Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 62

Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 62
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR62 opið alla laugardaga 10-14 35% Afsláttur Af öllum Humri Bak við böndin er nýr tónlistar- þáttur sem fer í loftið þriðja apríl á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Í honum fylgjast plötusnúðarnir Ellen og Erna með hljómsveitum landsins á ferð og flugi hérlendis. Hugmyndin er upphaflega komin frá þeim stelpum en þær brugðu á það ráð að fá reynsluboltann Dóru Takefusa til liðs við sig. Dóra starfar hjá almannatengsla- fyrirtækinu Forever Entertain- ment og hefur skipulagt viðburði auk þess sem fyrirtækið sinnir alhliða framleiðslu í afþreyingar- iðnaðinum. „Í upphafi var þetta stofnað sem sjónvarpsframleiðslu- fyrirtæki en það hefur eitthvað misskilist,“ segir Dóra sem var nýbúin að jafna sig eftir smá veik- indi og var að keyra með dóttur sinni þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ég framleiddi allt sjálf á mínum síðustu árum og þekki þetta því mjög vel,“ bætir hún við, en Dóra mun nú vinna með gömlum starfsbróður frá árunum á Skjá einum, en Árni Þór Vigfússon er sem kunnugt er sjónvarpsstjóri Sirkus. „Það hefur reyndar ekkert með mína aðkomu að gera enda vildu þær Ellen og Erna fara með þáttinn yfir á stöðina,“ segir hún. Dóra hefur verið fyrir framan myndavélarnar frá fimmtán ára aldri og voru margir sem söknuðu hennar þegar hún ákvað að gefa þeim smáfrí. „Annars var tíminn fyrir framan myndavélina auka- atriði, meirihlutinn fór í að fá við- mælendur, klippa og þar fram eftir götunum,“ útskýrir hún en Dóra útilokar þó ekki að hún muni snúa aftur á skjáinn. - fgg Útilokar ekki endurkomu DÓRA TAKEFUSA Framleiðir nýjan tónlist- arþátt fyrir sjónvarpsstöðina Sirkus sem plötusnúðarnir Ellen og Erna stjórna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÁRÉTT 2 læra 6 tveir eins 8 málmur 9 röð 11 tónlistarmaður 12 átölur 14 yfir- stéttar 16 tölvuverslun 17 hlaup 18 for 20 tveir eins 21 krakki. LÓÐRÉTT 1 dreifa 3 tveir eins 4 land 5 struns 7 matjurt 10 óvild 13 tækifæri 15 óhapp 16 hryggur 19 kyrrð. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 lesa, 6 tt, 8 eir, 9 róf, 11 kk, 12 ámæli, 14 aðals, 16 bt, 17 gel, 18 aur, 20 yy, 21 krói. LÓÐRÉTT: 1 strá, 3 ee, 4 sikiley, 5 ark, 7 tómatur, 10 fæð, 13 lag, 15 slys, 16 bak, 19 ró. HRÓSIÐ ...fær sjónvarpsstöðin Sýn en í ágúst hefst þar nýr raunveru- leikaþáttur þar sem íslenskum „nördum“ gefst tækifæri til að bæta við sig kunnáttu í knatt- spyrnu. Félag íslenskra bókaútgefanda í samstarfi við íslenska bóksala ætlar að gefa hverju heimili í land- inu ávísun upp á þúsund krónur í tilefni af viku bókarinnar sem er frá 19. apríl til 23. apríl. Ef miðað er við að hundrað þúsund heimili séu á Íslandi er ljóst að upphæðin mun nema rúmum hundrað millj- ónum íslenskra króna. Félag íslenskra bókaútgefanda leggur til 50 milljónir og bóksalar hinar 50 en nokkur fyrirtæki munu enn fremur leggja sitt á vogarskálarn- ar til að verkefnið nái fram að ganga. Ávísunin mun gilda á allar íslenskar bækur og mun þetta sögulega tilboð standa til þriðja maí. Benedikt Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, var í óða önn að gera upp eftir bókamarkaðinn en sagði að svo yrði farið í þetta verk- efni af fullum krafti en ekki væri byrjað að blása í neina herlúðra enn sem komið væri. „Þann 23. apríl er alþjóðlegur dagur bókar- innar en við höfum haft þann hátt- inn á að vera með viku bókarinn- ar,“ útskýrir Benedikt en þá hafa allir þeir sem koma nálægt bóka- útgáfu slíðrað sverðin og tekið saman höndum við að kynna íslenskar bókmenntir. Fjöldi lista- manna hefur yfirleitt verið