Fréttablaðið - 30.03.2006, Side 42
30. mars 2006 FIMMTUDAGUR42
Kammerkórinn Hymnodia heldur
stórtónleika í Akureyrarkirkju
laugardaginn 1. apríl og í Hall-
grímskirkju daginn eftir.
Með kórnum koma fram sænsk-
ir atvinnu barokkhljóðfæraleikar-
ar og ein skærasta stjarna barokks-
ins í Svíþjóð, Anna Zander
sópransöngkona, sem syngur bæði
einsöngskantötu og einsöngs- og
kórhlutverk í aðalverki tónleik-
anna, Membra Jesu Nostri og
mesta verki tónskáldsins, Diet-
richs Buxtehude. „Þetta er sjálf-
sagt stærsta og fegursta verk 17.
aldar,“ segir Eyþór Ingi Jónsson,
kórstjóri Hymnodiu.
Kórfélagar eru fjórtán talsins,
en kórinn hefur hefur starfað í
núverandi mynd í um eitt ár við
vaxandi orðstír, til dæmis var gerð-
ur góður rómur að frammistöðu
hans á Myrkum músíkdögum í síð-
asta mánuði. „Þetta hefur gengið
vel,“ segir Eyþór. „Við reynum að
vera fjölbreytt í efnisvali og fara
ótroðnar slóðir, en á hverjum tón-
leikum reynum við að vera með
ákveðið þema.“
Tónleikarnir í Akureyrarkirkju
hefjast klukkan 15 á laugardag en
tónleikarnir í Hallgrímskirkju
klukkan 17. - bs
EYÞÓR INGI JÓNSSON Kórstjóri Hymnodiu,
sem hefur starfað við vaxandi orðstír í um
eitt ár. MYND/ MYNDRÚN EHF.
Fegursta verk 17. aldar
Guðmundur Jónsson arkitekt
hlaut nýlega Byggingarlistaverð-
laun fyrir sjávarmenningarsafnið
NORVEG í Þrændalögum í Nor-
egi. Hann er einnig meðhöfundur
að sjávarútvegssýningu safnsins,
sem að þessu sinni er tilnefnt til
evrópsku safnaverðlaunanna.
Guðmundur hefur talsvert
fengist við að setja upp fræðslu-
sýningar og er einn atkvæðamesti
arkitektinn á því sviði í Noregi.
„Ég fæst bæði við sýningarnar og
menningarbyggingar og oft sam-
eina ég þetta tvennt. Þetta kemur
að hluta til inn á menningartengda
ferðaþjónustu, sem Norðmenn eru
mjög uppteknir af,“ segir Guð-
mundur. Um þessar mundir vinn-
ur hann að sýningu í tilefni af
hundrað ára ártíð leikskáldsins
Henriks Ibsen sem sett verður
upp í miðborg Óslóborgar. „Það er
nóg að gera og allt á útopnu þessa
dagana,“ segir Guðmundur en
sýningin, sem er sautjánda verk-
efni hans af þessu tagi, verður
opnuð 23. maí.
Það var hálfgerð tilviljun að
Guðmundur hóf að starfa á þess-
um vettvangi. „Mér bauðst að taka
þátt í samkeppni vegna Noregs-
sögusýningarinnar sem sett var
upp í tengslum við Olympíuleik-
ana í Lillehammer en sú sýning
stendur enn. Það er 1.200 fermetra
rými sem spannar alla sögu lands-
ins,“ útskýrir Guðmundur.
Guðmundur útskrifaðist frá
arkitektaskólanum í Osló árið 1981
en hann bar sigur úr býtum í nor-
rænni samkeppni um tónlistarhús
sem haldin var í Reykjavik árið
1986 og hefur hlotið yfir fjörutíu
verðlaun og viðurkenningar í sam-
keppnum um byggingarlist. Hér
heima hefur Guðmundur komið að
Geysissýningunni og á döfinni er
að hann hanni skála og sýningu í
kringum Víkingaskipið Íslending
og nýja menningar- og fræðslu-
miðstöð sem stefnt er að því að
reisa á Hólum í Hjaltadal.
- khh
SJÁVARMENNINGARSAFNIÐ NORVEG Hlaut Byggingarlistarverðlaun.
Margverðlaunaður arkitekt
GUÐMUNDUR JÓNSSON ARKITEKT
Setur upp sýningu um Henrik Ibsen í Osló.
Ingibjörg Karlsdóttir leirlistakona
opnaði nýlega listmunagallaerí og
vinnustofu í Grafarholti en þar
gefur að líta fjölbreytta leir- og
glerlist. Ingibjörg, eða Abba, byrj-
aði að vinna með leir fyrir tíu
árum síðan og rak áður leirmuna-
verkstæði á Hvammstanga en
verk hennar voru þá til sölu í Gall-
erí Bardúsu þar í bæ og víðar.
„Ég fann það strax þegar ég
byrjaði að leira að þetta passaði
mér mjög vel og ég hafði mjög
mikinn áhuga á þessu,“ segir Ingi-
björg en hún notar mikið náttúru-
liti í verkum sínum. „Verkin eru
mjög fjölbreytt, það eru skálar og
englar og mikið af fuglum - ég er
að gera alls konar nýjar útgáfur af
þeim.“ Ingbjörg segir það mjög
notalega iðju að vinna leirlista-
verk en að baki hverju verki búi
þó langt vinnuferli. Að auki eru
gler- og myndlistarverk til sölu og
sýnis í galleríinu.
Gallerí Grafarholt er í verslun-
arkjarnanum við Kirkjustétt 2-6
og er opið á virkum dögum frá 13-
18 og á laugardögum frá 13-16.
LEIRLISTAKONAN ABBA Í GALLERÍ GRAFARHOLTI Vinnur fígúrur og fugla í steinleir.
Náttúrulitir í leir
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
��������������������������������������
����������� �������� ������������� �������������
�������������� �� ��������������� ������������������������������������������
������������������������������������������� ������������������
�����������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
��������������������
�������������������������������
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI