Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.07.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 17. júli 1977 23 Ég var ekki i minu allra bezta skapi, en ef ég hressti mig ekki við niina, myndu brúðkaups- gestirnir halda, að ég væri bara öfundsjúk. Þrátt fyrir allt var Mia litla systir min og þrjár frænkur höfðu valdið þvi, að þetta var i fjórða sinn, sem ég var brúðarmær. — Þú verður næst, Anne, sagði einhver og ég svaraði með kjána- legu brosi. — Þú ert kannski þegar með einhvern ákveðinn i huga? spurði Britta frænka eftirvæntingarfull. Ég vildi ekki valda henni von- brigðum, svo ég tautaði eitthvað um að hjarta mitt væri bundið heimabænum, en svarið heyrðist vist tæplega fyrir hlátrasköllum i hinum enda stofunnar. En Britta frænka brosti ánægjulega og ég velti svolitið fyrir mér, hvort henni hefði heyrzt ég segja eitthvað annað, og bráðlega gleymdi ég þessu. En það rifjaðist upp fyrir mér á laugardagskvöldinu, þegar ég fylgdi henni á brautarstöðina. Hún þrýsti hönd mina. — Mér þykir svo vænt um að hafa fengið að vita leyndarmálið, Anne...og nú er bezt að þú farir niður á pall- inn, þvi það er aldrei að vita, hve- nær þeim dettur i hug að blása i flautuna. Einu sinni varð vinkona min að velja á milli þess að fara með og toga i neyðarhemilinn. — Britta frænka, sagði ég áköf. — Hvað hélztu... — Flýttu þér, ég heyri að þeir eru farnir að skella hurðunum! Það voru þrjár minútur til stefnu, en ég lét undan og gekk út á brautarpallinn. Samtalið fór nú fram þannig að frænka stóð á tán- um i ganginum og talaði við mig gegnum hálfopinn gluggann. — Já, það hefur sina kosti aö vera meðlimur I alþjóðahóteleig- endaklúbbnum — haföu það gott og mundu, hvað okkur kom sam- an um! Ég veifaði og gat ekki annað en brosað yfir þessum misskilningi, sem frænka min hugsaði svona mikið um. Hún kom alltaf i allar brúðkaupsveizlur i fjölskyldunni, sém var ógnarfjölmenn, en gat aldrei gist vegna litlu hundanna sinna tveggja. Þótt undarlegt mætti virðast var hún óvenju skýr I kollinum varöandi viðskiptamál og rak hótel i höfuðborginni. Ég fór heim aftur og þar var enginMia lengur, aðeins pabbi og mamma, sem reyndu að gleðja sig svolitið. Þeim hefur sjálfsagt tekizt það, þvi þeim hefur alltaf komið sérstaklega vel saman. Fyrir mig var ekki um neitt að ræða nema leggja mig og lofa þeim að spjalla saman um hveiti- brauðsdagana — fyrir tuttugu og átta árum. Skapið var litið betra, þegar ég vakriaði, þrátt fyrir aö ég átti fri og gat gert það sem mér sýndist. Sólinskein glaðlega og Buster var ákafur að komast út. Löng gönguferð i skóginum myndi nægja til að róa hann það mikið að ég gæti litið inn til Mar- grétar á Sólstað og spjallað við hana yfir kaffibolla. Við lögðum af stað og maður Margrétar tók á móti okkur, brosandi út að eyrum. — Þarna kemur fjölþættasta persóna staðarins! í gær klökk brúðar- mær, á morgun gáfnaljós með hornspangagleraugu, I dag hrein- asti villiköttur! — Æ, láttu mig i friði! sagði ég stuttlega. Við Margrét settumst niður og innbyrtum kaffi i litratali, meðan við spjölluðum. — Fannst þér ekki Mia falleg? Nú eru þau Dan á Rhodos, er það ekki? Svo er það Paris, Róm, De- troit — en spennandi að giftast forstjóra útflutningsfyrirtækis. Stórkostlegt lif! En ekki fyrir mig, takk. — Ekki mig heldur, sagði ég. — Hvernig gengur i „Krabban- um”? — Rólegt og friðsælt. Það er sá timi núna. —■ Likar þér vel að vinna þar? . Eftir þvi sem frænka þin segir, er hjarta þitt bundið staðnum. Mér Að leita langt yfir skammt unm imabæ mmum og vildi helzt finnst það hljóma eins og ýkjur. — Hvað um það, ég finn enga hvöt hjá mér til að flækjast um — en ég ætti kannski að gera það. Sjá heiminn. Hitta fólk. Nota mér menntunina — en þú veizt hvað mér þykir vænt um þennan bæ! Hvern stein, hvern læk og hvert tré. — Já, ég veit það, en.. —....enég finn mér aldrei eigin- mann með þvi móti? botnaði ég setninguna. — Þeir eru nú ekki alltaf þar sem maður vill helzt finna þá. Maður kemur oft ekki auga á þá fyrr en maður færir sig svolitið. Ef þú gætir þin ekki, endar það með þviað þú giftist Spekingnum. Við flissuðum. Það var aldeilis óhugsandi, að yfirmaður minn, „Spekingurinn”, tæki eftir stúlku, hvað þá að hann kvæntist henni. Ég hafði starfað I „Krabbanum” á staðnum (auk þess voru tvö úti- bú) i fjögur ár og hann glennti ennþá upp augun i forundran, ef hann rakst dvænt á mig einhvers staðar annars staðar en innan veggja fyrirtækisins. — Hvað er hann að gera, þegar hann er útiá markaönum, eins og hann kallar það? Svona fyrirutan það að týna skjalatöskunni og gleyma hvar hann leggur biln- um? — Ja, hann ekur um og safnar upplýsingum. Bækurnar hans um sögu staðarins og nágrennisins erufarnarað verða þekktar.