Tíminn - 17.07.1977, Page 8

Tíminn - 17.07.1977, Page 8
8 Sunnudagur 17. júli 1977 Bátur og hjallar I Grimstaöavör Ingólfur Davíðsson: 180 Byggt og búið í gamla daga og hákarlinum vandist ég i barnæsku. Hann var þá algeng- ur réttur, etinn með harðfiski og brauði. Beztur þótti mér glæri hákarlinn, en bragð- og lykt- sterka skyrhákarlinum þurftu menn að venjast — hann er ekki barnamatur! Glær hákarl var ráðlagður til heilsubótar maga- veiku fólki. Ungur hákarl (got) var stöku sinnum matreiddur nýr i hákarlastöppu, en þótt ekki góður og var jafnan varað við að eta mikið af honum. Grásleppan var hengd upp eða siírsuð. Lika brytjuð i kýrn- ar ef mikið veiddist, aldrei var henni fleygt. Hænur og fleiri alifuglar vappa við ströndina á Ægissiðu. Börninleika séri fjörunniog við bátana, sem dregnir eru á land: fá kannski stundum að fara á flot með grásleppukörlunum. Göngum vestur á Ægissiðu i Reykjavik, þar sem útsýn er fögur út á Flóann, særokið stundum gengur á land, og þar sem breið gatan skilur gamalt og nýtt. Þarna mætast eiginlega tveir heimar. Landmegin göt- unnar stendur röð ríkmann- legra húsa. Þaö er bjart yfir þeim og lóðirnar vel snyrtar, bldmog tré i göröum. Ræktunin lánast furðanlega, þó ægir sendi stundum salta skvettu á land, eða a.m.k. brimsalt löður upp i garðana, sem við hafi horfa, og sviði kannski nokkrar greinar. Sitkagreni þolir vel seltuna, en getur misst tqipinn I hvass- viðrum. Fallegar strandjurtir, t.d. bláliljan, sem myndar lágar bláarbreiður i f jörusandi, er til- valin i steinhæöir. Sjávarmegin götunnar er allt með eldra sniði — hjallar, bát- ar, net o.fl. veiðarfæri. Grá- sleppan þekúr rá við rá, ýsu- bönd sjást hanga — og kannski leynast hákarlabeitur I ein- hverjum hjallinu'm? Siginn fisk- ur þykir mér herramannsmatur Grásleppuhjallur i Grlmsstaðavör 9. júnl 1977. Fiskhjallur I Garðavör I Reykjavik 9. jún ’77 Nr. 90 og 92 á Ægissiðu 28. mai 1976. Komið að landi I Grimstaðarvör 28. mai 1976.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.