Tíminn - 17.07.1977, Side 2
2
Sunnudagur 17. júll 1977
Gísli Baldur
Garðarsson:
„Endur- ■
skoða I
þarf |
pólitík
okkar”
— Undanfariö ár hafa I
fasteignaviðskipti verið i lægð og ■
i siðasta mánuði náðu þau algeru
lágmarki. Þetta stafaði af þeirri I
óvissu sem riktii efnahagsmálum I
okkar og var eðlileg afleiðing 1
hennar, en nú, þegar menn vita |
nokkuð um hvaö fram undan er, á
égf astlega von á þvi að þessi við- ■
skipti fari að hreyfast á ný, sagði I
Gisli Baldur Garðarsson, I
fasteignasali.
— Hvað fasteignaverð snertir,
sagði Gisli ennfremur, má gera
ráð fyrir að það hækki nokkuð. I
Hins vegar á ég ekki von á að nein I
stokk eigi sér stað i þeim efnum, I
þvi ég tel liklegast að sú hæga og 1
sigandi hækkun, sem undanfarið
hefur átt sér stað og ekki hefur I
verið meiri en gerzt hefur i öðrum I
þáttum þjóðfélagsins, haldi 8
áfram. Hugmynd þá, sem ég sá I
fyrir nokkru varpað fram i einu
dagblaðanna, um allt að fimmtiu ■
prósent hækkun, tel ég út i hött. I
Það þjónar engum tilgangi eöa I
hagsmunum aðverðhækkun verði |
svo mikil, sizt af öllum hagsmun-
um fasteignasala sem að visu .
taka laun sin sem ákveðið hlutfall I
af heildarverði fasteigna þeirra I
sem þeir selja en byggja þó af- I
komusinafyrstogfremstá þvi að "
salan örvist. Okkar hagur er að
verð haldist nógu lágt til að I
fasteignirnar seljist.
Hvort hækkanir á fasteigna- I
verði komitil með að verða verð- *
bólguhvati i nánustu framtfð vil
ég svara sem svo, að þegar búið I
er að semja um fjörutiu prósent I
verðbólgu á ársgrundvelli, getur I
ekkertlengur verkað sem hvati á I
verðbólgu. Hún er einfaldlega
komin upp yfir alla hvata.
Þær aðgerðir eöa breytinga, I
sem ég tel nauðsynlegar nií, eru I
einfaldlega þær, að endurskoða I
verður lánapólitikina hér á landi
með tilliti til þess að lánastofn- I
anir verði jákvæðari gagnvart I
kaupum á eldra húsnæði.
Súpólitik sem haldið hefur uppi |
undanfarin ár og áratugi að lána
mikið til kaups á nýju húsnæði, ■
svo og til bygginga en nánast ekk-1
ert til kaupa á eldra húsnæði, hef-1
ur komið illa við þjóðfélagiö, |
einkum hér á höfuðborgar-
svæðinu, þvi hún veldur óeðlilegri .
dreifingu búsetu og þar með I
auknum kostnaöi, til dæmis i I
gatnagerð og skólabyggingum. I
Þaö tel ég mikilvægast að 1
breytist.
■
HV-Reykjavik Tíminn sneri sér í gær til þriggja aðila sem starfa við fasteignavið-
skipti, það er við fasteignasölur, og lagði fyrir þá f jórar spurningar. Spurningarn-
ar voru:
1. Hvað telur þú að gerast muni á fasteignamarkaðinum næstu mánuði?
2. Hver telur þú að þróun fasteignaverðs verði næstu mánuði?
3. Telurþú að fasteignaverð verði verðbólguhvetjandi á næstunni?
4. Hverra aðgerða, eða breytinga telur þú brýnasta þörf, á fasteignamarkaðin-
um, eða í tengslum við fasteignaviðskipti?
Svör þeirra fara hér á eftir:
Birgir Asgeirsson:
*
,,Utborganir munu
hækka verulega”
Ég geri ráð fyrir að eftirspurn
aukistá fasteignamarkaðinum og
raunar er hún þegar farin að auk-
ast. Ég á hins vegar ekki von á að
framboðið aukist neitt umfram
það sem alltaf gerist á haustin, en
saian mun aukast verulega næstu
mánuði, sagði Birgir Asgeirsson,
fasteignasali.
— Verð á fasteignum mun
hækka á næstu mánuðum, sagði
Birgir ennfremur, en að minu
' mati ekki verulega fyrr, en siðast
á árinu og fyrst á næsta ári. Ég á
von á aö þá komi skriða, en hins
vegar er þetta of órætt til að ég
telji óhætt að skjóta á hækkunar-
prósentu.
