Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 2
2 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
DÓMSMÁL Samkeppnisyfirvöld ósk-
uðu eftir vikufresti á olíumál inu
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær eftir að olíufélögin þrjú ósk-
uðu þess að matsmenn mætu
útreikninga samkeppnisyfirvalda
af gróðanum af verðsamráði
þeirra. Málið frestast til 5. apríl.
Esso, Olís og Skeljungur reyna í
sameiningu að hnekkja niðurstöðu
yfirvaldanna um bætur vegna
verðsamráðs á olíu, en fyrirtækin
voru dæmd til að greiða samtals
1,5 milljarða króna.
Fjölmargir bíða dómsins, meðal
þeirra Neytendasamtökin, áður en
þeir krefjast skaðabóta vegna
verðsamráðsins, en talið er að
vinna matsmannanna geti tekið
marga mánuði. - gag
Olíumálinu frestað:
Fá gróða olíu-
félaga metinn
LÖGREGLUMÁL Ökumaður húsbíls
missti bíl sinn út af veginum í
gærmorgun skammt frá félags-
heimilinu Heimalandi undir Eyja-
fjöllum.
Leiðindaveður var á þessum
slóðum og að sögn varðstjóra hjá
lögreglunni virðist sem bíllinn
hafi fengið á sig mikinn vind, með
þeim afleiðingum að ökumaður-
inn missti stjórn á bílnum. Bíllinn
valt og hafnaði á hliðinni utan
vegar.
Ökumaður bílsins var fluttur á
heilsugæslustöðina á Hvolsvelli
en meiðsl hans eru ekki talin
alvarleg. Húsbíllinn er óökufær
eftir óhappið og talinn ónýtur. -mh
Bíll út af við Hvolsvöll:
Húsbíll fauk
út af veginum
Fóstur fjarlægð úr ungabarni
Pakistanskir læknar fjarlægðu á þriðjudag
tvö fóstur úr tveggja mánaða gömlu
kornabarni, en þau höfðu vaxið inni í telp-
unni á meðan hún var enn í móðurkviði.
Að sögn lækna voru fóstrin þríburar en
eingöngu telpan náði fullum þroska, og
höfðu fóstrin dáið eftir um fjóra mánuði.
Telpan er þungt haldin eftir uppskurðinn.
PAKISTAN
PALESTÍNA, AP Ný heimastjórn Pal-
estínu sór embættiseið í gær. Palest-
ínska löggjafarþingið samþykkti á
mánudag 24 ráðherra nýju stjórnar-
innar, sem flestir koma úr röðum
Hamas-hreyfingunnar, með 71
atkvæði á móti 36. Fjórtán ráðherrar
hafa setið í ísraelskum fangelsum.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra
heimastjórnarinnar, sagðist ekki
myndu samþykkja áætlun starfandi
forsætisráðherra Ísraels, Ehmud
Olmerts, um að Ísrael muni einhliða
ákveða endanleg landamæri milli
Ísraels og Palestínu fyrir árið 2010.
Þó sagðist Haniyeh ekki hafa áhuga á
frekara ofbeldi gegn Ísrael. Hamas-
hreyfingin, sem staðið hefur að
morðum á hundruðum Ísraela, hefur
að mestu virt vopnahlé seinasta
árið. - smk
Hamas að taka við völdum:
Þingið staðfest-
ir ráðherra
ISMAIL HANIYEH Verðandi forsætisráðherra
heimastjórnar Palestínu ræddi við blaða-
menn í Gazaborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Frumvarp um Ríkisút-
varpið var afgreitt frá menntamála-
nefnd Alþingis í gær gegn mótmæl-
um frá minnihluta nefndarinnar.
„Við hörmum þetta vegna þess
að við höfum lýst vilja til þess að ná
samstöðu um að breyta Ríkisút-
varpinu í hlutafélag með ákveðnum
skilyrðum þó,“ segir Mörður Árna-
son, Samfylkingunni, en hann á
sæti í nefndinni.
Sigurður Kári Kristjánsson,
Sjálfstæðisflokki og formaður
menntamálanefndar, segir að fá
mál hafi fengið jafn mikla umfjöll-
un og frumvarpið um RÚV. „Búið
er að velta við öllum steinum. Þó
svo að efnislegur ágreiningur sé
um málið er vel hægt að afgreiða
það frá nefndinni,“ segir Sigurður
Kári.