feng- inn til að kynna þessa viku en nú fá landsmenn auglýsinguna senda beint heim til sín. „Undanfarin ár höfum við viljað einbeita okkur að börnum og unglingum enda viljum við hvetja þau til að lesa meira eða að lesið sé meira fyrir þau,“ bætir hann við. „Þá höfum við enn frem- ur verið með sérvaldar bækur sem ekki hafa alltaf höfðað til allra og með þessu getur fólk hreinlega valið sjálft,“ segir Benedikt. Verið er að leggja drög að dag- skránni og má reikna með að skáld verði fengið til að semja ávarp í tilefni af vikunni. „Við ætlum að sjá til hvernig þetta gengur og ef vel tekst til er ekki útilokað að þetta verði gert að ári aftur,“ segir Benedikt sem vonast auðvitað til þess að þjóðin taki vel í gjöfina. VIKA BÓKARINNAR: LANDSMENN FÁ ÓVÆNTA GJÖF Þúsund króna ávísun inn á hvert heimili FRÉTTIR AF FÓLKI L inda Pétursdóttir, alheimsfegurðar-drottning og auglýsandi og markaðs- stjóri Iceland Spa, mun á hverjum föstu- degi sjá um stutt innslag í þættinum Á milli sex og sjö sem Guðrún Gunnars- dóttir og Felix Bergsson stjórna. Þar mun hún, ásamt Kristínu Stefánsdóttur stofnanda No Name, fjalla um allt milli himins og jarðar en þær stöllur munu bregða upp nýrri sýn á daglega og hversdagslega hluti. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta frum- raun hjá Lindu Pé og Kristínu í sjónvarpi. Reyndar er þetta ekki í fyrsta skipti sem við Íslendingar höfum alheims- fegurðar- drottningu sem þátta- stjórnanda því Unnur Birna stjórnaði sem kunnugt er Sjáðu á Sirkus en sá þáttur var fljótlega tekinn af dagskrá. Síðasta sextán liða rimman í Meistar-anum, þætti Loga Bergmanns, verður háð í kvöld en þá keppa Inga Dóra Ingv- arsdóttir og Friðbjörn Eiríkur Garðarsson. Þau kepptu bæði í undankeppninni og ættu því að vera orðin þaulvön leiknum. Áður munu þó sexmenningarnir í Strák- unum keppa í spurningakeppni en þeir eru þekktir fyrir allt annað en gáfuleg uppátæki. Gömlu strákarnir, Auddi, Sveppi og Pétur, keppa á móti þeim Huga, Atla og Gunnari en væntanlega verður hart barist enda má búast við því að þeir sem tapa þurfi að fram- kvæma enn eina vitl- eysuna. -fgg BENEDIKT KRISTJÁNSSON Íslenskir bóksalar og bókaútgefendur fara ótroðnar slóðir þegar þeir kynna íslenskar bækur. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Morgunmatur: Ef þú hefur ekki smakkað lífræna jógúrt með mangóbragði þá verður þú að prófa þessa dásemd. Hreyfingin: Farðu í sund og syntu að minnsta kosti kílómetra. Vertu í flottum sundbol og gættu þess að gleyma ekki blöðkunum, þær hjálpa þér að kom- ast hraðar og svo auka þær líka brennsluna. Sýningin: Skokkaðu upp á Gyllinhæð á Laugaveginum þar sem nemendur á 2. ári í Listaháskóla Íslands sýna verk sín. Leikritið: Upplifðu alvöru nostalgíu við að sjá klassíker- inn Litlu hryllingsbúðina sem Leikfélag Akureyrar sýnir þessa dagana. Hádegisverðurinn: Farðu á Mokka og upplifðu gömlu stemninguna á meðan þú kjamsar á samloku með skinku, osti og aspas. Dásamlegt alveg hreint. Bíómyndin: Kíktu á nýjustu mynd Natalie Portman, V for Vendetta. Hún er víst góð skemmtun og svo rakar Natalie líka kollinn á sér í myndinni. Tónleikarnir: Benni Hemm Hemm, Borko og Seabear í Gyllta salnum, Hótel Borg á föstudaginn. Ávís- un á gott kvöld. Veitingahúsið: Farðu á Caruso og pant- aðu þér sjávarfang dagsins. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum. CD: Það er ekki úr vegi að hita upp fyrir komu Ray Davies og skella góðum Kinks-diski í tækið. Prófaðu diskinn The Village Green Preservation Society. Hann er himneskur. Heimasíð- an: Farðu á www. overheard- innewyork. com og lestu óborganlegar tilvitnanir frá alvöru New York búum. Helgin okkar...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.