir texta-
ljósmyndir í Jónas Viðar Gallery á
Akureyri. Síðasta sýningarhelgi.
■ ■ UPPÁKOMUR
15.00 Fjöllistamaðurinn Algea
kemur fram á vegum Art-Iceland.
com á Skólavörðustíg 1A.
Sagnamaðurinn fjölhæfi leikur tónlist
og fer með frumsamin ljóð.
■ ■ MÁLÞING
14.00 Málþing Sagnfræðingafélags
Íslands í Þjóðminjasafninu. Rætt
verður um forsetaembættið og
stjórnarskrána í sögulegu ljósi.
Frummælendur verða Helgi Skúli
Kjartansson, Björg Thorarensen,
Guðni Th. Jóhannesson og Svanur
Kristjánsson. Málþingið er öllum
opið.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Tónleikaröðin sem kennd er við
15:15 hefur flutt sig um set og á
morgun munu ljúfir tónar berast
úr Norræna húsinu í stað Borgar-
leikhússins sem áður hýsti tón-
leikana. Á vormánuðum verða
haldnir fernir tónleikar en dúó
Laufeyjar Sigurðardóttur fiðlu-
leikara og píanóleikarans Kryst-
ynar Cortes ríður á vaðið. Þær
spila franskættaða efnisskrá þar
sem heyra má verk eftir Olivier
Messiaen, Ravel og J.M. Leclair.
Tónleikarnir hefjast kl. 15.15.
og er miðasalan við innganginn. ■
Leika 15:15
LJÚFIR TÓNAR Laufey Sigurðardóttir fiðlu-
leikari og Krystyna Cortes píanóleikari.