Tíminn - 17.07.1977, Page 21

Tíminn - 17.07.1977, Page 21
Sunnudagur 17. júll 1977 21 JNI aftur og aftur. En þó er það nú svo, að þótt gott sé að hlusta á lestur, þá lærir maður þó miklu meira með þvl að lesa sjálfur. Ég held, að bezta aðferðin við nám, sé að lesa af bók. Það er að vlsu ákaflega mikil vinna að skrifa mikið efni á blindraletur, og til þess þarf bæði mannafla og tæki, en þessu hefur fleygt mjög fram á siðari árum, góðu heilli. — Gazt þú haldið áfram að læra, eftir að barnanáminu var lokið? —Nei, af þvi varð ekki. Þá voru allar aðstæður til sllks miklu óhægari en nú, en það hefur breytzt mikið tilbatnaðar i seinni tið, sem betur fer. Ég varð að láta mér nægja barnalærdóminn, þótt mér þætti það siður en svo gott. — Hvað tókst þú þér svo fyrir hendur, þegar þú varst kominn á hinn venjulega starfsaldur ungl- inga? • — Ég hafði lengi verið viðloða hjá Blindravinafélagi íslands, og þeir höfðu þá, eins og nú, vinnu stofu hér i Ingólfsstræti 16. Ég vann þar alltaf dálitið að bursta- gerð jafnhliða námi minu. Og eft- ir að ég hafði lokið barnanámi minu, fór ég aö vinna meira að burstagerðinni. — Varþér þaðekki mjög óhægt, þar sem þú hafðir aðeins eina hönd, og það þá vinstri — eða varst þú ekki rétthentur I upp- hafi? — Jú, jú, ég var það. En ég lærði mjög fljótt að bjarga mér með vinstri hendinni, eftir að hin var farin, og þegar hér var komið sögu, var sú vinstri orðin allvel þjálfuð. Það varð mér þvi aldrei til neins verulegs trafala við burstagerðina. Hitt er annað mál, að yfirleitt er erfitt að vinna að burstagerð, nem að hafa báðar hendumar til- tækar, þetta er þannig vinna. En kunningi minn einn, sem vann þarna, útbjó fyrir mig vél, — dúskaskammtara — sem skammtaði fyrir mig stærð dúsk- anna, þannig að ég þurfti ekki að nota fingurna til þess, eins og al- gengast er, og þessari vél stjórn- aði ég meö öðrum fætinum. Þetta hjálpaði mér mjög mikið. En þótt ég notaði vélina mikið, þá vann ég langa hrið án hennar, og náði þó allgdðum árangri, þvi að vinnu- hraði minn og afköst voru alveg i meöallagi, þótt ég væri án vélar- innar, og einhentur f þokkabót. Einhentur hljóðfæraleikari — Vannst þú lengi I burstagerð- inni? — Já,þaðmáttisvoheita, aðég ynni þar til tuttugu og þriggja ára aldurs. Að vísu var ég að jafnaði heima hjá foreldrum minum á sumrin fram til tvitugs, en á veturna var ég hér I Reykjavik og vann þá að burstagerðinni. 1 tóm- stundum minum lagöi ég stund á hljóðfæraleik, þvi ég hef alltaf haft mikið yndi af tónlist. — Lærðir þú eitthvað til þeirra hluta? — Litiö var það, en þd hef ég ekki verið alveg tilsagnarlaus á þvi sviði. Eina hljóðfærið, sem ég get sagt að ég hafi lært á að ein- hverju marki, er trompet, en þó er nú svo komið, að ég leik næst- um ekkertá trompet, heldur spila ég á hljóðfæri, sem ég hef ekki lært á, nema af sjálfum mér. Harmonika og gitar hafa verið uppáhaldshljóðfæri min um langt skeiö. — Getur þú leikið á harmoniku, einhentur maður? — Já, það blessast allt. Ég hef tekið upp á þvi að snúa harmonik- unni öfugt eða rétt, eftir atvikum. Þegar ég spila einn, leik ég diskantinn með handleggsstúfn- um, en þegar fleiri hljóðfæri eru, spila ég með vinstri hendinni á nótnaborðið, þvi að á vinstri hönd minni eru allir fingur heilir. — Hefur þú leikið I hljómsveit? — Já, það hef ég gert, þótt þær hafi ekki verið fjölmennar-. Ég hef Hérsitur Gunnar við rafmagnsorgelið sitt, en hann hefur alla tiðhaft hiðmesta yndiaf tónlist