Fréttablaðið - 29.03.2006, Page 32

Fréttablaðið - 29.03.2006, Page 32
MARKAÐURINN 29. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Skiptar skoðanir eru um kosti þess og galla að halda í krónuna sem gjaldmiðil. Hingað til hefur almennt verið litið svo á að evran yrði tæpast tekin upp hér á landi í stað krónunnar nema sem hluti af fullri aðild landsins að Evrópusambandinu. Þá hefur verið bent á að einhliða upptaka evru án aðildar að samband- inu jafngilti því að taka á sig skuldbindingar og óþægindi án þess að á móti væru tryggð réttindi og tækifæri. Núna heyrast einnig í umræðunni raddir um að ef til vill megi semja um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu án þess að ganga í Evrópusambandið. Bent er á að fordæmi séu fyrir slíkum sérsamningum, svo sem um aðild að Schengen-samstarfinu, sem aðeins átti að eiga við Evrópusambandsríki. Þá er einnig bent á að Ísland sé nú þegar hluti af innri markaði Evrópusambandsins með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu. ÚTVEGSMENN VILJA EVRU Núna þrýsta bankarnir á í gengisumræðunni og sagði Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings banka, í nýlegu viðtali við Fréttablaðið krónuna vera „fáránlega“. Hann bendir á að sjötíu prósent tekna bank- ans komi frá útlöndum og segir umræðu þurfa að fara fram um hvernig úrelda skuli krónuna. Samtök iðn- aðarins segja fyrirtæki landsins langþreytt á þeim sveiflum í rekstr- arumhverfi þeirra sem samfara séu íslensku krónunni. Sömuleiðis hefur kveðið við þann tón hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, en Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri sam- bandsins, segir fyrir- tæki í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði hafa liðið fyrir allt of sterkt gengi hennar að undanförnu. Hann segist vera talsmaður þess að taka hér jafn- vel upp evru einhliða, en telur um leið að ekki hafi verið fullkannaður sá möguleiki að fá aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu án Evrópusambandsaðildar. Hann segir nauðsynlegt að velta upp öllum mögu- leikum í ástandi þar sem mikil þensla ríki og stjórnvöld grípi ekki til mótvægisaðgerða, Fleiri líta krónuna hornauga Hagfræðistofnun Háskólans segir í nýlegu riti betra að halda krónunni en skipta yfir í evru. Raddir ágerast þó sem telja skipti óumflýjanleg. Forsætisráðherra vill aukna umræðu og Samtök iðnaðarins vilja sækja um Evrópusambandsaðild. Útvegsmenn hafna aðild, en vilja taka hér upp evru einhliða. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér umræðuna. Evrulöndin 12: Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal og Spánn. Smærri Evrópuríki utan ESB: Andorra, Mónakó, San Marínó, Vatíkanið og Svartfjallaland. Ríki með fasttengingu við evruna: Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Benín, Búrkína Fasó, Kómoreyjar, Danmörk, Eistland, Fílabeinsströndin, Grænhöfðaeyjar, Miðbaugs-Gínea, Gabon, Gínea Bissá, Kamerún, Kongó, Kýpur, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Marokkó, Níger, Senegal, Tógó, Tsjad og Ungverjaland, auk sjálfsstjórnar- svæða sem tilheyra Frakklandi (Mayotte, Saint-Pierre, Miquelon, Franska-Pólýnesía, Nýja-Kaledónía og Wallis og Futunaeyjar). Heimild: http://wilkiecollins.demon.co.uk/euro/eurocountries.htm L Ö N D S E M N O T A E V R U N A Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra segist telja að upptaka evru kalli á inn- göngu í Evrópusambandið. „Mér finnst þó áhuga- vert að fram fari umræða um mögulega aðild að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu eingöngu. Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnin og ráðherrar sem ég hef rætt við, hafa talið að fyrir því væri ekki pólitískur vilji,“ segir Halldór en telur þó að sú leið væri fær hvort held- ur sem er frá form- eða laga- legu sjónarhorni. „Evran var tekin upp vegna innri mark- aðarins og við erum aðilar að honum. Þar af leiðandi væri eðlilegt að við gætum í leiðinni verið aðilar að evrópska myntbandalaginu. Hingað til hafa svörin hins vegar verið skýr á þá leið að það geti aðeins aðildar- ríki Evrópusambandsins og reyndar eru þau ekki einu sinni öll aðilar að því.“ Á hádegisfundi með for- sætisráðherra í Háskólanum í Reykjavík á mánudag kom fram í máli hans að krónan hlyti að verða þrándur í götu fyrirætlana um að koma hér á fót alþjóðlegri fjármála- miðstöð og í að laða að erlend fyrirtæki. „Stöðugleiki er mikilvægur fyrir tiltrú og stöðugleiki á Íslandi, bæði í efnahags- og fjármálum, hlýtur að vera mikil forsenda þess að erlendir aðilar hafi á því tiltrú að setja sig hér niður,“ segir hann og hvet- ur til aukinnar umræðu um stöðu íslensku krónunnar og viðhorfsins til inngöngu í Evrópusambandið. „Staðreyndin er að alltaf verður erfitt að reka íslensku krónuna í alþjóðlegu fjár- málaumróti. Íslenska krón- an er minnsti gjaldmiðill í heimi á frjálsum markaði. Framhjá því komumst við ekki og þess vegna er hún mjög viðkvæm fyrir hvers konar hreyfingum á markaði. Við höfum enda séð það nú að vont umtal erlendis, byggt á vanþekkingu, getur orðið til þess að setja ákveðna skriðu af stað,“ segir Halldór og telur enn ljóst að ef Bretar, Danir eða Svíar verði aðil- ar að evrunni verði nánast ómögulegt fyrir okkur að standa þar fyrir utan. „Þetta eru staðreyndir sem menn verða að tala út frá og ég hef saknað þess, bæði af hálfu atvinnu- og fjármálalífs, að þeir skuli ekki taka þessi mál til meiri umfjöllunar,” segir hann og kveðst þess fullviss að atburðir síðustu daga veki upp meðal fjár- málafyrirtækja umræðu um stöðu krónunnar. Halldór Ásgrímsson segir þó ekki enn tímabært að þjóð- in geri upp hug sinn varðandi mögulega aðildarumsókn. „Til þess er umræðan ekki enn nægilega þroskuð.“ FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór Ásgrímsson á fundi í Háskólanum í Reykjavík 27. mars 2006. MARKAÐURINN/GVA Myntbandalagið eitt er ólíklegur kostur Til eru fjölmörg dæmi um að semja megi um alls konar hluti. ... fjöldi smáþjóða notar evruna, svo sem Vatíkanið, Mónakó, San Marino og Svartfjallaland. Fyrstu þrjú lönd- in slá meira að segja eigin mynt með sérstöku leyfi Evrópu- sambandsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.