Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 24
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna Vélhjólabakterían hefur blundað í Reinhard Reyn- issyni, bæjarstjóra á Húsavík, frá því að hann var ungur sveitapiltur vestur á fjörðum. Fyrir tveimur árum lét hann æskudraum sinn rætast og keypti sér forláta mótorhjól. „Ég keypti mér 1400 rúm- sentimetra Suzuki Intruder og er það með betri kaupum sem ég hef gert. Hjólið var nýkomið til landsins, árgerð 1995, og í toppstandi.“ Reinhard ók hjólinu frá Grindavík til Húsavíkur en hefur einkum notað það í styttri hjólaferðir um Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð. „Það er ólýsanleg tilfinning að ferðast á mótorhjóli um landið og skemmtilegast ef góðir félagar eru með í för. Vonandi kemst maður í að hjóla um Austurland í sumar og aldrei að vita nema ég eigi eftir að taka góða rispu um vegi Evrópu síðar meir. Ef konan biður fallega getur vel verið að hún fái að sitja aftan á,“ segir Reinhard. Bæjarstjórinn segir að þeir sem ferðist um landið á vélhjólum upplifi náttúruna á annan máta en þeir sem ferðast með bíl. „Maður er í mun nánara sambandi við náttúruna og nýtur margbreytileika hennar því betur.“ Vélhjólum hefur farið fjölgandi á Húsavík undan- farin ár og segir Reinhard stutt í að vélhjólamenn bæjarins stofni formlegan félagsskap. Bæjarstjórinn segist ekki hafa lent í neinum stór- áföllum sem neytandi og er að mestu sáttur við flest sín viðskipti. „Ég man ekki eftir, eða á erfitt með að viðurkenna, einhver einstök slæm kaup sem ég hef gert. Ætli þau liggi ekki bara í öllu góssinu í bílskúrnum og geymslunni sem aldrei er hreyft nema þegar maður er að taka til á þessum stöðum, sem þó er nú ekkert mjög oft,“ segir Reinhard. Fulltrúar neytenda eru sammála um að oft skorti á jafnvægi í verðlagi út frá gengisbreytingum. Þegar krónan sé veik séu fyrir- tæki fljótari að hækka verð heldur en að lækka verð við styrkingu krónunnar. „Miðað við hvað neytendur fundu seint og illa fyrir styrkingu krón- unnar vænti ég þess að þeir finni seint og illa fyrir veikingu krón- unnar,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, sem telur að neytendur eigi inni ákveðna hluti hjá innflytjend- um. Að sögn Jóhannesar gera neyt- endur kröfu til þess að seljendur vöru og þjónustu hafi samhengi í hlutunum hjá sér. „Við hljótum að gera athugasemdir við að menn haldi að sér höndum þegar krónan styrkist og hækki verð um leið og hún veikist. Ef þeir hækka einungis verð við veikingu krónunnar eru þeir að taka aukalega til sín.“ Gengi íslensku krónunnar hefur verið að gefa nokkuð samfellt eftir frá seinnihluta febrúarmánaðar eftir að hafa haldist sterkt í langan tíma fram að því. Seinustu daga hefur krónan verið að styrkjast aftur. Að sögn Jóhannesar hafa áhrif veikingar krónunnar til dæmis verið að koma fram í verði á bens- íni og dísilolíu undanfarið en verð hefur hækkað í þrígang á undan- förnum þremur vikum. Ekkert sé við því að segja í sjálfu sér svo lengi sem samræmis sé gætt. „En ef forsendur breytast þar hljótum við að ætlast til þess að verð á bens- íni og olíu lækki á nýjan leik.“ Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, segir þær hækkanir sem hafa orðið í marsmánuði vera í samræmi við þróun heimsmark- aðsverðs og veikingar krónunnar. Hann tekur þó undir að fyrirtækin séu oft fljótari til við að hækka verð heldur en að lækka verð. Alþýðu- samband Íslands gerir reglulegar verðkannanir og að sögn Hennýjar Hinz, hjá verðlagseftirliti ASÍ, er misjafnt eftir flokkum hvernig gengisáhrif skila sér út í verðlag. Hún telur ótímabært að segja fyrir um áhrif veikingar krónu á verðlag nú en segist geta tekið undir með Jóhannesi og Runólfi í ákveðnum tilvikum hvað varðar ósamræmi í verðlagi miðað við gengi krónu. Almennt séð fylgir matvara gengisþróun nokkuð vel að sögn Hennýjar en til að mynda fylgja bílar alls ekki sveiflunni. Allan þann tíma sem gengisstyrkingin var lækkuðu þeir ekki í verði held- ur stóðu í stað eða hækkuðu. Jóhannes vill ekki spá fyrir um hvað sé fram undan í verðhækkun- um en segir að Neytendasamtökin muni fylgjast með breytingum á framfærsluvísitölu vöru og þjón- ustu og vöruflokkum innan henn- ar. Jóhannes hvetur neytendur ein- dregið til að gera athugasemdir og hafa samband ef þeir verða varir við miklar verðhækkanir á næst- unni. sdg@frettabladid.is Verðbreytingar ekki í takt við gengi Margvísleg tilboð eru hverju sinni á flestum sólbaðsstof- um landsins og ætli fólk á annað borð að fara í ljós oftar en einu sinni og oftar en tvisvar er um að gera að gera verðsamanburð því tilboð koma og fara og veita mörg hver