spilaö við annan og þriðja mann, og reyndar oft opinberlega. Það er svo sem ekki til þess að tala mikið um, þetta hefur veriö gam- an mitt og tómstundaiöja I mörg ár. Könnunarferðir um nágrennið — Segja má, að aulalegt sé að spyrja um svo sjálfsagðan hlut, en var ekki næsta erfitt fyrir ung- an dreng aðeins tiu ára gamlan, að koma til Reykjavikur, öllum ókunnugur, og auk þess svo mjög bagaður sem þú varstorðinn eftir slysið? — Jú, það var óneitanlega mjög framandi umhverfi, sem ég var nú allt i einu kominn I, drengur úr sveit. Borg er á marga lund mjög ólik sveitinni, eins og allir vita, og þeir sem þangað koma úr fá- menni, þurfa margt að læra, hvort sem þeir eru blindir eða sjáandi. Ég byrjaði á þvi að ganga með- fram húsinu.þar sem ég dvaldist, og láta höndina fylgja húsveggn- um. Siðan fór ég að færa mig litið eitt lengra, út að næsta horni eða svo. Svo kom að þvi að ég fór að fara yfirnæstu götu, ogþá held ég að ýmsum hafi þótt alveg nógu langt gengið, — og rúmlega það, — ég gæti hæglega orðið fyrir bil. En það varð ekki, sem betur fór, og ég hélt áfram að kynna mér umhverfið. — Notaðir þú ekki blindrastaf og blindramerki frá upphafi? — Ég notaði blindramerki, og þar næst fékk ég stafinn. Það var gifurlegur munur. Ég gat látið hann fylgja gangstéttarbrún eða veggjum, eftir þvi sem hentaöi hverju sinni, og nú gat ég farið að fara lengra en áður. Nú gat ég komizt yfir I næstu götur, og fært þannig út þekkingarsvið mitt — En varðst þú þá ekki i vand- ræðum með að rata heim aftur? — Nei, það olli mér aldrei nein- um vanda. Ég vissi alveg hvaða leið ég var búinn að fara og hvernig ég hafði farið hana, þannig að ég var ekki i neinum vandræðum með að komast sömu leið til baka. Ef menn gæta þess aö taka nógu stutta áfanga i einu, og smá-færa sig upp á skaftiö, er sáralitil hætta á þvi að þeir villist, þótt leiðin sem farin er, lengist. Leiðs öguh undur inn kemur til sögunnar Ég notaði svo stafinn i nokkur ár, og var farinn að fara talsvert viða með aðstoð hans. En siöan eignaðist ég leiösöguhund, frá- bærlega góðan.Það var dönsk tik, tamin og skóluð í Danmörku, og kom hingað með flugvél. Að visu var sú aðferð ekki samkvæmt kokkabókum þeirra sem ala upp slika hunda og venjaþá. Þeir fara þannig að þessu, að fyrst þjálfa þeir hundana, sfðan vilja þeir fá til sin manninn, sem þarf á hundinum að halda, kynnast hon- um, og velja siðan handa honum hund með þá skapgerö sem manninum hentar bezt. Þar næst æfa þeir þá saman á æfingastöð- inni, manninn og hundinn, og að þvi loknu vilja þeir að þjálfarinn fylgi manni og hundi heim, og æfi þá saman á þeim stað, þar sem þeir eiga eftir að eiga heima um næstu framtíð. — Þetta eru ákaf- lega vönduð vinnubrögð, og stuðla mjög að öryggi og góðum árangri, en fyrirokkur tslendinga væri slikt fyrirkomulag alltof dýrt, þar sem fyrst þyrfti við- komandi maður aö fara til Dan- Nokkur hluti þeirra ágætu hljómflutningstækja, sem prýða heimili Gunnar Guðmundssonar og konu hans að Ingólfsstræti 21 C. — En þar eru þessir hlutir ekki hafðir fyrir fordildar sakir, gestum og gang- andi til augnayndis, heldur til lifsfyllingar og sálubótar þeim er njóta kunna. Og þar er hægt aö fá aö hlýða á tónlist, sem húsbóndinn hefur samið sjálfur. Timamynd GE. merkur og dveljast þar um óákveðinn tima, og siðan þjálfar- inn að koma með honum hingað heim og vera hér á meðan þær æf- ingar standa. Og er þá ótalið kaupverö hundsins, sem er drjúg- ur skildingur. — Kom