Fréttablaðið - 29.03.2006, Síða 28
MARKAÐURINN 29. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR8
F R É T T A S K Ý R I N G
Árið á íslenskum hlutabréfamarkaði hófst
með mikill flugeldasýningu, svo mikilli að
mörgum þótti nóg um. Hækkun íslenskra
hlutabréfa undanfarin ár, einkum bréfa
fjármálafyrirtækja, hefur verið gríðarleg
og ekki von til þess að sama hraða yrði
haldið til eilífðar.
RÉTTMÆTI OG RANGFÆRSLUR
Bankarnir hafa aukið umsvif sín veru-
lega og eigið fé og eignir vaxið með ógn-
arhraða. Uppsveifla í efnahagslífinu og
sterk króna hafa skapað tækifæri til ytri
vaxtar í útlöndum. Í Evrópu er allt með
hægara sniði en hér. Vextir eru lágir og
lítið að gerast í efnahagslífinu. Bankarnir
og útrásarfyrirtækin hafa nýtt sér kjörað-
stæður á markaði. Lánsfé í evrum er ódýrt
og eigið fé í íslenskum krónum verðmeira
en áður. Þar við bætist að peningar í
umferð innanlands hafa verið umtalsverð-
ir og kjöraðstæður til að sækja sér aukið
hlutafé á markað. Þetta hefur stuðlað að
mikilli erlendri fjárfestingu og sókn á
aðra markaði. Ekkert varir hins vegar að
eilífu og upp á síðkastið hafa Íslendingar
fengið að kenna á fylgifiskum áberandi
velgengni. Vantrú, öfund og jafnvel ill-
vilja, þar sem allt er túlkað á versta veg.
Það hafði reyndar örlað á efasemdum
um að vöxtur bankanna stæðist nákvæma
skoðun. Greiningardeild Royal Bank of
Scotland um Kaupþing banka olli smá
titringi. Hún var reyndar illa unnin og illa
ígrunduð, en síðan þá hafa fleiri orðið til
að endurtaka réttmætar ábendingar um
áhættu í rekstri bankanna og rangfærslur
um íslenskt efnahagslíf og starfsemi fjár-
málafyrirtækjanna.
SLEGGJUDÓMARNIR FALLA
Í umræðunni hér heima örlaði á því sama.
Ekki var gerður greinarmunur á áhættu
og réttmætri viðvörun og sleggjudómum
erlendra greiningardeilda og fjölmiðla.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa; krón-
an féll og hlutabréf lækkuðu. „Er allt
að hrynja?“ var spurningin sem dundi á
öllum þeim sem fylgjast með markaðn-
um. Menn gláptu á lækkun hlutabréfa
og veikingu krónunnar, án þess að setja
það í samhengi við að allir voru sammála
um að krónan væri af skaðlegum styrk
og að hlutabréf gætu tæplega hækkað
með þeim hraða sem var í upphafi árs.
Það sem gerðist var einfaldlega að við
vorum minnt á það að ytri þættir hafa
áhrif á líf okkar og markaður sem er
verðlagður miðað við að menn mæti
aldrei neinu mótlæti er líklega ekki rétt
verðlagður.
Staða bankanna og efnahagsmála
gefur ekki tilefni til mikillar svartsýni,
en heldur ekki þeirrar bjartsýni sem
farin var að einkenna alla umræðu hér
á landi. Útrásin og vöxturinn sem verið
hefur í viðskiptalífinu mun halda áfram,
en kannski ekki á sama hraða og síðasta
ár. Danir virðast margir hverjir anda
léttar og vera um það bil að sannfæra
sig um að uppgangur ungra Íslendinga
hafi verið vondur draumur. Innanlands
eru líka einhverjir sem eru langþreyttir
á að klípa sig í handlegginn til að vekja
sig af martröð síðustu ára og telja sig nú
loksins vaknaða. Þeir sem þannig nálgast
veruleika útrásarinnar og viðskiptanna
munu sennilega þurfa að klípa sig í hand-
legginn í nokkur ár enn. Stærð og styrkur
íslenskra banka og fyrirtækja er kominn
til að vera.
SÁRAR TÆR
Þeir sem hratt fara yfir, ekki síst ef þeir
gera það í fjölmenni, komast ekki hjá því
að stíga á einhverjar tær. Sárustu tærnar
virðast nú vera í Danmörku. Þaðan eru
verstu sögusagnir um áhættu bankanna
og veikleika íslensks efnahagslífs komn-
ar. Þar fer fremstur í flokki Danske Bank.
Um það bil sem umræða um íslenskt efna-
hagslíf og bankana var á leið í skynsam-
legri farveg birti greiningardeild Danske
Banks skýrslu um horfur í íslensku efna-
hagslífi. Skýrslan var á yfirborðinu vel
unnin, en leitun er á hagfræðingi sem
eitthvað þekkir til íslensks efnahagslífs
sem er sammála þeirri mynd sem þar er
dregin upp. Sumt mun ekki lifa, en annað
fer á sveim og mun dúkka upp í umræðu
um Ísland næstu mánuðina. Verst er þar
samlíkingin um að aðstæður hér séu svip-
aðar og í Taílandi og Tyrklandi skömmu
áður en þessar þjóðir gengu í gegnum
efnahagskreppu og fjármálakreppu. Sá
samanburður stenst ekki nema slæleg-
ustu yfirborðsskoðun, en nógir eru um
slíkt í þessum heimi. Íslendingar verða
að vera duglegir að brjóta niður þennan
alranga samanburð, því hann getur undið
upp á sig og orðið til þess að veikja traust
á okkur.
