Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 4
4 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR Bandaríkjadalur 71,31 71,65 Sterlingspund 123,9 124,5 Evra 85,64 86,12 Dönsk króna 11,476 11,544 Norsk króna 10,777 10,841 Sænsk króna 9,097 9,151 Japanskt jen 0,6045 0,6081 SDR 102,45 103,07 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 29.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 119,979 VARNARMÁL Fjölmenn sendinefnd á vegum bandarískra stjórnvalda kemur frá Washington í dag og ræðir um varnir landsins við níu manna íslenska samninganefnd í utaníkisráðuneytinu á morgun. Albert Jónsson, formaður íslensku nefndarinnar, neitar að nefna þær áherslur sem íslenska sendinefndin setur sér. Hann sagði í gær ekki tímabært að segja frá þeim. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði menn ætla að bíða og sjá hvað Bandaríkjamenn hefðu fram að færa. Sendiherra Bandaríkjanna, Carol van Voorst, fer fyrir bandar ísku nefndinni en sendiráðið gefur ekki upp hverjir sitja í henni að svo stöddu. Sendiherrann gaf sér ekki tíma til að tjá sig við fjöl- miðla í gær, þar sem undirbúning- urinn fyrir fundinn væri stremb- inn. Forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sem sagði við NFS að sendinefnd bandarískra stjórn- valda ætli að koma með tillögur um hvernig þau muni tryggja varnir Íslands. Í bréfi sem van Voorst færði honum frá Bandaríkjafor- seta, George Bush, standi að Banda- ríkin ætli að virða varnarsamning ríkjanna, þótt til standi að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Bréfið var svar Bandaríkjaforseta við fyrir- spurn íslenskra stjórnvalda um hvernig vörnum landsins verði háttað. „Ég verð að segja það alveg eins og er, í ljósi þess sem hefur gerst, að ég er ekkert sérstaklega bjart- sýnn um framvindu mála, en ég virði að sjálfsögðu þetta bréf Bandaríkjaforseta,“ sagði Halldór. Hann bætti við að tillögur Banda- ríkjamanna verði metnar í fram- haldi fundarins og sagði fátt nýtt felast í bréfi Bandaríkjaforseta. Bandaríska sendinefndin flýgur af landi brott síðdegis á morgun. Halldór ítrekaði í fyrrakvöld það sem hann sagði við Fréttablaðið um þarsíðustu helgi, að varnarsamn- ingur án varnarliðs sé lítils virði. Um sexhundruð starfsmönnum varnarliðsins hefur verið sagt upp störfum og er uppsagnarfrestur þeirra sex mánuðir. gag@frettabladid.is Bandarísk stjórnvöld með ráð um varnir Sendinefnd bandarískra stjórnvalda kemur til landsins í dag og leggur fram tillögur um hervarnir Íslands á fundi í utanríkisráðuneytinu á morg- un. Leynd hvílir yfir tillögum hennar og svari íslenskra stjórnvalda. VARNARMÁL Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrverandi í sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna eiga lítið erindi til samstarfs við aðrar þjóðir í utanríkismálum. Jón Baldvin segir það ekki vera verkefni íslenskra stjórn- valda að fara eftir tillögum stjórn- valda í Bandaríkjunum í varnar- málum heldur eigi frumkvæðið að koma frá íslenskum stjórn- völdum. „Núverandi ríkisstjórn í Bandaríkjunum hefur gjörbreytt í grundvallaratriðum hefðbund- inni utanríkisstefnu landsins. Hún hefur nánast sagt sig úr lögum við alþjóðlegt samfélag með kenningu George W. Bush, Bandaríkjafor- seta, sem áskilur sér rétt til þess að hefja stríð á hendur öðrum þjóðum tilefnislaust í forvarnar- skyni. Þetta er það sama og að lýsa því yfir að Bandaríkin áskilji sér rétt til valdbeitingar hvar og hvenær sem er.“ Jón Baldvin hefur ekki trú á því að mark- verðar niðurstöður fáist út úr fundinum á morgun. „Íslensk stjórnvöld eru búin að hafa tíma til þess, frá því að stefna Donalds Rumsfeld um allsherjar endurskipulagningu á her Bandaríkjamanna var gerð opinber fyrir meira en fimm árum, að bregðast við breyttum veruleika í varnarmál- um. Það er verkefni íslenskra stjórnvalda að koma fram með tillögur til lausnar á þeirri stöðu sem upp er komin. