Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 40
30. mars 2006 FIMMTUDAGUR40
menning@frettabladid.is
Kl. 11.30
Gavin Morrison, heimspekingur og
sýningarstjóri frá Bretlandi, heldur
erindi á vegum Opna listaháskólans
í húsnæði LHÍ á Laugarnesvegi 91,
stofu 024. Fyrirlesturinn verður flutt-
ur á ensku.
> Ekki missa af...
Sýningu á opinskáum
ljósmyndum Spencers Tun-
ick í Listasafni Akureyrar.
„Bersvæði“ er áhrifamikil
og ögrandi yfirlitssýning á
verkum þessa umdeilda
listamanns sem sýnir nekt í
nýju ljósi.
Viðtalinu, döffleikriti sem
sýnt er í Hafnafjarðarleik-
húsinu. Frábær sýning fyrir
heyrandi og heyrnarlausa.
Fyrirlestri dr. Magnúsar
Þorkels Bernharðssonar
um stöðuna í Írak og
Íran og almenna þróun
öryggismála í heiminum.
Fyrirlesturinn verður fluttur
í Odda kl. 12.15.
Sænski básúnuleikarinn, tónskáldið
og hljómsveitarstjórinn Christian
Lindberg heldur tónleika ásamt
Sinfóníuhljómsveit Íslands og norska
einleikaranum Ole Edvard Antonsen
í dag. Að þessu sinni mun Lindberg
stjórna hljómsveitinni í flutningi á
eigin verki sem ber heitið Akbank
bunka.
Christian Lindberg er þekktur fyrir
líflega framkomu og nýtur ákveðinnar
sérstöðu í tónlistarheiminum. Hann
hóf kornungur að semja tónlist, en
átján ára varð hann fyrir reynslu sem
mörg tónskáld þekkja, eftir að hafa
hlustað á frumsmíð sína flutta á
æfingu leist honum ekki betur á en
svo að hann sór þess dýran eið að
semja aldrei tónlist framar. Sem betur
fer rauf hann þann eið og útkoman
er ótrúlega glæsilegar tónsmíðar, þá
auðvitað sérstaklega fyrir básúnuna
og önnur málmblásturshljóðfæri.
Lindberg hefur tvisvar spilað með
Sinfóníunni áður en margir áheyr-
endur muna ef til vill eftir flutningi
hans á hinum víðfræga Mótórhjóla-
konsert eftir Jan Sandström og ævin-
týralegri innkomu hans en þá fékk
einleikarinn heiðursfylgd Bifhjóla-
samtaka Lýðveldisins að Háskólabíói.
Að þessu sinni lætur hann öðrum
blásara eftir einleikshlutverkið en Ole
Edvard Antonsen er einn af fremstu
trompetleikurum heims.
Auk trompetkonsertsins flytur
hljómsveitin tónverkið Stund milli
stríða eftir Önnu S. Þorvaldsdótt-
ur, forleik í ítölskum stíl eftir Franz
Schubert, Herragarðssögu eftir Jan
Sandström og trompetkonsert eftir
Tartini. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30.
TÓNSKÁLDIÐ OG BÁSÚNULEIK-
ARINN CHRISTIAN LINDBERG
Blásið til tónlistarveislu
Gerður hefur verið góður
rómur að sýningu myndlist-
arhjónanna Leifs Breiðfjörð
og Sigríðar Jóhannsdóttir í
Skissernas Museum í Lundi
í Svíþjóð. Þetta sérstæða
safn gefur gestum sínum
tækifæri á að sjá hvernig
listaverk verða til.
„Þetta er mjög merkilegt safn sem
hefur sérstöðu í öllum heiminum
því þar er eingöngu safnað frum-
drögum, skissum, módelum og
vinnuteikningum sem eru í opin-
berum bygginum eða rýmum,“
segir Sigríður. „Það safnar ekki
listaverkunum sjálfum heldur ein-
göngu gögnum um þróun þeirra.“
Þetta er stærsta samsýning þeirra
hjóna til þessa en þau hafa starfað
saman um árabil, meðal annars að
gerð kirkjulistaverka.
Fágætur safnkostur
Leifur er einn þekktasti glerlista-
maður Íslands og má sjá verk hans
í kirkjum landsins, til að mynda í
Hallgrímskirkju og í opinberum
byggingum eins og Leifsstöð og
Þjóðarbókhlöðunni, en hann á
einnig verk í byggingum í Skand-
inavíu og Þýskalandi. Sigríður
Jóhannsdóttir er textíllistamaður
og hefur meðal annars unnið vegg-
teppi, dúka og messuskrúða fyrir
fjölmargar kirkjur hérlendis.
