Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 30.03.2006, Qupperneq 50
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR50 Silja Ósk Þórðardóttir hannar og selur ýmiss konar eyrnalokka í versluninni Ranimosk á Klappar- stíg. „Mér finnst gaman að búa til fallegt dót úr hálfgerðu drasli og bara einhverju sem ég finn. Ég hef verið að grúska við þetta í um það bil ár og geri líka eyrna- lokka úr steinum en sel þá reynd- ar ekki í búðinni,“ segir Silja sem vinnur aðallega úr silfri, plasti og gleri. Hún fór að hanna eyrna- lokka handa sjálfri sér og byrj- aði í upphafi á að gera þá úr öryggisnælum. „Ég hef alltaf verið hrifin af eyrnalokkum og svo stakk vin- kona mín upp á því að ég færi að selja þá einhvers staðar. Ég kaupi sjálf efnið í eyrnalokkana og salan á þeim hefur gengið alveg hreint ágætlega. Ég hef ekkert lært skartgripahönnun en var þó í einum áfanga í grunnskóla þar sem kennd var skartgripagerð. En núna er ég á þriðja ári í Kvennaskólanum á náttúrufræði- braut og tek myndlistaráfanga í FB með.“ Hannar eyrnalokka og selur SILJA ÓSK ÞÓRÐARDÓTTIR Hún hannar og selur skartgripi í búðinni Ranimosk. EYRNALOKKAR Silja notar steina, silfur, plast og gler í eyrnalokkana. Fatamerkið Diesel sem stofnað var á Ítalíu árið 1978 af hönnuðin- um Renzo Rosso og vinum hans hefur tekið miklum stakkaskipt- um upp á síðkastið. Árið 1985 keypti Renzo Rosso vini sína út úr fyrirtækinu og hefur hann stýrt því með miklum sóma síðan. Undir hans stjórn hefur Diesel vaxið og dafnað og í dag er merkið orðið samkeppnishæft við önnur hátísku- merki. Eini munurinn er sá að Rosso leggur áherslu á að almenn- ingur geti gengið í fötunum en ekki bara ítalskir milljónamær- ingar. Þetta hefur gert það að verkum að Diesel-fötin eru vinsæl um allan heim hjá breiðum aldurs- hópi. Diesel skiptist í nokkrar línur. D-Diesel er aðallínan og hefur hún verið fáanleg á Íslandi síðan 1986. Hún er nú seld í versl- unum Gallerís sautján, Deres og Retro en líka í verslunum víða um land. Í henni er mest lagt upp úr gallabuxum og öðrum hversdags- fatnaði eins og bolum, skyrtum og jökkum. Diesel-gallabuxurnar þekkja flestir enda hafa þær feng- ið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum á síðustu árum. Gallabuxurnar þykja vel hannað- ar og mikið er lagt í þær til að gera þær sem fjölbreyttastar. Þess má geta að hönnuðir Diesel voru með þeim fyrstu sem buðu upp á mis- munandi þvott á gallabuxum og ekki er óalgengt að buxur sömu gerðar séu mjög ólíkar því oft á tíðum eru þær handþvegnar til að ná fram hárréttum smáatriðum. Þetta gerir buxurnar framúrskar- andi og eftirsóttar. Stylelab-línan frá Diesel er örlítið dýrari en D- línan. Á bak við hverja tískulínu liggur gríðarlega hugmyndavinna og hönnuðir Diesel ferðast út um allan heim til þess að næla sér í innblástur. Fyrir hönnun á vor- og sumarlínunni í ár dvöldu þeir á japanskri eyju þar sem starfrækt er herstöð á vegum Bandaríkja- hers. Á þeirri eyju mætast tveir menningarheimar, innfæddir og hermenn, sem skapar sérstaka blöndu. Í nýjustu línunni koma þessi áhrif í ljós en þar er her- mannaútliti blandað saman við japönsk munstur sem gerir sum- arlínuna afar skemmtilega. Á laugardagskvöldið verður Diesel- hátíð á vegum fyrirtækisins N.T.C. sem er umboðsaðlili fyrir Diesel á Íslandi. Á hátíðinni verður tísku- sýning þar sem gestir gefst kostur á að berja vor- og sumarlínuna augum. Diesel verður hátískuvara Tom Cruise hefur gefið Katie Holmes iPod með róandi tónlist til þess að hjálpa henni að hljóða ekki á meðan á fæðingunni stendur. Parið hefur nú þegar hengt upp plaköt um allt heimilið í Beverly Hills sem minna hana á að vera ekki með læti og að fara sér hægt. Samkvæmt kenningum Vísindakirkjunnar er það mjög slæmt fyrir börn að heyra móðurina öskra er hún fæðir þau. „Tom gaf Katie iPod með mörg- um lögum. Hann vill að hún hlusti á róandi tónlist en að hún sé með heyrnartól svo það verði enginn hávaði,“ sagði heimildarmað- ur, en Katie en von er á barninu á næstu dögum. Katie fær róandi tónlist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.