Tíminn - 17.07.1977, Qupperneq 13
Sunnudagur 17. jiili 1977
13
Flugleiðaþota á Orlyflug-
velli. Myndin er tekin er vél-'
in var nýlent i fyrsta
áætlunarfiuginu þangað frá
tslandi. Neðst tU hægri er
áhöfn vélarinnar að taka við
blómum og láta mynda sig.
sem Jóhannes bætti hraðamet ' f
Sæmundar voru meðal annarra
nokkrir forvigismenn sam-
göngumála og örfáir aðrir gest^
ir, m.a. undirritaður Eftir að
Eirikur frá Brúnum setti punkf-
inn aftur við Litla ferðasögu
er litt við hæfi að þreytalesendur
með ferðasögum og verður það
ekki reynt hér. Hitt má segjast,
að þegar litt veraldarvanur
Mörlandi kópti á dýrð heimsins
mitt á meðal stórmerkja heims-
menningarinnar, fannst honum
hann hafa verið hér áður og séð
þetta allt saman. Þetta er ekki
sagt af yfirlæti, miklu fremur
hinu andstæða. Af örstuttri
snertingu við borgina eru áhrif-
in svipuð og að hitta gamlan
kunningja. Breiðstræti, minnis-
merki, glæsihallir, allt þetta
könnumst við við og þekkjum
með nafni áður en komið er til
borgarinnar. En það sem vekur
undrun er, að við könnumst við
hvern krók og kima i litilli krá
sem setzt er inn á fyrir tilviljun.
Við könnumst við gestina við
næstu borð, við þjónana með
siðu svunturnar og miðaldra
stúlkuna bak við barborðið með
flöskur og spegla að baki. Jafn-
vel kunnuglega fyrir’sjónir
götuhörn á mótum ónefndra
stræta, þótt við þekkjum ekki
einu sinni hverfið með nafni.
Gangstéttaveitingahúsin og ið-
andi mannlif lifandi borgar
kemur jafnkunnuglega fyrir
sjónir. Þetta er ekkert undar-
legt. Listamenn hafa verið svo
óþreytandi við að túlka þessa
borg i máli og myndum, að
ósjálfrátt er hún orðin agnarlit-
ill hluti af okkur sjálfum, þó að
við höfum aldrei komið ár. En
þegar svo ber við, er heims-
borgin svo gestrisin og litillát,
að útlendingurinn verður hluti .
af lifi hennar meðan hann
staldrar við.
Iivað taka á sér fyrir hendur á
stað þar sem ekki eru bað-
strendur, verður hver og einn að
gera upp við sjálfan sig. Paris
hefur upp á alit annað en hvitan
sand að bjóða. Fagurkerarnir
geta lifað þar i fullsælu, þeir
skemmtanasjúku og léttúðugu
geta gengið svo fram af sér, að
þeir verði hælismatur eftir dvöl
þar, hinir hógværu þurfa aldrei
að láta sér leiðast og jafnvel
þeir lötu geta látið fara vel um
sig.
ó.ó.
Geta má að forstjóri Orly
hélt smáboð eftir að vélin
lenti og fagnaði þvi að
áætlunarflugið er orðið að
veruleika. Halldór E.
Sigurðsson, samgöngumála-
ráðherra, sem var með i för-
inni flutti og stutt ávarp og
kvaðst vonast til að sam-
skipti Islands og Frakklands
á sviði ferðamála ættu enn
eftir að aukast.
Skrifstofur Flugleiða i Parfs
eru á mjög góðum stað I
borginni, skammt frá Óp-
erunni. Þar vinnur fjöldi
manns, flest Frakkar, undir
stjórn Geralds Alants, um-
dæmisstjóra félagsins i
Frakklandi. Starfsemi skrif-
stofunnar fer sivaxandi og er
þess vænzt að hún eigi enn
eftir að aukast mikið vegna
hins nýtilkomna áætlunar-
flugs. Skrifstofan hefur einn-
ig umboð fyrir Air Bahama,
en ferðir með þvi eiga si-
auknum vinsældum að
fagna. Framan við skrif-
stofuna eru tveir franskir
starfsmenn hennar að fræða
islenzka blaðamennum sölu-
horfur, og það sem ekki var
siður hugleikið, heimaborg,
sina Paris.
Velkomín til Blönduóss
Blönduós er í þjóðbraut milli Norður- og
Suðurlands og því
heppilegur óningastaður
Hver viil ekki stoppa smá stund? — Þjónusta okkar stendur
yður til boða engu síður en heimamönnum —
Gefið yður góðan tíma er þér eigið leið um til að njóta þess
er við höfum að bjóða í verzlunum vorum
Verið velkomin
til Norðurlands
kaupfélag Húnvetninga
BLÖNDUÓSI
Útibú á Blönduósi og Skagaströnd