Fréttablaðið - 30.03.2006, Síða 30
30. march 2006 THURSDAY
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís
Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Ýmislegt kemur á óvart, þegar
skuldir þjóðanna eru skoðaðar og
hvernig þær skiptast um heiminn.
Margir virðast halda, að iðnríkin
safni eignum og þróunarlöndin
safni skuldum, en málið er þó mun
flóknara en svo. Bandaríkjamenn
eru skuldugasta þjóð heimsins í
dollurum talið, en að vísu ekki
miðað við fólksfjölda. Mörg önnur
iðnríki hafa með líku lagi safnað
skuldum síðustu ár. Mörg þróun-
arlönd reka búskap sinn á hinn
bóginn með afgangi og safna eign-
um, til dæmis Kína. Hverju sætir
það? Hvað er í gangi?
Hagsaga þjóðar er eins og ævi
manns frá vöggu að gröf. Fyrsta
kastið eru menn ósjálfbjarga og
safna þá skuldum. Þannig byggðu
Bandaríkjamenn járnbrautirnar
um sitt mikla og víðfeðma land:
með erlendu lánsfé. Með aldrinum
snúa menn jafnan hallarekstri í
afgang og byrja að borga niður
skuldirnar, og þar að kemur, að
hjöðnun skulda snýst upp í eigna-
myndun um miðjan aldur. Á efri
árum byrja menn stundum að
ganga á eigur sínar og hefja þá
hallarekstur á ný. En samlíking
ævisögu þjóðar við ævi manns
hnýtur um þá einföldu staðreynd,
að þjóðirnar hafa eilíft líf og þurfa
ekki að gera erfðaskrár. Færa má
rök að því, og það hafa margir
gert, að þroskuðum iðnríkjum
væri hollt að láta hluta eigna sinna
af hendi rakna til fátækra þjóða,
sem eru skemmra komnar á
þroskabrautinni, en þau rök steyta
að vísu á ýmsum skerjum eins og
gamalt fólk veit, ef það á afskipta-
lausa og óreglusama afkomendur.
Hvað um það, Bandaríkin eru
ennþá ung og leika sér að því að
safna skuldum líkt og Íslendingar.
Bandaríkjamenn safna að vísu
skuldum í eigin mynt - dollurum!
- og hafa það í hendi sér að rýra
skuldirnar að raungildi með því að
hleypa verðbólgunni á skrið heima
fyrir. Þetta gætum við ekki gert,
þótt við fegin vildum.
Þegar þjóð rekur utanríkisvið-
skipti sín með halla eins og við
höfum gert svo að segja allan lýð-
veldistímann, er hægt að brúa
bilið með tvennum hætti: með því
að taka lán í útlöndum eða laða til
sín erlent fjármagn. Erlendu láns-
fé fylgja yfirleitt engin áhrif
lánardrottna á rekstur fyrirtækj-
anna, sem taka lánsféð í þjónustu
sína. Erlendri fjárfestingu fylgja
hins vegar ítök erlendra fjárfesta
með miklar kröfur um arðsemi, og
einmitt þess vegna hafa Íslending-
ar eins og margar aðrar fyrrum
nýlenduþjóðir reynt að bægja frá
sér erlendri fjárfestingu og taka
heldur lán til að mæta viðskipta-
hallanum. Þess vegna er enn lagt
blátt bann í lögum við erlendri
fjárfestingu í íslenzkri útgerð, og
þess vegna hafa virkjunarfram-
kvæmdir okkar verið fjármagnað-
ar með erlendu lánsfé frekar en
hlutafé.
Af þessum sökum hefur við-
skiptahallinn hér heima leitt til
skuldasöfnunar í útlöndum langt
umfram ýmis önnur lönd, sem
hafa mætt miklum halla með inn-
flutningi erlends fjármagns.
Singapúr bjó til dæmis við mikinn
viðskiptahalla 1972-84 og hleypti
erlendu fjármagni inn í landið til
mótvægis, svo að erlendar skuldir
landsins eru óverulegar þrátt
fyrir hallann á fyrri tíð, en hann
snerist síðan upp í fjallmyndar-
legan afgang. Eistar hafa rekið
viðskipti sín við útlönd með mikl-
um halla síðan 1991, því að þeir
þurftu mjög á innfluttri vöru og
þjónustu að halda til uppbygging-
ar að endurheimtu sjálfstæði, og
ekki heldur þar hefur mikill halli
leitt til skuldasöfnunar eða geng-
isfalls, því að Eistar brúuðu bilið
með því að hleypa erlendri fjár-
festingu - finnskri, sænskri, þýzkri
- inn í landið í stórum stíl. Líku
máli gegnir um Írland og Nýja-
Sjáland. Erlend fjárfesting á Nýja-
Sjálandi hefur numið 8% af lands-
framleiðslu að jafnaði síðan 1990
- og 20% á Írlandi! - á móti 3% á
Íslandi. Viðskiptahalli Írlands á
fyrri tíð, einkum 1984-96, og Nýja-
Sjálands fram á síðustu ár hefur
því leitt til mun minni skuldasöfn-
unar þar en varð hér heima.
