Fréttablaðið - 29.03.2006, Side 56

Fréttablaðið - 29.03.2006, Side 56
32 29. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI 49. ársþing HSÍ fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal á föstudag og bíða 67 tillög- ur afgreiðslu þannig að það verð- ur væntanlega handagangur í öskjunni. Meðal þess sem vekur athygli í ár eru tillögur frá dómaranefnd HSÍ sem miða að því að að bæta starfsumhverfi dómara og að fá fleiri dómara inn í starfið enda hefur nýliðunin ekki verið eins og best verður á kosið. Mælt er með því að félög séu skikkuð til að halda úti ákveðnum fjölda dómara og uppfylli þau ekki ákveðin skil- yrði er varða dómaramál í félag- inu fái þau ekki keppnisleyfi. Einnig vekur athygli að sektir aga- nefndar sem verið hafa litlar 30 þúsund krónur eru hækkaðar í 250 þúsund samkvæmt einni tillög- unni. Tvær tillögur liggja fyrir þing- inu er varða félagaskipti á Íslandi en sárlega hefur vantað glugga í janúar af ýmsum ástæðum. Ein tillagan mælir með lengingu frá júní til loka janúar en hin mælir með að glugginn opni einfaldlega aftur í janúar. „Leikmenn sem finna ekki fót- festu einhvers staðar geta með þessari breytingu skipt um félag á tímabilinu og þessi breyting mun einnig koma sér vel fyrir þá hand- boltamenn sem eru erlendis en snúa kannski heim um jólin. Þeir gætu byrjað að spila strax hér heima í janúar verði þetta sam- þykkt,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sem var á fullu að undirbúa ársþingið. Ein athyglisverðasta tillagan kemur frá Þór á Akureyri en Þórs- arar bera hag leikmanna greini- lega fyrir brjósti því þeir vilja leyfa leikmönnum að skipta um félag standi félag þeirra ekki við A-samning í tvo mánuði. Með öðrum orðum þá gætu leikmenn skipt um félag fengju þeir ekki greidd umsamin laun í tvo mánuði en pottur ku víða vera brotinn í hreyfingunni í launamálunum og margir leikmenn oft beðið lengur en í tvo mánuði eftir launum. Þórs- arar vilja með þessari tillögu koma í veg fyrir að félög kaupi sér sæti í efstu á „kredit“ því samkvæmt núverandi kerfi geta leikmenn ekki farið á tímabilinu þótt þeir fái ekki greidd laun. Verður áhugavert að sjá hvort þessi tillaga gangi í gegn en kunnugir segja það ekki líklegt. HSÍ hefur síðan lagt fram til- lögu þess efnis að hægt sé að ræða við samningsbunda leikmenn 1. mars sama ár og samningur við- komandi leikmanns rennur út. Vantað hefur skýrar reglur í þess- um málum og hafa margir óskað eftir þeim. Það er áhugavert að sjá að í til- lögu HSÍ um fyrirkomulag deilda- keppninnar stendur ekki skýrum stöfum að spiluð verði átta liða úrvalsdeild eins og stefnt er að. „Þetta eru nauðsynlegir varnaglar því við getum ekki gengið að því sem vísu að öll lið mæti til leiks á næsta ári,“ sagði Einar. „Það er öruggara að hafa vaðið fyrir neðan sig en við stefnum samt að átta liða úrvalsdeild.“ Ein af tillögum Þórsara er að færa átta liða úrslit bikarkeppn- innar aftur fyrir Íslandsmótið. Spila þá heima og heiman og reyna að búa til úrslitakeppnisstemn- ingu. Deildarbikarinn, sem á að vera eftir mót í ár, yrði þá færður fram í byrjun árs. Þór er líka með þá þörfu tillögu að öll lið séu skikkuð til þess að taka upp heimaleiki sína sem þau síðan þurfa að senda til HSÍ. Það yrði síðan á ábyrgð eftirlitsdóm- ara að ganga úr skugga um að kvikmyndavél sé til staðar í upp- hafi leiks. Þótt fjöldi tillagna liggi fyrir þinginu er ekki þar með sagt að öll