Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 46

Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 46
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR46 Eight Below er endurgerð jap- önsku myndarinnar Nankyoku Monogatari sem kom út árið 1983. Hún er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um tvo starfs- menn vísindastofnunar (Paul Walker úr Fast and the Furious og Jason Biggs úr American Pie) sem eru að störfum á Suðurskautsland- inu þegar þeir fá hættulegt verk- efni. Eiga þeir að finna loftstein á svæðinu og þurfa að leggja upp í erfiðan leiðangur á hundasleðum í slæmu veðri sem á eftir að reyn- ast þeim mikil þrekraun. Að komast lífs af „Ætlarðu að tala við Paul Walker líka? Hann var á Íslandi að taka upp með Clint Eastwood, ekki satt?“ er það fyrsta sem Frank Marshall segir í spjalli sínu við blaðamann. Marshall segist aldrei hafa komið til Íslands en kom aftur á móti til Grænlands til að taka upp nokkur atriði fyrir nýju myndina. Hann segist hafa heillast að handriti Eight Below þegar hann las það. „Ég er hrifinn af hundum og krefjandi tökustöðum og myndin býr einmitt yfir því. Ég leit á þetta sem mjög gott tæki- færi. Ég varð fyrir miklum inn- blástri af sögunni og skemmti mér mjög vel yfir verkefninu,“ segir Marshall. Að sögn Marshalls er Eight Below saga um að komast lífs af, rétt eins og hin vinsæla Alive. „Þetta er ævintýramynd sem fjallar um það að komast af. Hún gerist líka í snjó og hefur því nokkuð svipaðan söguþráð sem felur í sér ákveðni, hugrekki, holl- ustu og samstarf. Þær snúast báðar um að gefast aldrei upp þar sem aðalpersónurnar reyna í sam- einingu að komast yfir nánast ómögulegar hindranir.“ Marshall segist hafa mjög gaman af þannig myndum sem geti veitt fólki von og innblástur. „Á hverjum degi kemst fólk yfir erfiðar hindranir og er kastað í aðstæður sem það á ekki von á að lenda í en þarf að klóra sig í gegn- um þær,“ segir hann. Sjálfur segist hann hafa lent í erfiðum aðstæðum sem þó komist ekki í hálfkvisti við þær sem per- sónurnar í myndum hans lenda í. „Ég held að hlutirnir virki þannig þegar maður gerir kvikmyndir,“ segir hann og hlær. „Þú er alltaf að skipuleggja eitthvað þegar óvænt- ir hlutir koma upp á. Það þarf að leysa mörg vandamál við gerð þeirra sem mér finnst mjög áhuga- vert. En ég hef aldrei þurft að glíma við erfið vandamál eins og í þessari mynd en vissulega mörg lítil.“ Hefur unnið með snákum, pödd- um og rottum Marshall segist aldrei hafa leik- stýrt hundum áður í verkefni af þessari stærðargráðu. „Ég hef unnið með mörg dýr, meðal annars snáka, pöddur og rottur. Ég hef unnið með hunda áður en munur- inn er sá að núna voru hundarnir átta og með þeim voru 15 til 16 þjálfarar sem voru í kringum myndavélina. Ég þurfti að vita hvar þeir ætluðu að vera til að stýra hundunum og það var krefj- andi verkefni. Við unnum með þeim í yfir sex mánuði og eitt af því sem ég lærði var að það þarf mikla þolinmæði og skipulagningu og það var mikið af hvoru tveggja við gerð þessarar myndar. Aðspurður segir Marshall að vegna breytilegs veðurfars á Grænlandi hafi tökuliðið þurft að vera með þrjú mismunandi atriði í startholunum í byrjun hvers dags. „Eftir að hafa tekið upp Alive veit ég að veðrið er síbreytilegt á svona stöðum. Við vorum með eitt sólaratriði tilbúið, eitt víðáttuat- riði og annað sem átti að taka upp í hríð, þannig að ef þú sérð þannig atriði í myndinni þá lítur það svona vel út af því að það er raun- verulegt.“ Marshall er mjög ánægður með frammistöðu Pauls Walker í mynd- inni. „Hann er vanur að leika ein- hverja töffara en þarna sýnir hann á sér mjúka og tilfinningaríka hlið. Hann er mikill útivistarmaður og á hund og kann því að umgangast þá. Mér fannst hann henta vel í þetta hlutverk og hann lítur allan tímann út fyrir að þykja mjög vænt um hundana. Hann var sá fyrsti sem mér datt í hug fyrir þetta hlutverk,“ segir hann. Ellfu ára bið á enda Ellefu ár eru liðin síðan Marshall leikstýrði síðustu mynd sinni, Congo. Hann segir að tvær ástæð- ur hafi ráðið þessari löngu bið. „Við ákváðum að eignast fjöl- skyldu og núna á ég tvær stúlkur, níu og sjö ára, og ég vildi eyða tíma með þeim. Síðan sá ég aldrei nein handrit sem ég vildi leikstýra en aftur á móti komu nokkrar myndir sem ég vildi framleiða fyrir aðra eins og The Sixth Sense, Seabiscuit og Bourne-myndirnar. Þetta voru allt frábær verkefni þar sem leikstjórinn var þegar fyrir hendi en þegar ég sá handrit- ið að Eight Below langaði mig að snúa aftur í leikstjórastólinn.