Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 34
30. mars 2006 FIMMTUDAGUR34
Við sjálfstæðismenn fluttum til-
lögu í borgarstjórn þann 21. mars
síðastliðinn. Þar lögðum við til að
tekið yrði upp formlegt samstarf
við samtök eldri borgara í Reykja-
vík. Inntak þessa samráðs væri
fyrst og fremst þríþætt:
- Að fjölga tækifærum eldri
borgara til að búa sem lengst í
eigin húsnæði. T.d. með lækkun
fasteignaskatta og aukinni sam-
fellu í heimahjúkrun og heima-
þjónustu.
- Að tryggja einstaklingum með
afar brýna þörf fyrir hjúkrunar-
heimili eða þjónustuíbúð viðeig-
andi úrrræði í góðri samvinnu við
ríkið, sjálfseignarstofnanir, sam-
tök eldri borgara, sjúkrasjóði og
lífeyrissjóði. Jafnframt verði lögð
áhersla á aukið val og fjölbreytni í
húsnæði fyrir eldri borgara við
skipulag nýrra hverfa.
- Að skoða leiðir til að auka val
þessa hóps um búsetu, umhverfi og
þjónustu.
Það er skemmst frá því að segja
að tillagan var ekki samþykkt held-
ur var henni vísað til borgarráðs.
Það sem vakti þó athygli á borgar-
stjórnarfundinum var það hvað
fulltrúar R-listans voru viðkvæmir
fyrir því að við legðum fram þessa
tillögu. R-listinn veit upp á sig
skömmina í þessum málaflokki
sem og fleirum og þolir illa að við
sjálfstæðismenn skulum taka
frumkvæði með þessum hætti.
Verk R-listans tala ekki
Það þarf enga „spekúlanta“ til þess
að sjá að málefni aldraðra hafa
ekki verið og eru ekki ofarlega á
vinsældalista R-listans. Það hefur
lítið sem ekkert verið gert fyrir
eldri borgara í 12 ára valdatíð R-
listans. Ef eitthvað er hefur verið
dregið verulega úr þjónustu við
þennan hóp á undanförnum árum.
Félagsstarfið hefur dregist saman,
gjöld hafa hækkað og biðlistar
lengst. Við sjálfstæðismenn í Vel-
ferðarráði höfum ítrekað bent á að
þessi þróun sé til þess fallin að
auka félagslega einangrun. Það er
t.a.m. ófært að fjárhagur hamli
þátttöku aldraðra í félagsstarfi.
Allar íbúðir geta verið þjónustuíbúðir
Við sjálfstæðismenn höfum lýst
yfir vilja okkar til þess að Reykja-
víkurborg taki enn frekar yfir mál-
efni aldraðra. Þannig gætum við
samþætt betur hjúkrunar- og
heimaþjónustu og náð því takmarki
að allar íbúðir geti verið þjónustu-
íbúðir. Auðvitað geta aðstæður
verið þannig að það sé ekki nóg að
fá þjónustu heim, margir ein-
staklingar hafa þörf fyrir meira en
það og þá þurfa að vera til hjúkrunar-
heimili eða þjónustuíbúðir. Meðan
einstaklingur vill og getur mögu-
lega með mikilli aðstoð verið heima,
er það hans réttur.
Það eru athyglisverðar nýjung-
ar sem ákveðið hefur verið að fara
í hjá Kópavogsbæ. Þar munu ein-
staklingarnir halda sjálfstæði sínu
þrátt fyrir að þurfa að fara inn á
stofnun. Það er t.d. gert með því að
hafa allan kostnað sýnilegan og
einstaklingarnir haldi sínum tekj-
um. Einstaklingar greiða þannig
húsaleigu og fleira, þó að sjálf-
sögðu sé ekki greitt sérstaklega
fyrir þá hjúkrunar- og læknisþjón-
ustu sem þeir þurfa á að halda. Ég
tel þetta afar jákvæða þróun og vil
gjarnan sjá okkur þróa svipaða
möguleika í búsetu hér í Reykja-
vík. Enda boðum við sjálfstæðis-
menn fjölbreyttara búsetuform í
okkar tillögum.
Ekki benda á mig - segir R-listinn
Björk Vilhelmsdóttir borgarfull-
trúi fer mikinn í grein í Morgun-
blaðinu síðastliðinn sunnudag. Þar
talar hún um að Reykjavíkurborg
bíði með peninga á biðreikningum í
byggingu hjúkrunarheimila vegna
þess að rekstrarleyfi fyrir hjúkr-
unarheimilum hafi strandað á sam-
þykktum ríkisins. Rekstrarleyfi
fyrir hvaða hjúkrunarheimilum?
Það er ekki eins og R-listanum hafi
tekist að klára þá undirbúnings-
vinnu sem nauðsynleg er til þess
að reisa þessi hjúkrunarheimili.
Skipulagningsvinna í Mörkinni tók
þvílíkan óratíma að það er fyrst
núna sem þeim er að takast að
koma því á einhvern rekspöl og
hjúkrunarheimili sem átti nú
aldeilis að byggja á kjörtímabilinu
á Lýsislóðinni er enn í einhverju
óskilgreindu ferli.
Nei, nei, nei segi ég, R-listinn
getur ekki skýlt sér á bak við það
að ríkið standi ekki við gefin lof-
orð. Það er kominn tími til að það
fólk sem stendur að meirihlutan-
um hér í borg líti sér nær og hætti
að benda á þessi eða hin sveitar-
félögin og ríkið. Það sem skiptir
máli er hvernig staðið er að málum
hér í höfuðborginni.
Við munum gera vel við eldri borgara
Það er afskaplega auðvelt að tala
alltaf eins og einhver fagurkeri,
hafa uppi háleit markmið og láta
allt hljóma eins og um einhverja
stórkostlega hluti sé að ræða. Aðal-
atriðið er á hvern hátt staðið er að
hlutunum í raun, hvað er gert og
hvernig. Okkur er fullkomlega
treystandi til þess að gera vel í
þessum málaflokki og það ætlum
við að gera, fáum við til þess umboð
á næsta kjörtímabili.
Höfundur er hjúkrunarfræðing-
ur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins og skipar 7. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Aldraðir Reykvíkingar takið eftir
UMRÆÐAN
MÁLEFNI
ALDRAÐRA
JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR
Við sjálfstæðismenn höfum
lýst yfir vilja okkar til þess að
Reykjavíkurborg taki enn frek-
ar yfir málefni aldraðra.
Tjörnin okkar í Reykjavík var
lengi silfurtær með hornsílum
syndandi með bökkunum og kríum
gargandi í hólmanum. Í dag er hún
full af sóti bílanna og malbiksryki
og er orðin líflaus vegna mengun-
ar. Vargfugl tók öll völd svo sem
sílamávur með sinn sóðaskap.
Óþverri fyllti Tjörnina.
Auðvelt er að laga hana og gera
silfurtæra aftur. Leir frá bílum
sem safnast hefur á botninn mætti
dæla út í skolpræsið hjá Miðbæj-
arskóla sem bæri daglega
óþverrann út í sjó norður. Á móti
væri dælt hreinum sjó inn í Tjörn-
ina í suðri úr Skerjafirði. Dæla
þarf aðeins fyrst en svo gæti
hreinn sjórinn runnið sjálfur eftir
skurði norður í Tjörnina. Skurður-
inn gæti runnið norður hjá Háskól-
anum eða sunnar.
Sjórinn er hreinn en óhreint
skólpið úr Tjörninni bærist burt
út í sjó með skolpleiðslunni við
Miðbæjarskólann og tæki með sér
allan skítinn. Tjörnin yrði hrein.
Undir henni er hrein möl frá tíma
Ingólfs Arnarsonar. Þúsund ár eru
síðan svo var.
Tjörnina silfurtæra
UMRÆÐAN
TJÖRNIN
LÚÐVÍK GIZURARSON LÖGMAÐUR
Forseti og varaforseti ASÍ áttu
fund með Árna Magnússyni, þáver-
andi félagsmálaráðherra, í febrúar
síðastliðnum. Þar fóru fulltrúar
ASÍ yfir málefni sem ráðherrann
sagðist hafa áhuga á að ræða.
Meðal annars var rætt um ILO
samþykkt nr. 158. Fulltrúar ASÍ
bentu ráðherra á að hann hefði
ekki ennþá tekið formlega afstöðu
til lögleiðingar þeirrar samþykkt-
ar, eins og hann hafði lofað að gera.
Málið væri fast í nefnd hjá ráðu-
neytinu og það væri ráðuneytisins
að skera á hnútinn. Síðan áréttuðu
fulltrúar ASÍ afstöðu sambandsins
til málsins og rökstuddu mikilvægi
þess að réttarstaða launafólks
gagnvart uppsögnum yrði treyst í
samræmi við það sem ILO sam-
þykkt nr. 158 kveður á um.
Ráðherra lofaði að taka form-
lega afstöðu til samþykktarinnar á
næstunni og jafnframt að setja
fram viðhorf sín varðandi máls-
meðferð annara ILO samþykkta.
Eitthvað á þessa leið voru umræð-
ur fulltrúa Alþýðusambandsins við
ráðherrann um þetta brýna rétt-
indamál launafólks.
