Tíminn - 17.07.1977, Side 20

Tíminn - 17.07.1977, Side 20
Sunnudagur 17. júli 1977 20" SPILIN A HENDI]S Þeir, sem þurfa oft að hringja i Samband is- lenzkra samvinnufélaga i Reykjavik — og þeir eru margir — hafa án efa veitt þvi eftirtekt, að meðal simavarða þar er karlmaður með djúpa og skýra rödd, og að hann afgreiðir erindi manna með mjög skjótum og öruggum hætti, eins og reyndar allir aðrir, sem hafa á hendi simaaf- greiðslu hjá Samband- inu. Hitt mun varla vera kunnugt nema fáum þeirra mörgu, sem hringja daglega i slma Sam- bandsins, aö simavöröurinn sem hér um ræöir býr viö þau óhæg- indi aö vera blindur, og þaö svo algerlega, aö hann hefur ekki séö mun dags og nætur um áratuga skeiö, og þar aö auki vantar hann hægri höndina. Þó er hraöi hans og öryggi i störfum sizt minni en þeirra simaþjóna, sem eru alsjá- andiog hafa báöar hendur heilar. Alvarlegt slys Þetta mun flestum sýnast æriö afrek, en hér kemur þaö til, sem þjóökunnur læknir, nýlega látinn, sagöi viö höfund þessa greinar- korns fyrir nokkrum árum: „Fatlaö fólk er venjulega beztu þjóöfélagsþegnarnir, þvi að þaö hefur lært að neyta allrar hæfni sinnar, andlegrar og líkamlegr- ar.” Þessi formáli skal nú ekki hafð- ur lengri. Viö erum komin heim til Gunnars Guömundssonar, höf- um tekiö okkursæti og látum fara vel um okkur á fallegu heimili hans viö Ingólfsstræti i Reykja- vik. Viö skulum heyra, hvaö Gunnar hefur aö segja, og byrja á þvi að fræöast um upphaf hans. — Ert þú ekki Austfiröingur aö uppruna, Gunnar? — Jú. Og ég vil byrja á þvl aö segja fullt nafn mitt. Ég heiti fullu nafni Gunnar Kristinn Guð- mundsson, og fæddist á Streiti i Breiðdal I Suöur-Múlasýslu, 16. marz 1936. Foreldrar mlnir voru Pálina Pálsdóttir og Guömundur Kristjánsson, sem þar bjuggu. Eg ólst svo upp þar hjá foreldrum minum þangað til ég var tiu ára gamall. Þá varö ég fyrir slysi, sem beindi lifi mlnu inn á öldungis nýja braut. Styrjöldin var nýafstaöin, og viöa leyndist ýmislegteftirlegudót frá hernum. Égfann hlut, sem mun hafa veriö hvellhetta úr tundurdufli. Ég tók þetta upp og fór aö skoöa þaö, eins og börnum er títt, en vissi auövitaö ekki hversu stórhættu- legur hluturþaövar.sem ég hafði handa á milli. Þetta leit ósköp meinleysislega út, og ég uggöi ekki aö mér. — Ég hygg, aö hluturinn hafilitiö mjög likt út og hvellhettur þær sem notaðar eru viö dynamitsprengingar nú á dög um, og ég vil gjarna nota tækifær iö og vara börn og unglinga viö aö hafa hönd á slikum hlutum. Þaö er bezt aö láta þá alveg óhreyföa, hvar sem þá ber fyrir augu — aö ekki sé minnzt á þau ósköp, þegar börn og unglingar eru að hnupla svona dóti aö gamni sfnu til þess aö leika sér með það. Þess háttar athæfi ættialdrei aö eiga sérstaö. — Sprakk þetta svo I höndunum á þér? — Já, og þaö svo rækilega, aö ég missti hægri höndina, og sjón min eyðilagðist gersamlega á augabragöi. Upp frá þeirri stundu hef ég ekki séö skil dags og nætur. Slöanernú þrjátiuog eittár liöiö. Beið á aðra viku eftir skipsferð — Þú hefur auövitað veriö drif- inn suöur til Reykjavíkur þegar I staö? — Ég var sendur suöur, já, rétt er þaö, en ekki þegar i staö. Þaö var sóttur læknir til Fáskrúös- fjarðar, og hann geröi aö sárum mlnum, eftir þvl sem hægt var, losaði mig viö þaö litla sem eftir var a f h ægri hönd minni og hjúkr- aöi mér svo sem kostur var