Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 18
 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Mjög slæmt veður var á Holta- vörðuheiði og Vatnsskarði í fyrra- kvöld. Björgunarsveitin Káraborg frá Hvammstanga og Flugbörgun- arsveitin á Laugabakka voru kall- aðar út um klukkan 21 til að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á Holtavörðuheiði og um svipað leyti var Flugbjörgunarsveitin í Varma- hlíð kölluð út vegna ökumanna sem voru í vandræðum í Vatnsskarði. Aðstæður voru erfiðar í Vatns- skarði; bálhvasst, hálka og sama og ekkert skyggni. Svo mikill var stormurinn að nokkrir bílar fuku út af veginum um Vatnsskarð eftir að ökumenn höfðu stöðvað þá en engin slys urðu þó á fólki. Of margir hunsa viðvaranir Vöruflutningabifreið með tengivagn lenti að hálfu út af veg- inum við Húnaver í fyrrakvöld og lokaði þjóðveginum fyrir umferð stærri ökutækja. Beðið var með að koma bifreiðinni upp á veginn þangað til í birtingu í gær. Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var einnig kölluð út í fyrrinótt vegna ökumanna sem voru í vandræðum á Fjarðarheiði, á milli Egilsstaða og Seyðisfjarð- ar, en engan sakaði þar frekar en á Norðurlandi. Starfi björgunarsveitarmanna á Norður- og Austurlandi lauk far- sællega um klukkan 2 í fyrrinótt Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi snjókomu og slæmu veðri um norðanvert land- ið næstu sólarhringa og Vegaerðin hvetur vegfarendur til að athuga færð á vegum áður en lagt er upp í langferð. Ingibjörg Daníelsdóttir, hjá umferðarþjónustu Vegagerðar- innar, segir of marga ökumenn virða að vettugi viðvaranir Vega- gerðarinnar og Veðurstofunnar. „Sumir virðast halda út í óvissuna að næturlagi og stíla upp á að starfsmenn Vegagerðarinnar eða björgunarsveitarmenn komi þeim til aðstoðar,“ segir Ingibjörg. Bílar skemmdust í sandstormi Sjálfvirkur veðurmælir við Papey sýndi að vindurinn hefði farið í 136,5 metra á sekúndu klukkan 4 í gærmorgun og 103,4 metra á sekúndu klukkan 7. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þessar tölur ekki standast og skýringin sé tæknilegs eðlis en ekki veðurfarsleg. Engu að síður var bálhvasst við suðausturströndina og stða- fest að vindurinn hafi farið í allt að 48 metra á sekúndu í hviðum á Skeiðarársandi. Ökumenn voru varaðir við að aka um sandinn en sumir létu sér ekki segjast og dæmi um að bílar hafi skemmst vegna sandfoks snemma í gær- morgun. „Það var vitlaust veður á þessum slóðum og í raun ekki glóra að vera þarna á ferðinni,“ segir starfsmaður Vegagerðarinn- ar á Höfn. Afar misjafnt virðist vera með hvaða hætti sýslumenn landsins innheimta svokallaðan löggæsluskatt. Einn þeirra sem telja innheimtuna afar ósanngjarna og koma hvað harðast niður á lands- byggðinni er Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Hvað er vandamálið? Það ríkir mikill hringlandaháttur um innheimtu þessa gjalds hjá sýslumönn- um landsins og þeim virðist í sjálfsvald sett hvernig þeir túlka lögin. Að mínu viti er um landsbyggðarskatt að ræða og við höfum sent umboðsmanni Alþingis bréf vegna þessa. Hvernig er þetta á Seyðisfirði? Hér er okkur gert að greiða löggæslu- kostnað vegna lokadansleiks Listahátíð- ar unga fólksins. Þrátt fyrir að bærinn ráði til eftirlits og aðstoðar tugi manna krefur sýslumaður félagsheimilið þar sem dansleikurinn fer fram um lög- gæslukostnað. Hvað ber ábyrgðina? Dómsmálaráðherra ber ábyrgð og sýslumenn eru í raun ekki að gera annað en verða við kröfum að ofan um að auka tekjur embætta sinna með hverjum þeim hætti sem mögu- legur er. Ósanngjörn skattheimta SPURT & SVARAÐ LÖGGÆSLUSKATTUR Í vikunni fann lögreglan á Haítí hauskúpur manna sem hún telur hafa verið notaðar við helgisiði vúdú. Hauskúpur hafa táknrænt mikilvægi í vúdú og trúa sumir að þær bægi frá illum öndum. Hver er uppruni vúdú? Vúdú er algengasta heitið á trúarbrögðum sem meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist. Talið er að rætur trúarinnar liggi í Vestur-Afríku, frá Gana í vestri til landsvæðanna kringum neðsta hluta Kongófljóts, og mun hún hafa borist frá Afríku til Haítí á tímum