Óttinn við erlent fjármagn
býður annarri hættu heim: hætt-
unni, sem fylgir því, að lánsfé,
einkum til skamms tíma, er hvik-
ulla en erlend fjárfesting. Það er
ekkert tiltökumál fyrir útlendinga
að afturkalla lánsfé, ef í harðbakk-
ann slær, en það er fyrirhafnar-
samt og dýrt að rífa naglfasta fjár-
festingu upp með rótum og flytja
hana úr landi. Hættan á harðri
lendingu eftir listflug liðinna ára
væri nú minni, ef við hefðum
hleypt meira hlutafé inn í landið
og safnað minni skuldum. Hvað
olli? Þarna virðast mér haldast í
hendur gömul þjóðræknissjónar-
mið (enga útlendinga, takk, nema í
láglaunastörf) og rótgróið hirðu-
leysi um efnahagsmál (þetta redd-
ast, annars mokum við bara upp
meiri fiski, eða lánsfé).
Óttinn við erlent fjármagn
Í DAG
HALLAREKSTUR
ÞJÓÐARBÚSINS
ÞORVALDUR
GYLFASON
Erlendri fjárfestingu fylgja hins
vegar ítök erlendra fjárfesta
með miklar kröfur um arð-
semi, og einmitt þess vegna
hafa Íslendingar eins og marg-
ar aðrar fyrrum nýlenduþjóðir
reynt að bægja frá sér erlendri
fjárfestingu og taka heldur lán
til að mæta viðskiptahallanum.
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
�����������������
�����������������������������������������������������������������
���������������������������
���������
Rottur og landvarnir
Þeir eru margir óvissuþættirnir í varn-
ar- og öryggismálum þjóðarinnar um
þessar mundir. Nú þegar bandaríski
herinn er á förum frá Keflavíkurflugvelli
verður farið gaumgæfilega yfir stöðuna
á næstu vikum og mánuðum. - Í
hernaði vita allir að góð fjarskipti skipta
afar miklu máli um varnir og áhrifarík
varnarviðbrögð. Það gæti til dæmis
þurft að kalla fyrirvaralaust á hjálp.
- Öryggi í fjarskiptum var til umræðu
á Alþingi í gær og vakin athygli á því
að sæsímastrengir milli Íslands og
nærliggjandi landa hafa þráfaldlega
rofnað á undanförnum mánuðum og
misserum, aðallega fyrir rottugang í
Skotlandi. Bent var á að rottur hefðu
nagað í sundur Farice-kapalinn og
valdið sambandsleysi. Sam-
gönguráðherra hughreysti
þingmenn og sagði að þar
ytra væri búið að tvöfalda kapalinn og
þar með öryggið. - Hvernig á að skipu-
leggja varnir ef ekkert samband er við
umheiminn? Er ekki lífsnauðsynlegt að
hafa fjarskipti við útlönd í lagi gagnvart
fjármálahernaði, áhlaupi útlendinga á
krónuna sem reynst gæti þjóðhættu-
legt? Til að mynda er alveg hugsanlegt
að hópur al-Kaída manna sleppi 500
rottum á tilteknum stað í Skotlandi
áður en hann ræðst til atlögu við sam-
bandslaust Íslands hálfum sólarhring
síðar. Að mörgu er að hyggja í
vörnum landsins.
Ísleifur á þingi
Magnús Þór Hafsteinsson,
þingmaður Frjálslynda
flokksins, fór mikinn
í umræðum fyrr
í vikunni um álit
umboðsmanns Alþingis vegna skip-
unar fyrrverandi félagsmálaráðherra á
ráðuneytisstjóra. Hann líkti málinu við
drauga í húsum ríkissstjórnarinnar. „Þar
eiga eftir að detta fleiri beinagrindur
úr skápunum. Þið eruð búnir að brjóta
margt og mikið af ykkur í gegnum
árin, háttvirtur þingmaður Ísleifur,“
sagði Magnús þykkjuþungur og beindi
orðum sínum að Ísólfi Gylfa Pálmasyni,
sem situr á nú á þingi fyrir Hjálmar
Árnason Framsóknarflokki. – Mismæli
Magnúsar er ekki algerlega út í bláinn,
því afi Ísólfs Gylfa hét einmitt Ísleifur
Sveinsson, sá er byggði meðal annars
félagsheimilið á Hvolsvelli. Ísleifur þótti
á sinni tíð mjög hallur undir SÍS eða
Sambandið, hið volduga viðskiptaveldi
Samvinnuhreyfingarinnar. Heima í
héraði var Ísleifur – afi Ísólfs Gylfa – því
gjarnan kallaður Sísleifur.
johannh@frettabladid.isÁlit umboðsmanns Alþingis vegna skipunar í stöðu ráðuneyt-isstjóra í félagsmálaráðuneytinu fyrir tveimur árum hefur eðlilega leitt til umræðu á Alþingi og utan þess. Umræðan
ber um margt keim af því sem oft gerist og er reyndar of algengt,
að menn vilja sjá andlag allrar umræðu í svörtu eða hvítu.
Kjarninn í niðurstöðu umboðsmanns Alþingis er þessi: Í fyrsta
lagi staðhæfir hann að ekki sé ágreiningur um lögmæti eða rétt-
mæti þeirra sjónarmiða sem ráðherra ákvað að leggja til grund-
vallar skipuninni. Í öðru lagi segir umboðsmaður að ráðherra hafi
hins vegar ekki sýnt fram á að ákvörðun hans hafi uppfyllt kröfur
um undirbúning stöðuveitingar og mat á hæfni umsækjenda.
Í þriðja lagi segir umboðsmaður að álit hans feli ekki í sér end-
anlega afstöðu til þess hver hafi verið hæfastur umsækjenda og að
ólíklegt sé að þeir verulegu annmarkar sem verið hafi á undirbún-
ingi leiði til ógildingar á ákvörðun ráðherra. Loks kemur skýrt
fram að umboðsmaður fjalli ekki um hugsanlega bótaábyrgð. Það
sé eftir atvikum hlutverk dómstóla.
Engum blöðum er um það að fletta að athugasemdir umboðs-
manns eru alvarlegar um þann þátt málsins sem þeim er beint að.
Rétt er og eðlilegt að ráðherra og ríkisstjórn svari þeim skilmerki-
lega. En á hinn bóginn er ljóst að endanleg ákvörðun er byggð á lög-
mætum sjónarmiðum að mati umboðsmanns. Álit hans getur þannig
ekki verið tilefni til kröfu á hendur ráðherra um að ógilda ákvörð-
unina. Það yrði að öllum líkindum ólögmæt aðgerð, sem yrði sjálf-
stæður grundvöllur að skaðabótakröfu.
Óumdeilt er að þeir umsækjendur sem um er að ræða voru báðir
hæfir. Ef allri tæpitungu er sleppt sýnist vandi ráðherrans hafa
verið fólginn í því að sá umsækjandi sem ekki fékk stöðuna hafði
verið í hópi áhrifamanna í hans eigin flokki. Til þess að viðhalda
fullum trúverðugleika þurfti hann að sýna fram á að það hefði ekki
haft truflandi áhrif á endanlegt val hvar í flokki sá umsækjandi
stóð á innanflokksvettvangi. Af harðri gagnrýni umboðsmanns má
ráða að ráðherra hafi ekki tekist í samanburðarröksemdarfærslum
sínum að eyða efasemdum af þessu tagi.
Viðbrögð forsætisráðherra og félagsmálaráðherra verða ekki
túlkuð á þann veg að þeir hafi hunsað álit umboðsmanns. Eigi að
síður skortir á að þeir hafi nægjanlega skilmerkilega gert grein
fyrir því hvernig við verði brugðist. Ekki hefur komið fram hvort
ráðherra hefur tekið til íhugunar hvort og þá hvernig bæta má upp
þeim umsækjanda sem leitaði til umboðsmanns afleiðingar ann-
markanna gagnvart honum. Um þetta mættu viðbrögð ráðherra
vera skýrari.
Hins vegar eru engin gild rök fyrir því að ráðherra eigi að ganga
lengra í viðbrögðum sínum en efni standa til samkvæmt áliti
umboðsmanns. Fullyrðingar um að álit umboðsmanns sé almennt
virt að vettugi, sem heyrst hafa í þessu samhengi, eiga ekki við
nokkur rök að styðjast. Þvert á móti heyrir það til algjörra undan-
tekninga hafi þeim ekki verið sinnt. Auk heldur er hafið yfir allan
vafa að athugasemdir hans hafa bætt stjórnsýsluna til mikilla
muna.
Málefnaleg viðbrögð við álitum umboðsmanns Alþingis, bæði af
hálfu stjórnvalda og þeirra sem um þau fjalla á Alþingi og utan, eru
einkar þýðingarmikil. Gífuryrðaumræða dregur hins vegar úr
líkum á því að álit hans hafi tilætluð áhrif til stöðugra betrumbóta
í stjórnsýslunni. Umræðan um síðasta álit umboðsmanns hefur
verið of gífuryrt þó að það hafi vissulega gefið tilefni til gagnrýni.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Álit umboðsmanns Alþingis:
Gagnrýni og
gífuryrði