“ Marshall segir það mun meira gefandi að vera leikstjóri heldur en framleiðandi. „Sem leikstjóri geturðu sett fram þína eigin skap- andi sýn á verkefnið. Þegar þú sérð afraksturinn á hvíta tjaldinu veistu að þetta voru allt saman ákvarðanir sem þú tókst. Á móti kemur að þetta er meiri áhætta fyrir þig sjálfan. Það er frábært ef mönnum líkar myndin en ef þeim líkar hún ekki færð þú allar skammirnar.“ Skjólstæðingur Spielbergs Marshall hefur unnið með mörg- um þekktum leikstjórum, meðal annars Steven Spielberg og M. Night Shyamalan. Hann segir það ekkert mál að láta aðra um að leikstýra myndunum sem hann framleiðir. „Það er bara auðveld- ara að vinna með öðrum leikstjór- um því þá þarf ég ekki að vakna eins snemma,“ segir hann og hlær. „Á öllum mínum ferli hef ég unnið með leikstjórum sem er gott að starfa með. Þeir hlusta á mig en ég veit að þeir eiga loka- orðið. Ég hef alltaf stutt við bakið á leikstjórunum og veit alveg hvar mörkin liggja. Leikstjórar gera sér líka grein fyrir því að ég veit hvað þeir eru að fara í gegn- um og það hjálpar til,“ segir hann, og viðurkennir að samstarfið við Spielberg hafi verið frábært. „Hann er mjög stoltur að mér og lítur á mig sem einn af sínum skjólstæðingum. Hann var svo sannarlega lærifaðir minn. Hann var mjög ánægður með nýju myndina og sagði að hún væri alveg yndisleg. Síðan ætlum við að gera Indy 4 [Indiana Jones 4] einhvern tímann,“ segir hann og hlær. „Verkefnið gengur vel en það er mikið í húfi. Við viljum hafa gott handrit í höndunum en það erfiðasta er að finna tíma fyrir alla til að vinna við hana. Ég held að það gæti gerst á næsta ári. Við höfum tvö handrit núna sem við erum að vinna að.“ Lance Armstrong og Indy 4 Næsta leikstjóraverkefni Mars- halls er innan seilingar og því ljóst að engin ellefu ár munu líða fram að næstu mynd hans. Bygg- ir það einmitt líka á sögu um hug- rekki og því að gefast aldrei upp, rétt eins og margar af myndum hans til þessa. „Mig langar að kvikmynda sögu Lance Armstrong [hjólreiða- kappans þekkta]. Ég keypti bók- ina hans og hef verið að vinna með honum og handritshöfundi. Handritið ætti að verða klárt í sumar og vonandi verður það næsta myndin mín sem leik- stjóri,“ segir hann. Framleiðandinn Marshall mun næst snúa sér að framhalds- myndinni Bourne Ultimatum með Matt Damon í aðalhlutverki. Verð- ur hún tekin upp víðs vegar í Evr- ópu og hefjast tökur í ágúst. Marshall, sem verður sextug- ur síðar á þessu ári, hóf feril sinn í kvikmyndaborginni er hann vann við hina klassísku The Last Picture Show árið 1971. Hann segist ekki hafa getað átt betri feril í kvikmyndaborginni. „Ég fékk tækifæri til að vinna að litlum myndum þegar ég var að byrja og hafði mjög gaman af því. Ég hugsaði með mér: „Þetta lang- ar mig að gera“ en upphaflega ætlaði ég að verða lögfræðingur, held ég,“ segir hann. „Ég hef unnið með frábærum leikstjórum og ferðast um heiminn. Þetta hefur verið stórkostlegt og þess vegna elska ég þetta starf.“ ■ YFIR ÓMÖGULEGAR HINDRANIR Bandaríski leikstjórinn og framleiðandinn Frank Marshall, maðurinn á bak við myndir á borð við Alive, Congo og Arachnophobia, sendi nýverið frá sér myndina Eight Below þar sem hundar koma mikið við sögu. Freyr Bjarnason spjallaði við Marshall í tilefni af frumsýningu myndarinnar hér á landi á morgun. ÚR SMIÐJU MARSHALL LEIKSTJÓRI: 2006 Eight Below 1995 Congo 1993 Alive 1990 Arachnophobia FRAMLEIÐANDI: 2004 The Bourne Supremacy 2003 Seabiscuit 2002 Sings 1999 The Sixth Sense 1989 Indiana Jones and the Last Crusade 1985 The Colour Purple 1982 Poltergeist 1981 Raiders of the Lost Arc VI NN IN GA R VE RÐ A AF HE ND IR H JÁ B T SM ÁR AL IN D. K ÓP AV OG I. M EÐ Þ VÍ A Ð TA KA Þ ÁT T ER TU K OM IN N Í S M S KL ÚB B. 1 49 K R/ SK EY TI Ð. DVD spilari+King Kong á DVD + King Kong varningur LENDIR Í BT 30. MARS! AUKAVINNINGAR ERU: • KING KONG Á DVD • PEPSI KIPPUR • KING KONG TÖLVULEIKUR • VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI • FULLT AF ÖÐRUM DVD MYNDUM OG MARGT FLEIRA ÞÚ SENDIR SMS SKEYTIÐ BTC KKF Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ KING KONG Á DVD! 9.HVERVINNUR!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.