EKKI ÖLL GAGNRÝNI RÖNG
Menn geta svo spurt sig hvort þessi
gagnrýni á efnahagslífið og bankana sé
á engu byggð. Svarið er að auðvitað eru
glæðurnar fyrir hendi og þegar margir
físibelgir fara saman er hægt að ná upp
eldi í skamman tíma þrátt fyrir rýrt
eldsneyti. Ekki bætir úr skák þegar
lurkum er kastað á slíkan eld. Stjórn
efnahagsmála hefur ekki verið nægjan-
lega aðhaldssöm og hagfræðingar hafa
margoft bent á hættuna af slaka ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum. Það er
einkum tvennt sem kynt hefur undir
þenslunni; tímasetning hækkunar hús-
næðislána og tímasetning skattalækk-
ana. Afgangur af ríkisfjármálum hefur
ekki verið nægur og mun hverfa hratt
þegar dregur úr þenslunni. Ríkið skuld-
ar hins vegar lítið og hefur verið að
greiða niður skuldir.
Við erum hins vegar skuldug þjóð.
Íslendingar skulda 324 prósent af lands-
framleiðslu sinni erlendis. Það er há pró-
senta, en eins og Jón Steinsson hagfræð-
ingur benti á í grein í Morgunblaðinu
eru verulegar erlendar eignir á bak við
þessar skuldir. Nettó erlend skuldastaða
er samt sem áður há, 83 prósent af lands-
framleiðslu. Þar verða menn að horfa til
þess að við erum yngri þjóð en nágrannar
okkar og eigum því fleiri tekjumyndandi
ár fram undan til að greiða af þess-
um skuldum. Þeir sem einblína á brúttó
skuldastöðuna, eins og Danske Bank, eru
raunar að halda því fram að við sem
hagkerfi getum ekki vaxið út fyrir okkur
sjálf. Stór hluti skuldanna er háar skuldir
fyrirtækja vegna erlendra fjárfestinga.
Skuldir sem koma hagkerfinu hér ekkert
við, nema að þær munu skila sér sem
arður ef fjárfestingarnar reynast arð-
samari, en vaxtagreiðslur af lánunum. Við
verðum að vona að svo sé og svo sem fátt
sem bendir til annars.
GLITNIR STYRKIR SIG
Bankarnir fjármagna sig í sífellt meiri
mæli með skuldabréfaútgáfum. Íslensk
innlán standa engan veginn undir vexti
útlána þeirra. Þar við bætist að slík fjár-
mögnun banka færist í vöxt. Sparnaður er
að breytast. Bankabækurnar víkja fyrir
söfnunarlíftryggingum og fjárfestingar-
sjóðum ýmiss konar. Slíkir sjóðir dreifa
áhættu með kaupum á hlutabréfum og
skuldabréfum ríkja, banka og fyrirtækja.
Þessi markaður er ólíklega að loka á næst-
unni.
Hins vegar þurfa bankarnir að glíma
við þá staðreynd að álag bréfa þeirra á
eftirmarkaði hefur hækkað og ef það geng-
ur ekki til baka mun fjármögnun þeirra
verða dýrari. Það getur svo aftur þýtt að
hægja muni á vexti þeirra. Vöxtur bank-
anna hefur verið geysihraður og eflaust
lítið mál fyrir þá að taka þá á innri þáttum
starfseminnar til að takast á við frekari
vöxt síðar. Bankarnir hafa farið misvel út
úr umræðunni. Uppbygging Glitnis hefur
verið meira í takt við hefðbundna evr-
ópska banka og bankinn nýtur þess nú í
mun minna álagi á skuldabréf sín. Bankinn
hefur nú fengið lánshæfismat hjá Standard
og Poor‘s sem er til þess fallið að slá á
umræðuna. Glitnir stendur eftir sterkari
en áður, en lánshæfismatið mun eflaust
gagnast hinum einnig í umræðunni.
Enginn veit hvert markaður stefnir, en
ekki er ástæða til að ætla að undirstöðurn-
ar séu ótraustar. Umræðan er hins vegar
hættuleg og mikilvægt að bankarnir dragi
lærdóm af henni og nýti sér til að mæta
slíku í framtíðinni. Því meira áberandi
sem við verðum í viðskiptum í öðrum
löndum, því líklegra er að reynt sé að
koma á okkur höggi. Að einhverju leyti
er það undir okkur sjálfum komið hvort
það tekst.
Nefrennsli en engin lungnabólga
Íslensk fjármálafyrirtæki og efnahagslíf hafa glímt við neikvæða umræðu að undanförnu. Hér er
auðvitað ekki allt í himnalagi, en fráleitt að mála skrattann á vegginn. Hafliði Helgason veltir fyrir sér
umræðunni og stöðunni á markaðnum.
M
ar
ka
ðu
rin
n/
G
VA