á. En samgöngur voru meö öörum hætti þá en nú, hvorki flugsamgöngur né bllvegur til Reykjavikur um Suðurland, og ekki um neitt aö ræða fyrir okkur, á sunnan verð- um Austfjöröum, annaö en strandferöaskipin, sem iöulega þurftu aö fara framhjá, ef vont var I sjóinn, vegna þess hve hafn- ir voru enn ófuilkomnar. Þaö varö þó ekki aö þessu sinni, og ég komst suður meö næstu ferö, en þurftisamtaö biöa nokkuö á aöra viku eftir skipsferö til Reykjavik- ur. Þegar þangaö kom, var ég lagöur inn á Landakotsspitala, Harmonikuleik læröi Gunnar af sjáifum sér, og hann leikur af Iþrótt á þaö hijóöfæri, þrátt fyrir fötlun slna. Tlmamynd GE. Gunnar Guðmundsson og Guörföur Jensdóttir kona hans. Tlmamynd GE. — ,,Það getur enginn spilað úr öðrum spilum en þeim, sem hann hefur á hendinni. Ég get verið ánægður með líf mitt.......” segir Gunnar Kristinn Guð- mundsson í þessu viðtali. Hann vinnur fullt starf, en er þó blindur og vantar auk þess hægri höndina þar augu min voru skorin upp, en af því varö enginn árangur. 1 sprengjunni haföi veriö kopar, en hann veldur Igerð, og hér var allt oröið um seinan, koparinn búinn aö skemma of mikiö út frá sér til þess aö neinu yröi breytt um þaö sem oröiö var. Sjónhimnan var orðin ónýt. — Varst þú lengiá spltalanum? — Já, þaö var vist nærri hálft •ár, en næsta vor fór ég heim til mín og var þar sumarlangt. Um haustiö fór ég i Blindraskólann i Rey kjavik og hóf þar nám, þótt aö vlsu væri þá ekki neinn f ormlegur blindrakennari starfandi i Reykjavik. Stúlka, sem vann á skrifstofu Blindravinafélagsins, kunni blindraletur, og hún kenndi mér þaö, enda var þaö hiö fyrsta sem ég þurfti aö læra. Ég var dá- litiö byrjaöur að læra i barna- skóla, þegar ég slasaðist, og nú hélt ég áfram barnanáminu viö þessar nýju aðstæöur. Allt var auövitaö nýtt og ókunnuglegt, og ég varö aö læra ný fræöi, blindra- letriö, til þess aö komast aö námsefni minu. Og stúlkan á skrifstofunni kenndi mér ekki aö- eins blindraletur, heldur lfka meðferö sérstakra reiknitækja, sem notuö eru af blindu fólki. Seinna kenndi mér námsgreinar minar stúlka, sem var nemandi I Kennaraskólanum. — Voru þá til nokkrar náms- bækur á blindraletri, sem komiö gætu börnum á þinum aidri aö notum? — Þaö var mjög takmarkaö. Þegar ég kom þarna, höföu blind börn ekki veriö I skólanum um nokkurt árabil, og blindrakenn- ari, sem þar haföi veriö, var þar nú ekki lengur. Mér gekk þvi námiö heldur stirt, en það sóttist, og ég var svo heppinn að hitta fyrir sérlega ágætt fólk, sem hjálpaði mér á allan hugsanlegan hátt. Þetta nægöi til þess, aö mér tókst aö ljúka barnaskólanámi mlnu. Ég var hér I Reykjavik á veturna og stundaöi nám mitt á þennan sérstæöa hátt, en á vorin hvarf ég heim til foreldra minna og var þar allt sumariö. Nám og störf í nýju umhverfi — Þú hefur komizt fram úr þessu öllu, þrátt fyrir biindu þlna og takmarkaöan bókakost á blindraletri? — Já, þaö gekk allt einhvern veginn. Konurnar sem kenndu mér, voru svo hugulsamar aö skrifa talsvert af námsefni mlnu upp fyrir mig á blindraletri, og auk þess lásu þær m jög mikið fyr- ir mig. Þá voru segulbandstækin ekki komin til sögunnar, þótt nú séu þau svo aö segja I hvers manns eigu. Það heföi ekki veriö ónýtt þá aö hafa eins og eitt slikt og geta hlustaö á námséfni sitt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.