Safnið í Lundi var stofnað árið
1935 og á yfir sjötíu þúsund verk,
þar á meðal frumdrög eftir málar-
ana Matisse, Picasso og Chagall en
Sigríður segir að hin íslenska deild
safsins sé merkileg því þar sé að
finna heimildir um gerð íslenskra
listaverka sem jafnvel hafa verið
eyðilögð. „Þetta safn á sennilega
flest verk eftir íslenska listamenn
af öllum listasöfnum á Norður-
löndum,“ útskýrir Sigríður og
nefnir til dæmis að safnið eigi
verk eftir Barböru Árnason,
Ásmund Sveinsson, Erró og Ólaf
Elíasson.
Mikilvægi varðveislunnar
Sama ár og Leifur Breiðfjörð hélt
sína fyrstu sýningu árið 1969
heimsóttu hjónin safnið í Lundi og
segir Sigríður að það hafi verið
verðmæt kennslustund fyrir þau
bæði. „Safnvörðurinn sýndi okkur
safnið og geymslurnar en við
lærðum í þessari heimsókn hversu
mikið heimildagildi skissur og
frumdrög hafa fyrir listaverkin
og ekki síður fyrir mann sjálfan.
Síðan þá höfum við kerfisbundið
safnað saman öllum heimildum
um listaverkin sem við gerum en
Leifur hefur passað betur upp á
þetta en íslenskir listamenn gera
almennt.“ Þessar heimildir hafa
þau hjónin síðan sýnt sem hluta af
öðrum sýningum á listaverkum
sínum en þau gæta þess vel að láta
þær ekki frá sér og því munu grip-
irnir ekki verða hluti af safninu í
Lundi þó leitað hafi verið eftir
því.
Ómetanlegt tækifæri
Þetta er í fyrsta skipti sem Íslend-
ingum er boðið að sýna í safninu
en þar má sjá heimildir um þrjátíu
ára myndlistarferil þeirra hjóna.
Sýningin er yfirgripsmikil og Sig-
ríður útskýrir að ekki sé mögulegt
að setja upp viðlíka sýningu hér-
lendis því sýningarrými af þessari
stærðargráðu finnast ekki hér.
Glerlistaverk Leifs Breiðfjörð eru
gríðarstór en njóta sín vel í Skiss-
ernas Museum. Hefur sýningin
hlotið lofsamlega dóma í fjölmiðl-
um þar ytra og verður hún fram-
lengd um tvo mánuði vegna góðr-
ar aðsóknar. kristrun@frettabladid.is
GLERLISTAVERK EFTIR LEIF Verk Leifs eru gríðarstór en njóta sín vel í safninu í Lundi.
MYND/JAN TORSTEN AHLSTRAND
Ómetanleg heimild um listina
LEIFUR BREIÐFJÖRÐ OG SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR Hafa starfað saman um árabil, meðal annars að gerð kirkjulistaverka.
MYND/JAN TORSTEN AHLSTRAND
!
Samtök herstöðvaandstæðinga
efna til kvikmyndasýningar í
kvöld í tilefni þess að 57 ár eru
liðin frá því að innganga Íslands í
Atlantshafsbandalagið var sam-
þykkt á Alþingi, en óeirðir brutust
út á Austurvelli í kjölfarið eins og
þekkt er. Friðarsinnar hafa upp
frá því helgað daginn baráttunni
fyrir herlausu landi.
Á kvikmyndasýningunni verða
sýndar tvær myndir sem sjaldan
hafa komið fyrir almenningssjón-
ir. Önnur er fréttamynd sem tekin
var á Austurvelli daginn örlaga-
ríka og sýnir atburðarásina og
átökin sem brutust út. Hin myndin
var einnig tekin á Austurvelli, en
fjörutíu árum síðar, og sýnir sviðs-
setningu margra landskunnra leik-
ara á atkvæðagreiðslunni á Alþingi
og umræður um hana. SHA stóð að
sviðssetningunni á sínum tíma en
þetta mun vera í fyrsta sinn sem
myndin er sýnd opinberlega.
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur mun gera grein fyrir mynd-
unum og ýta umræðum úr vör að
þeim loknum. Friðarsinnar munu
svo sitja áfram, ræða málin og
gera sér glaðan dag og eru léttar
veitingar í boði á vægu verði. Sýn-
ingin fer fram í Friðarhúsi á Njáls-
götu 87 og hefst klukkan 20.
Ókeypis er inn og allir velkomnir.
Fágætar
myndir frá
Austurvelli
AUSTURVÖLLUR 30. MARS 1949 Mikil átök
brutust út þegar gengið var til atkvæða á
Alþingi.
��������������
��������
������
�������
����������������
�������� ���
������������������������������
���������������������