Mörður segir að aldrei hafi farið
fram samræður innan nefndarinn-
ar um málið sjálft. „Með því að taka
þetta út úr nefndinni núna er tekið
fyrir að við getum komið sjónar-
miðum okkar á framfæri. Þetta
veldur einungis tímafrekari
umræðum í þingsölum,“ segir
Mörður.
Minnihluti menntamálanefndar
telur órætt hvort upplýsingalög
geti gilt um Ríkisútvarpið hf., hvort
unnt sé að breyta skipunartíma
útvarpsstjóra, tempra vald
hans og koma
honum undan pólitískri yfirstjórn.
Að mati minnihluta menntamála-
nefndar ríkir einnig óvissa um eig-
infjárstöðu Ríkisútvarpsins hf. og
að óbreyttu verði skuldir þess meiri
en eignir. Þá verði að taka tillit til
fjölmiðlanefndarinnar sem hafi
sett fram ákvæði um ritstjórnar-
legt sjálfstæði fréttastofa en
það hafi bein áhrif á frum-
varpið um Ríkisútvarp-
ið.
„Fjármála-
ráðuneytið og
menntamála-
ráðuneytið eru
að skoða hvern-
ig gengið verð-
ur frá eigin-
fjárstöðu
RÚV. Menn
hefja ekki
þessa
vegferð til þess að fara af stað með
gjaldþrota félag frá fyrsta degi.
Það mun koma niðurstaða frá þeim
sem verður væntanlega útfærð í
fjáraukalögum,“ segir Sigurður
Kári, formaður menntamálanefnd-
ar.
Um ritstjórnarlegt sjálfstæði
segir hann að menntamálanefnd
hafi fengið upplýsingar um það í
gær að fjölmiðlanefndin væri búin
að forma reglur um það atriði. „Ég
veit ekki betur en að um það ríki
nokkuð breið sátt. Ég er þess full-
viss að ákvæði, sem almennt á að
gilda í fjölmiðlalögum um ritstjórn-
arlegt sjálfstæði, sé nægjanlegt
gagnvart sjálfstæði fréttastofa Rík-
isútvarpsins,“ segir Sigurður Kári.
johannh@frettabladid.is
RÚV frumvarpið
sett í flýtimeðferð
Frumvarp um Ríkisútvarpið var afgreitt frá menntamálanefnd í gær, minni-
hluta nefndarmanna að óvörum. Aðeins 15 dagar eru eftir til þingfunda og er
talið víst að frumvarp um RÚV verði að lögum fyrir sumarleyfi.
FRUMVARPIÐ TEKIÐ
ÚR NEFND
Minnihluti
menntamála-
nefndar telur að
afgreiðsla frum-
varpsins úr nefnd
verði til þess að
umræður í þingsöl-
um verði tímafrekari
en ella.
SIGURÐUR KÁRI
KRISTJÁNSSON
MÖRÐUR
ÁRNASON
AFGANISTAN, AP Afganinn, sem átti
yfir höfði sér dauðadóm í heima-
landi sínu fyrir að hafa snúist frá
íslam til kristni, lenti á Ítalíu í gær
þar sem honum hefur verið veitt
pólitískt hæli. Áður en fréttist af
brottför hans frá Afganistan sam-
einuðust þingmenn á afganska
þinginu um að krefjast þess að
honum yrði ekki hleypt úr landi.
„Hann er kominn til Ítalíu,“
staðfesti ítalski forsætisráðherr-
ann Silvio Berlusconi síðla í gær.
Áður hafði Berlusconi sagt það
vera Ítalíu heiður að veita „svo
huguðum manni“ hæli.
„Við sendum bréf og hringdum
í innanríkisráðuneytið og kröfð-
umst þess að stjórnin leyfði Abdul
Rahman ekki að fara úr landi,“
tjáði Yunus Qanooni, forseti þings
Afganistan, fréttamönnum í Kabúl
fyrir hönd alls þingsins.
Um 500 Afganar, þar á meðal
trúarleiðtogar múslima og náms-
menn, söfnuðust saman við mosku
í bænum Qalat í Zabul-héraði í
suðurhluta landsins og kröfðust
þess að Rahman yrði þvingaður til
að snúa aftur til íslams eða vera
drepinn ella. „Þetta er hræðilegt
og mikil skömm fyrir Afganist-
an,“ sagði Abdulrahman Jan, æðsti
klerkur í Zabul-héraði, um að
Rahman skyldi hafa verið sleppt.