félög séu að reyna að hafa áhrif á störf hreyfingarinnar því lang- flestar tillögurnar koma frá HSÍ og aðeins Þór, HK og ÍR sáu ástæðu til þess að senda inn tillög- ur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 26 27 28 29 30 31 1 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Haukar og ÍS mætast í Iceland Express-deild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Meistaradeildin með Guðna Bergs á Sýn.  18.30 Meistaradeildin á Sýn. Lyon gegn AC Milan. Inter gegn Villarreal á Sýn Extra.  22.35 Formúlukvöld á Rúv.  22.45 Meistaramörk á Sýn. KÖRFUBOLTI Haukar taka á móti ÍS í kvöld í oddaleik liðanna í undan- úrslitarimmu Iceland Express- deildar kvenna. Haukar unnu fyrsta leikinn á heimavelli, 76-66 en ÍS jafnaði metin um helgina þegar þær unnu 83-71. Ívar Ásgrímsson þjálfari ÍS segir að nýtt mót sé í gangi og ekki skuli vanmeta ÍS liðið þar sem leikur þess hefur gjörbreyst frá því í upphafi Íslandsmótsins. „Við byrjuðum mjög seint að æfa og vorum ekki í nægilega góðu formi til að byrja með. Við fengum útlendinginn okkar ekki fyrr en undir lok janúar og við vorum því alveg bakvarðarlaus fram að því. Það er því ekkert hægt að miða tímabilið við það sem er að gerast í dag þar sem við vorum einfaldlega ekki tilbúin. Ég er sannfærður um að við værum ofar í töflunni ef við hefð- um verið með frá upphafi mótsins enda erum við í allt öðrum gír í dag,“ sagði Ívar við Fréttablaðið í gær. „Ég býst við áframhaldi á þeirru baráttu sem einkennt hefur leikina, sérstaklega um fráköstin. Lið eins og Haukar og Keflavík eru fljót að refsa og því er lykilat- riði að vera með sem fæsta tapaða bolta. Haukarnir tóku 22 sóknar- fráköst í fyrsta leiknum sem þær unnu en við löguðum það í næsta leik og sigruðum. Baráttan og hugarfarið verða einkennandi og það lið sem hefur betur þar mun taka einvígið,“ sagði Ívar. Megan Mahoney og Helena Sverrisdóttir hafa verið lykil- menn Hauka í vetur og Ívar veit að það þarf að stöðva þær í að eiga sinn besta leik í kvöld. „Megan er lykilleikmaðurinn hjá þeim. Eftir að hún kom breyttist leikur þeirra og hann hætti að fara í gegnum Helenu jafn mikið og hann gerði í byrjun tímabilsins þar sem hún var allt í öllu. Við erum búin að spila það oft á móti Haukum að liðin eru farin að þekkjast vel,“ sagði Ívar að lokum. - hþh Haukar og ÍS mætast í oddaleik um sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna: Tekst ÍS að slá út deildarmeistarana? MARIA CONLON Útlendingurinn í liði ÍS sem hefur styrkt liðið til muna. Hér skorar hún í fyrsta leik liðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikmenn frjálsir ferða sinna fái þeir ekki greidd laun í tvo mánuði Ársþing HSÍ fer fram á föstudag en tæplega sjötíu tillögur bíða afgreiðslu á þinginu. Þar af eru nokkrar mjög áhugaverðar tillögur en athygli vekur að fá félög sjá ástæðu til þess að leggja fram tillögur. EINAR ÞORVARÐARSON Framkvæmdastjóri HSÍ býst við líflegu ársþingi á föstudag enda liggja 67 tillögur fyrir þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR AÐRAR ÁHUGAVERÐAR TILLÖGUR: - Gildistími samninga leikmanna verði til sýnis á hsi.is. - Hægt verði að taka dómarapróf á netinu. - Annar flokkur lagður niður, þriðji flokkur lengdur um eitt ár og kallaður unglingaflokkur. - Öll lið verði að hafa dómarafulltrúa innan sinna raða sem haldi utan um dómaramálin í félaginu. ÍÞRÓTTALJÓS HENRY BIRGIR GUNNARSSON henry@frettabladid.is > Golflandsliðið á Spáni Íslenska landsliðið í golfi er komið til Spánar þar sem það keppir á Sherry-mót- inu í golfi sem hefst í dag. Keppnin fer fram á Sodogrande-svæðinu á suðurhluta Spánar frá 29. mars til 1. apríl. Þetta er fjögurra daga mót og er bæði einstakl- ings- og liðakeppni, þar sem þrjú bestu skorin telja í karlaflokki og tvö bestu í kvenna- flokki. Í framhaldi af mótinu verður Staffan Johansson landsliðsþjálfari með æfingabúðir fyrir íslenska landsliðið en Ólöf María Jónsdóttir kemur til Spánar frá Bandaríkjunum á morgun og sama dag kemur Birgir Leifur Hafþórs- son til móts við landsliðshópinn frá Lúxemborg. Þór/KA upp í efstu deild Sameiginlegt lið Þórs og KA hefur þegið boð KSÍ um að taka þátt í Landsbanka- deild kvenna í sumar. ÍBV ákvað að senda ekki kvennalið, ekki frekar en ÍA sem féll úr deildinni í fyrra. Þór/KA lék umspilsleiki gegn FH um sæti í efstu deild síðastliðið haust en tapaði þeim, samt sem áður fá þær tækifæri núna til að spila á meðal þeirra bestu. „Við vissum að þetta væri alvarlegt, en vonuðumst til að það yrði ekki jafn alvarlegt og þetta,“ segir Elísabet Gunn- arsdóttir, þjálfari Vals, um markmann sinn Guðbjörgu Guðmundsdóttur sem er með slitið krossband og verður frá í að minnsta kosti sjö mánuði. Guðbjörg er á leiðinni í aðgerð áður en ströng endurhæfing tekur við en þetta er gríð- arlegt áfall fyrir hana og Valsliðið. „Við spiluðum við Stjörnuna á fimmtudaginn í síðustu viku í níu stiga frosti og hún var ekki búin að hafa ýkja mikið að gera og því stóð hún kyrr ansi mikið. Svo kemur sending til baka og hún ætlar að sparka frá en þá fer kross- bandið bara í löppinni sem hún stígur í. Það er skrýtið með krossbandameiðsli að oft fer þetta þegar enginn á von á því, ekki þegar um tæklingu er að ræða eða slíkt,“ sagði Elísabet en Guðbjörg er aðalmarkmaður U21 árs landsliðs Íslands og varamarkmaður aðal- landsliðsins. „Guðbjörg var eini markmað- urinn okkar. Þetta er síðasta staðan sem við máttum missa út úr. Íslenskir markmenn í kvennaknattspyrnunni standa ekki í röðum og það er lítið úrval af mjög góðum markmönn- um. En við leysum þetta fyrir sumarið og við ætlum að vera með tvo markmenn. Við höfum alla anga úti og erum búin að vera að tala við Ásu Dögg Aðalsteinsdóttur sem er hjá klúbbnum sem við erum að reyna að ná samingum við,“ sagði Elísabet en Ása er markmaður U-19 ára landsliðs Íslands. Valsstúlkur eru á leiðinni til La Manga á Spáni þar sem þær mæta þremur norskum úrvalsdeildarklúbb- num. „Það er ekki gæfulegt að fara markmannslaus út í þetta verkefni en við leysum það eins og annað,“ sagði Elísabet að lokum. GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, MARKMAÐUR VALS: FRÁ Í MARGA MÁNUÐI VEGNA KROSSBANDASLITS Martröð hvers knattspyrnumanns HANDBOLTI Línumaðurinn Sigfús Sigurðsson sagði við Fréttablaðið í gær að fátt benti til þess lengur að hann færi til þýska úrvalsdeildar- félagsins Flensburg. Magdeburg hefur sagt Sigfúsi að leita á önnur mið og nokkur lið í Þýskalandi og Skandinavíu hafa sýnt honum áhuga og eitt þeirra var stórlið Flensburg. Heimildir Fréttablaðsins herma að fjársterk félög í Danmörku séu að íhuga það alvarlega að bjóða Sigfúsi samning en aukinn pening- ur er kominn í danska boltann og þeir bestu njóta góðs af því. Sigfús Sigurðsson: Ekki á leið til Flensburg BUBBI VANNI 2x15 - leisð 28.3.2006 20:37 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.