Þess vegna vill hann að ég starfi fyrir sig — athugi upplýsingarnar, sem hann byggir á. Annars gæti hver sem er afgreitt þarna. Einhver frændi hans flutti úr landi og lét honum eftir fyrirtækið. vera kyrr þar. En ef ég ætlaði að giftast, yrði ég að fara burt. Mér datt ekki í hug, að það væri að leita langt yfir skammt........ — Er þetta ekki leiöinlegt til lengdar? — Nei, nei. Mér finnst gaman að grúska I sögunni — og lika að afgreiða 1 gjafavörubúðinni. En ég kemst svo sem ekkert lengra með þvi móti. Ég ætti kannski aö reyna eitthvað annaö. — Já, sagði Margrét hugsandi — það væri kannski ekki svo vit- laust... — Æ, þá er það vinnugallinn og hafragrauturinn aftur i fyrramál- ið, andvarpaði pabbi eins og ævinlega um áttaleytiö á sunnu- dagskvöldum. — Dagarnir eru svo fljótir að liða — bráðum er kominn mið- vikudagur, huggaði mamma hann, eins og venjulega. Miðvikudagar voru reglulega notalegir, hugsaði ég annars hug- ar. Ekki svo að skilja, að ég hefði nokkuð á móti mánudögum held- ur, þó að það gerðist aldrei neitt óvenjulegt I „Krabbanum.” Þegar Spekingurinn var ekki úti á markaðnum, kom hann ak- andi i svarta, duttlungafulla biln- um sinum, með fangið fullt af pökkum, sem sifellt voru að opn- ast, þótt hann þrýsti þeim fast að sér. Loks sprungu þeir og frá klukkan niu til f jórðung yfir gerði ég ekki annað en laga til. Nokkur bréf komu — og svo kaffitimi. Um ellefuleytiö á ferðamanna- timanum komu fyrstu gestirnir eftir aðalgötunni, komu auga á „Krabbann” og komust að raun um að nú var kominn timi til að kaupa gjafir og minjagripi. Spekingurinn gaut aðeins augunum til okkar, þegar ég dró fram ódýra skrautmuni og nýjar vörur, eða betri hluti úr skinni og silfri, ef svo vildi til. Sumir gest- anna skoðuðu hillurnar með sjaldgæfum bókum, og þá kom lif I Spekinginn og hann lét i ljós hrifningu sina á koparstungum og ævisögum helztu manna staðar- ins. Það sem eftir var af timanum fór i að fara I gegnum sjcjöl hans og pappira. Klukkan fimm gekk ég þennan stutta spöl heim, en Spekingurinn ók heim i gamla húsið sitt utan við bæinn. Þannig haföi lif mitt nú verið I fjögur ár. Jæja, það kom fyrir að eitthvað óvenjulegt gerðist. Um hálfs árs skeið hafði ég farið i langar gönguferðir með ungum náttúrufræðikennara, sem leysti af I unglingaskólanum. Þegar ráðningartima hans lauk, lauk einnig sambandi okkar og hvor- ugt okkar varð andvaka þess vegna. Tvisvar hafði hávaxin, ljóshærð stúlka I hvitum bil komið til að finna Spekinginn. Um þær mund- ir haföi hann verið óvenjulega viðutan. Ég komst ekki að þvi, hver hún var. En hún var ekki rétta manngerðin handa Spek- ingnum — reyndar hafði ég ekki hugmynd um hvemig sú ætti að vera. Spekingurinn var á „óákveðn- um” aldri, en rauðbrúna háriö var ekkert byrjað að grána. Það var eins og hann væri alltaf að hugsaum eitthvaðfjarlægtog var stöðugt að reka sig á hluti. Hann var með grá augu, var hávaxinn og með granna úlnliöi. Raunar hét hann Alexander Thomas Granerud.eneftir aðmaður hafði heyrt viöurnefnið hans, Spek- ingurinn, var ómögulegt aö kalla hann nokkuð annað. Nú var hann i lengri ferð en venjulega, ætlaði ekki að koma afturfyrren á miðvikudaginn. En þegar ég kom að búðinni á mánu- dagsmorguninn, stóð bréfberinn úti fyrir og beiö eftir mér með stóran, illa innpakkaðan bóka- stafla. — Enginn vafi á frá hverjum þetta er, er þaö? sagði hann. — Nei.sannarlega ekki,svaraði ég brosandi. Innihald pakkans reyndist einkar athyglisvert, með nýjum upplýsingum um einn af mestu rithöfundum timabilsins um aldamótin, sem þá hafði dvalizt i héraðinu. A þriðjudeginum var ég orðin svo niðursokkin i þetta,að það var meö naumindum, aö mér tókst að dylja gremju mina, þá sjaldan viðskiptavinur kom inn og truflaði mig. Ég sat I herberginu inn af búö- inni, umkringd uppsláttarbókum, þegar glumdi i bjöllunni við úti- dyrnar og ég varð að setja andlit- ið I réttar stellingar i þriðja sinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.