Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 59

Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 59
FIMMTUDAGUR 30. mars 2006 59 Iceland Express-deild kvk: HAUKAR-ÍS 91-77 Stig Hauka: Megan Mahoney 28, Helena Sverr- isdóttir 25, Pálina Gunnlaugsdóttir 10, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Ösp Jóhannsdóttir 8, Hanna Hálfdánardóttir 7, Sigrún Ámundadóttir 3. Stig ÍS: Maria Conlon 23, Signý Hermannsdóttir 22, Helga Þorvaldsdóttir 9, Stella Kristjánsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 6, Hanna Kjartansdóttir 6, Hafdís Helgadóttir 4, Helga Jónasdóttir 1. Haukar unnu einvígið, 2-1. Meistaradeildin: LYON-AC MILAN 0-0 INTER-VILLARREAL 2-1 0-1 Diego Forlan (1.), 1-1 Adriano (7.), 2-1 Obaf- emi Martins (54.). Enska úrvalsdeildin: MAN. UTD-WEST HAM 1-0 1-0 Ruud Van Nistelrooy (45.). Enska 1. deildin: QPR-STOKE 1-2 Hannes Sigurðsson skoraði sigurmarkið fyrir Stoke á 79. mínútu en þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið. ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur sagt upp samningi sínum við þýska úrvalsdeildarfélagið Dusseldorf en samningurinn átti ekki að renna út fyrr en sumarið 2007. Hann mun þó klára tímabilið með lið- inu. Markús Máni hefur verið í her- búðum félagsins í tvö ár er hann yfirgaf herbúðir Vals og fór til Þýskalands. - hbg Markús Máni Michaelsson: Hættur hjá Dusseldorf FÓTBOLTI Hollenski markahrókur- inn Ruud Van Nistelrooy var í byrjunarliði Man. Utd í fyrsta skipti í langan tíma í gær þegar United tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, er vandi á höndum eftir leik- inn því Nistelrooy skoraði í endur- komu sinni eina mark leiksins og Fergie þarf því að velja á milli tveggja framherja sem skora í hverjum leik því Louis Saha hefur verið sjóðheitur síðustu vikur. United tryggði stöðu sína enn frekar í öðru sæti deildarinnar með sigrinum og bíður nú eftir því að Chelsea nisstígi sig. - hbg Man. Utd lagði West Ham: Nistelrooy sá um Hamrana KOMINN AFTUR Ruud Van Nistelrooy var vel fagnað þegar hann skoraði sigurmark United í gær eftir langa fjarveru á bekk United. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Haukastúlkur komu gríðarlega ákveðnar til leiks og tóku strax góða forystu. Ekkert gekk upp hjá ÍS og eftir fimm mín- útna leik höfðu Haukar þegar náð tíu stiga forystu sem varð að sex- tán stigum eftir fyrsta leikhlutann þar sem ÍS náði aðeins að skora átta stig. Það kann ekki góðri lukku að st Stúdínur bættu leik sinn lítil- lega í öðrum leikhluta þar sem munaði mestu um baráttu og dugn- að hjá Mariu Conlon sem skoraði þrettán stig í fyrri hálfleik og sýndi öðrum leikmönnum gott for- dæmi með áræðni sinni. Hauka- stúlkur bættu hins vegar enn í og afgreiddu nánast leikinn. Þær höfðu 53-30 yfir í hálfleik og ekk- ert benti til þess að ÍS kæmist inn í leikinn. Stúdínur léku betur í þriðja leikhluta þegar þær spiluðu stífa vörn og skotin tóku að rata rétta leið. Þær voru þó aldrei nálægt því að gera atlögu að góðu forskoti Hauka sem var tuttugu stig fyrir síðasta leikhlutann, 66-46. Þrátt fyrir að slaka á undir lokin var sigur Hauka aldrei í hættu en þær fóru að lokum með 91-77 sigur af hólmi. Málið var einfalt á Ásvöllum í gær, Haukar voru einfaldlega betri aðilinn og áttu sigurinn fylli- lega verðskuldaðan. Megan Mahoney og Helena Sverrisdóttir voru sterkustu leikmenn Hauka og stúdínur áttu fá svör við stór- leik þeirra. Það var ekki um auð- ugan garð að gresja í sóknarleik stúdína en Maria Conlon tók af skarið þegar á þurfti líkt og Signý Hermannsdóttir. „Við vorum ekki sáttar við síð- ustu tvo leiki og ákváðum að taka okkur á og sýna hvað í okkur bjó í þessum leik. Við vorum staðráðn- ar í að bæta leik okkar og það tókst ágætlega. Við spiluðum skelfilega í öðrum leiknum þar sem við töp- uðum en aðalmálið var vissulega að klára einvígið. Ég hef fulla trú á því að við getum farið alla leið,“ sagði hin unga en gífurlega efni- lega Helena Sverrisdóttir, leik- maður Hauka, sem hafði átt erfitt uppdráttar í fyrstu leikjunum en blómstraði í gær. - hþh Það verða Haukar mæta sem Keflavík í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfu: Haukar of stór biti fyrir ÍS HELENA STERK Helena Sverrisdóttir hristi af sér slenið í gær og átti stórleik þegar mest á reyndi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.