Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 10
10 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR
NISSAN MICRA
MICRA EN
ALLT ANNAÐ!
Verð frá 1.490.000 kr.
6 diska geislaspilari, lyklalaus,
sjálfvirkar rúðuþurrkur.
MICRA er betra!
Nissan Micra
*Mánaðarleg greiðsla 16.816 kr. Miðað við 20% útborgun og bílaálán frá VÍS í 84 mánuði.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
6
9
6
*Mánaðarleg greiðsla 17.990 kr. miðað við
20% útborgun og bílasaming í 84 mánuði
ATHYGLI VAKIN Víetnamar vekja þessa dag-
ana athygli á fæðingargöllum í víetnömsk-
um börnum sem talið er að rekja megi
til efnavopna sem bandarískir hermenn
notuðu í Víetnamstríðinu. Rúm 30 ár eru
liðin frá lokum stríðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Rétt rúmlega tvítugur
maður hefur verið dæmdur í mán-
aðar fangelsi haldi hann ekki skil-
orð næstu tvö árin. Hann stal bíl á
Húsavík, ók honum undir áhrifum
áfengis um götur bæjarins og
braust inn á veitingastaðinn Gamla
bauk. Þar stal hann fjórtán fullum
vodkaflöskum, vískýflöskum og á
fimmta tug bjórflaskna.
Vínandinn í blóði hans mældist
1,78 prómill en má ekki fara yfir 50
prómill. Ungi maðurinn hefur ekki
sætt refsingu áður, en auk skilorðs-
ins missir hann bílprófið í eitt ár og
greiðir 130 þúsund krónur í sekt og
rúmlega 22 þúsund krónur í sakar-
kostnað. - gag
Stal bíl og braust inn:
Missir prófið
og greiðir sekt
SAMKEPPNISMÁL Þrátt fyrir ein-
róma andstöðu álitsgjafa hefur
Samkeppniseftirlitið úrskurðað að
hámarkstaxtar leigubíla skuli
felldir niður 1. maí 2006.
Guðmundur Sigurðsson hjá
Samkeppniseftirlitinu segir að
samkvæmt nýjum lögum sem
voru samþykkt í fyrra þá sé það í
mótsögn við eðlilegt starf sam-
keppnisyfirvalda að skipta sér af
verðlagningu starfsgreinar. Einn-
ig byggi úrskurðurinn á því að
með stækkun gjaldsvæðis á suð-
vesturhorninu síðastliðið haust
séu frekari forsendur fyrir sam-
keppni heldur en hefðu verið áður.
Samkeppniseftirlitið ítrekar jafn-
framt það sjónarmið að stað-
bundnar fjöldatakmarkanir fyrir
leigubifreiðar og fleiri samkeppn-
ishömlur verði afnumdar.
Hjalti Hafsteinsson, stjórnar-
maður í Frama sem er félag leigu-
bílstjóra, segir einhliða úrskurð
Samkeppniseftirlitsins varðandi
afnám hámarkstaxta leigubíl-
stjóra hafa komið þeim að óvör-
um. Hjalti segir þó eðlilegt að
Samkeppniseftirlitið vilji hætta
afskiptum af verðlagsmálum
leigubílstjóra þar sem þetta sé
ekki á þeirra könnu miðað við ný
samkeppnislög sem þeir vísa í.
Hjalti telur þörf á nýrri lagasetn-
ingu til að finna þessum málum
farveg.
- sdg
LEIGUBÍLARÖÐ Í LÆKJARGÖTUNNI Frami,
félag leigubílstjóra, hefur áfrýjað úrskurði
Samkeppnisyfirvalda og býst við niður-
stöðu fyrir helgi.
Samkeppniseftirlitið telur afskipti af verðlagningu í mótsögn við eðlilegt starf:
Forsendur fyrir samkeppni
KJARAMÁL Hópuppsagnir hjá ófag-
lærðu starfsfólki á dvalarheimil-
um eru fyrirsjáanlegar ef launa-
munur þeirra og starfsfólks sem
vinnur sömu störf á vegum
Reykjavíkurborgar verður ekki
jafnaður hið fyrsta. Starfsfólkið
fór í setuverkfall í gær til að vekja
athygli á kjarabaráttu sinni. Á
baráttufundum því tengdu var
samþykkt að fara í verkfall að
nýju á fimmtudag og föstudag í
næstu viku ef engin viðbrögð fást
nú.
Setuverkfallið náði til um 900
starfsmanna hjá Hrafnistu í
Reykjavík og Hafnarfirði, Vífil-
stöðum, Víðinesi og á Dvalarheim-
ilum á Grund, Ás í Hveragerði,
Sunnuhlíð og Skógarbæ. Á bar-
áttufundinum á Hrafnistu í
Reykjavík komu sjónarmið starfs-
fólksins skýrt fram. „Við viljum fá
viðbrögð frá ráðuneytinu og það
strax. Ekki síst vegna þess að
þetta er hluti af umræðunni um
stöðu eldri borgara.“ Fram kom að
lægstu byrjunarlaun hjá sjálfs-
eignarstofnunum eru 101.000
krónur en 134.000 krónur fyrir
sömu vinnu hjá Reykjavíkurborg
eftir nýgerða samninga. „Það
kemur fljótlega upp sú staða að
það fást engir til að vinna svona
vinnu og það vantar nú þegar
starfsfólk.“
Sveinn H. Skúlason, forstjóri
Hrafnistuheimilana, segir að talað
hafi verið við fjármálaráðherra og
svarið sé einfaldlega að það sé í
gildi kjarasamningur sem gildir
til 2008 og eftir honum verði farið.
Kerfið sé þannig að heimilin fái
svokölluð daggjöld frá ríkinu og
þau séu ákvörðuð í desember ár
hvert. Þar er miðað við kjara-
samninga sem ríkið hefur gert og
því búið að festa launin með dag-
gjöldunum. Sveinn skilur starfs-
menn sína vel og tekur eftirfar-
andi dæmi. „Tökum starfsmann á
Hrafnistu í Reykjavík sem segir
upp í dag og gengur inn gang sem
þar er og inn í Norðurbrún, sem
borgin rekur, og byrjar að vinna
þar 1. apríl. Sá starfsmaður hækk-
ar um 25 prósent.“
Hann segir að staðan sé einnig
sú að erfitt sé að manna heimilin
því næga vinnu sé að fá. Það gangi
illa að fylla stöðugildin og fólk
stoppar stutt. „Fólk sem hefur
unnið hjá okkur lengi og hefur
verið kjölfestan í rekstrinum er
farið að segja upp.“
Ekki náðist í ráðherra heil-
brigðis- og fjármála vegna máls-
ins í gær. svavar@frettabladid.is
Uppsagnir
þegar hafnar
Ófaglærðir starfsmenn á dvalarheimilum ætla að
ganga út í hópum ef laun þeirra verða ekki leiðrétt.
Samningar í gildi til 2008 segir fjármálaráðuneytið.
STARFSKONUR Á HRAFNISTU Mikil reiði er á meðal starfsfólks vegna launamunar þeirra og
borgarstarfsmanna sem vinna sömu vinnu. Munurinn er 25 til 30 prósent en fjármálaráð-
neytið vísar til gildandi samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM