Fréttablaðið - 29.03.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.03.2006, Qupperneq 24
MARKAÐURINN Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hagar hafa eignast fimm sér- vöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi. „Við höfum náð frá- bærum árangri á Íslandi og er það Ingibjörgu mest að þakka,“ segir Jón Arnar og kímir. „Oasis- verslunin í Kringlunni hefur oft verið notuð sem sýnidæmi fyrir þær verslanir sem hafa verið að koma inn frá öðrum löndum og hefur í gegnum tíðina verið sölu- hæsta verslun Oasis fyrir utan Bretland.“ Jón Arnar segir að þau muni nú einblína á danska markaðinn en þau reka fjórar Oasis-versl- anir, meðal annars í Magasin du Nord, og undirbúa opnun fimmtu verslunarinnar í Illum. Hann segir að Oasis hafi fengar góðar viðtökur í Danmörku og standi merkið dönskum samkeppnisað- ilum fyllilega á sporði. Samkvæmt heimildum var velta þessara fimm verslana, sem Hagar festu kaup á, rétt um þrjú hundruð milljónir króna á síðasta ári og varð góður hagnað- ur af starfseminni. Hagar hafa sett stefnuna á minni sérvöruverslanir að und- anförnu eftir að hafa haldið að sér höndum um nokkurt skeið og eingöngu einblínt á þær stóru sérvöruverslanir sem félag- ið rekur eins og Debenhams og Zara. „Í framhaldi af því að við seldum Skeljung höfum við sett stefnuna á smásölumarkað- inn,“ segir Finnur Árnason, for- stjóri Haga. Hagar keyptu fyrir nokkrum vikum fimm verslanir í Kringlunni um svipað leyti og félagið seldi Skeljung. Þetta voru tískuverslanirnar Karen Millen, Whistles, Shoe Studio, Warehouse og All Saints. Finnur segir að Hagar muni opna nýja verslun í Smáralind í næsta mánuði undir merkj- um bresku verslunarkeðjunnar Evans, sem selur kvenföt fyrir eldri konur. Nær öll þessi tískumerki eiga það sammerkt að vera annað hvort í eigu Mosaic Fashions eða Shoe Studio Group, sem eru að hluta til í eigu Baugs Group, stærsta hluthafans í Högum. Hagar sækja áfram inn á sérvörumarkað Kaupa tíu tískuverslanir í Kringlunni og Smáralind á skömmum tíma, þar á meðal Oasis og Karen Millen. 29. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Fyrirtækin IOD (Innflutningur og dreifing, sem er hluti af fyrir- tækjasamstæðu Tölvulistans) og Heildsala Opinna kerfa (hluti af Kögunarsamstæðunni) hafa feng- ið leyfi Microsoft á Íslandi til að dreifa hugbún- aði fyrirtækisins. Hingað til hefur eini dreifingar- aðili Microsoft hér verið Tölvudreifing. „Þetta mun væntanlega leiða til enn öflugri dreifingar en áður hér á landi og aukinnar samkeppni á heildsölu Microsoft-hugbúnað- ar,“ segir í tilkynningu Microsoft á Íslandi, en IOD og Heildsala Opinna kerfa vinna eftir svoköll- uðu „sub-distribution“ kerfi. Það þýðir að fyrirtækin geta keypt hugbúnað og hug- búnaðarleyfi af bæði íslenskum og erlendum dreifing- araðilum sem eru með beinan samn- ing við Microsoft og endurselt smá- sölufyrirtækjum hér. Tölvudreifing verður eftir sem áður eini íslenski dreif- ingaraðilinn með beinan samning við Microsoft. - óká Fleiri dreifa hug- búnaði Microsoft 9,4% * * Ávöxtun sl. 6 mánu›i fær› upp á ársgrundvöll er 9,4% m.v. tímabili› 31. ágúst 2005 til 28. febrúar 2006 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 8 6 6 OASIS Í SMÁRALIND Hagar hafa keypt tíu tískuverslanir í Kringlunni og Smáralind á skömmum tíma. Microsoft hefur staðfest