þrælasölunnar. Þar blandaðist trúin kaþólsku, sem hefur verið opinber trúarbrögð þar í landi í um 500 ár. Hvað er vúdú? Haítíbúar sem aðhyllast vúdú trúa að einn guð sé skapari alls. Einnig trúa þeir á tilvist anda og goða sem þeir geta leitað til. Þessir andar og goð munu flest vera afrísk að uppruna og bera það með sér en sum þeirra hafa verið samsömuð kaþólskum dýrlingum og bera þá nöfn þeirra. Sem dæmi má nefna Dambala, einn af guðum Fon-þjóðarinnar í Benin í Vestur-Afríku, sem tengist slöngum og birtist stundum í slöngulíki. Hann er tilbeðinn í vúdú, stundum undir þessu heiti en stundum er látið svo heita sem hann og heilagur Patrekur séu einn og sami. Kærleikur og stuðningur innan fjöl- skyldunnar er einna mikilvægasta gildið innan vúdú. Einnig er lögð áhersla á örlæti og það að gefa til samfélagsins. Er vúdú galdratrú? Í hugum margra tengist vúdú göldrum, þá sérstaklega vúdú-brúður og uppvakning hinna dauðu (e. zombies). Rannsóknir á grasafræði þjóðflokka styðja við kenningar um tilraunir til að vekja upp dauða en það er minniháttar fyrirbrigði í menningu dreifbýlissvæða Haítí og ekki hluti af vúdú-menningunni sjálfri. Það að stinga prjónum í vúdú-brúður tengist upphaflega lækningarmeðferðum. Hvernig vúdú-brúðan fór að tengjast því að bölva einstaklingum er óvitað. Sumir telja að þrælar hafi komið þeirri sögusögn af stað til að hræða þrælaeigendur. Heimildir: Vísindavefur Háskóla Íslands Wikipedia.org FBL GREINING: VÚDÚ Úbreiddustu trúarbrögðin á Haítí 76 7993 ÁR 2000 2002 2004 Svona erum við > Fjöldi tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands Heimild: Hagstofa Íslands Pétursborg 6. maí frá kr. 39.990 Kr. 39.990 Flugsæti með sköttum báðar leiðir. Netverð á mann. . Kr. 59.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli í "standard" herbergi á Hotel Moscow í 3 nætur. Netverð á mann. Einstök helgarferð í maí Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á að heimsækja þessa merku borg á frábærum tíma. Fjögurra nátta helgarferð á frábærum kjörum í beinu morgunflugi 6. maí. Fjölbreytt gisting í boði og einstakar kynnisferðir með Pétri Óla Péturssyni fararstjóra o.fl.. Hvöss norðanátt með skafrenningi og ofankomu olli mikilli ófærð á vegum um allt norðan- og austanvert landið í gær og fyrrinótt. Fjöldi fólks lenti í erfiðleikum á fjallvegum sökum ófærðar og björgunarsveitarmenn voru kallaðir til aðstoðar á Holtavörðuheiði, Fjarðarheiði og í Vatnsskarði en engan sakaði. Aftakaveður var á Suðausturlandi í gær- morgun og skemmdust bílar í sandfoki á Skeiðarársandi. KAPPKLÆDD Akureyringar drógu fram vetrarklæðnaðinn í gær og víst að honum verður ekki lagt næstu dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Sigurður Ragnarsson Útlitið ekki gott Sigurður Ragnars- son veðurfræðingur segir að búast megi áfram við norðlægum áttum með snjókomu og skafrenningi um norðanvert landið. „Veðrið verður keimlíkt vikuna á enda og jafnvel lengur. Þegar líður að helgi má búast við harðnandi frosti og getur það farið niður í 6 gráður við sjávarsíðuna norðanlands en eitthvað mildara syðra. Það er litlar breytingar að sjá í kortunum svo langt sem spár ná og ekki útlit fyrir hlýnandi veður fyrr en eftir rúma viku,“ segir Sigurður. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og skíðamenn taka síðbúnum vetri fagnandi. Guðmundur Karl Jónsson, staðar- haldari í Hlíðarfjalli við Akureyri, segir að nú sé mun meiri snjór á skíða- væðinu en undanfarin ár og útlitið gott fyrir skíðafólk. „Það er von á meiri snjókomu og tökum við henni fagnandi enda fáum við aldrei nóg af snjó. Snjókoman síðustu daga er sú besta á þessu árstíma síðan árið 2002 og stefnir í góða páska og Andrésar andar leika,“ segir Guðmundur Karl. Guðmundur Karl Jónsson Skíðasvæðin full af snjó Aftakaveður og ófærð RÉTTI FERÐAMÁTINN Það kafsnjóaði á Akureyri í gær og var hálka og þæfings- færð á götum. Sumir brugðu á það ráð að fara á milli staða á vélsleðum. FRÉTTABLAÐIÐ/KK FRÉTTASKÝRING KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON kk@frettabladid.is TRYGGVI HARÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.