Samkvæmt strangtrúartúlkun
sjaría-laga múslima er það dauða-
sök að snúa baki við íslam.
Rahman var látinn laus úr fang-
elsi eftir að málarekstur á hendur
honum var látinn niður falla vegna
skorts á sönnunum og gruns um að
sakborningurinn væri ekki heill á
geðsmunum. Vestrænar ríkis-
stjórnir þrýstu mjög á Hamid
Karzai, forseta Afganistans, að sjá
til þess að dauðadómur yrði ekki
felldur yfir manninum.
Þetta var fyrsta málið sinnar
tegundar til að koma til kasta dóm-
stóla í Afganistan frá því ofstæk-
isstjórn talibana var steypt í kjöl-
far innrásar Bandaríkjamanna og
NATO-herliðs í lok árs 2001. - aa
ABDUL RAHMAN Í sjónvarpsviðtali í dóm-
húsi í Kabúl 16. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kristna Afgananum forðað undan herskárri réttvísi landa sinna:
Rahman veitt pólitískt hæli á Ítalíu
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið hefur úrskurðað Flugþjónust-
una á Keflavíkurflugvelli, IGS, til
þess að greiða 80 milljónir króna í
stjórnvaldssekt fyrir að hafa mis-
notað markaðsráðandi stöðu sína
við afgreiðslu farþegaflugvéla.
Gunnar Olsen, framkvæmda-
stjóri IGS, segir lögmenn fyrirtæk-
is vera að skoða úrskurð Samkeppn-
iseftirlitsins. „Við munum skoða
málið með okkar lögmönnum og
tökum síðan ákvörðun um fram-
haldið. Við töldum okkur ekki vera
að brjóta reglur.“
IGS er í tilkynningu frá Sam-
keppniseftirlitinu sagt hafa brotið
samkeppnislög þegar það gerði
einkakaupsamninga við flugfélög
sem lenda á Keflavíkurflugvelli
með því að gera flugfélaginu LTU
„samkeppnishamlandi tilboð“, eins
og segir orðrétt í tilkynningu frá
eftirlitinu. IGS er með meira en 90
prósenta markaðshlutdeild á Kefla-
víkurflugvelli.
Árið 2001 hóf fyrirtækið Vallar-
vinir starfsemi á Keflavíkurflug-
velli, og var þá í samkeppni við IGS.
Í kjölfarið lækkuðu flugafgreiðslu-
gjöld á flugvellinum mikið. Þrátt
fyrir samkeppnina hafði IGS áfram
trausta stöðu á markaðnum en þjón-
ustan við systurfélagið, Icelandair,
var stór hluti af allri starfsemi á
vellinum.
Þýska flugfélagið LTU gerði
samning við Vallarvini árið 2001.
Áður hafði félagið verið í viðskipt-
um við IGS en ákvað að breyta til,
þar sem tilboð Vallarvina var hag-
stæðara. IGS gerði LTU tilboð árið
2004 sem var nokkuð lægra en
samningurinn þýska flugfélagsins
við Vallarvini hljóðaði upp á.
Samkeppniseftirlitið segir í
úrskurði sínum að í tilboði IGS hafi
„falist beinskeitt og sértæk aðgerð
gegn Vallarvinum sem hafi verið til
þess fallin að draga úr umsvifum
þess félags.“ -mh
Samkeppniseftirlit úrskurðar IGS vegna brota á samkeppnislögum:
Greiði 80 milljónir í sekt
VINNA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Sam-
keppniseftirlitið telur IGS hafa brotið reglur
er það undirbauð Vallarvini í samningavið-
ræðum við þýskt flugfélag.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPURNING DAGSINS
Stefán Jón, gleymdirðu að
taka lyfin þín?
„Ég fer alltaf í uppsveiflu þegar framtíð
Reykjavíkur ber á góma.“
Ýmsir hafa sett spurningamerki við skrif Stef-
áns Jóns að Reykjavík geti vel sett sér það
markmið að verða besta höfuðborg heims
og telja slíkt bæði hrokafullt og óraunhæft.
Stefán Jón Hafstein er formaður borgarráðs.