útgáfu- áætlun sína fyrir næstu útgáfu Windows-stýrikerfisins sem bera mun nafnið Windows Vista. Fyrirtæki með hugbúnaðar- leyfissamninga við Microsoft geta uppfært stýrikerfi sín í nóv- ember næstkomandi, en Windows Vista kemur ekki á markað fyrir heimilistölvur fyrr en í janúar á næsta ári. Útgáfurnar sem koma á markað í janúar 2007 eru þær sem seldar eru í verslunum og þær sem fylgja nýjum tölvum. „Microsoft ákvað að gefa ekki út Windows Vista fyrir neytendur á þessu ári til að tryggja aðgengi að vörum og þjónustu vikurnar eftir fyrsta útgáfudag, en eins og gefur að skilja er það erfiðara í framkvæmd í miðri jólaösinni. Jafnframt dregur það úr álagi að gefa fyrirtækja- og neytendaút- gáfurnar út hvora á sínum tíma,“ segir í tilkynningu Microsoft á Íslandi. Næsta „beta“-prufuútgáfa Windows Vista verður gefin út fyrir mitt þetta ár til allt að tveggja milljóna tölvuáhuga- manna sem vilja prófa nýjasta stýrikerfi Microsoft þegar á vinnslustigi. Talsmenn Microsoft segja reynsluna af síðustu prufu- útgáfu, sem um hálf milljón manna hefur tekið þátt í að prófa, hafa verið mjög góða. - óká VIÐ KYNNINGU Á MICROSOFT VISTA Microsoft kynnti í júlí í fyrra nafnið á stýrikerfinu sem tekur við af XP. Nordicphotos/Getty Images Fyrirtækin fá Vistu í nóvember Actavis hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Og Vodafone sem nær til allrar fjar- skiptaþjónustu fyrirtækisins hér á landi. Actavis er með starf- semi í yfir þrjátíu löndum og yfir 10.000 starfsmenn. Markmiðið er sagt vera að einfalda umsýslu Actavis í fjar- skiptamálum og er stefnan að koma á virkum tengslum við Vodafone fyrirtæki í löndun- um þar sem fyrirtækið er með starfsstöðvar. „Starfsemi Actavis teygir sig víða um heim og það gerir þjónusta Vodafone fyrir- tækja einnig. Þess vegna er Og Vodafone vel til þess fallið að halda starfsmönnum Actavis í góðu sambandi heima og að heim- an,“ segir Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi. - óká Samið um símaþjónustu FORSVARSMENN FYRIRTÆKJANNA Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Samson eignarhaldsfélag, stærsti hluthafinn í Landsbankanum, hagnaðist um 8.262 milljónir króna í fyrra. Félagið heldur utan um fjörutíu prósenta eignarhlut í Landsbankanum sem metinn var á 112 milljarða króna um síðustu áramót. Í bókum félagsins er hluturinn metinn á 46,1 milljarð króna. Eigið fé var bókfært á 14.292 milljónir króna í árslok en miðað við markaðsvirði bréfanna í Landsbankanum nam eigið fé 68.335 milljónum króna að teknu tilliti til skatta. Fimm hluthafar eiga Samson en 99 prósent hlutafjár eru í eigu Björgólfsfeðga. - eþa Samson vanmetinn BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Eigið fé Samsonar myndi hækka um 52 milljarða ef hlutabréf yrðu færð á markaðsvirði. Lýður Guðmundsson, sem til- kynnti á aðalfundi Bakkavarar að hann yrði framvegis starf- andi stjórnarformaður Exista, mun starfa á skrifstofu Exista í Lundúnum. „Við sjáum fram á vaxandi umsvif hjá Exista og að félagið verði sett á markað á þessu ári,“ segir Erlendur Hjaltason, forstjóri félagsins. Hann segir að ástæður þessarar ákvörðunar Lýðs megi rekja til þessa. Um verkaskiptingu þeirra segir Erlendur að hún verði eins og gerist milli forstjóra og starf- andi stjórnarformanns. - eþa Lýður starfar í Lundúnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.