hundurinn þér samt ekki að góðu gagni, þóttekki væri fylgt ströngustu reglum danskra sérfræðinga um þjálfun og undir- búning? — JU, tikin varð mér til ómetanlegs gagns. Hún var svo örugg til fylgdar, aö ég gat gengið eins hratt og mér var unnt. Þaö var ekki óalgengt, að við fórum svo greitt, að við gengum af okk- ur alla sem á götunni voru. — En ekki hefur þú þó getað sagt við hana, að nú skylduð þið fara þetta eða hitt, og hún svo gengið beina leið þangað? — Nei,að visu ekki. Ég varð aö vita sjálfur nokkurn veginn, hvert ég var að fara. Þegar ég vildi beygja til annarrar hvorrar handar, þurfti ég ekki annað en að segja „hægri” eða „vinstri”, og þá fór hún alveg eftir þvi. Hún skildi hvort tveggja, og eins ef ég sagði „beint áfram.” Ég gat lika sagt henni að leita að tröppum, leita að dyrum, eða finna bekk úti til þess að setjast á. Hún skildi það sem ég sagði og gerði eins og ég bað hana hverju sinni. — Urðu tungumálin ekki neinn þröskuldur I vegi samskipta ykk- ar, þar sem þið voruö sitt af hvoru þjóðerni? — Nei. Fyrst þurfti ég aö visu að tala við hana á dönsku þvi að hún var dönsk og þjálfuð I Dan mörku. En það var ekki lengi. Svo fór ég aö tala viðhana á Islenzku, og hún lærði islenzkuna ekkert verr en hver annar útlendingur. Hún fylgdist með umferðinni — Ef þið þurftuð nú yfir götu, þar sem véruleg bilaumferð var, — beið hún þá þangað til þeir voru allir farnir hjá, og hættulaust að ganga yfir götuna? — Já.hún beiö, þangað til gatan var orðin auð. Þjálfararnir ráð- leggja mönnum aö fylgjastsjálfir með umferðinni, með þvi að hlusta eftir henni, og segja svo hundinum að fara yfir götuna, þegar ekki heyrist lengur i nein- um bil. Þetta er að visu hægt, en þó geta bilar farið býsna hljóð- lega, til dæmis undan brekku, þannig að lítið sem ekkert heyrist til þeirra, en þó á nú blindum mönnum að vera kleift aö fylgjast með þessu, ef heyrn þeirra er góð. — En hvað mig snerti, þá þurfti ég aldrei á þessu að halda, þvi að tik min gætti umferðarinnar svo vel, að ég hefði ekki gert það bet- ur. — Hvað var það iengi, sem þú nauzt þessarar merkisskepnu? — Ég er nú vist eitthvað farinn að ryðga i þessu, en ef mig mis- minnir ekki þvi meira, þá munu það hafa verið sex eða sjö ár. — Bjóst þú þá hérna við Ingólfs- strætið, þar sem þú ert núna? — Nei, ekki hér. Fyrst var ég hinum megin við götuna, i Ingólfsstræti 16, þar sem Blindra- vinafélagið er til húsa, en svo fluttist ég vestur á B jarkargötu, á Blindraheimilið þar. Ég byrjaði að vinna við simaafgreiðslu hjá Sambandinu rétt eftir að ég eignaðist tlkina, og gekk á milli. En sá var ljóður á, að ég gat ekki haft hana hjá mér i vinnunni, þvi aö hún var alltaf óróleg, ef hún þurfti að biða lengi eftir mér, hvort heldur var á vinnustaö min- um eða annars staðar. Ef til vill hefur þarna komið til ónóg þjálf- un, en hvernig sem á þvl hefur staðið, þá vildi hún aldrei þurfa aö biða lengi eftir mér á ókunnug- um stöðum. Þetta varð til þess, að ég fór með hana heiman úr Bjarkargötu i Ingólfsstræti 16, þar sem ég hafði áður átt heima, og skildi hana eftir þar. Þar undi hún sér vel, þvi að þar var hún kunnug, og auk þess var þar fólk, sem var kunnugt henni og var alltaf gott við hana, og hugsaði vel um hana. — Frá Ingólfsstræti 16gekkég svo með staf minn nið- ur i Samband, þaöan aftur upp i Ingólfsstræti, þegar vinnu var lokið, og tók tikina með mér heima Bjarkargötu. Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.