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir tillögum Bandaríkjamanna. Tillögur um lausn eiga að koma frá okkur og þær eiga að þjóna hagsmunum Íslands.“ -mh Jón Baldvin segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki heppilega til samstarfs: Hagur Íslands ráði ferðinni CAROL VAN VOORST Sendiherra fer fyrir bandarísk- um stjórnvöldum á fundinum. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra segir varnarsamning án hervarna lítils virði. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON 9.mars Geir fór í opinbera heimsókn til Noregs í boði Jonas Gahr Støre, utanríkis- ráðherra Noregs. Hann hitti að auki Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráð- herra, og ræddi við hana um samstarf í öryggis- og varn- armálum, friðargæslu og norrænu samstarfi. Geir skoðaði herstjórnar- miðstöð Atlantshafsbandalagsins í Stavanger. Að auki hélt hann erindi í Stavangerháskóla um stöðu Íslands í hnattvæddum heimi. 13.mars Opinber heimsókn Geirs til Danmerkur hófst með fundi í varnarmálaráðuneyti Danmerkur þar sem Geir fundaði með danska varnar- málaráðherran- um, Søren Gade. Danski ráðherrann gerði Geir meðal annars grein fyrir breyttu skipulagi Danmerkur í varnarmálum, í ljósi aðstæðna í heimsmálunum. Einnig ræddu þeir samstarf á sviði landhelgis- gæslu. Til umræðu var einnig hugsan- leg endurnýjun á loftferðasamningi á milli ríkjanna. 21.mars Geir fór til Parísar í boði Phillippe Douste-Blazy, utan- ríkisráðherra Frakk- lands. Geir ræddi við Phillippe um stöðu varnarmála hér á landi og gerði grein fyrir stöðunni sem upp væri komin á Íslandi, í ljósi þess að varnarlið Banda- ríkjanna hygðist fara af landi brott. Geir H. Haarde utanríkisráðherra: Heimsóknir Geirs í mars FRANK-WALTER STEINMEIER SERGEI LAVROV PHILLIPPE DOUSTE-BLAZY SØREN GADE JONAS GAHR STØRE 24.mars Í Moskvu hitti Geir Sergei V. Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og ræddu þeir meðal annars stöðu Íslands í varnarmálum. Einnig fóru þeir yfir samskipti Íslands og Rússlands á sviði viðskipta- og efnahagsmála, orkumála, flugsam- gangna og menningarmála. Þá fjölluðu ráðherrarnir um viðfangsefni Barentsráðsins og norðlæga vídd Evr- ópusambandsins, en að henni standa Rússar, Norðmenn og Íslendingar auk Evrópusambandsins. 28.mars Geir átti fund með Frank-Walter Stein- meier, utanríkisráð- herra Þýskalands, og ræddu þeir stöðu Íslands í varnarmálum, auk annarra mála. Geir gerði ráðherranum grein fyrir stöðunni sem upp væri komin hér á landi. Ræddu þeir aðdraganda ákvörðunar Bandaríkjamanna og gerði Geir ítarlega grein fyrir fyrirhuguðum viðræðum sendinefnda stjórnvalda Bandaríkjanna og Íslands. Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins og íbúi í Reykja- nesbæ, segir mikilvægt að krefja sendinefnd bandarískra stjórnvalda svara vegna ákvörðunar þeirra um að kalla varnarliðið heim frá Íslandi. „Það er nauðsynlegt að krefjast skýrra svara um það hvað Bandaríkjamenn hyggist fyrir og ekki draga það stundinni lengur.“ Hjálmar vonast til þess að sérstak- lega verði hugað að þeim starfsmönn- um á Keflavíkurflugvelli sem lengstan starfsaldur hafa. „Þeir starfsmenn hafa sýnt sínum vinnuveitanda trúnað í langan tíma og siðferðileg skylda að heiðarlega verði komið fram við þá.“ Hjálmar Árnason: Nefndin verði krafin svara VARNARLIÐSMENN VIÐ STÖRF Á KEFLAVÍKURFLUG- VELLI Sex hundruð manns hefur verið sagt upp störfum vegna samdráttar bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Sendinefnd frá Bandaríkjun- um fundar hér á landi á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.