Þetta fer allt eftir þvi hvað
hækkunin er lengi að komast til
framkvæmda, en ég á von á að
hún verði meira i þvi formi að
menn hækki verulega þær útborg-
anir sem þeir krefjast, svo og
jafnvel vexti á þvi sem þeir lána,
þannig að óbein hækkun verði
veruleg.
Ég á ekki von á þvi að verð á
fasteignum verði neitt verðbólgu-
hvetjandi á næstunni, frekar en
það hefur verið til þessa. Það
fylgir öðru.
Siðasta spurningin er erfið, en
ég tel það væri æskilegt fyrir
kaupendur, að þeir gætu útvegað
sér meira af lánum en nú er. Hús- ■
næðismálastjórnarlánin þurfa
tvimælalaust að hækka, svo og I
lifeyrissjóðalánin, sem eru mjög I
lág, en þessir aðilar hafa ekki I
fylgt verðlagi eftir i upphæðum I
lána.
Staðreyndin er sú að útborganir 9
við fasteignakaup eru hvergi i I
heiminum hærri en.hér tiðkast og |
fyrirgreiðsla lánastofnana er svo
til engin. |
1 stuttu máli má ef til vill segja I
sem svo að lánapólitikin sé I
einfaldlega of þröng og hún þurfi
að vikka. — _
Kári Fanndal:
„t>að
veit
enginn
hvað er
fram-
undan”
— Astandið á fasteignamark-
aðinum er þannig nú, að ég hygg
enginn viti hvað framundan er.
Það hefur orft verið erfitt að spá
um framvindu mála, en þó aldrei
sem nú, þegar umræðurum hugs-
anlega vaxtahækkun, jafnvel
verðtryggingu á eftirstöðvum i
fasteingaviðskiptum, svo og
margt annað, setja mikla óvissu
inn i málin, sagði Kári Fanndal,
fasteignasölumaður.
— Ég á þó von á að nú, þegar
sumarfrium feralmennt að ljúka,
glæðist viðskipti nokkuð, sagði
Kári ennfremur, svo og hefur
svolitil hreyfing komið á eftir
samningana. Fólk hélt að sér
höndum meðan þeir stóðu yfir, en
er nú að ganga frá sinum málum.
Að minu mati er hreyfing á
fasteignaverði i þá átt að það
hækki nokkuö, jafnvel má gera
ráð fyrir allt að 30%hækkun til
áramóta, en um það er einnig
erfitt að spá.
Þetta er allt svo háð þeim ráð-
stöfunum sem gerðar verða, þvi
ef þær koma margar saman, til
dæmis vaxtahækkun og verð-
trygging á eftirstöðvum, þá getur
markaðurinn dottið niður i algera
deyfð og verðið með.
Hvort fasteignaverð verði verð-
bólguhvetjandi hygg ég óhætt að
svara neitandi. Sá timi var að
dagprfsargiltu á markaðinum, en
slikt hefur ekki verið inni i dæm-
inu siðustu ár og ég á ekki von á
að það verði.
Síðustu spurningunni vildi ég
svara sem svo að þar koma lána-
málin fyrst og mest til álita.
Það vantar meiri og betri fyrir-
greiðslu til þeirra sem vilja
kaupa eldra húsnæði. Það er
mikilvægt atriði. Þó er hitt ef til
vill mikilvægara, að með ein-
hverju móti verði gert mun meira
fyrir þa sem eru að kaupa sér
húsnæði i fyrsta sinn. Fyrir svo
sem átta árum, þegar ég hóf störf
á þessu sviði, var ungt fólk ákveð-
inn og afgerandi hópur kaupenda
á markaðinum. . Nú er þaö nán-
ast horfið út af honum, þvi lána-
málin eru þannig að það á ef til
vill fárra kosta völ annarra en að
ganga I byggingarsamvinnufélög,
eða á annan hátt að byggja sjálft.
Að kaupa i smíðum er einnig orð-
ið mjög erfitt.—
Mgl
!!! ^ m <■ sppip * ■, ' :■ Pi ... iiCTitofífl! -.LHiir { f ! I fl
Sp$$ W- ''ísJ u:?; vfk?- j '}■ :! .jfys IsJzi r,i,; gaw iiffi
Stefna sú sem lánastofnanir hafa fylgt, veldur þvi aö ungt fólk á þess varia neinn kosta að festa búsctu annars staöar en i nýjum hverfum og þá meö bvi aö bvceia siálft Mee-
inhluti þess ier i blokkir, fjöibýlishús. Er ef tii vil! timabært aö minnast á þvingaða búsetu? ' ‘ °