ríflegan afslátt af gildandi verði. Lausleg könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að verð á stökum tímum víðast hvar er milli 600 og 700 krónur. Þeir dýrustu fara reyndar alla leið í 800. Tíu tíma kortin eru hvað vinsælust og er á flestum stöðum boðið upp á tvenns konar slík kort; annað sem gildir í einn mánuð og hitt í þrjá mánuði. Mikill verðmun- ur getur verið á hverjum stað en algengt verð er 5.600 til 5.900. Þannig sparast að meðaltali tvö hundruð krónur miðað við að kaupa stakan tíma. ■ Hvað kostar... í ljós Hagstæðast að kaupa kort Hulda Hallgrímsdóttir, meistaranemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, nýtir sér húsráð sem hún sá í þættinum Allt í drasli, sem sýndur er á Skjá einum. „Ég man eftir einu húsráði sem ég nota stundum. Ég fékk það í sjónvarpsþætt- inum Allt í drasli. Það er að setja sítrónu og vatn í skál, hita í tvær mínútur inni í örbylgjuofni og þá er hægt að strjúka öll óhreinindi úr ofninum og það skilur einnig eftir sig góða lykt. Algjör óþarfi að nota hreinsiefni. Það kom mér nokkuð á óvart að þetta skyldi virka.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HITA SÍTRÓNU OG VATN ■ Hulda Hallgrímsdóttir nýtir sér hús- ráð úr sjónvarpsþættinum Allt í drasli. NEYTANDINN: REINHARD REYNISSON, BÆJARSTJÓRI Á HÚSAVÍK Um Evrópu með frúna aftan á Framlag atvinnugeira til landsframleiðslu 2005 Heimild Hagstofa Íslands Mikill meirihluti telur að starfsmenn einkafyrirtækja veiti betri þjónustu en starfsmenn opinberra stofnana, sam- kvæmt könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök verslun- ar og þjónustu. Reyndust sjötíu prósent aðspurðra þeirrar skoðunar og er niðurstaðan því afgerandi. Aðeins ellefu prósent voru á því að þjónusta innan opinbera geirans væri að jafnaði betri og nítján prósent töldu þjónustuna svipaða. Var könnunin hluti af viða- mikilli úttekt Háskólans í Reykjavík á stöðu og horfum í íslenskum þjónustugreinum. ■ Verslun og þjónusta Betri þjónusta einkafyrirtækja Margt er líkt með skyldum og þó að skyr og jógúrt séu að mörgu leyti líkar afurðir eru þær líka að ýmsu leyti ólíkar. Það sem helst skilur á milli er vinnsluað- ferðin, en hún gerir það að verkum að skyr flokkast til osta en jógúrt telst vera hefðbundin sýrð mjólkurafurð. Algeng- ast er að skyr sé unnið úr undanrennu og er þar af leiðandi fitulaust en jógúrt er oftar unnin úr nýmjólk eða léttmjólk. Ástæða þess að skyr flokkast til osta er sú að við sýringu er undanrennan hleypt og mysan skilin frá líkt og gert er við hefð- bundna ostagerð. Aðferð við að skilja skyrmysu frá skyr- inu hefur þróast nokkuð og breyst á undanförnum árum og áratugum. Frá því að menn hófu að framleiða skyr á mjólkurbúum, á fyrri- hluta síðustu aldar, var það framleitt með þeim hætti að skyrhleyp- an var sett í léreftspoka sem mysan var síuð úr. Seinna var farið að skilja mysuna frá í skilvindu og nýjasta afurðin, Skyr.is, er framleidd með örsíunartækni. Einn mikilvæg- asti þáttur í sérstöðu skyrs er skyrgerillinn. Hann er í raun ekki einn gerill heldur blanda mjólkursýru- gerla og gers sem er ekki nákvæmlega þekkt, og getur verið breytileg milli lagana. Ástæða breytileikans er sú að í nýja skyrlögun er settur skyrþéttir sem er í raun skyr frá eldri framleiðslu. Þannig hefur skyrgerillinn haldist við frá kynslóð til kynslóðar, alltaf í nýju skyri. Á hinn bóginn inniheldur jógúrt hreina jógúrtgerla, Lacto- bacillus bulgaricus og Streptococcus thermophilus, sem sýra mjólkina og breyta henni í jógúrt. Reyndar verða þessir tveir tilteknu gerlar að vera í vörunni til að megi kalla hana jógúrt. Um vinsældir þessara mjólkur- afurða þarf vart að fjölyrða. Jógúrt er þekkt um allan heim og skyr, sem er eins og flestir vita séríslenskt fyrirbrigði, er afar vinsælt hérlendis og ýmislegt bendir til að það eigi vaxandi fylgi að fagna á erlendri grundu. Til að mynda er töluvert magn af Skyr. is nú flutt út til Bandaríkjanna en einnig er það væntanlegt á markað í nokkrum Evrópulöndum, svo sem Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð svo að einhver lönd séu nefnd. Það má því segja að gamla góða skyrið taki þátt í íslensku útrásinni af fullum krafti, enda afskaplega holl og góð afurð, eins og auðvitað jógúrt er líka. www.mni.is MATUR & NÆRING BJÖRN S. GUNNARSSON, MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐINGUR Munur á skyri og jógúrt Þjónusta 55% Framleiðsla 33% Verslun 12% JÓHANNES GUNNARSSON RUNÓLFUR ÓLAFSSON VIÐ BENSÍNSTÖÐ Veiking krón- unnar hefur þegar haft áhrif á á eldsneytisverð, sem hefur hækkað. ������������� ���������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.