Lágmarks mannréttindi
Um leið og ég þakka forsetum ASÍ,
þeim Grétari Þorsteinssyni og
Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur,
fyrir framgöngu þeirra lýsi ég yfir
skömm minni á þeim seinagangi
sem Árni Magnússon, fyrrverandi
ráðherra, og Páll Pétursson, for-
veri hans í starfi, hafa sýnt þessu
brýna réttindamáli. Allan sinn
starfstíma höfðu þeir ILO sam-
þykkt nr. 158 niðri í skúffu hjá sér í
stað þess að leggja hana fram á
Alþingi og hvetja þingmenn til að
fullgilda hana.
Flest vestræn ríki hafa fullgilt
fyrrgreinda samþykkt eða eru með
ákvæði í lögum sínum sem gilda það
sama og þar er áréttað. Það er því
íslenskum stjórnvöldum til skamm-
ar að standa gegn lögleiðingu henn-
ar hérlendis. Það er með sanni hægt
að segja að félagsmálaráðherrar
Framsóknarflokksins, þeir Árni
Magnússon og Páll Pétursson, hafi
gert allt sem þeir gátu til að koma í
veg fyrir að Alþingi fjallaði um brýn
mannréttindaákvæði, sem Samein-
uðu þjóðirnar leggja mikla áherslu á
að gildi í hverju einasta landi. Nú er
Jón Kristjánsson tekinn við sem
félagsmálaráðherra. Verður hann
jafn neikvæður í garð launafólks og
fyrirrennarar hans?
Sýndarmennska
Miðað við þær fullyrðingar sem
ráðherrar og ýmsir alþingismenn
viðhafa um frelsi og jafnrétti á
Íslandi skyldi maður ætla að ekki
stæði í þeim að samþykkja hérlend-
is lög um lágmarks mannréttindi.
En því er nú ekki þannig farið. Þeim
er gjörsamlega sama um starfsör-
yggi annarra á meðan það varðar
ekki þeirra eigin hag og réttindi.
Við núverandi aðstæður geta
atvinnurekendur sagt fólki upp
störfum án þess að hafa til þess
nokkra eðlilega ástæðu, enda ekk-
ert í íslenskri löggjöf sem bannar
þeim það. Á þessu sviði er fólk ein-
ungis metið út frá rekstrarlegum
hagsmunum fyrirtækja en ekki
sem einstaklingar eða fyrirvinnur
heimila. Því er einungis stillt upp
sem nauðsynlegum vinnukrafti til
afnota fyrir innlend og erlend fyr-
irtæki. Hvort og hvernig því er sagt
upp störfum er síðan algjörlega á
valdi viðkomandi fyrirtækis.
Kynningarátak
Íslensk verkalýðshreyfing hefur
verið langt frá því nógu dugleg að
kynna þjóðinni innihald ILO sam-
þykktar nr. 158, sem er gerð af
Vinnumálastofnun Sameinuðu
þjóðanna til að sporna við geðþótt-
auppsögnum. Til þess að fá þessa
samþykkt lögleidda hérlendis þarf
annað og meira en stuttar umræð-
ur á ársfundum Alþýðusambands-
ins eða fundi með ráðherra einu
sinni eða tvisvar á ári og láta þar
við sitja. Við verðum að fá almenn-
ing með okkur.
Við verðum að fræða og upp-
lýsa fólk um málið og fá það í lið
með okkur. Við verðum að kynna
það fjölmiðlum, skrifa um það
blaðagreinar, halda um það ráð-
stefnur, ræða við þingmenn og
hætta ekki fyrr en Alþingi sér
sóma sinn í því að lögleiða sam-
þykktina. Alþýðusambandið og
verkalýðsfélögin hafa oft lagt
vinnu í minna áríðandi verkefni en
hér er á ferðinni. Vilji fólk fræðast
meira um ILO samþykkt nr. 158 er
hún á heimasíðu Verkalýðsfélags-
ins Hlífar www.hlif.is.
Höfundur er fyrrverandi for-
maður Verkalýðsfélagsins Hlífar.
Lög um uppsagnir
UMRÆÐAN
ATVINNUMÁL
SIGURÐUR T. SIGURÐSSON
Um leið og ég þakka forsetum
ASÍ, þeim Grétari Þorsteinssyni
og Ingibjörgu R. Guðmunds-
dóttur, fyrir framgöngu þeirra
lýsi ég yfir skömm minni á
þeim seinagangi sem Árni
Magnússon, fyrrverandi
ráðherra, og Páll Pétursson,
forveri hans í starfi, hafa sýnt
þessu brýna réttindamáli.